Dagur - 19.01.1928, Blaðsíða 2

Dagur - 19.01.1928, Blaðsíða 2
I 10 DAOUR g Jbúdarhúsið nr. 91 við Hafnarstrœti, er til sölu, eins og það stendur nú. Parf að vera farið af lóðinni á nœsta vori. Tilboð óskast send á skrifstofu okkar. Kaupfél. Eyfirðinga. Wí5R? KVEÐJA til Jónasar Þorbergssonar ritstjóra. 3. Þjóðmálin: Þegar Jónas Þor- bergsson tók við ritstjórn »Dags« 1920, voru greinarmörk landsmála- flokkanna mjög óljós í flestum kjör- dæmum á Norður- og Austurlandi. Heimastjórnar- og Sjálfstæðisflokk- arnir voru úr sögunni. Meiri hluti þingmanna skipuðust í ýmiskonar flokkabrot og þóttust sumir þeirra geta starfað í fleiri en einum flokki. Sá þingflokkur, sem hafði ákveðnast skipulag og markmið var Fram- sóknarflokkurinn. f flestum tví- menningskjördæinum á Norður- og Austurlandi fylgdi annar þingmað- urinn Framsóknarflokknum, en hinn þingfulltrúinn taldist til einhvers af flokkabrotunum. Þetta sýnir bezt Iivað kjósendur voru þá óráðnir og margklofnir í landsmálum. Fyrir at- beina hinna ákveðnustu manna í Framsóknarflokknum skýrðust þjóð- málastefnurnar og flokkamerkin smám saman í flestum kjördæmum á landinu. Og J. Þorb. vann mest að því í »Degi« á Norður- og Austur- landi. Hann sýndi með ljósum rök- um nauðsyn þess, að samvinnumenn væru óskiftir í landsmálum og heil- ir við sinn flokk. Að bændur og samvinnumenn yrðu að framfylgja sínum áhugamálum, bæði heima í héraði og á Alþingi, á skipulags- bundinn hátt. Þessar rökseindir »Dags« og Framsóknarmanna yfir- leitt, virtust sumstaðar bera skjótan árangur; Sérstaklega í beztu sam- vinnuhéruðunum á Norður- og Aust- urlandi; eins og úrslit þingkosninga báru vott uin. Og nú er vert að veita því athygli að við síðustu þingkosn- ingar eru samstæðir flokksmenn kosnir i öllám tvímenningskjördæm- um á Norður- og Austurlandi. En það er hinn sýnilegi árangur af þessum einkunnarorðum ákveðnustu manna Framsóknarflokksins — hreinar Hnur í samvinnumálum og þjóðmálum. Ennfremur iná geta þess, að í öll- um sveitakjördæmum þessara lands- fjórðunga, að einu undanskyldu, eru nú Framsóknarþingmenn. Og úr þessu eina kjördæmi eru farnir að heyrast brestir í akkerisfestum f- þaldsins. — Norðlingar og Aust- firðingar munu því með glöðu biagði senda Jónasi Þorbergssyni þakkjr fyrir »Dags«-verk lians á þjóðmálasviðinu tvö síðastliðin kjörtímabil. 4. Skólamál: Eins og kunnugt er hefir verið háð heit barátta fyrir þremur skólum á Norður- og Aust- urlandi undanfarin ár og stuðningSr menn þessara skóla hafa nú hlotið fullan sigur i sókn þeirra mála. Tveir af skóluni þessum eru alþýðu- skólar í sveitum, með nýju og að ýmsu leyti frumlegu sniði. Fyrst var Eiðaskóli endurreistur á nýjum gtundvelli og næstur honum Lauga- skóli. Sókn þeirra mála var allerfið gagnvart þingi og stjórn. Og að því er Laugaskóla snerti þurfti mikla fyrirhöfn og túlkun heinia í héraði og útífrá til þess að menn gætu skil- ið tilgang og skipulag stofnunarinn- ar og fengjust til að styðja skólann með fjárframlögum. Forgöngumenn þessa máls nutu góðs stuðnings frá ritstj. »Dags« í sókn þess, af því að liann var þeim sam-mála um gilcii alþýðuskólanna fyrir menningu og framtíð sveitanna, og samhentur þeim um að halda því fram í blað- inu, í fjölmörgum greinum um við- liorf sveitanna gegn kaupstaðar- spillingunni. Sókn þriðja málsins mn Menta- skóla á Norðurlandi veitti Jónas Þorbergsson mestan stuðning allra blaðamanna. í fyrstu hafði hann ýmislegt við málið að athuga, og benti jafnframt á þörf fyrir skóla á Akureyri í verklegum vísindum og iðnaði. Lagði hann að lokum áherzlu á skiftingu og flokkun skólafræðsl- unnar hér á landi og lýsti verkefni því, er ódýr, nútíma-mentaskóli hefði fyrir félitla langskólanemend- ur á Norður- og Austurlandi. 5. Samgöngur og siglingamál: Ertginn blaðamaður eða stjórnmála- maður hér á landi hefir gert eins mikið að því og J. Þorb., að skýra fyrir þjóðinni hina erfiðu aðstöðu Eimskipafél. ísl., í samkepninni við hin erlendu siglingafélög. Hann hef- ir undanfarin missiri bent fslending- um á þá sjálfbjargarskyldu að styðja Eimskipafélagið á þann hátt, að skifta við það um alla flutninga milli. landa. Tilgangur hinna er- lendu skipafélaga væri sá að koma Eimskipafél. á kné, og þessvegna væri enginn sæmilegur kostur fyrir hendi annar en sá, að bjarga heiðri og hagsmunum þjóðarinnar og sam- eina alla krafta hennar um Eim- skipafélagið. Hefir hann bent á til- lögur og úrræði í því efni, sem að sjálfsögðu verða teknar til athugun- ar, ásamt siglingamálunum yfirleitt, áður en langt líður. 6. Bæjarmál Akureyrár. Af því að Jónasi Þorbergssyni héfir stundum verið brugðið um það af andstæð- ingum sínum, að hann hafi lítið starfaö fyrir bæjarfélagið,. þykir rétt að geta þess að höfuðstarf hans — blaðainenskan — var sniðin við hæfi margra víðlendra héraða, en ekki eitt bæjarhverfi. Þrátt fyrir það ræddi hann í »Degi« helztu umbóta- mál Akureyrar: ræktun bæjarlands- ins, rafveituinálið, vegagerð í bæn- um og margt fl. — Bæjarstjóri Jón Sveinsson hefir nýlega, að gefnu til- eíni, lýst hlutdeild hans í undirbún- ingi rafveitumálsins; og um ræktun bæjarlandsins Iýstu tillögur J. Þ. meiri kostgæfni og áhuga í því efni, heldur en komið hefir í ljós í blaði þeirra andstæðinga hans, sem mestu hafa ráðið um málefni bæjarfélags- ins undanfarin ár. 7. Bómentir og eftirmæli. Að lok- um skal með örfáum orðum minst á sérstakan þátt í ritstörfum J. Þ., sem uin langan aldur mun varðveita hróður hans og vinsældir; en það eru dómar hans um bækur og önnur rit og minningar látinna manna. Óhætt mun að fullyrða, að í dagblöðunum hafa lesendur eigi átt kost á jafn- skýrum og samfeldum ritfregnum um nútímabækur og rit, og þær sem j. Þ. ritaði í »Dag«. Ritdómar hans báru ætíð vott um sjálfstæða athug- un og næman bókmentasmekk, bæði um efni og mál þeirra rita er hann ræddi um; og álit sitt birti hann ský- laust hver sem í hlut átti; en sú d\gð er fremur fágæt í fari ritdóm- ara hér á landi. í minningarorðum sínuní um látna menn, tókst J. Þ. jafnan að benda á þá þætti í eðlisfari þeirra og starfi, sem gáfu skýrasta heildar- mynd af lífsferli þeirra. Hann lét sér engu síður ant um að bénda með næmleik á örlaga- stundir og sólskinsbletti í lífi smæl- ingjanna og þeirra einstaklinga sem voru misskildir af öðrum heldur en afrek þeirra manna sem skilað höfðu miklu og farsælu æfistarfi. Og þessvegna munu vandamenn þeirra senda J, Þorb. hlýjar þakkir og kveðjur fyrir skilning hdns á kjörum annara. — í þessu sambandi má einnig benda á greinaflokk í »Degi«, sem nefndist »Oti á þekju«. í þeim greinum birti J. Þorb. hinar dýpri lífsskoðanir sínar. Eru það myndir í skáldlegum búningi af við- horfi lífsins gagnvart einstaklingum á örlagastundum þeirra. 8. í þessu stutta yfirliti um rit- störf Jónasar Þorbergssonar í »Degi«, hefir það komið í Ijós, sem áður var vitað og viðurkent, bæði af ýmsum andstæðingum J. Þorb. og flestum samherjum hans — að hann hefir verið fjölhæfasti blaðstjóri hér á landi á þessum síðustu árum. Orðhepni hans og fyndni í hnipping- um, samfara rökfastri hugsun og 3. tW. sterku máli vakti almenna athygli á málaflutningi hans í »Degi«. Um leið og »Dagur« flytur Jónasi Þorbergssyni kveðju sína og þakk- ir fyrir störf hans við blaðið á liðn- um árum, óskar blaðið að honum. endist aldur og orka til að starfa sem lengst á ritvelli þjóðarinnar. -----o------ A^l þ i n g i var sett í dag. Þingmenn voru allir komnir til þings. Síra Friðrik Hall- grímsson prédikaði í dómkirkjunni. Forsætisráðh. Tryggvi Þórhallsson flutti boðskap konungs og lýsti þingsetningu. Þá skiftust þingmenn í kjördeildir til rannsökunar á kjör- bréfum þingmanna; voru þau öll staðfest, nema kjörbrjef Jóns Auð- unns Jónssonar þingm. Norður-ís- firðinga. Var samþykt með 25 :17 atkv. að fresta að taka þá kosningu gilda, vegna þeirra mála, sem yfir standa um kosningasvikin í Hnífs- dal, og fresturinn ótiltekinn. — Þá var gengið til kosninga á forseta sameinaðs þings, og hlaut kosningu Magnús Torfason 2. þingm. Árn. Varaforseti var kosinn Ásgeir Ás- geirsson þingm. Vestur-ísf. — Til Efri-deildar voru kosnir: Ein- ar Árnason, Ingvar Pálmason, Guð- mundur Ólafsson, Páll Hermanns- son, Erlingur Friðjónsson, Jóhann- es Jóhannesson, Björn Kristjánsson og Halldór Steinsson. Síðan var gengið til kosninga á forsetum og skrifurum í deildunum. í Efri-deild er Guðmundur Ólafsson forseti en varaforsetar Einar Árnason og Jón Baldvinsson. í Neðri-deild er Benedikt Sveins- son forseti en varaforseti Þorleifur Jónsson. Um annan varaforseta og skrifarana hefir eigi frézt enn. -----o------ S i m s k e y t i. Rvík 17. Jan. 1928. Bæjarstjórnarkosningarnar í Vest- mannaeyjum fóru þannig, að af I- haldslista voru kosnir Jón Hinriks- son með 535 atkv. og Jón Jónsson með 337 atkv*.; en af Alþýðufl.lista Guðlaugur Hansson ineð 442 atkv. Kosningin var óvenjulega illa sótt. Fyrir nokkrum dögum varð Magn- ús Magnússon söðlasmiður frá ný- býlinu Sunnuhvoli úti, skamt frá Kirkjubæ á Rangárvöllum, var hann á leið þangað með trippi í fóður. Hörkufrost var og skafrenningur; mun maðurinn hafa vilst. Var hann talinn góður maður og gegn. Hans Hannesson póstur er nýlega látinn. Bæjarstjórnarkosning fer fram í Reykjavík 28. þ. m. Á íhaldsfl.lista ti! tveggja ára eru Magnús Kjaran, Theód'ór Líndal og Bjarni Jónsson bíóstjóri; en til fjögurra ára Guð- rún Jónassen og Guðmundur Jó- hannsson kaupm. Á lista frjáls- lyndra eru Jakob Möller, Anna Frið- riksdóttir og Benedikt Waage; og ti! fjögurra ára Þórður Thoroddsen og Guðmundur Breiðfjörð. Á lista Alþýðufl. eru Sigurður Jónasson lögfr., Jón Baldvinsson og Héðinn Valdimarsson og til fjögurra ára

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.