Dagur


Dagur - 05.05.1927, Qupperneq 1

Dagur - 05.05.1927, Qupperneq 1
J DAGUR Remur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Innheimtuna annast Jónas Sveinsson bóksali, Eyrar- landsveg 3 (Sigurhæðir). A f g r e i ð s lan er hjá Jóni Þ. Þór, Norðurgötu S. Talsími 112. Uppsögn, bundln við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. X. ár. Akureyri, 5. maí 1927. 19. tbl. í; Utgerðarhorfur. Af um 70—80 stærri og minni fleytumj, sem hafa legið í höfn og á landi hér á Ahureyri í vetur, eru um 2—3 þilskip gengin til hand- færaveiða og nokkrir vélbátar eru farnir og á förum til Grímseyjar í fiskileit. Meginflotinn liggur kyr, þangað til kemur langt fram á sumar og síldveiðiskipin, sem eru stærstu tækin og dýrustu, ganga til veiða aðeins 2—3 mánuði árs- ins. Hinn tímann liggja þau ó- hreyfð og arðlaus. Að baki flotans eru engir veltufjársjóðir, engir varasjóðir, engir fyrningasjóðir. Atvinnuvegurinn er gersamjega ótrygður fyrir veiðileysi og mark- aðsbrigðum. Hann er bygður á kviksandi happa og glappa. Með- an vextir hlaðast á útgerðarskuld- irnar, vinnur fúinn og eyðingin verk sitt í kyrþey. Og þeim, sem vinna að þessari framleiðslu, falla þessi verk úr höndum 6—9 mánuði ársins. I landi er eklci rekin nein teljandi atvinna í sambandi við atvinnu- veginn, önnur en bátasmíði og netabætingar; — ekki færasnún- ingur, ekki netagerð, ekki niður- suða eða neins konar viðleitni til framleiðslubreytinga og fram- leiðslubóta. Alt er látið drasla í sama fari. útgerðin er á frumstigi sérhverrar nýmyndunar. Hún er gersamleg rányrkja eins og ný- bygðin á sléttum Ameríku. Langur atvinnuleysistími og stuttur tími til framleiðslu veldur því, að sérhvert verk sem er unn- ið, og um leið öll framleiðsla, verð- ur dýrara en samsvari markaösá- stæðum. Þar við bætist, að flestir þeir, sem fara með sölu sjávarafla, eru sundraðir keppendur, sem stangast innbyrðis, undirbjóða hverjir aðra, leika hverjir á aðra, svíkja hverjir aðra og gleðjast jafnvel yfir óförum hvor annars — alt með heiðarlegum undan- teknihgum). út af þessu misvægi skapast stöðugur ófriður og stympingar um atvinnu og kaupgjald. íslend- ingur 16. f. m. skýrir svo frá, að þá hefðu um 50 manns ráðist á skip þau, er farið hafa til veiða nú á vorvertíðinni. Og af þessum 50 mönnumi hafi aðeins 4 verið bú- settir hér á Akureyri og þar af einn liáseti. Hinir hafi sótt þessa atvinnu úr öðrum héruðum. Blað- ið ámælir sjómannastétt bæjarins mjög út frá þessum forsendum. Ekki skal hér lagður neinn dómur á það atriði. En þettti er eitt af stærri ' sjúkdómseinkennum at- vinnuvegarins. Virðist augljóst að þeir aðilar, sem standa að útgerð- inni, eigendur og umráðamenn út- gerðartækjanna annarsvegar og sjómennirnir hinsvegar geti eltki lengur unnið saman svo í lagi fari. Því verður ekki neitað að út- gerðarhorfurnar eru með óvæn- legasta móti. Vaxandi útgerðar- skuldir, sífeld óhöpp með aflasölu, viðvarandi óeðlileg dýrtíð um kaupgjald og lífsviðurværi verka- lýðsins, virðist ætla að bera út- gerðina gei'samlega upp á sker. Nýrra ráða verður því að leita. Nýjar aðferðir við sölu aflans, verkun vörunnar, f jölbreytilegri atvinna í sambandi við útveginn verður að koma. En einkum ber þó nauðsyn til að breyta viðhorfi vinnulýðsins til þess atvinnuvegar, sem á að veita honum lífsuppeldi. Verður komið síðar inn á þessi mál. ----o--- Iðnaðarframfarir. iii. íslenzk ölgerð. Skömmu eftir síðustu aldamót, hófust í Rvílc tilraunir að koma á fót innlendri ölgerð. Stóðu þó fjár- skortur og fleiri vanefni í vegi fyrir framkvæmdum. Þó kom þar að í Rvík var safnað % hlutum þess fjar er til þurfti. Það sem á vantaði ætlaði þýzkt ölgerðarhús að leggja fram enda eiga hlut að fyrirtækinu. Þá stöðvaðist málið á óvæntan hátt. Frá stjórnarráðs- skrifstofunni í Khöfn kom fyrir alþingi frv. þess efnis, að mestur hluti ágóðans af (vœntanlegri öl- gerð, skyldi renna í ríkissjóð. Mál- ið rann í gegnum Nd. en var drep- ið í Ed„ einkum fyrir þá sök, að frv. þótti koma í bág við stjórnar- skrána. Var þess til getið og ekki ólíklega, að frumv. hefði verið runnið undan rífjum dönsku öl- gerðarhúsanna. Við þessar aðfar- ir þingsins sló óhug á þá, sem fyr- ir stóðu málinu og féll þar með þessi ráðagerð niður. Síðar var leitað samvinnu við ölgerðarhúsin dönsku, um stofnun einskonar út- bús hér á landi. En við þær til- raunir kom í ljós, eins og vænta mátti, að þau vildu hafa óskorað- an hagnað af ölframleiðslu sinni og vera ein um þá hitu og sölu öls- ins hér á landi. Fyrsta sigurvænlegt spor í þessu máli var stigið 17. apríl 1913. Þá var stofnuð ölgerðin Egill Skalla- grímsson, í Reykjavík.- Stofnand- inn var Tómas Tómasson ættaður úr Rangái-vallasýslu, sjálfmentað- ur dugnaðarmaður. Fyrstu tækin voru 65 lítra suðupottur og öhnur tæki eftir því. Framleiddi hún roestmegnis maltextrakt-öl fyrst í stað, en eigi þótti pilsner-öl það, er hún framleiddi standast saman- burð við gott erlent öl sömu teg- undar. En Tómas Tómasson nam ekki staðar eftir fyrsta áfangann. Hann hafði farið tvisvar utan og kynt sér ölgerð og komst þá að þeirri niðurstöðu að óhjákvæmi- legt væri að breyta ölgerðinni mikið. Árið 1917 lét hann reisa nýtt ölgerðarhús við Njálsgötu. Og 1924 tókst honum að fá stórt lán og reisti ölgerð mikla á sama stað. Réði hann jafnframt til sín þýzk- an ölgerðarmann, Edvard Meister. Er nú rekin þarna nýtízku ölgerð með öllum þeim tækjum og aðferð- um, sem tryggja fylstu vörugæði. Er þessi ölgerð mjög við vöxt. Skýrslur sýna, að innflutt öl sömu tegundar og ölgerðin framleiðir hefir orðið mest 3000 hl. á ári. Eh ölgerðin Egill Skallagrímsson get- ur framleitt 10.000 hl. árlega. öl það, sem hér um ræðir, er nú orðið þékt um alt land og má telja að það hafi útrýmt að mestu leyti dönsku öli í Reykjavík. Hefir ís- lenzk viðleitni unnið þar eitt vígi, sem áður var á valdi erlendra manna, til fjármunatjóns fyrir þjóðina. Ýms skilyrði fyrir góðri ölgerð, eru hér fyrir hendi. Vatnið er fyrirtaksgott og loftslagið er hentara til ölgeymslu en víða ann- arstaðar. Mun þess skamt að bíða, að hætt verði að flytja vatn frá öðrum löndum til hins ríkasta lands af góðu vatni, eins og telja má að ísland sé, þar sem upp er risin í landinu frambúðarstofnun í alla staði vönduð að gerð og verk- Jarðarför AxelsWilhelmssonar bókhaldara fer fram á morgun, föstudaginn 6. maí. Hefst með húskveðju kl. 1 e. h. Aðstandendurnir. Þakka auðsýnda samúð við and- lát og jarðarför móður minnar, Bjargar Júlíönu Flóventsdóttur. Akureyri 3. maí 1927. Eiður Benediktsson. brögðum til þess að breyta ís- lenzku vatni í öl, beztu tegundar. En við niðurfall innflutnings á erlendu öli missir ríkissjóður toll- tekjur. Enda sáust þess merki í frumv. stjórnarinnar um þetta efni nú á þinginu. En varlega ættu fjárheimtumenn ríkisins að fara í því efni, meðan slík nýmyndun í landinu, sem á við að etja sterka samkepni, er að komast úr barn- dómi og greiða nokkuð af stofn- kostnaði fyrirtækjanna. -----o----- Víðvarpið. ' Þess er getið í íslendingi 22. apr. síðastl., að Þjóðverjar tveir dr. Telise og dr Vogler hafi í vetur gert víðvarpstilraunir í húsi Fr. Berg, við Oddeyrargötu. Þar seg- ir: »Hafa þeir með litlum krafti (10—20 watt) og stuttum bylgju- lengdum (31—34 m.) náð góðu’ sambandi við: Belgíu vegalengd um 2000 km. Suður-Þýzkal. vegal. um 2600 km. ítalíu vegalengd um 30Q0 km. Spánn vegalengd um 3300 km. Argentínu vegal. um 11000 km. Auk þess hefir fengist full vissa fyrir því, að heyrst hefir til þess- arar fyrstu loftslceytastöðvar á Akureyri. frá stöðvum í Stóra- Bretl., írlandi, Þýzkalandi, Hol- landi, — og Indlandi (Indochine). — Vitanlega hefir stöðin hér alt af haft beint samband við Reykja- vík«. — Virðist hér vera um að ræða merkilega reynslu í meðferð útvarps á stuttwn bylgjulengd- um. Var minst á þá nýbreytni ný- lega hér í blaðinu.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.