Dagur


Dagur - 24.06.1927, Qupperneq 2

Dagur - 24.06.1927, Qupperneq 2
104 BADUR 27, tbl. eins og sína eign og fara með láns- fé eins og þeir eigi það. Þessvegna hafa atvinnuvegirnir verið reknir eins og gróðafyrirtæki einstakra manna, en ekki eins og atvinnufyrir- tæki alinennings. Áhættufýst, gróðagirni og óhóf- semi hefir valdið því, að allur árang- ur af rekstri sjávarútvegs og verzl- un samkepnismanna hefir verið lát- inn fara í ný gróðabrögð og áhættu- spil eða þá í beina eyðslu, en ekkert hirt um að tryggja atvinnuvegina til frambúðar. Nú býðst íhaldsflokkurinn til, að lialda áfram forsjá í stjórn og rekstri þjóðarbúsins. En aðfarirnar hafa verið slíkar undanfarin ár, að til algers hruns mun draga, ef ekki er tekið rækilega í taumana og snú- ið af villigötum íhaldsmanna í at- vinnu- og fjármálastjórn. Þessvegna ætti» framboð íhaldsins að reynast flokknum ofdirfska, bæði í Eyjafirði og annarstaðar, þar sem kjósendur hafa öðlast þekkingu og reynslu á yfirburðum samtaka og félagsskip- unar. Embættismenn á þing. Nítján þingmenn þeirra, er áttu sæti á síðasta þingi, voru búsettir í Reykjavík. Mun svo jafnan verða, að höfuðstaðurinn hafi innan sinna vé- banda bróðurhlutann af þinginu. Ber til þess meðal annars það, að þar eru saman komnir ýmsir af fremstu mönnum þjóðárinnar. En jafnframt mun það reynast að stóratvinnurek- endur í sjávarútgerð og verzlun höf- uöstaðarins, sem hafa mótað at- vinnulífið í landinu og haft fé bank- anna á valdi sínu, eigi jafnan opin eyru þingsins. Nú er þorri embættis- manna íhaldsmenn. Sérhver slíkur embættismaður, kosinn á þing, yrði viðbót Reykjavíkurvaldinu í sölum, Alþingis. Yrði sama máli að gegna um þá menn, er íhaldsflokkurinn býður fram hér í Eyjafirði. Endurskoðun launalaganna stend- ur fyrir dyrum. Með forgöngu eins , prófessors í Rvík gerðu embættis- menn höfuðstaðarins þá tvöföldu kröfu, að skattar á þeim yrðu lækk- aðir og laun þeirra hækkuð. Jafnvel var á orði haft, að þeir myndu bjóða fram til þings mann í Rvík, til þess að gæta hagsmuna embættismanna sérstaklega. Virðast þessar tiltektir benda á, að skifti embættismanna- stéttarinnar við þjóðina verði ekki sem vægilegust og að ekki sé ástæða til þess að senda þeim einbættis- menn inn í þingið, eins og íhalds- flokkurinn vill gera láta hér í Eyja- firði. Greinargerð Steingr. Jónssonar. Hér að framan hefir verið sýnt með rökum, að Tivorki er í flokks- legum eða þjóðmálalegum efnum á- stæða til að senda á þing fulltrúa í- haldsins yfirleitt. En þar sem kjós- endur ýmsir velja eftir persónuin eigi síður en eftir flokkum og jafn- vel fremur, ber einnig á það að'líta hverskonar menn eru í kjöri hafðir. A því byggist sú venja að nýir fram- bjóðendur gera oftast grein fyrir, eigi einungis skoðunum sínum, /heldur og lífsreynslu, fyrri áhuga- málum og framtíðar hugðarefnum. Steingr. Jónsson sýslumaður gerði tilraun á Hrafnagilsfundinum að gera grein fyrir framboði sínu og skýra afstöðu sína til flokkanna í landinu. Tókst honum það, eins og vænta mátti, þannig, að lakar var farið en heima setið. Áður hafa ver- ið raktir hér í blaðínu stærstu drætt- ir í stjórnmálaferli Steingríms Jóns- sonar, sem hefir legið af hærri stöð- um æskunnar og glæsilegra skoð- ana til þeirrar niðurlægingar, að vera orðinn limur í þjóðmálalíki kaupmannanna hérna í bænum. Hafði blaðið hugsað sér, að láta þá umsögn nægja með því að hún var ljós, í öllum atriðum sönn og líkleg til fullrar skýringar á því, að Ey- firðingar myndu eigi, fermur en Þingeyingar hafa ' ástæðu til að senda hánn á þing en láta reynda og góða bændur sitja heima. En grein- argerð Steingríms var þannig vax- in, að blaðið getur ekki látið hana óumtalaða og vill því bæta nokkrum orðum við til áréttingar því, sem fyr var sagt. Steingr. sýslumaður kvaðst bjóða sig fram fyrst og fremst af þeirri á- stæðu, að á sig hefði verið skorað af kjósendum í kjördæminu og af í- haldsstjórninni. Hann lagði rnikla á- herzlu á að hann væri samvinnu- maður og að sig greindi ekki á við Framsóknarflokkinn í höfuðmálum. En að hann hefði ekki getað fylgt flokknum, vegna þess að sér hefði ekki getist að vinnubrögðum flokks- inl, stefnu hans í fjármálunum, bar- dagaaðferð hans, blaðamensku o. s. frv. Hann kvaðst vænta þess að geta, sem samvinnumaður, unnið mikið gagn í íhaldsflokknum! Við alt þetta er talsvert mikið -að athuga. Það er í fyrsta Iagi ekki sannleikanum samkvæmt, að vinnu- brögð Framsóknarflokksins, t. d. í fjárhagsmálum, hafi valdið því, að Stgr. sýslumaður snerist gegn flokknum, því það gerði hann þegar í öndverðu, áður en flokkurinn gat hafa unnið sér iil óhelgi í þeim mál- um eða öðrum. Hann lýsti yfir því á fundi í Húsavík árið 1918, á öðru aldursári »Tímans«, að flokkurinn væri sá flokkur í þinginu, sem liann vildi sízt eiga nokkuð saman við að sælda. Frumástæður hlutu því að vera aðrar. Kunnugir Þingeyingar vita reyndar að brestur á víðsýni olli jafnframt skorti á þollyndi þess manns, sem kominn var af léttasta skeiði, að sjá nýjan gróður vaxa upp í ljósið og taka við forustunni í þjóðmálum. Gæti þetta alt orðið skýrt nánar ef ekki bristi rúm. En hér er bent á þessa sálfræðilegu staðreynd og algenga sannleika í lífi margra ágætismanna. Er það ekki gert Steingrími til vanvirðu, heldur til skilnings á hamingjuleysi hans í þjóðmálum. Ef hann eða aðr- ir fyrir hans hönd kjósa að mót- mæla, geta þessi drög orðið nánar skýrð, Af þessu stafar það, að hinar aðrar ástæður, er hann telur valda mótstöðu sinni gegn flokknum, eru meira og minna tilfundnar, til þess að hylja þessa skapgerðarveilu í fari lians sjálfs og brigðin við lífsskoð- un hans og höfuðstefnu fyr á árunv Hann bregður flokknum um alvöru- leysi í meðferð fjármála; telur hann hafa kákað við að bæta fyrir at- vinnuvegunum en ekki hirt um það, sem liafi verið aðalatriðið: ríkisfjár- haginn. í fyrsta lagi er þetta talað út í hött, í öðru lagi er fjárhagur þegnanna grundvöllur undir fjárhag ríkisins og því aðalatriði, en ríkis- sjóðurinn aðeins ein mikilsvarðandi giein í fjárhag landsins. — Hann telur blaðamensku flokksins hafa valdið mótstöðunni. Það er kunnugt hér á Akureyri, að Steingrímur sýslumaður hefir gerst svo vikaþæg- ur snúningapiltur íhaldsins, að bera blaðið »Vörð« hér í húsin. Sá inað- ur, sem gerir blaðamensku Fram- sóknarmanna að meginásæðu til mótgangs við flokkinn, um leið og hann gerist blaðadrengur íhalds- flokksins, á sannarlega mikið eftir óathugað í þeim efnurn. — Hann færir til umræður blaðanna um is- landsbanka. Framsóknarblöðin kröfðust þess, að fjárhagsástæður erlendrar peningastofnunar, sem fór með tugi milljóna af fé þjóðarinnar, yröu rannsakaðar og að ríkið tæki við stjórn á bankanum. Reynslan hefir sýnt, að á fyrra atriðinu var ærin þörf og hið síðara hefir náð frain að ganga. íhaldsmenn brugðu Framsóknarblöðunuin um landráð fyrir kröfuna um rannsókn bankans. En í vetur bera þeir sjálfir fram til- lögu um að setja rannsóknarnefnd á Landsbankann. Sjást af öllu þessu heilindin í flokknum og umhyggjan fyrir fjárhag þjóðarinnar. — Sést og af þessu að Steigrítn rekur hvar- vetna upp á sker í skýringum sínum og afsökunum. Myndi fleiri mönnum en honum reynast umhendis og á- fallasöm skýring á þeirri flokks- stöðu, sem á að teljast reist á yfir- burðum, hreinleik og hófsemi íhaldsflokksins og blaða hans. Enn er þó ótalið mesta furðuefn- ið. Steingrímur telur sig eiga sér- stakt erindi inn í íhaldsflokkinn vegna samvinnustefnunnar. Fjarri er það þeim, er þetta ritar, að ætla Steingrími neinskonar ódrengskap. En slíkur barnaskapur ber hættu- legan svip af því, að siglt sé undir fölsku flaggi. Valtýr var líka sam- vinnumaður. En nú sendir hann fsa- fold með skætingsgrein fulla af dylgjum og ósannindum um Kaup- félag Eyfirðinga. Það er undarlega skapi farinn samvinnmnaður, sem þykist vera fær uin að vinna íhalds- mönnum sálubót, þar sem honum tókst ekki að öðlast traust nianna í einu mesta samvinnuhéraði landsins. Það er kynlegur geðleysingi, sem þykist ætla að bera hugsjón sína inn í herbúðir fhaldsmanna, þar sem þeirri hugsjón og málefni Sam- vinnumanna hafa verið brugguð verstu skemdaráð, þar sem Pétri á Myndastofan Gránufélafe«sgötu 21 er opin alla daga frá kh 10 — 6. Guðr. Funch-Rasmussen. Gautlöndum var, í níðriti um sam- vinnufélögin, brugðið um það, að hann hefði borið fram korneinka- sölufrumvarp sitt undir fölsku yfir- skyni, til þess að gera ríkissjóðinn að mjófkurbúi Sambandsins. (Sjá »Verzlunarólagið« eftir B. Kr. bls. 58) og þar sein viðlíka góðgjarn- legum tilgátum í garð Samvinnu- inanna hefir verið klakið út í fjöl- mörgum árásagreinum. Það var því ekki ófyrirsynju, að Einar Árnason gat þess til á fundinum að Hrafna- gili, að íhaldsflokkurinn myndi laga Steingrim, ef hann kæmist á þing en hann ekki flokkinn!Myndu bíða hans svipuð örlög og mannsins, sem fyrir skömmu var, af sumum mönnum, kosinn á þing, vegna áhugamáta Stórstúkunnar. — Báðum yrði jafnt kastað í ljónagryfju íhaldsins, þar sem hugsjónirnar verða sérgæðing- um að bráð. Eyfirskir kjósendur! Látið ekki blekkjast af fagurgala eða tyllivon- um þess manns, sem er kominn í slíkt ósamræmi við eigin lífsskoð- anir. Slikir menn verða alt af veikir þrátt fyrir góðgirni og bezta vilja. Kjósið hina reyndu og góðu þing- bændur, sem trúa á og vinna að hófsamri umbótaviðleitni en látið embættismennina sinna sínum vandasömu störfum. Og að lokum þetta: Sækið kosn- ingarnar Framsóknarflokksmenn ! Hefjið þegar undirbúning um að hverjum flokksmanni gefist kostur á að fylkja sér undir merkið á kjör- degi og fylgja þeim Bernharð Ste- fánssyni og Einari Árnasyni fram til glæsilegs sigurs. —:--o----- Á viðavangi. íhalds-socialisti. Sigurjón Friðjónsson greinir frá tildrögum framboðs -síns í S.-Þing- eyjarsýslu á þá leið, að hann hafi látið til leiðast fyrir þrábeiðni í- haldsstjórnarinnar en með þeim fyr- irvara, að hann gerði ráð fyrir stuðningi jafnaðarmanna og hafi Magn. Guðm. Iátið sér það vel lynda. Nú leikur á vafi um þetta tvent: Hversvegna vill M. Guðm. styðja Jafnaðarmann á þing og hversvegna býður Jafnaðarmaður sig fram fyrir tilmæli íhaldsstjórn- arinnar. Myndi fhaldið vænta að geta skapað þessum Jafnaðarmanni svipuð örlög manninuin, sem var kosinn á þing vegna áhugamála Stórstúkunnar og á Jafnaðarmaður- inn meira af þingfararlöngun en af hugsjónum. Þetta samband íhalds- manna og Jafnaðarmanna í S.-Þing- eyjarsýslu er broslegt, þegar litið er á ærslin í málgagni M. Guðm. út af sambandi £>ví, er það telur vera milli

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.