Dagur - 02.09.1927, Blaðsíða 3

Dagur - 02.09.1927, Blaðsíða 3
4 3T. Ibl. DAGUR ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■'■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■BHBHBB»BHHBHBHHBHHBHt*ÍBHHHB|>iiJ ■ ■■ Ryels Verzlun * ■■■ Nýjar vörur með e.s. „Goðafoss“: ■■■ Vetrarfrakkar, föt, dömu skinnkragar, uppslög og kragar 255 sérstakir, káputau, allskonar nærfatnaður, allskonar káputau, fatatau, allskonar nærfatnaður, allskonar gramophonar og plöt- ur margbreyttar, barna gramophonar, svuntur afaródýrar, mjög ódýrar kaffiflöskur, handkoffort, skálar og ótal margt fleira. Ennfremur er nýkomið: boldang af úrvalstegund, kjólatau margar teg., skinn og vaxdúksdreglar, húfur, kaskeiti og dáta- húfur og margt fl. Vörurnar beztar. — Verðtð lægst í bænum. Baldvin Ryel. ■■■ ■■■ ■■■ ■■■ ■ ■■ ■■■ ■■■ ■■■ ■■■ ■ BU ■ ■■ ■ ■■ ■ ■■ ■ ■■ ■ ■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ « ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ^ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■»* Myndastoían Oránufélagsgötu 21 er opin alla daga frá kli 10-6. Guðr. Funch-Rasmussen. Óhætt er að fuilyrða, að hvað gæði snertir, tekur P ette sukkuíaði fram öllum öörum tegundum, sem seldar eru hjer á landi. Pette-sukkuiadi er ^innig vafalaust ó d ý r ast eftir gæðum. Fæst altaf í verzlunum á Akureyri. — Þórai'inn Björnsson, einn af þeim, er stundaði framhaldsnám hér í skólan- um og tók stúdentspróf í vor syðra með hárri I. einkunn, hefir fengið ríkissjóðs- styrk til þess að leggja stund á latínu og frönsku við Sorbonneháskólann í París. Siglir hann með »Goðafossi«. — Sumri hallar. Á laugardagsnótt gerði hret, norðanafspyrnurok með úr- felli og snjóaði til fjalla. Var versta veður á laugardaginn, en veðrinu slotaði um kveldið. Á sunnudaginn brá til sunn- anáttar og hefir verið bezta veður síðan, en rigning öðru hvoru. — Mr. C. Jinrajadasa, er getið var um í síðasta blaði, flutti erindi hér að kveldi 27. þ. m. um hugsjónir guðspek- innar. Mælti hann á enska tungu, «n forseti guðspekideildarinnar hér, frú Kristín Matthiasson, snaraði jafnóðum á íslenzku. Var Mr. Jinrajadasa í aust- urlenzkum búningi. ■— Amór Sigurjónsson, skólastjóri á Laugum er staddur hér í bænum og fer suður með »Novu«. Hefir hann verið beðinn að koma suður til þess að vera með í ráðum um fyrirkomulag skóla þess, sem nú er í ráði að verði settur á stofn á Suðurlandsundirlendinu. — Síldarskipin hafa komið hlaðin undanfarna daga inn til Siglufjarðar. — Mikil taða. Af Hólatúnl í Hjalta- dal fengust í sumar 1400 hestar. SNEMMBÆR, ágæt kýr er til sölu hjá undiiTÍtuðuxn. Friöbjöm í Staðartungu. Miösvetrarbær kýr er til sölu nú þegar hjá Árna Stefánssyni Gránufélagsgötu 11. — Á miðvikud.nótt lézt hér á spítalan- um roskin kona, Jóhanna Sigfúsdóttir (frá Rangárv.), hér úr bænum. Krabba- mein varð henni að bana. Eftirlifandi maður hennar heitir Sigurjón Björns- son. Voru þau nýflutt í bæinn austan af Húsavík. — Varðskipið Óðinn hefir legið hér inni nokkra daga. — — Fulltrúafundur í Kaupfélagi Ey- firðinga verður haldinn á sunnudaginn kemur á skrifstofu féiagsins og hefst kl. 10 árdegis. Á að ræða þar og taka ákvarðanir um stofnun mjólkursamlags. Hafa undanfarið verið haldnir fundir í deildunum um þetta mál. Jónas Krist- jánsson frá Víðirgerði hefir mætt á þessum fundum, ásamt framkvæmdar- stjóra félagsins. — Deild Rauða Krossins hér ætlar að halda hlutaveltu 4. þ. m. Er þess óskað, að bæjarbúar styðji deildina í fjáröfl- un þessari eftir megni. — Koefoed Hansen skógræktarstjóri hefir dvalið hér í bænum nokkra daga. Kom að austan úr eftirlitsferð. — Hjálpræðisherinn selur blóm í dag til ágóða fyrir gistihússjóð sinn. Ættu allir að kaupa blómin og styðja þann veg gott starf. — Kristján Kristjánsson söngvari frá Seyðisfirði ætlar að syngja hér, kom með »Novu«. Er hann sag'ður prýðilega að sér í söngfræðum og raddmaður á- gætur. — »Goðafoss« og »Esja« komu í gær. Meðal farþega á Goðaf. var Sigurður Sigurðsson búnaðarmálastjóri. Skipið flytur 165 hesta, er það tók á Sauðái'- krók. Keypti Samb. ísl. samv.fél. þá. Með skipinu fóru héðan Þórarinn Björnsson stúdent, Dr. frk. Stoppel frá Hamborg, er dvalið hefir hér lengi við vísindalegar rannsóknir, og ungfrú Brynja Hlíðar, sem fer til Þýzkalands til vetrardvalar þar. »Goðafoss« og »Esja« fðru í nótt. — Elzta skóverzlun hér á landi, Lár- usar Lúðvígssonar í Rvík, á fimtugsaf- mæli í haust. -------0------ Merkiskona látin. Elísabet Siguröardóttir, ekkju- frú í Nesi í Höfðahverfi, er ný- lega látin, hálf-níræð að aldri. Var hún ein hinna mörgu Möðrudals- systra. Frú Elísabet sál. giftist Einari Ásmundssyni alþm. í Nesi árið 1868, en misti hann árið 1893. Þeim hjónum varð eigi barna auðið, en tóku sér í dóttur stað Valgerði sem síðar átti Vil- hjálm bónda í Nesi. Og hjá þeim dvaldi frú Elísabet í elli sinni. -------0------- Ameriskt réttarfar. ítalirnir Sacco og Vanzetti, er mikið liefir verið talað um í blöðum alls hins mentaða heims undanfarið, voru teknir af lífi aðfaranótt' 23. f. m. í Boston í Bandaríkjunum; þrátt fyrir ítrekuð og hörð mótmæli úr næi’ri því hverju menningarlandi veraldar. 1 vikutímarit- inu »The New Statesman«, sem þykir eitt af merkustu tímaritum Englend- inga, kom út mjög eftirtektarverð grein mn þetta mál 13. f. m., og eru meginat- riði hennar birt hér á eftir. »The New Statesman« er frjálslynt (liberal) tímarit. Miðvikudaginn 10. ágúst átti að taka þá Sacco og Vanzetti af lífi, en seint um kveldið var þó horfið frá því og líflát- inu frestað. í öllum menningarlöndum heimsins höfðu orðið uppþot og áskor- anir verið sendar til valdstjórnarinnar í Massachusetts (en svo heitir ríki það, er þeir félagar áttu heima í vestra) að sýkna þá. S. og V. eða rannsaka málið af nýju. í London þurfti jafnvel að halda sterkan lögregluvörð um bústað sendiherra Bandaríkjanna, svo miklar voru æsingarnar. Hið undraverðasta í öllu þessu máli er það, að Bandaríkja- menn, auðvitað með nokkrum undan- tekningum, virðast ekki þangað til snemma í ágúst hafa gert sér grein fyrir, að annað og' meira væri hér í húfi en líf tveggja lítilsháttar útlendinga. Það er eins og mentaða Bandaríkja- jienn upp og ofan hafi jafnvel undrað, hvíííkur gauragangur gat risið út af þessu heima og erlendis. »Það getur vel verið«, segja þeir, »að þeir félagar séu ekki sekir um þenna sérstaka glæp, en þeir hafa kannast við að vera sósíalistar og þeir eru þó ein- ungis ítalskir innflytjendur. Vissulega er bezt, hvernig sem á alt er litið; að vera laus við þá«. En það er augljóst, að í sumar kom- ust Bandaríkjamenn að raun um það, að heimurinn lét sig miklu skifta mál þess- ara umkomulausu, lítilsvirtu og eftir skilningi Bandaríkjamanna einkisverðu útlendinga. Allur þorri hugsandi manna utan Bandaríkjanna álítur, að með líf- láti Sacco og Vanzetti hafi Bandaríkja- menn svívirt réttlætið og fleklcað skjöld sinn svo mjög, að grátur heilla kynslóða megni ekki að hreinsa hann — ekkert nema gleymska aldanna fái afmáð hann. Þessir tveir menn sátu sjö ár í fang- elsi, eitt ár áður en þeir voru dæmdir og sex ár eftir það að þeir voru drnndir 139 til dauða í júlímánuði 1981. Aldrei í sögu mannkynsins hefir það komið fyrir áður, að nokkur maður hafi svo lengi beðið með feldan dauðadóm yfir höfði sér. Og þetta eitt út af fyrir sig mundi vera álitin fullnægjandi ástæða á Eng- landi-— ef tjlíkt furðulega og óvenju- lega seinlæti um fullnægingu dóms ætti sér stað þar — til þess að náða menn eða sýkna að fullu'og öllu. Það eitt út % af fyrir sig, að þessi dráttur, sem á sér ekkert fordæmi, hefir átt sér stað, hefði átt að nægja, til þess að náða mennina. Það er óhætt að taka svo til orða, að af hverjum tíu óhlutdrægum mönnum sem lesið hafa og kynt sér opinberar skýrslur um málið, mundu níu hafa full- komlega sannfærst um, að Sacco og Vanzetti væru ekki einungis saklausir af þeim glæp, sem þeir voru kærðir fyr- ir, heldur liefðu þeir ekki getað haft nokkra hugmynd um hann. Hinn tíundi kynni að efast, en aldrei leyfa sér að fara lengra en að segja: Hér er ekkert hægt að fullyrða. í stuttu máli: Enginn hleypidómalaus maður mundi geta talið glæpinn sannaðan á þessa menn, eftir þeim vitnisburðum, sem fyrir liggja. Glæpurinn var fólginn í þvf, að fimm menn í mótorvagni drápu mann um há- dag, sem sendur hafði verið í banka eft- ir 15 þúsundum dollara, stálu pening- unum og óku á braut. Ekkert0fanst af peningunum hjá Sacco og Vanzetti, og á hvorugan þeirra var hægt að sanna, þrátt fyrir tæmandi rannsóknir, nokk- / urn þátt í glæpsamlegu atferli nokkurn- tíma. Annar var skósmiður, hinn fisk- sali. Báðir gengu að vinnu sinni að venju áður en glæpurinn var framinn og þangað til þeir voru teknir höndum. Þeir báru það ekki með sér að vera ósvífnir þorparar; og eigi varð sannað, að þeir hefðu nokkurntíman lent í klóm lögreglunnar, hvorki í Ameríku né á 1- talíu. Ef þeir væru sannir að sök, þá mundi glæpur þessi vera talinn einstæður í sakamálasögunni. En þessir tveir menn áttu það sam- eiginlegt, að þeir voru »rauðir«, og mál- ið stóð yfir einmitt á þeim tíma, þegar óttinn við »rauðu hættuna* stóð sem hæst í Bandaríkjunum. Það er eigi fylli- lega ljóst, hvernig skoðunum þeirra var háttað. Þeir voru áreiðanlega ekki Kommúnistar og heldur ekki, að því er séð verður, Anarkistar. Þeir virðast hafa aðhylst sósíalisma eða jafnaðar- stefnu þá, sem sérstaklega er kend við Tolstoy, að verkalýðurinn sé að vísu kúgaður af auðvaldinu, en hafna beri þó öllu ofbeldi. Þeirra helzti glæpur virðist vera sá, að þeir álitu Ameríku engu frjálsara heimkynni en sitt eigið fööur- land, Italíu. Hinir sakfeldu virtust ekki vera inni- lega sannfærðir um óskeikult réttmæti 0 nokkurrar sérstakrar kenningar í þjóð- félagsmálum. Thayer dómari ávarpaði kviðdóminn á þessa leið: »Herrar mínir! Þér hafið heyrt skoðanir verjandanna. Eg skora á yður að gera skyldu yðar, eins og hverj- um amerískum borgara samir«. Kviðdómurinn »gerði skyldu sína«, samkvæmt áskoruninni og fann verjend- urna sanna að sök um auðkennilegan

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.