Dagur - 11.06.1927, Blaðsíða 3

Dagur - 11.06.1927, Blaðsíða 3
25. tbl. DAQUg 97 * 0 0 0 m & m m m m 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 * @> <i(iM©Mm * / kosningahríðinni eru Ryels alþektu reiðjakkar ómissandh Einnig er sjálfsagt að athuga kosningafötin hjá Ryel, þvi úrvalið er nú afar fjölbreytt og verðið lágt. Ekki má gieyma kvenkápunum, okkar góðu og afaródýru nærfötum. Gólflreyjur alullar á 8,50 stk. Sokkarúr ull, baðmull, isgarni og silki, khakiskyrturnar eða okkar afar ódýru inanchettskyrtur. — Vörubirgðirnar í Ryels verzlun eru nú mun ijölbreyttari en áður hefir þekst hér norðan lands og verð og vörugæði er samkepnisfært hvar setn er. Baldvin Ryel. Skeytí G. Tr. var alveg hlutlaust en vitanlega ekki nákvæmt. En alger- lega mun vera ástæðulaust að bregða honum um það, að hann mundi, af velvild til félagsins, breiða yfir það, er ámælisvert gæti talist í fari þess. Þá er Mbl. að gefa í skyn að Kf. Eyf. dyljist hins sanna um niðurstöður í reikningum félags- ins, rekstri þess og ástæðum. Þetta er, eins og menn vita, tilhæfulaust. Auk glöjggrar skýrslu framkvæmd- arstjóra á aðalfundum félagsins hefir Dagur birt niðurstöður reikn- inganna nú um nokkur ár. Er það meira en þeir gera Fenger og Garð- ar Gíslason. Það er ekki ný firra, að kaupinenn þykjast eiga heimtingu á því, að verzlanir bænda skrifti fyrir þeim, meðan þeir sjálfir dyljast þess á alla lund, hversu þeir reka verzl- unarviðskifti fyrir landsmenn. Loks þykir Valtý óþarft, að bændur séu að safna tryggingarsjóðum bak við verzlunina. Er að vísu fyrirhafnar- minni sú aðferð sumra kaupsýslu- manna, að fara til bankanna og fá upp gefnar gífurlegar skuldaupp- hæðir, sem þeir hafa tapað, heldur en að klípa af rýrum tekjum sínum og leggja í tryggingarsjóð fyrir framtíðina. Samvinnumenn kjósa nú samt síðari leiðina. Og varla myndi fé það, er bændur eiga í sjóðum Kf. Eyf., vera tiltækilegt til ræktunar, eins og Valtýr þykist vilja, að gert sé, ef kaupfélagið hefði ekki verið til. Það fé, ásamt nokkru meiru, myndi þá vera komið í hinn digra sjóð Berlémes og hans líka. — Báð- ii eru þeir upprunnir i Eyjafirði Hallgr. Kristinsson og Valtýr. Hall- grímur hóf hérað sitt til aukinnar farsældar, mannrænu og menning- ar. Valtýr gerðist liðhlaupi úr fylk- ingu lians og ofsækir nú málefni hans eftir mætti. Er það eitt af verstu táknum fésýslumenningar landsins og fhaldsathafnanna, að þær leiða menn á slíkar villigötur. En Valtýr ætti að forðast að senda raddir heim í Eyjafjörð. Gin- og klaufnasýkin. Ólafur J. Hvanndal myndmótari hefir sýnt mikinn áhuga fyrir því, að Vferja landið þeim vágesti, sem sýki þessi hefir reynst í nágranna- löndunum. f fyrra ritaði hann grein- ar gegn innflutningi á norsku heyi og sýndi fram á, hver stórhætta væri því samfara, ef sýkin bærist til Nor- egs. Þegar sýkin barst til Noregs á síðastliðnu hausti, gerði Tíminn í- trekaðar kröfur á hendur ríkis- stjórninni um að banna innflutning á vörum, sem hætta væri á að gætu verið sóttinengaðar. Ólafur Hvann- dal skrifaði þá jafnframt um málið. Viðbragð Magnúsar Guðmundsson- ar bar vott um eigi einungis venju- lega óröggsemi hans heldur háska- legt skeytingarleysi í svo stóralvar- legu máli. Dylst það engum, að ef veikin bærist hingað til lands, kæm- ist Iandbúnaöurinn í algert þrot og hungursneyð stæði fyrir dyrum. Samt lét M. G. áskoranir og kröfur allar eins og vind um eyrun þjóta unz veikin hafði geysað 2 mánuði í Noregi og hélt áfram að útbreið- ast. Þá loksins gaf M. G. út bráða- birgðalög um bann gegn innflutn- ingi á heyi og fleiri vörutegundum frá Noregi. Samt veitti hann undan- þágu og leyfði innflutning á norsku heyi til Vestmanneyja, sem var ná- lega hið sama og að leyfa innflutn- ing til Reykjavíkur. Enn leið og beið og M. G. stóð af sér með seig- ildislegum þráa allar áskoranir um varúðarreglur gegn því að veikin bærist með ferðamönnum. Loks lét hann þó einnig undaii síga þar. En allar ráðstafanirnar voru gerðar með hangandi hendi og framkvæmd- irnar kák. Ólafur Hvanndal skrifaði öllum hreppstjórum landsins til þess að fá þá til að þrýsta á M. G. Mörg þúsund bændur skrifuðu undir á- skoranir um að verjast veikinni af ítrasta megni. Þar á meðal rituðu um 200 Skagfirðingar undir þær á- skoranir. Þessar áskoranir sendi Ól- afur síðan inn á þingið. Pétur Otte- sen og Tr. Þórhallsson lögðu fram frv. til laga um varnir gegn veikinni. Neðri deild samþykti það með 18 atkvæðum gegn 7. En er það kom til Efri deildar, lagði M. G. kapp á að það yrði drepið. Jónas Kristjánsson læknir, sem virðist hafa átt það er- indi á þing, að setja þar met í vesal- mannlegjd framkomu, hraðsm'mingi og áníðslu á eigin málum, var vit- anlega upp til handa og fóta að hjálpa M. G. í þessu skeinmilega verki. Úrslitin urðu þau, að málið var drepið í Efrideild. A þinginu fylgdu alls 24 þingmenn þessu máli, allir Framsóknarmenn og nokkrir í- haldsmenn. — Þetta mál þarf að verða umtalað á framboðsfundum hvarvetna um land. Með röggsemi og árvekni er ef til vill unt að verj- ast. En ef slík mál eru falin mönnum eins og M. G., getur orðið stofnað til landauðnar í sveitum. -----o---- Framboðið í tiúnavatnssýslum. Þórarinn Jónsson á Hjaltabakka, sem heíir verið þingmaður Vestur- Húnvetninga, gefst þar nú upp að óreyndu, en hygst að freista gæf- unnar í Austursýslunni á móti Guð- mundi Ólafssyni í Ási. í Vestursýslunni eigast þeir við Hannes Jónsson frá Undirfelli kaup- félagsstjóri á Hvammstanga og Eggert Leví á Ósi. Er Hannesi 'talinn vís sigur. Eigi þykir heldur líklegt að Austur-Húnvetningar verði tiltakanlega uppveðraðir þó þangað komi sendimaður íhaldsins, flosnaður upp úr öðru kjördæmi, til þess að biðja þá um að senda sig inn á þing. Mætti og gjarnan fara svo, að fylking íhaldsbænda á þingi yrði þunnskipaðri en verið hefir. -----o---- F r é 11 i r. — Frú Berthe, kona Björns Líndals, liefir legið mjög veik í sjúkrahúsi Ak- ureyrar, en er nú í afturbata. Þau hjón hafa orðið fyrir þeim harmi að missa barn sitt nýfætt. — Auglýsing um framboðsfundi í Eyjafjarðarsýslu birtist á 4. síðu í þéssu blaði. — Síðustu fregnir um framboðin eru þessar. Á Akureyri býður sig fram utan flokka Sig. Ein. Hlíðar, dýralæknir. í Suður-Múlasýslu bjóða sig fram af hálfu íhaldsflokksins: Þorsteinn Stef- ánsson bóndi á Þverhamri og Sigurður Arngrímsson ritstjóri á Seyðisfirði. í Barðastrandasýslu er talið að bjóði sig fram af hálfu jafnaðarmanna, Andrés Jóhannesson í Skáleyjum. í Eangár- vallasýslu er talið að bjóði sig fram ut- an flokka Sigurður Sigurðsson búnað- armálastjóri. — Þessi rit hafa nýlega komið út: Réttur XII. I. Efnisyfirlitið er þetta: Ragnar E. Kvaran: George Bernhard Shaw. Kristín Sigfúsdóttir: Örbirgð. Pálmi Hannesson: Frá óbygð- um. Gunnar Benediktsson: Júdas ískar- ot. Brynjólfur Bjarnason: Kommúnism- inn og bændur. Baráttan um heimsyfir- ráðin. Víðsjá (Brandes o. fl.). Ritsjá. Nærsveitamenn eru beðnir að vitja rits- ins í verzlun Jóns G. Guðmanns, ís- landsbankakjallara. — — Fyllcir X. árg. Innihald: Rann- sóknarferðir og fundir: Ágrip af skýrsl- um yfir steina- og jarðtegundasöfnun og rannsókna tilraunir gerðar árin 1918 —1926. — Mesta vandamál íslands. — Horfurnar. — Yfirlit yfir verzlun ís- lands við útlönd — Akureyri og Norð- urland. — Ritsjá. Fylkir er eitthvert liið fróðlegasta rit um land og þjóðhagi sem nú er kostur á. Verður minst nánar á hann síðar. BRÚKAÐUR ofn til sölu hjá undirrituðúm. Halldór Asgeirsson. Fyrri hluti þessarar greinar fjallaði um þá staðhæfingu B. Á. í ísl., að sjáv- arútvegurinn greiddi 6/7 hluta allra skatta í ríkissjóðinn, en landbúnaðurinn aðeins 1/7 Voru færð rök að því að staðhæfingin væri svo mikil fjarstæða að þvert á móti greiddi landbúnaður drjúgvun meira. Þetta verður reyndar skiljanlegt þegar litið er á það, að meg- inhluti tekna ríkissjóðs innheimtist í tollum og að þeir sem lifa af landbúnaði eru á móti þeim sem á sjávarútvegi lifa eins og 40 : 18. Við skiftingu á tekju- og eignarskatti áætlaði blaðið drjúgum stærri upphæð sj ávarútvegsmegiár^ Viðbótaupplýsingar sýna, að út af því getur borið að þetta sé rétt. Síldarútvegurinn er afarilla staddur og vandséð að hann sé fær um að greíða verulegan tekjuskatt þegar svo fellur þunglega sem verið hefir um skeið. Togaraútvegurinn er stórfeng- legust atvinnugrein á landinu miðað við fjárveltu. En samkvæmt skrá yfir eign- ar- og tekjuskatt fyrir yfirstandandi ár greiða 6 af 12 togarafélögum í Rvík innan við 3000 kr. til samans og hin 6 ekki neinn eignar- og tekjuskatt. Er þetta nýtt hugleiðingarefni fyrir ritara eins og B. Á., sem virðist ætla, að hverskonar órökstuddar staðhæfingar séu boðlegar lesendum íslendings. Skal þessu næst vikið að hinni hlið- inni og athugað hver líkindi eru til þess, að sjávarútvegurinn »standi undir alt að 6/7 hlutum alls þjóðarbúskaparins«, eins og B. Á. kemst að orði. Þegar rætt er um »þjóðarbúskap« koma til greina annársvegar öll þau út- gjöld, sem ganga gegnum ríkissjóðinn, liinsvegar þau, sem ganga beint til lífs- viðurværis þjóðarinnar. Hafa hin fyrri þegar verið rædd og liggur þá fyrir að meta hagnýti hvors *atvinnuvegar fyrir þjóðarheildina eftir tilkostnaði og eftir því, hversu mikið hann framleiðir til neyzlu og hagnýtingar innan lands. Tilkostnaðurinn er tvíþátta, annars- vegar útgjöld sem ganga til hagnýting- ar innan lands eins og verkkaup, verk- færi, klæðnaður og neyzluvörur fram- fiuttar vörur til atvinnureksturs. leitt í landinu sjálfu; hinsvegar inn- Landbúnaðurinn er rekinn með litlum kostnaði af kaupum á erlendum fram- leiðslutækjum. Hann er að mestu enn rekinn á fornan hátt og með fábrotnum verkfærum. Útgjöld hans til kaupa á framleiðsluvörum mega teljast hverf- andi í hlutfalli viö samskonar útgjöld s j ávarútvegsins. Sjávarútvegurinn er rekinn með ný- tízkuframleiðslutækjum, sem eru afar- dýr í rekstri. Viðhalds- og reksturs- kostnaður hinna dýru skipa, veiðar- færi, kol, olía og salt, nemur alt til ’sam- ans þvílíkum upphæðum, að ótrúlegt myndi þykja, ef þær tölur lægju beinar fyrir. Mælt var, að á árunum, þegar togaraskuldirnar lágu þyngst á og allar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.