Dagur - 28.07.1927, Blaðsíða 1

Dagur - 28.07.1927, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Innheimtuna annast Jónas Sveinsson bóksali, Eyrar- landsveg 3 (Sigurhæðir). Af g r e i ð s lan er hjá Jóni Þ. Þ6r, Norðurgötu 8. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, só komin til af- greiðslumanns fyrir 1. daa. X. ár. Ákureyri, 28. júlí 1927« 32. tbl. ] Sk agf ir ð inga r. Á fyrra hluta 19. aldar var Skagafjörður bezt mentur allra héraða á Norðurlandi. L&rdóms- menn gat að líta í embættismanna- stétt, og nægir í því efni að minna á Espólín, sr. Jón Konráðsson á Mælifelli, sr. Pétur á Víðivóllum og sr. Einar Thorlacius í Goðdöl- um. Fræðimenn í bændastétt voru margir í héraðinu á þeim tíma og skáldmiæltir vel. Voru fremstir í flokki Gísli Konráðsson sagnarit- ari, Einar Bjarnason á Starra- stöðum, Sigurður Guðmundsson á Heiði, Tómas á Hvalnesi, Daði Ní- elsson hinn fróði, Egill á Völlum o. fl. Jafnfjörugt andlegt líf var þá hvergi norðanlands sem í Skaga- firði, og það var engin hending, að þrír af þeim fimrn mönnum, sem fyrstir íslendinga á 19. öld beittu sér fyrir sjálfstæði og framsókn þjóðarinnar út á við og inn á við, voru Skagfirðingar. Það voru þeir Baldvin Einarsson frá Hraunum og tveir Fjölnismenn, Konráð Gíslason frá Löngumýri og Bryn- jólfur Pétursson frá Víðivöllum. Höfðingjadjarfir voru þá Skag- firðingar og stóðu fast í ístaðinu gegn embættismannavaldinu, svo sem hin merkilega Norðurreið þeirra að Grími amtmanni sýnir. Það var vorið 1849, að 40 bændur úr Skagafirði riðu norður að Möðruvöllum, í því skyni að fá Grím Jónsson til þess að láta af amtrnannsembætti. Er þetta fyrsta tilraun, er gerð hefir verið á síðari Öldum, til að fá embættismenn til að láta af embættmn sínum. Her- óp þeirra var: Lifi þjóðfrelsið! Lifi félagsskapur og samtök! Drepist kúgunarvaldið! Það er eins og þessir skagfirzku bændur hafi verið innblásnir af anda Febrúarbyltingarinnar frönsku, er rúmu ári áður brautst út suður í Parísarborg. — Til voru menn í Skagafirði, sem fordæmdu Norðurreiðina. Það voru fylgi- sveinar höfðingjavaldsins vík- verska, t. d. Einar klausturhald- ari á Reynistað og embættismenn sumir í héraðinu. Þingvallafund sóttu Skagfirð- ingar vel sumarið 1849. Segir svo í Gísla sögu Konráðssonar um Reykvíkinga þá, er á fundintt komu: »Margir voru þar Reykvík- ingar, og höfðu hinir heldri menn látið flytja sængur og rekkjuvoðir að hvíla í, svo voru Reykvíkingar vanir sældinni, þó að eigi þyrfti þeirra lengur við en til tveggja nátta.« Sveinbjörn Hallgrímsson ritstj. »Þjóðólfs« var þá einn hinn frjáls- lyndasti miaður hér á landi, og var hann því í fjandaflokki konung- kjörna liðsins í Reykjavík og- kaupmannanna. Þennan mann vildu Skagfirðingar kjósa fyrir forseta Þingvallafundarins, en Pétur var kosinn Pétursson, síðar biskup, og gerði hann sitt til að svæfa mál íslendinga. — Jón Samsonarson, er þá var þingmað- ur Skagfirðinga, hinn þjóðrækn- asti maður, og Skagfirðingar er honum fylgdu, riðu suður af Þing- velli. Spurðu þeir þá af lestamönn- um á Mosfellsheiði, að illa gætist höfðingjum í Vík að þeim, og var það auðvitað vegna Norðurreiðar. Margir eru þeir enn í dag, Skagfirðingar, sem djarfir og ó- trauðir vilja hrista af sér harð- stjórn og óþjóðlegt vald. Andi feðranna, er riðu að Grími amtmanni, er ekki vikinn frá þeim öllum, en furðu margir hafa þeir samt verið um hríð, sem kapp- kosta við kosningar, að vel getist íhaldshöfðingjum í Vílc að þeim. Þessum er þó óðuín að fækka. Það sýnir hið vaxandi fylgi Fram- sóknar í Skagafirði. Kosningarn- ar 9. þ. m. eru þar um órækur vottur, þó að eigi tækist svo giftu- samlega að þessu sinni, að steypt yrði höfðingjanum úr Reykjavík, þeim sem »lsafold« og hennar lið- ar hampa mest, og félaga hans og fylgismanni, Staðarbóndanum. Skagafirði, til að ná meirihlutan- um, — til þess að brjóta niður embættismanna- og kaupmanna- valdið í héraðinu. Þetta tekst við næstu kosningar. Augu æ fleiri bænda munu opnast fyrir því, að þeir eiga ekki samleið með hinni samtvinnuðu klíku hálaunaðra embættismanna, stórútgerðar- manna og kaupmanna. Æskulýð- urinn, sem er að vaxa upp í hóp kosningabærra borgara, fylkir sér að iangmestu leyti Framsóknar- megin, íhaldið í landinu er að ganga til grafar. »ísafold«, »Stormur«, »Vesturland«, »Vörður«, »íslend- ingur«, »Hænir« eru öll fyrst og fremst málgögn stórútgerðarinnar og kaupmannanna, og þetta eru málgögn íhaldsins. Vel vitum við, Framsóknarmenn, spyrjum það vikulega og jafnvel daglega, að illa getist (íhalds) höfðingjum í Vík að okkur, eins og skagfirzku bændunum, er sóttu Þmgvallaíundinn 1849. Og hvers vegna? Af því að þeir eru arfþeg- ar konungkjörna liðsins frá dög- um Jóns Sigurðssonar forseta, en við ermn arftakar þess flokks, sem kom í veg fyrir, að ísland yrði inn- limað í Danmörku, þess flokks, sem hér um bil öll kjördæmi studdu við kosningar til fulltingis hinum fríða fullhuga, Jóni Sig- urðssyni forseta, þess flokks sem mótmælti allur, þegar óþjóðlegt vald gerðist til þess að meina oss að láta uppi réttmætar kröfur, þess flokks, sem hafði að herópi: »Lifi þjóðfrelsi! Lifi félagsskapur og samtök! Drepist kúgunarvald- ið!« Og eins og það kom fyrir áður, að örfáir hændur á Alþingi Islend- inga sveigðust stundum til fylgis við konungkjörna liðið, eins eru nú til bændur á þingi, sem fylgja að málum þeirri sveit , er andi konungkjörna liðsins gamla sveimar yfir, en þessi sveit er 1- haldsflokkurinn. — Eg bið alla samherja og vini í Skagafirði að minnast þess, að mikið hefir unnist á við síðustu kosningar. En »ekki fellur tré við fyrsta högg«. Höldum fram sókninni jafnt og þétt á hendur íhaldinu, og það mun innan skamms ganga til graf- sveitakjördiæmum á Norðurlandi og á Austfjörðum. Með félagsskap og samtökum skal íhaldinu velt niður fyrir bakkann næst, þegar kosningar fara fram í héraði Norðurreiðar- manna. Við, sem nú vorum í kjöri af hendi Framsóknarflokksins, þökk- um drengilegan stuðning og fögn- um því, hve mikið vanst á. Jeg, sem skrifa þessar línur, þak'ka framúrskarandi rausn og alúð Skagfirðinga í kosningaleið- angri mínum. Og eg veit, að mínir kæru sveitungar munu miklu fleiri næst, er kosið verður, sýna hug- sjónum Framsóknarflokksins meiri* gestrisni, heldur en nú. Enginn veit með vissu daginn né stundina, þegar næst verður barist. En munið að standa sam- einaðir, kæru samherjar, reiðu- búnir að koma á vettvang, hvenær sem kallið kemur, til þess að leggja lóðið í vogarskálina móti embættismannasamábyrgðinni, kaupmannavaldinu og stórútgerð- inni í Reykjavík. Brynleifur Tobiasson. ------o------ Eftir kosningarnar. Frambjóðendur til þings voru alls 92 að þessu sinni, en einn tók framboð sitt aftur, svo að 91 gengu út í hríðina: 37 íhalds- menn, 27 Framsóknarmenn, 17 Jafnaðaimenn, 9 frjálslyndir og 1 utan flokka. Svo fóru leikar, að 24 íhalds- menn lágu í valnum, þar af 4 fyrv. þingmenn (Árni Jónsson, Björn Líndal, Jón Kjartansson og Þórar- inn Jónsson), en 1 fyrverandi í- haldsþingmaður bauð sig ekki fram aftur (Sigurjón Jónsson). Missir flokkurinn sæti allra þess- ara fimm þingmanna, og vann ekkert í staðinn. — Af Framsóknarmönnum, er í kjöri voru, féllu aðeins 10, og voru þar af tveir fyrv. þingmenn (Jón Guðnason og Klemenz Jónsson), en 1 fyrv. Framsóknarþingmaður gaf ekki kost á sér aftur (Péfur Þórðarson). Nýir þingmenn í Framsóknarflokknum eru þeir Bjarni Ásgeirsson, Hannes Jóns- son og Páll Hermannsson. Auk þeirra komst einn að, sem áður hefir setið á þingi, Lárus Helga- son. 13 Jafnaðarmenn, sem buðu sig fram, náðu ekki kosningu. Nýir menn þessa flokks á þingi eru þrír: Erlingur Friðjónsson, Har- aldur Guðmundsson og Sigurjón Ólafsson. Átta Téllu undir merki »Frelsis- hersins«, þar af 1 fyrv. þingmað- Það vantar nú aðeins herzlu- muninn, samherjar og vinir í ar í Skagafirði, eins og í öðrum %

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.