Dagur - 08.09.1927, Blaðsíða 2

Dagur - 08.09.1927, Blaðsíða 2
142 DAGUR 38. tbl. ub» iMM mM myt mfo; aiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii Blikkvörur: VATNSFÖTUR, galvaniseraðar. BALAR, kringlóttir og sporöskjulagaðir, hentugar stærðir til slátursuðu. !§• NIÐURSUÐUDÓSIRNAR alþektu. Nýkomið. Kaupfélag Eyfirðinga, •m Myndastofan Oránufélagsgötu 21 er opin alla daga frá kh 10-6. Guðr, Funch-Rasmussen. íhaldsmenn varpað atkvæðmn sínum á hann fremur en að kasta þeim á glæ, þrátt fyrir sýnilega misbresti á hæfi- leikum læknisins, til þess að taka þátt í opinberum málum. Hann hlaut 554 atkvæði. Er það 126 atkvæðum færra en Sig. Ein. Hlíðar hlaut árið 1923. Nemur sá munur meiru en sem svarar almennri atkvæðafækkun nú við kosn- ingarnar frá því sem var árið 1923. Sigurjón læknir verður því að teljast mmsti spámaður íhaldsins í hvorum- tveggja þessum kosningum og er hann væntanlega, eins og Dagur hefir fyr til getið, »úr þessari sögu«. Árið 1923 hlaut frambjóðandi Jafn- aðarmanna 304 atkvæði. Væntu for- sprakkar flokksins þess, að flokknum hefði til muna aukist fylgi síðan, enda lögðu sumir þeirra hina mestu áherzlu á, að fylgið yrði reynt til þrautar. Úr- slitin munu því hafa komið þeim á ó- vart og virðast benda á, að flokknum hafi þorrið fylgi, þar sem Steinþór hlaut aðeins 206 atkv. en Halldór enn færri eða aðeins 185. Síðustu bæjar- stjórnarkosningar á Siglufirði virðast benda á aukna samheldni og fylgi Jafn- aðarmanna þar í bænum og er það sannari mynd af Jafnaðarmannafylg- inu; heldur en þessar kosningar. Er á það að líta að kjörsókn var minni á Siglufirði nú en síðast, vegna stórmik- ils annríkis. Munu og sumir verka- menn hafa kosið að verja atkvæði sínu til ákveðinnar mótstöðu gegn íhaldinu, með því að kjósa fyrVerandi þingmenn kjördæmisins, heldur en að kasta því, af metnaðarástæðum einum, á fram- bjóðendur, sem fullvíst var um, að ekki næðu. kosningu, en stofna baráttunni milli Framsóknarflokksins og íhalds- flokksins í meiri óvissu en ella. Verður að telja að þeim hafi farist viturlega. Auðsætt er, af þessum síðustu kosn- ingum, að ’fylgi Framsóknarflokksins í Eyjafirði er öruggara en nokkru sinni fyr. Kunnugir vita ennfremur, að fylg- ið er heilla en Ihaldsflokknum reyndist sitt fylgi að þessu sinni. Vonir þeirra Framsóknarmanna, er bjartsýnastir voru um kosninguna, rættust að fullu. En mjög margir þorðu ekki að vænta svo góðra úrslita. Er slík varfærni góð og sjálfsögð. Mun hún og að þessu sinni hafa stuðst við þær ástæður; að minsta kosti tveir menn, sem hafa látist vera Framsóknarflokksmenn og munu báðir telja sig mikla máttarstólpa í mannlegu félagi, gengu að minsta kosti að hálfu leyti ú móti flokknum við þessar kosn- ingar. Er þarflaust að nefna nöfn þeirra, því að héraðsbúum er vel kunn- ugt um, til hverra er bent. Varðar þá og eina það atriði, þegar um er að ræða kosningar í Eyjafjarðarsýslu. Munu ýmsir Framsóknarflokksmenn hafa tal- ið líklegt, að þeir fengju meiru áorkað til skemda, en raun varð á. Er gott til þess að vita, að svo fer sem vert er um þá menn, sem í hverri baráttu gerast af persónulegum og heimatilbúnum á- stæðum, liðhlaupar yfir í flokk and- stæðinganna, að þeir hljóta ekki fylgi né tiltrú, heldur almenna lítilsvirðingu flokksins. Að lokum vill Dagur vekja athygli Framsóknarflokksmanna í Eyjafirði á því, að jafnvel þó nú hafi stórum vel til tekist; skyldu þeir sízt láta hendur falla í skaut í rósamlegri öryggisvímu yfir fylgi flokksins hér í sýslunni. Hlaupasnáðar íhaldsins eru vel á verði um hvert færi, sem gefst til þess, að vinna flokknum .geig. Sífelt starf og ár- vekni í fræðandi lajidsmálafélögum er hið eina örugga ráð gegn þeim, sem eiga fylgi sitt komið undir fáfræðinni og tómlætinu. -----o----- Söngskemtun hélt Kristján Kristjánsson sunnu- daginn 4. þ. m. í Akureyrar Bíó. Er það ungur maður, rúmlega tví- tugur að aldri, sonur Kristjáns lœknis Kristjánssonar á Seyðis- firði. Síðustu þrjú árin hefir hann stundað söngnám erlendis, en er nu horfimn heirn að sinni, til þess að gefa mönnum kost á að hlusta á sig. Á söngskránni voru 3 lög eftir íslenzka en 9 eftir útlenda höfunda og mörg þeirra erfið við- fangs, svo sem tvær ariur úr söngleiknum Tosca eftir Puccini, Cavatina úr d’amor eftir Donni- zetti, aria úr Martha eftir Flotow, og Rigoletto eftir Verdi o. fl. Var þarna í nokkuð mikið ráðist, en þó verður eigi annað sagt, eni að söngvarinn hafi sungið öll lögin vel, og sum ágætlega. Þó bjóst eg við enn betri meðferð á íslenzku lögunum, er eg hafði heyrt þau útlendu er voru á undan þeim á söngskránini. Eg ætla mér ekki að dæma um meðferð söngvarans á hverju einstöku lagi; það yrði of langt mál, en eg vildi aðeins með línum þessum benda bæjarbúum á, að ef þeir vilja skemta sér við að hlusta á söng, þá ættu þeir ekki að láta undir höfuð leggjast að hlusta á söng Kristjáns. Þar er söngmaður á ferðinni, sem hefir háan, ekki sterkan, en bjartan og hreimfagran tenor. Það sem sér- staklega einkennir söng hans er óþreyttur glans æskuraddar, þar sem léttleiki, lipurð, og yndisleiki ljóma af hverjum tón, auk smekk- legrar m;eðferðar á viðfangsefn- um í heild sinni. Textaframburð- ur þyrfti þó að verða skýrari. Undirspil var víða heldur sterkt, og ömturlegt var að heyra skellina í pedal hljóðfærisins. Væri óskandi að búið yrði að gera við þann galla á hljóðfærinu, áður en næsta söngskemtun fer þar fram. Eftirbreytnisvert var látleysi og prúðmannleg framkoma söng- varans. Aðdáun áheyrendanna lýsti sér í dynjandi lófaklappi. Var söng- maðurinn hvað eftir annað klapp- aður fram á söngpallinn, og að síðustu varð hann að syngja eitt lag utan söngskrár. Söngvinur. -----o----- Gróðrarrannsöknir eftir Ingimar Óskarsson. Síðastliðið sumar sendi eg »Degi« nekkrar- línur um ferð mína í þarfir vísindanna um Suður-Þingeyjarsýslu. Eins og lítillega var á drepið í þeirri grein, kom það í ljós eftir för mína þangað, að víða virtist vera þar ónum- ið land í grasafræðilegu tilliti.* Hugði eg, að svo mundi vera farið víðar á landinu, sjer í lagi þar, sem lauslegar athuganir höfðu verið gerðar. Álít eg, að Austfirðir hafi einkum orðið út- undan í þeim efnum. Því varð það, að eg brá mér til Aust- fjarða í sumar, til þess að athuga grandgæfilega háplöntugróðurinn um- hverfis einn helzta fjörðinn þar, Reyð- arfjörð (og Eskifjörð). Þar hafa að vísu grasafræðingar safnað fágætum jurtum; en eigi að síður var eg þess fullviss, að ekki mundu öll kurl þar enn til grafar komin, og varð það að von- um. Tel eg för mína þangað hafa orðið hina fengsælustu. Hún hefir líka enn betur en áður sannfært mig um það, að mörg sporin þurfi grasafróðir menn að stíga ennþá, áður en viðunandi þekk- ing er fengin á háplöntugróðri lands- ins. Það sem hér fer á eftir, eru nokkur * Sbr. Skýrsla um hið íslenzka nátt- úrufræðifélag, Rvík. 1927. e »brot« frá ferðalaginu til fróðleiks og skemtunar og bið eg Dag' að virða þau á betri veg. . Á áfangastaðinn. Eg lagði af stað með e. s. Brúarfoss frá Akureyri, föstudagskvöldið þ. 10. júní. Veður var gott, en kuldi í lofti og' norðanátt í vændum, Þegar út í mynni Eyjafjarðar kom, tók að blása kalt af norðri með hríðarhraglanda, og hélzt sama veður austur með Norðurlandinu. Mér er ætíð ófögnuður að misindisveðri á sjó, því ætíð hefi eg sjóveikur verið. Eg lét því fyrirberast í »köjunni«, og' var að reyna að hugsa mér skipið sunn- an við Gerpi, í blíðviðri og lognsjó. Þegar kom fyrir Langanes, tók veðrið heldur að míldast smátt og' smátt. Og er lagst var við bryggju á Seyðisfirði kl. 2 á sunnudag, var sjóveiki mín að mestu horfin. Jeg þaut á land með grasatínuna, því nú var um að gera að nota tímann vel, meðan skipið stæði við. Þegar eg fór frá Akureyri, voru grös lítt gróin, því þurkar og kuldar liöfðu gert sitt ítrasta, til þess að leggja ný- græðinginn að velli. Hugði eg, að Aust- firðir mundu liafa betra að bjóða, en svo var ekki; það sannaði mér fyrstur allra Seyðisfjarðar-gróðurinn. Þó sá eg þar: vorblóm, lambagras og snæstein- brjót í blóma; varð afli minn rýr í það skifti. ' Kom eg svo hvergi á land, fyr en í Fáskrúðsfirði. Var þá veður blítt orðið, cn úðaregn var á. Hafði breyzt mjög' um til batnaðar við Gerpi, eins og eg' hafði vænst eftir. Áfangastaður minn var að vísu Reyðarfjörður; en skipið hafði fyrirhugað þann stað sem síðustu höfn, áður það léti í haf. Þótti mér svo sem ekkert að því að fá ókeypis far til Fáskrúðsfjarðar og hugði að gera mér gott af. Það fyrsta, sem mér fanst eg þarfnast mest er eg sté á land, var mjólk. Það stóð einmitt á morgunmjölt- um, svo eg hugði gott til glóðarinnar. En það var líkast því, að allar beljurn- ar hefðu orðið steingeldar, þá liina sömu nótt, er Brúarfoss risti fjörðinn, því hvervetna var sama svarið: Engin mjólk! Og eftir að eg hafði stikað bæ- inn á enda (og hann er vel langur), og verið oftsinnis vísað frá einum til ann- ars, labbaði eg sneyptur um borð og drakk mér væna minnisveig Fáskrúðs- fjarðar úr vatnsflöskunni I Gróður var hér litlu lengra á veg komin en í Seyðisfirði, þó fann eg hér nokkrar fleiri jurtir í blóma, svo sem: geldingahnapp og gullmuru. Safnaði fáu. Næsti viðkomustaður skipsins var Eskifjörður; er það orðinn stór og myndarlegur bær. Gekk eg þar á land og inn fyrir fjarðarbotninn og tók nokkrar plöntur til þurkunar. Þar fann eg óútsprungna draumsóley, þessa fall- egu, guleygu, hánorrænu plöntu, sem er svo sjaldséð umhverfis Eyjafjörð, en algeng á stórum svæðum bæði austan lands og vestan. Sá einnig mergð af vorperlu, litlu, snotru vorplöntunni, sem skrýðir stundum melana í apríl- mánuði. Einnig var eg svo lieppinn að rekast þarna á mjög fágætt starteg- undar-afbrigði, sem á vísindamáli er kallað; Carex salina var. subspathacea.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.