Dagur - 09.06.1927, Síða 1

Dagur - 09.06.1927, Síða 1
DAGUR kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Innheimtuna annast Jónas Sveinssoti bóksali, Eyrar- landsveg 3 (Sigurhæðir). Af g r e i ð s lan er hjá Jóni Þ. Þór, Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, só komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. X. ár. Akureyri, 9. júní 1927. 24. tbl. Stefnumál. Ekki öreigar, heldur bjarg- álnamenn. Ekki auösöfnun einstaklinga, bygð á fé- flettingu og yfirtroðslum, heldur samstarfandi menn, sem hlíta skipulagi sið- menningar og bróðernis. Framsóknarflokkurinn aðhyll^st úrlausnarráð samvinnustefnunnar á skipulags- og félagsmálefnum mannanna. í smáletursgreininni hér að ofan eru dregnir höfuðdrættir borgaralegs samfélags, eins og sam- vinnumenn hugsa sér það í framtíð- inni. Samvinnumenn vilja ekki hefta einstaklingsframtakið, en þeir vilja sporna við yfirtroðslum. Þeir hafa ekki trú á að vel blessist öreiga- menskan, jafnvel þó fjárráð og at- vinnuráð væru í höndurn ríkisvalds- ins, meðan þeir, sem með féö og völdin fara, eru ófullkomnir menn. En fullkomnir menn munu vera svo torgætir, að eigi sé hugsandi að mega byggja háar skipulagsvonir á tilvist þeirra. Aftur á móti telja samvinnumenn auðkúgun fjárvaldsins í heiminum og æðisgengna samkepni villimann- legt böl, sem hefta beri með samtök- um og félagsmentun. I stuttu máli sagt, byggja þeir allar vonir sínar uin skipulagsumbætur og aukna far- sæld mannanna á uppeldi og aukn- um siðgæðislegum og félagslegum þroska. Þessi lífsskoðun og lífsstefna er að sumu leyti samhljóða og að sumu leyti andstæð_ skoðunuin og stefnu hvors af hinum tveimur flokkum, sem keppa á tvær hendur samvinnu- tnönnum, íhaldinu og _ jafnaðar- mönnum. Fyrir því sitja Framsókn- arflokksmenn fyrir ádeilum úr tveim áttum. Jafnaðarmenn núa þeim því um nasir, að þeir séu ekk- ert annað en ein tegund af íhalds- mönnuin, sem þykist vera uinbóta- menn, en séu það ekki. íhaldsmenn aftur á móti leggja alla stund á að draga Framsóknarmenn f dilk með Jafnaðarmönnum, tortryggja for- ingja þeirra í augum bænda; telja þá sitja á svikráðum við bændur og vera að ofurselja þá byltingaseggj- um og ránsmönnum, sem muni svifta þá eignarréttinum o. s. frv. Mynda- blað fsafoldar nú fyrir kosningarnar er dágott sýnishorn af þessari bar- dagaaðferð íhaldsins. En öll afskifti Framsóknarflokks- ins af þjóðmálunum hljóta sað verða innan þeirrar umgerðar, sem hér er mörkuð; sérhver viðleitni miðuð við það, að málefnum mannanna þoki nær en áður siðmennilegu og bróð- ernislegu skipulagi. Stefnuskrármál flokkanna, bygð á höfuðstefnum og sögulegutn rökum, eiga að koma einungis til greina nú um kosningarnar en ekki getgátur og staðlaus rógur um forystumenn í landsmálum, eins og íhaldsblöðin fylla nú dálka sína með. Verður hér á eftir litið á lielztu málin, sem Framsóknarflokkurinn ber fyrir brjósti: 1. Sjálfstæði landsins. Allar ráð- stafanir í þjóðmáhun þarf að miða við það höfuðtakmark, að géra þjóð- ina fjárhagslega og andlega sjálf- stæðá, svo að hún verði, í náinni framtíð, fær um að taka öll málefni sín i eigin hendur. Af þessum ástæð- um ber að hrynda erlendri ásælni til fjár og yfirráða, skapa þjóðlegan smekk, þjóðlega mentun og sterk- ari þjóðerniskend. 2. Sjávarútvegurinn. Atvinnu- stjórn samkepnismanna, sundrung þeirra og hóflaus samkepni er að koma sjávarútvegi Iandsins á kné. Hóflaus fjárbruðlun í framkvæinda- stjórn og rekstri togaraflotans mæð- ir, ásamt fleiri ástæðum mjög á hon- um. Framkvæmdastjórar eru nálega jafnmargir og togarar. Fram- kvæmdastj. ásamt togaraskipstjór- um ganga frá borði með marga tugi þúsunda kr., meðan félögin teliast arðlaus og tekjulaus. Nú er svo komið að stærsta útgerðarfélagið »Kveldúlfur«, sem hefir 5 togara og 4 framkvæmdastjóra, greiðir engan skatt ár eftir ár. Átta af 16 félögum greiða til samans innan við 3000 kr., en hin 8 ekkert, ekki grænan eyri í eignar- eða tekjuskatt. Nýbygðin við sjóinn og bæir landsins yfir höfuð hvíla að miklu leyti í fiskiflotanum. Hrynji hann ineð bráðum hætti í rústir, sligast landið alt og við fölluni í fjárhags- lega ánauð og þjóðernislegan þræl- dóm. Fyrir því eru umbætur á þessu sviði allra umbóta brýnastar, eins og nú er háttað. Gagngerðar breyting- ar þurfa að verða í stjórn og skipu- lagi atvinnuvegarins. Skipulags- bundin sala undir opinberu eftirliti og hlutarráðning eru fyrstu sporin. Þar næst kemur samsteypa flotanna undir sameiginlegri stjórn. Sérstaka stund ber að leggja á að styðja vél- bátaútveg landsins með hagkvæm- um lánum, að tilskildum ákvæðum um hlutarráðningu og réttlát skifti. Uinfram alt ber að lögbjóða sjóða- myndun bak- við atvinnuveginn. — Stefna Framsóknarflokksins í sjáv- arútvegsmálum verður sú, að útveg- urinn sé rekinn á grundvelli sam- vinnunnar eins og verða má; — að hann verði rekinn eins og atvinnu- fyrirtæki almennings en ekki eiifs og gróðafyrirtæki einstakra manna, eins og verið hefir. 3. Viðreisn sveitanna. Um leið og atvinnubyltingin hélt innreið sína í landið, streymdi fólkið úr sveitunum til þess að grípa fullar hendur fjár og taka þátt í hinu nýja landnáini á ströndum landsins. Jafnramt gerð- ust bændur flestir einyrkjar og bygöin tók að falla í dölum, inni. ÞessarF byltingu hefðu þurft að verða samfara bættar samgöngur, til þess að draga úr örðugleikum einyrkjans, auknar búnaðarfram- farir, til þess að vélar gætu komið í stað hinna brottfluttu handa og aukin og stórbætt lártskjör, til þess að unt væri að rækta landið og láta aukna og ódýrari framleiðslu mæta vaxandi dýrtíð og þörfum. Ekkert af þessu kom. Þjóðin einblíndi lengi á sjóinn og sneri þangað huga sín- um, orku og auði. Þaðan skyldi koma hjálpráð til handa þessu lang- þjáða landi. Blöð Framsóknarflokksins hafa sífeldlega varað þjóðina viö afleið- inguin þessara rasfengnu ráða. Þjóð, sem hættir að hirða um gróð- urblettina í sveitum landsins en reisir allar þjóðarvonir á rányrkju sjávarins, hagar sér eins og bóndi, sem hirðir ekki um að afla sér vetr- arfóðurs og treystir eingöngu á út- beit. Hin gróandi jörð verður forða- búr framtíðarinnar, meðan daggir falla og grös gróa, þar sem íslenzk fiskimið mega teljast vera í hers höndum og örlög þeirra óviss. Slík- ur er munur ræktunar og rányrkju. Eins og það er sjálfsagt að sækja ötullega en hófsamlega veiðiskap á íslenzkum fiskimiðum eins fráleit þjóðarheimska er það, að láta bygð- ina í sveitum landsins falla í auðn, svo að þjóðin hafi að rústum einum að hverfa, ef nauðsyn bæri til að hún hyrfi að nokkru leyti aftur frá sjónum og á fornar stöðvar. Stefna Framsóknarflokksins verð- ur í þessu máli, að halda á lofti því merki, sem Jónas Jónsson alþm. hóf fyrir nokkrum árum um bygginga- og landnámssjóð, tengja saman strjálar bygðir landsins með aukn- um strandferðum og bættum vegum, auka búnaðarframfarir og efla þjóð- lega alþýðumentun í sveitum lands- ins. í stúttu máli verður stefnan sú, að leggja meira fé á tryggari staði, í ræktun landsins og gera sveitirnar og híbýli fólksins vistlegri en kostur hefir verið á að þessu. 4. Þjóðleg mentun. Sigurður pró- fessor Nordal hefir látið svo um mælt, að Laugaskóli sé fyrsta ís- Ienzka nýungin í mentamálum. Skól- inn er að vísu frumhugsaður og mótaður af forgöngumönnum máls- ins. En Framsóknarflokkurinn hefir stutt viðleitni þeirra af alefli móti þunguin andróðri íhaldsmanna á þingi. Þetta er byrjunarspor á þeirri leið, sem flokkurinn vill marka, til þess að færa mentun íslendinga á þjóðlegan grunn. Næst því að reisa við atvinnuvegina og hrynda af sér oki skulda og erlendrar fésælni, er þetta mest nauðsynjamál í landinu. Islenzk hugsun er að týnast, bók- mentir þjóðarinnar að gleymast, þjóðlegur smekkur enginn. Land og þjóð liggur marflatt fyrir erlendri sníkjumenningu, sem leggur undir sig allar strendur landsins og þokar áhrifum sínum smámsaman upp í sveitirnar. Sterk þjóðernisvakning á grundvelli þjóðlegrar mentunar er hið eina, sem getur varnað því, að íslendingar verði máttlausar undir- lægjur svonefndrar. heimsmenningar (civilisation). 5. Nýbygð landsins. Fullur helm- ingur þjóðarinnar hefir tekið sér bólfestu í bæjum og sjávarþorpum landsins. Mikill hluti þessa fólks eru öreigar, gersamlega órygðir um at- vinnu og svo fátækir, að þeir geta ekki búið I sæmilegum húsakynnum, ekki haft viðunanlegt lífsviðurværi né veitt börnum sínum nauðsynlegt uppeldi. ÖII er hin hraðvaxna ný- myndun síðustu ára óþjóðleg og ó- mótuð af íslenzkri hugsun. Undir staflið 2 hér að framan eru talin þau ráð, er að haldi mættu koma þeim hluta öreigalýðsins, sem fæst við sjómensku. Undir staflið 4 er bent á framtíðarráðstafanir, sem eiga brýnt erindi til hinna ungu bæja. Samt er ekki alt talið, sem sérstak- lega þarf að gera fyrir fólkið í bæj-

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.