Dagur - 10.03.1927, Blaðsíða 3

Dagur - 10.03.1927, Blaðsíða 3
10. tbl. DÁOUK 37 Útrýming fjárkláða. Þar er gert ráð fyrir allsherjarútrýmingarböðun, er fari fram í árslok 1928 og árs- byrjun 1929. Atvinnumálaráðuneyt- ið sjái um innkaup eða tilbúning á baðlyfinu og flutning þess á hafnir. Þaðan annist sveitastjórnir flutning. Ríkissjóður greiði allan kostnað við eftirlit með böðun og % hluta flutn- ingskostnaðar á hafnir. Annan kostnað greiði fjáreigendur. Varðskipin. Stjórnin ber fram frumvarp, þar senr er lagt til, að skipin skuli eiga heimili í Reykjavík og að sarfsmenn þeirra skuli verða sýslunarmenn ríkisins. Hitt frumv. fjallar um laun starfsmanna á skip- unum og eru þar öllum ákveðin árs- laun. Fleira er i frv. þessum um starfssvið og aðstöðu þessara manna. En í stuttu máli er erindið það, að stofna þarna dálítinn her, allan fastan í embættum. Heimavist Mentaskólanemenda. »Landsstjórninni er heimilt að láta reisa á lóð Hins alm. mentaskóla heimavistarhús handa 40—50 nem- endum skólans og búa að nauðsyn- legustu húsgögnum, hvorttveggja á kostnað ríkissjóðs«. Ekkert er á- kveðið hvenær húsið skuli reist, en gert ráð fyrir að það muni kosta um 150 þús. kr. miðað við núverandi verðlag. Samskólar Reykjavíkur. Samkv. tillögum Jóns Öfeigssonar og full- trúa Iðnaðarmanna, kaupmanna, bæjarstjórnar Rvíkur og Vélstjóra- félagsins, ber stjórnin fram frv. unt stofnun samskóla handa Reykjavík. Á þar að steypa saman Gagnfræða- skóla handa bænum, Iðnskóla, Verzlunarskóla og Vélstjóraskóla og er gert ráð fyrir að Stýrimannaskól- inn og Kennaraskólinn komi síðar í þá samsteypu. Skal landsstjórnin láta reisa hús handa þessum skólum. Mun það eiga að kosta um 700.000 krónur og er ætlast til að rikissjóð- ur og bæjarsjóður leggi fram að jöfnu % þeirrar fúlgu, en iðnað- armenn og kaupmenn að jöfnu %. Hlutdeild ríkissjóðs yrði samkv. því 280.000 kr. Útlendir verkamenn. Samkv. á- skorun Nd. í fyrra ber stjórnin fram frv. uni rétt erlendra manna til þess að leita sér atvinnu hér á landi. Samkv. frv. er hverjum manni, félagi eða stofnun hér á landi óheimilt að flytja inn erlenda menn í þjónustu sína gegn kaupgreiðslu annari en fæði og húsnæði, hvort sem urn langan tíma er að ræða eða skamm- an. Þó eru gerðar nokkrar undan tekningar þegar um er að ræða er- lenda kunnáttumenn, er teljast nauðsynlegir og ennfremur má ráðuneytið gera nokkrar undanþág- ur t. d. ef ekki fæst nægilegur vinnu-* kraftur til þess að koma upp nauð- synlegum mannvirkjum, þó meðj ýmsum takmörkunum. Enn ber stjórnin fram ýms smærri frumvörp og skulu þessi talin: Upp kvaðning dóma og úrskurða, At- vinna við siglingar o. fl. þingmannafrumvörp. Tryggvi Þórhallsson flytur frumv. um afnám kennarastóls í klassiskum fræðum. Héðinn Valdemarsson ber fram frumvarp um að bæjarstjórnum og sveitastjórnum í kauptúnum, er hafi yfir 300 íbúa, sé skylt að safna atvinnuleysisskýrslum þris- var á ári, 1. febr., 1., ágúst, og 1. nóv. En þar sem eru verklýðsfé- lög skal leita til þeirra um að safna skýrslunum. Þá ber og Héðinn fram frv. um breytingu á stjórnarskránni. Er breytingin róttæk. Á alþingi sitji 25 þingm., allir þjóðkjörnir og kosnir hlutbundnum kosningum um land alt til fjögurra ára i senn. Þingið sé ein deild. Kosningarréttur og kjör- gengi sé bundið við 21 árs aldur. Þá vill hann leggja í yald þingsins að meta hvaða gjald skuli koma fyr- ir þær eignir, sem teknar yrðu lög- taki. Þjóðaratkvæði fari fram um hvaða mál sem er, ef 3500 kjósend- ur æskja þess. Frumvarp þetta mæt- ir fullri mótspyrnu allra manna í Neðrideild annara en flutnings- manns, en var þó leyft til annarar umræðu. Helztu ásteytingarefnin eru ákvæði þess um að gera landið eitt kjördæmi og ákvæði það er snertir eignarréttinn. Jónas Jónsson flytur írv. um að varðskipin séu jafnframt gerð að skólaskipum fyrir skipstjórnarmenn og jafnframt flytur sami þingm. frv. um breytingu á lögunr um Stýri- mannaskólann þess efnis, að skylda nemendur hans til þjónustu á varð- skipunum. Hvorttveggja frumv. flutt til þess að draga úr hinum miklu embættastofnunum, sem stjórnin hefir með höndum í sambandi við varðskipin, draga úr kostnaði rík- issjóðs og sjá skipstjóra og stýri- mannaefnum fyrir verklegri æfingu. Klemenz Jónsson flytur frv. um sérleyfi handa »Titan« til járn- brautarlagningar milli Reykjavíkur og Þjórsár og til að virkja Urriða- foss. Leyfistíminn er alt að 70 árum. Gert er ráð fyrir að virkjaðar yrðu alt að 160 þús. hestorkur og að iðju- ver yrði reist í nágrenni Reykjavík- ur. Félagið sé undanþegið beinum sköttum en greiði 3 kr. af hverri hestorku fyrstu tíu árin en 5 kr. síð- ar. Ríkið leggi fram 2 millj. kr. til járnbr.lagningarinnar, sem gert er ráð fyrir að muni kosta 8 millj. Ríkið ráði fyrirkomulagi járnbraut- arinnar og flutningsgjöldum. Lagn- ing járnbrautar hefjist eigi síðar en 1929 og virkjun eigi síöar en 1934. Við fyrstu umræðu málsins mælti forsætisráðherra með frv. en þeir Jak. Möller, Þórarinn Jónsson o. fl. á móti. Halldór Stefánsson og Árni Jóns- son flytja frumv. um að kjördagur- inn sé færður frá 1. okt. til 1. júlí. Ingvar Pálmason flytur frv. um að Norðurfjörður fái bæjarréttindi. Tr. Þórhallsson flytur frv. um varnir gegn sýkingu matjurta. þingsályktunartillögur hafa komið fram þessar: Um lækkun vaxta (flm. M. T., Jör. Br., Tr. Þ. og J. G.). Er skorað á stjórnina að vinna að því við lánsstofnanirnar að þær lækki vexti hið fyrsta. Um skipun milliþinganefndar til þess að athuga landbúnaðarlöggjöf landsins. (Flm. Jör. Br.). Um að stjórnin tryggi veðurstof- urmi meiri veðurfregnir frá Græn- landi en fengist hafa hingað til. (Flm. Jónas Jónsson og Jóhann Jó- sefsson). ------o----- .» A viðavangi. Kosningarnar á Alþingi eru dágott sýnishorn af vinnu- brögðum Kaupahéðnanna á þinginu. Við kosningar í Sameinuðu þingi voru þeir í bandalagi við stjórnar- andstæðingana og gerðu íhaldinu mikla skapraun. Sanra varö niður- staðan i Neðrideild. En er gengið var til kosningar á manni til Efri- deildar í stað Eggerts heitins Páls- sonar, sem Framsóknarflokknum þótti mestu skifta að hann fengi ráðið, gengu þeir Ben. Sveinsson og Jak. Möller yfir í íhaldsfylkinguna. Magnús Torfason kvað hafa skilað auðu. Jak. Möller kaus Jón Ólafsson en Benedikt Sveinsson kaus eins og íhaldið bað um: Einar á Geldinga- iæk. Hefir það enn sýnt sig, að þeg- ar íhaldinu liggur mest á að brjóta á bak aftur vald Framsóknarflokks- ins, getur það örugglega treyst á Benedikt Sveinsson. Innflutningur á óþörfum varningi. Menn, sem hafa átt við að stríða andstreymi í hrossaverzlun og öðr- um viðskiftum í Reykjavík, efndu til samskota og auruðu saman alt að tveim tugum þúsunda króna til þess að flytja Gyðinga frá Þýzkalandi til Reykjavíkur í von um, að þeim gæt- ist vel að atvinnu- og viðskiftastjórn burgeisanna og myndu fúsir til að stofna hér banka. Gyðingarnir vildu ekki kosta för sína í þessum erind- um. Hafa þeir nú ferðast, etið og drukkið á kostnað þessara ógæfu- sömu og vonsviknu manna og eru nú snúnir heim á leið brosandi, — líka á kostnað sömu manna. Tóbakseinkasalan. »Hvað hefir reynslan kent okk- ur?« spyr »Morgunbl.« 13. febr. síðastl. og svarar: »Ríkissjóður hef- ir þannig grætt á fimta hundrað (410) þúsund krónur á því að tó- bakseinkasalan var lögð niður. Þessa upphæð fekk blaðið með þvi að bera tóbakstollinn sainan við tekjurnar af tóbakinu eins og þær voru áætlaðar á fjárlögum ársins. Ef það hefði tekið til samanburðar tekjurnar eins og þær reyndust sið- asta einkasöluárið (1925) hefði komið í ljós að ríkissjóður beið 3000 kr. skaða við ráðabreytni fhaldsins, og sem verður væntanlega 300,000 kr. næsta ár. Hvað segir siðavandar- inn Kristján Albertsson um slíka blaðainensku? t Jónas í Hróarsdal. Jónas Jónsson, bóndi í Hróars- dal í Hegranesi andaðist 28. jan. s 1. í hárri elli. Er hér merkur og kunnur maður til moldar genginn. Jónas sál. var fæddur í Hróars- dal 26. sept. 1840. Var faðir hans Jón bóndi í Hróarsdal (f. 12. októ- ber 1801), merkur maður, Bene- diktsson, bónda sama staðar (f. 1760, d. 15. febrúar 1825), Vil- hjálmssonar, bónda á Mannskaða- hóli á Höfðaströnd, Jónssonar, bónda á Yztavatni og Skíðastöðum í Tungusveit (f. 1687), Jónssonar. Móðir Jónasar sál. var Sæunn (f. 22. júlí 1806) Sæmundsdóttir, bónda á Litluseylu á Langholti, Jónssonar, en amma hans, kona Benedikts í Hróarsdal, var Guð- ný (f. 1764) Sigurðardóttir, bónda á Reykjavöllum, þess er úti varð með Reynistaðabræðrum 1780, Þorsteinssonar, bónda á Nautabúi í Tungusveit, og Guð- finnu Hjálmsdóttur, bónda á Keldulandi, Stefánssonar. Var Jónas, eins og menn sjá, kominn af kjarnmiklum, skag- firzkum bændaættum. Hann var gáfaður maður, eins og hann átti kyn til, og óvenjulega fjölhæfur, og mátti telja hann prýðilega að sér. — Þjóðhagi var hann og hug- vitsmaður, læknir góður og hepp- inn yfirsetumaður, bókfróður, skáldmæltur vel og starfsmaður hinn mesti. Margháttuð trúnaðarstörf leysti hann af hendi, sína löngu æfi, sat í sveitarstjórn Rípurhrepps um hríð, átti lengi sæti í sýslunefnd, í stjórn búðnaðarskólans á Hólum o. fl. Jónas sál. var þríkvæntur. Var fyrsta kona hans Sigurlaug Sveinsdóttir (kv. 1863), en sam- , vistir þeirra voru stuttar. Mið- kona hans var Elísabet Gísladóttir frá Lóni í Viðvíkursveit, hin mesta myndar- og dugnaðarkona, og varð þeim margra barna auðið. Síðasta kona hans (kv. 1898) var Lilja Jónsdóttir frá Róðugrund, og lifir hún mann sinn, mikilhæf kona og dugleg. Áttu þau hjónin margt barna. Eg veit ekki, hve mörg börn Jónas sál. átti, en mér er nær að halda, að þau hafi verið nær 30. Mörg þeirra lifa, og eru þau öll greind vel, m. a. Sigurbjörg, hús- freyja á Kárastöðum, Gísli barna- kennari í Reykjavík,. Jón Norð- mann búfræðingur, Hróbjartur ferjumaður, Jónas, heima, o. fl. Síðustu árin lá Jónas sál. rúm- fastur, en hafði lítt bilaða sjón og heyrn til æfiloka. o

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.