Dagur - 15.12.1927, Blaðsíða 1

Dagur - 15.12.1927, Blaðsíða 1
J3AGUR V kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Innheimtuna annast Jónas Sveinsson bóksali, Eyrar- landsveg 3 (Sigurhæöir). A'fgreiðslan •r hjá Jóni P. Þór, Norðurgötu S. Talsími 11f- Uppsögn, bundin riö ára- mót, sé komin tll af- greiöslumanns fyrir 1. dag. X. ár. Akureyri, 15. Desember 1927. ‘ 52. tbl. K vittu n. (Framh) Þegar ritstj. >ísl.« fer að kynna mönnum þekkingu sína á meðferð þingmála síðustu árin, og ræða «um frumkvæði flokkanna að þeim, þá fer nú skörin loksins upp í bekkinn. En það verður líklega að taka þessari framhleypni hans með þol- inmæði og reka öfugmælin aftur, á þann hátt að drepa lauslega á gang málanna. Jón Porláksson átti engin frum- kvæði að iögum til breytinga á Rœktunarsjóðnum. En haustið 1924 sendi hann Búnaðarfélagi íslands frumvarp um stofnun nýrrar banka- vaxtabréfadeildar við Landsbankann. Að frumkvæði Tryggva Þórhalls- sonar, skipaði Búnaðarfélagið nefnd, til þess að athuga meðal annars þetta frumvarp, og koma fram með tillögur um lánsstofnun fyrir Iand- búnaðinn. í nefndinni voru Sigurður Sigurðsson, Halldór Vilhjálmsson og Thor Jensen. Nefndin samdi sjálfstætt frumvarp um »Ræktunar- sjóð hinnnýja«, og sendi stjórninni það. Stjórnin breytti frumv. í ýmsum atriðum, feldi úr því margt af því, sem til gagns og kosta mátti telja og lagði það svo fyrir þingið 1925; en Tryggvi Þórhallsson flutti frv. nefndarinnar á þinginu óbreytt. Verkefni landbúnaðarnefndar Neðrid. varð svo það, að setja aftur inn í stjórnarfrv. ýms atriði úr nefndarfrv. sem J. Þ. hafði felt úr því. íhaldsmennirnir í nefndinni, og þar á meðal Árni Jónsson, gengu þó lítið lengra í því efni, en Jón Porl. leyfði þeim. Peir beittu sér því á móti ýmsum breytingartill. frá Tryggva Pórh., sem horfðu til mikilla bóta á frumv. og gátu felt margar þeirra. Meðferð stjórnarinnar og þingsins á frumv. Búnaðarfélagsnefndarinnar spilti þvi í flestum atriðum, að undanskildum tveimur til þremur greinum. — Þessvegna verður það nú eitt af fyrstu verkum nýju stjórnarinnar á næsta þingi, að flytja breytingar á Ræktunarsjóðslögunum, sem miða að því að víkka starfsvið sjóðsins og bæta lánskjörin frá því sem nú er og jafnframt auka stórum rekst- ursfé sjóðsins. — Það er því hastarlegt, að heyra þeim þingflokki þakkað fyrir Ræktunarsjóðinn, sem spyrnt hefir gegn flestum umbótum á lánskjörum landbúnaðarins, meðan hann sá sér fært. Og haft að flokksforingja mann, sem á því sviði hefir hagað sér eins og rammstaður hestur. — Ekki batnar málstaður »ísl.« þegar komið er að kœliskipinu. Það er öllum kunnugt að minnihluti þeirrar undirbúnings- nefndar, er um málið fjallaði, Tryggvi Þórh. og Jón Árnason, bjuggu málið í hendur stjórnar og þings. Hinir þrír nefndarmenn úr Ihaldsfl. vildu ekkert aðhafast. Og það var eftir uppástungu Jóns Árnasonar að stjórnin leitaði samn- inga um byggingu kæliskipsins við Eimskipafél. fsl. Jón er í stjórn Eimskipafél., hann undirbjó þessa lausn á málinu þar og benti Magn- úsi Guðmundssyni á að fara þessa leið. Önnur umbótamál í sambandi við kæliskipið, frystihús, nýtt strand- ferðaskip og fleira, hafa verið undirbúin af Framsóknarmönnum. Um kjöttollsmálið vill svo ein- kennilega til, að átök flokkanna um það fóru að mestu fram á lokuðum fundum í Alþingi. Þessvegna eiga þeir hægt með að rífast um þaö eins og kerlingarnar forðum. En það er þjóðkunnugt að Framsóknar- menn knúðu stjórnina miskunarlaust til þess að láta Ijúka tollsamningun- um um þinglokin 1924. Festa og samningalipurð sendimannanna Sveins Björnssonar, Jóns Árnasonar og Péturs Olafss. mun og hafa valdið nokkru um úrslitin. Það er að seilast um hurð til tokunnar þegar ritstj. »ísl « fer að lýsa því hvernig verstöðvarnar um- hverfis landíð hefðu litið út, ef foringjar Framsóknarfl. hefðu fengið að ráða í kjöttollsmálinu. Hann ætti heldur að lýsa þeim nú eftir »Gull- öld íhaldsins* í landinu! Það mætti ætla að síldarútvegurinn íslenzki stæði í miklum blóma, og að íhaldsflokkurinn væri búinn að tryggja honum markað erlendis og koma skipulagi á reksturinn og söluna. En í þeim efnum hefir hann ekkert gert annaðen að semja ein andvanafædd heimildarlög. Rit- stj. »ísl.« mun því óhætt að snúa orðum sínum við og segja, að af því að íhaldsfl. hefir nú fengið að ráða undanfarin ár, þá megi heita »að Norðurland sé nú orðin verstöð norskra og sænskra síldveiðamanna* og leppa þeirra. Já, það er ekki gaman að Guð- spjöilunum. »Slík var þá fyrirhyggja« útvegsvina »Fyrir velferðarmálum* sildarútvegsins. Utgerðarmennirnir hafa þó haft bankana og vinnukraft fólksins í þjónustu sinnú En þá hefir skort stjórnsemi, samvinnuhneigð og skipulag. Úr því gat íhaldsstjórnin ekkert bætt; og þessvegna eru hinir innlendu síldarútgerðarmenn ver- stöðvanna í rústum, og innheimtu- menn bankanna nú á ferli um þeirra slóðir. Það er lítil von til þess að þeir reisi útveginn við aftur á sama grunui og áður; og sá flokkur, sem nú ræður á þjóðmálasviðinu, mun að líkindum breyta skipulagi síldarútvegsins, og að sjálfsögðu láta síldarafurðasöluna fara fram undir opinberu eftirliti, eða með ríkiseinkasölu. — — Ritstj. »ísl.« víkur að því seinast í »reikningsskilum« sfnum; að íhaldsflokkurinn beri ávalt heill allra stétta þjóðfélagsins fyrir brjósti! Þetta er sú væmnasta og falskasta yfirlýsing, sem flaggað hefir verið með í kosningabaráttu hér á landi. Hún bar engan árangur í síðustu kosningum og þessvegna mun nú vera óhætt að lofa henni að liggja í gröf sinni um hríð. — íhaldsmenn hafa með stjórnarstefnu sinni og skipulagsleysi hvorki getað séð sín- um mönnum borgið eða öðrum stéttum, eins og bent hefir verið á hér í blaðinu, um viðskilnað þeirra á atvinnuvegunum. Og það vill nú svo vel til að fyrst um sinn skiftir það ákaflega litlu máli hvaða þjóð- félagsstéttir þeir bera fyrir brjósti, af því að ekki þarf að sækja neina forsjá til þeirra. Það verður eins og áður búist við að þeir beri mest fyrir brjósti verksvið kaupmanna- stéttarinnar og efnuðustu borgar- anna í landinu. — Það eru ekki samvinnumenn, sem »stía stéttun- um sundur og magna með þeim fjandskap og siga þeim síðan sam- an í harðvítuga hagsmunabaráttu til böls og óhamingju fyrir þjóðar- heildina«. Það eru ekki samvinnu- menn eða bændur, sem hafa þá »viðurstyggilegu hugsun«, eða stefna að því, »að sjá hagsmunum sínum borgið á kostnað hinna stéttanna*; eins og »ísl.« lætur ótvírætt í Ijósi. Og má ritstjórinn bera rjóða kinn fyrir þá rakalausu aðdróttun. »Dagur« hefir aldrei lýst því, að aðalmarkmið Framsóknarflokksins væri að reka hagsmunabaráttu bændasféttarinnar á þann hátt. Hann hefir sagt, að skipulagsstefna samvinnumanna og framfaramál landbúnaðarins, væru aðal stefnu- mál flokksins; og það er nokkuð annað. »Dagur« hefir einmití hald- ið þvi fram, að hlutverk Framsókn- arfl. væri að halda stéttabaráttunni í skefjum hér á landi. Samviniru- skipulagið veitir öllum viðtókur, úr hvaða stétt sem þeir koma. — Minna má á það, að Fiamsóknarfl. hefir á Alþingi stöðvað mesta hita- málið, sem þar hefir risið á milli I- haldsmanna og verkamanna — rík- islögreglufrumvarp íhaldsstjórnar- innar, og svo niætti lengi telja. Fer nú ritstj. »ísl.« að ráða í það, hversu mörg ómerk ómagaorð hann hefir látið sér um munn fara, í garð Framsóknarfl., í »reikningsskila«- ritsmíð sinni. Hann endar mál sitt á því, að vitna í grein eftir ungan kommún- ista í Reykjavík, og munu húsbænd- ui hans álíta, að þá fari »ísl.« í geitahús til að leita ullar. En litlu verður Vöggur feginn. Hin tilfærðu um-mæli eru víst engum öðrum mat- ur, en ritstj. »íslendings« og and- legum afætum. Þetta er líklega í fyrsta sinn, sem »ísl.« viðurkennir kommúnista og finnur gullkorn í rit- um þeirra. — En orð þessa lcomm- únista benda nú raunar til þess, að bræðralagið muni ekki vera eins ástúðlegt á milli kommúnista óg Framsóknarfl., eins og fhaldsblöðin halda fram. ------o----- Á viðavangi. S jóðþurðarmálið. Reykjavíkurblöðin hafa ný- skeð rætt um sjóðþurðina í Brunabótafélaginu, og ágreiningur risið um gang þess máls. Síðasti íslendingur birtir eins og vænta mátti framburð Mbl. í málinu, en hann fjallar aðeins um síðasta þátt málsins nú í haust. — Dómsmála- ráðh. hefir í Tímanum skýrt frá meðferð brunabótasjóðsins frá upp- hafi; og íllaldsblöðin hafa ekki treyst sér til að gera neina athugas. við þá sögu málsins. — Þar er bent á, að íhaldsmenn og forstjórar Brunabótafélagsins hafi tvisvar áð- ur stöðvað opinbera rannsókn á fjárhvarfi úr sjóðnum — sem uppvíst hafði orðið um. — Þrátt fyrir það fer engin úttekt fram á sjóðnum eða eignum fél. við síðustu for- stjóraskifti, en þá er talið að 40 þús. kr. sjóðþurð hafi verið orðin, og í tíð núverandi forstjóra eykst sjóðþurðin að minsta kosti um 30 þús„ kr., af völdum gjaldkerans. Forstjórinn hefir ýmsum aukastörf- um að gegna, sinnir lítið embættinu, svo að gjaldkerinn er þar mest ráð- andi. í Aprílm. síðastl. vor upp- götvar skrifari, sem fyrir skömmu var ráðinn á skrifstofu fél., mein- semdina og^upplýsir um sjóðþurðina hjá gjaldkera. Forstjórinn skýrir fyrv. stjórn skömmu síðar frá mála- vöxtum. Gjaldkerinn neitar í fyrstu að vera valdur að allri sjóðþurðinni;

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.