Dagur - 11.11.1927, Blaðsíða 1

Dagur - 11.11.1927, Blaðsíða 1
D AJjG U R kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Innheimtuna annast Jónat Sveinsson bóksali, Eyrar- landsveg 3 (Sigurhteðir). Af g r e i'ðs lan er hjá Jáni Þ. Þ6r, Norðurgötu 8. Talsími 11*. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. das. X. ár. Akureyri, 11. Nóvember 1927. 47. tbl. Lengra til vinstri. Frakkar. í sambandi við kosningaúrslit- in í Noregi var þess getið, að f- haldsflokkunum í nágrannalönd- unum vœri nú óðum að þverra fylgi, af því að stjórn þeirra á at- vinnu- og peningamálum þjóð- anna, þar sem þeir hafa farið með völdin, er í argasta öngþveiti. í Frakklandi og Englandi eru þjóð- málaflokkarnir farnir að hasla sér völl fyrir nœstu kosningar í þeim löndum. — Á fjölmennum landsfundi, sem »Radikala«-flokk- urinn í Frakklandi hélt nýlega, var feld tillaga um að flokkurinn gengi til samvinnu við núverandi stjórnarflokka við þingkosningar sem fram eiga að fara í því landi á komandi vori. En aftur á móti samþykt að leita samvinnu við Jafnaðarmenn og aðra skylda og rót-tæka vinstri flokka. Bretar. Síðan frjálslyndi flokkurinn í Englandi gekk til samvinnu við í- haldsmenn á stríðsárunum, hefir hann verið næstum áhrifalaus og litlar sigurvonir haft. Eins og kunnugt er á Lioyd George mest- an þátt í þessu hruni flokksins. Hann barðist eins og ljón fyrir sanisteypustjórninni við þing- kosningarnar 1919, og eggjaði flokk sinn látlaust til áframhald- andi sambræðslu við íhaldið, en til mótstöðu gegn verkamönnum, á fyrstu árunum eftir stríðið. Við friðarsamningana í París vann hann eins og galeiðuþræll í þjón- ustu brezka íhaldsins, gersneydd- ur öllum eiginleikum frjálslyndra stj órnmálaf oringj a. En síðan hann slitnaði úr tengsl- um við íhaldið, hefir hann*yerið reikandi þjóðmála-»spekúlant«, en þó um leið einskonar veðurviti í brezku stjórnmálalífi. Leyfar frjálslynda flokksins í þinginu áttu ekki annars úrkosta en að gera hann að foringja sínum eftir mikið stapp og endurteknar próf- kosningar. Þessvegna hefir L. G. sýnt talsverða viðleitni í þá átt að þvo af sér svörtu blettina eftir samneytið við íhaldið, en það virðist vonlítið erfiði. Það er al- kunnugt að hann hefir lagt sig mjög mikið fram síðustu missirin, að skygnast eftir verkefnum og siglingaleiðum fyrir frjálslynda flokkinn, sem mundi auka honum fylgi þjóðarinnar. L. G. hefir reynt að slá sér til hljóðs fyrir málefnum sem horfa mundu til viðreisnar brezku þjóðinni og voru í samræmi við hugsjónir hans á fyrstu starfsárunum í stjórnartíð frjálslynda flokksins fyrir stríðið. Hann hefir krafist þess að þjóðin skifti um stefnu í atvinnuháttum,og legði aðalá- herzlu á ræktun landsins og að al- menningur fengi landeignarráðin- í sínar hendur úr klóm lávarðanna og leiðtoga íhaldsins. En ræður hans um þessi efni valda nú litlu bergmáli í Englandi. Þjóðin veit að hann hefir áður brugðist í þessum málum, álítur að hann sé því aðeins að marka verksvið fyr- ir flokkinn til að safna um sig nýju liði. Vera má að rangt sé að gruna hann nú um hálfvelgju í þessu efni; en hvað um það, »spekulations«-blettina getur hann ekki af sér þvegið. Hitt er líklegast að hann sjái . hvert straumurinn stefnir í Bret- landi, og telji hyggilegra að leggj- ast með straumnum. íhaldsstjórn- inni þverr óðum fylgi eins og aukakosningar til þingsins og síðustu bæjarstjórnarkosnirigar votta, samkvæmt nýjustu skeyt- um. L. G. sér að hann fær engin völd og frjálslyndi flokkurinn ekkert verksvið þó hann leggist á sveif með fhaldinu. Hinsvegar hefir verkamannaflokkurinn á stefnuskrá sinni nokkuð af þeim málum, sem L. G. og aðrir leið- togar frjálslynda flokksins börð- ust áður fyrir, en tekur þau nú miklu fastari tökum. Verka- mannaflokkurinn hefir byrinn með sér. Sennilegt er að eftir næstu almennar þingkosnirigar í Bretlandi standi flokkarnir þann- ig að engin þeirra hafi hreinan meirihluta. Þá gæti frjálsl. flokk- urinn orðið það lóð á vogarskál- inni, sem úrslitum réði, og líklegt að L. G. vilji þá fremur styðja verkamenn til valda eða ganga til samkomulags við þá. , , Síðustu fréttir herma að hann sé enn á ný farinn að halda út- breiðsluræður og krefjist þess að ríkið takmarki herbúnað og lög- leiði skyldugerðardóma. Ennfrem- ur að friðarsamningarnir verði endurskoðaðir. Samkvæmt þessu er hann þá búinn að lýsa sig sam- þykkan ýmsum helstú kröfum verkamanna bæði í innanlands- og utanríkismálum og þessar kröfur hans í utanríkismálunum eru þvert á móti allri starfsemi hans sjálfs á því sviði á fyrstu árunum eftir stríðið. Það er augljóst að L. G. stefrýr nú mjög til vinstri á vett-vang verkamanna og að straumurinn í þjóðmálum Breta hnígur nú fremur í þá átt. — Annars hafa hinar stóru ræður L. G. lítil áhrif nú orðið, en þær sýna þó nokkuð hvert vindurinn stefnir á þeirri stund, sem þær eru fluttar. -----o------ Orðsending til Ragnars Ólafssonar. Herra kaupmaður! Eg hefi meðtekið »Orðsend- ingu« yðar í Degi 6. okt. síðastl. og skal eg leyfa mér að svara yð- ur nokkrum orðum. — Þótt vitan- legt sé, að þér eruð ekki sendi- bréfsfær nema á þau bréf, sem lúta að fésýslu, get eg ekki hlífst við að reyna á vörn yðar til hlít- ar, meðan þér hafið nóg fjárráð, til þess að borga »akta«-skrifur- um yðar. Þér kallið það fjarstæðu, að þér vinnið afgreiðslustörfin fyrir Sameinaða félagið yður til fjár, af því að þér séuð stærsti hlut- hafi í Eimskipafél. íslands og þau störf, er stuðli að því að hnekkja velgengni þess félags, myndu stríða á móti hagsmunum yðar. Eg skal toenda yður á, að E. í. hefir ekki nú um nokkur ár getað greitt neinn arð af hlutafé sínu. Benda engar líkur til að á því verði breyting um yfirsjáanlegan tíma. Aftur á móti munuð þér fá, auk fríðinda, vinnu yðar vel greidda í þágu hins erlenda skipa- félags. Árlegar stórtekjur úr þeirri átt og arðlausir hlutir 1 E. í. gætu því aldrei vegið salt á vog- arskálum fésýkinnar. Þér gortið af hlutafjáreign yð- ar í E. 1. og spyrjið hvað eg hafi unnið til gagns fyrir félagið og hversu mikið hundraðsgjald af launum mínum við ritstjórn Dags eg hafi lagt í hlutabréf félagsins. — Þessu er fljótsvarað: Á sama tftna og þér hafið unnið að því, að draga viðskifti úr höndum E. f. hefi eg eftir megni beitt áhrifum blaðs míns, til þess að hlynna að félaginu í hugum fólksins og hjá löggjafarvaldinu og hvetja landa mína til þess að láta það, að öðru jöfnu, sitja fyrir viðskiftum. — Síðari spurningin er furðu grunn- viturleg jafnvel frá yður. Síðan eg gerðist ritstjóri Dags hefir E. í. ekki haft neitt útboð á hluta- bréfum. Síðasta útboð þess var 1917. Þetta frumhlaup yðar ber vott um að þér hafið ekki fylgst vel með málefnum félagsins á síðustu árum. Enda hefir yður verið fjárvænlegra að hlynna að hagsmunum Sameinaða félagsins, en að brjóta heilan um siglinga- mál íslendinga. Auðsæilega gerið þér ráð fyrir að eg hafi engan þátt tekið í fjár- framlögum við stofnun E. í. Það er reyndar satt að þátttaka mín var ekki stórvaxin. Þó tók eg þátt í fjárframlögum í hvorttveggja skifti og á þar alls sex hluti. Hygg eg að eg muni ekki vera að tiltölu minni hluthafi en þér, þegar bornar yrðu saman efnahagsá- stæður okkar beggja um þær mundir að hlutabréfakaupin voru gerð. Yður þykir ósamræmi í kenn- ingum mínum og breytni, þar sem eg hafi, er eg flutti suður, tekið mér far með »Dronning Alexan- drine«, »þótt Goðafoss færi svo að segja um leið og yrði nálega helmingi fljótari á leiðinni«, seg- ið þér. Um ferð Goðafoss skrökv- ið þér hvorutveggja. Ferðir skip - anna féllu eins og hér segir: »Dr. Alex.« fór frá Ak. 23. sept., kom til Rvíkur 26. og var þannig 3 daga. Goðafoss fór 29., kom til Rvík. 2. okt. Fór þannig sex dög- um seinna, en var jafnlengi. Hitt skiftir þó mestu, að samkv. áætl- unum skipanna átti »Dr. Alex.« að vera tvo daga, en Goðafoss sex. Og eins og afgreiðslumaður E. I.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.