Dagur - 09.03.1928, Qupperneq 2
46
DAGUR
11. tbl.
stjórann, Arnór Sigurjónsson,
»Hugsjónir«, og er hún úr fyrir-
lestraflokki þeim, er hann flytur
við skðlann á hverjum vetri —
einu sinni í viku.
Þessi erindi skólastjórans eru
mjög athyglisverð, þau fjalla um
uppeldis- og sálarfræði, sem fólg-
in er í ríkjandi lífsstefnum. Dæmi
eru tekin til skýringar úr merk-
ustu bókmentuni, erlendum og
innlendum, að fornu og nýju, og
ekki sízt úr lífinu sjálfu, sem næst
hugmyndasviði og verkefnum
nemendanna. En erfiðast er að
gera þá lífsspeki og siðgæðishug-
sjónir, sem erindin flytja, auð-
skildar og aðlaðandi fyrir æsku-
lýðinn; en það er skólastjóranum
einkar vel lagið í sambúðinni
við nemendur sína.
Þg»ð efni, sem Ársritið flytur
frá nemendum skólans er fjöl-
breytt en misjafnt að gæðum.
Veigamest er ritgerð um Guð-
mund Arason biskup; og er það
prófritgerð eftir Hólmfríði M.
Jónsdóttur. Sýnir hún ljóst,
hvernig náminu er háttað í skól-
anum. Það er ekki þur fróðleikur,
heldur er það reist á sjálfstæðum
athuglmum nemenda-og glæddur
skilningur þeirra á mannlífinu.
Ritgerðin ber vott um mikinn
þrótt og vinnu höfundarins og
skýran skilning á þeim aldaranda,
sem ríkti hér á landi á 13. öld, á
biskupsárum Guðm. Arasonar.
Það er augljóst að höf. brýtui'
sjálf efnið til mergjar og rök-
styður dóma sína samkvæmt eigin
athugunum. Málið á ritgerðinni
er þróttmikið og framsagan ljós..
Ritgerðin er tæpar 40 blaðsíður
að lengd, og mundi hún í flestum
atriðum talinn góður fengur frá
söguskýrendum, þó að hún, sem
heild, jafnist tæplega við ritgerð-
ina um Skarphéðinn í 1. árg. Árs-
ritsins. — Þá er birt sýnishorn af
skáldskap einstöku nemenda. Sum
smákvæði Axels Guðm. eru vel
gerð; en vafasamt er að það hafi
nokkurt gildi að Ársritið flytji
skáldskap eftir unglingana, nema
um alveg sérstakt úrval sé að
ræða.
Söngkennari skólans, Guðfinna
Jónsdóttir frá Hömrum, ritar um
Beethoven vel skrifaða og skemti-
[ega grein.
Þetta er vafalaust bezta ritgerðin,,
sem skrifuð hefir verið í tilefni af 100
ára dánarafmæli tónskáldsins, hér á
landi í fyrra. — Guðfinnu hefir tekist
betur en. söngfræðingunum, að bregða
upp myndum úr sálarlífi skáldsins og
rekja þræði hinna leyndustu tilfinninga
í djúpi ýmsra beztu tónsmíða Beethov-
ens. Henni hefir tekist að gera lesend-
unum ljóst, að í fegurstu tónverkum
skáldsins hljóma strengir hinnar göfug-
ustu sálar Ritgerðin er snjöll og vef
rituð. — Guðfinna var áður nemand i
á unglingaskólanum á Breiðumýri. —
I ritinu eru ræður skólastjórans vi<3
skólasetningu og skólauppsögn; oeg
ennfremur upphaf að sögu alþýðui-
skólahreyfingarinnar í Þingeyjarsýslu,
sem skýrir frá heimilisskóla Sigurðar
Jónssonar í Yzta-Felli (fyrv. ráðh) á
yngri árum hans. Verður skólasögunni
haldið áfram í næstu heftum ritsins.
Þá ritar skólastj. nokkur orð um
-----o-----
Mishermi »ísl.* á þingfréttum.
Það er einkennileg ósvífni af
»ísl.«, að flytja þingfréttir »frá
fréttaritara« í Reykjavík, sem er
sarnsafn af blekkingum og mis-
sögnum. Það er ranghermi, að
gert sé ráð fyrir að Letigarðurinn
eða væntanl. fangahús við Eyrarb.
kosti 3—400 þús. kr.; lagaheim-
ildin er 100 þús. kr., og verður
því aðeins notuð, að gert verði við
Eyrarbakkaspítalann, sem fanga-
hús. — Bygging fyrir opinberar
skrifstofur í Rvík, mundi spara
ríkissjóði afarmikil húsaleigu-
gjöld árlega. Hinn nýi menning-
arsjóður tekur við útgjöldum sem
áður hafa greiðst beint úr ríkis-
sjóði.
Skifting bæjarfógeta- og lög-
reglustjóraembættanna í Rvík,
sparar ríkissj. árl. 60—80 þús.kr.
útgjöld, en eykur þau ekki eins
og »fsl.« gefur í skyn! það eru
staðlaus ósannindi að þeim emb-
ættum sé nokkuð ráðstafað.
Nýja strandferðaskipið á að
kosta 4—500 þús. kr., en ekki 7—
800 þús. eins og »ísl.« segir; og
stjórnin á kost á hagfeldu láni til
skipsbyggingarinnar, svo að þau
útgjöld snerta ekki fjárlögin að
svo stöddu. — Gagnfræðaskólar í
Rvík og á ísafirði kosta aðeins
lítið brot af því, sem Samskólinn
átti að kosta hjá íhaldinu. — út-
varpsstöð og sundhöll í Rvík eru
menningarmál, sem Framsóknar-
stjórnin hefir heiður af. —Tekju-
frumvörpum stjórnarinnar er
trygður greiður gangur gegnum
þingið, til þess að mæta væntan-
legum útgjöldum.
Þau frumvörp stj. sem snerta
landbúnaðinn og Hólaskóla, ganga
greiðlega í þinginu. Svo að um-
sögn »ísl.« í því efni, er rakalaus
uppspuni.
Hér er aðeins bent á nokkur ó-
sanwindi í einni »Isl.«-grein, til
þess að lesendur sjái hvað blað-
snejiillinn er ómerkilegur.
Símfr étti r.
Jarðarför 10 sjómanna, sem
fórust af »Jóni forseta«, fór fram
í Reykjavík í gær, með ákaflega
mikilli viðhöfn og hátíðleik.
Mannfjöldinn við athöfnina skifti
mörgum þúsundum, svo að jafn-
margt hefir eigi áður sést við út-
för í Reykjavík. Séra Árni Sig-
urðsson flutti útfarar-ræðu í frí-
kirkjunni; og framan við kirkju-
dyrnar var útvarpshátalari, svo
að mannfjöldinn umhverfis kirkj-
una gat hlustað á ræðuna. — Af
skipinu fórust 15 menn, en ekki
16, eins og áður var frá skýrt, og
af þeim eru § lík ófundin.
Frá London: Gerð hefir verið
ný uppfynding, sem dregur mjög
mikið úr framleiðslukostnaði á
járni; er álitið að hún gerbreyti
brezka jámiðnaðinum, svo að
hægt verði að framleiða smálest-
ina. af jámi fyrir 35 Shillings.
—----o------
Laugaskóla og framtíðarmál hans er
það fróðiegt fyrir þá sem vilja kynna
sér ástæður skólans og framtíðarmögu-
leika. — Yfirlit yfir byggingarkostnað
skólans birtist í ritinu; og að lokum
venjuleg skólaskýrsla — Allur dags-
kostnaður nemenda (fæði, ljós, hiti,
þjónusta) var kr. 1.68 fyrir pilta og
kr. 1.35 fyrir stúlkur; en yfir veturinn
300 kr. fyrir pilta og tæpar 250 kr.
fyrir stúlkur. — Aðalkennarar skólans
eru 3, aukakennarar 2 og 1 söngkenn-
ari. Reglulegir nemendur voru 68, og
auk þess 6 óreglulegir meiri hluta
vetrar.
Umsóknir um skólann eru miklu
meiri en unt er að fullnægja. Sam-
kvæmt síðustu fréttum, eru komnar
120—30 nýjar umsóknir fyrir næsta ár,
Ársritið fræðir lesendur rækilega um
skólalífið á Laugum og þessvegna ættu
sem flestir að kaupa það og lesa, en
varpa frá sér missögnum þeirra manna
sem eru skólanum óvinveittir.
Grammofona og plötur
hefi eg fengið afiur í fjölbreyftu úrvali. Fónarnir eru flestir frá *His Master’s Voice«,
endurbættir. — íslenzkar plötur í miklu úrvali. Þar á meðal tvær nýjar eftir Pétur
Jónsson. Margar tegundir af einsöngs-, tvisöngs-, og kórsöngsplötum. — Afarmikið
úrval af fiðlu-, cello-, Hawaiian-, harmoniku og orkesterplötum. — Einnig: hljóðdósir,
fjaðrir, verk, nálar, albúm o. fl. þessu tilheyrandi. — Sent gegn póstkröfu út um land
ef óskað er- Jón Guðmann.
Alþingi.
Frumvarp um, hækkun á vöru-
töili af kolum, tunnunt og olíu er
samþykt til 3ju umræðu í Efri-d..
og ennfremur frumvarp um hækk-
un á verðtolli, samkvæmt núgild-
andi flokkun. F'rumv. um stofnun
síldarbræðslustöðva er til 3ju um-
ræðu í Efri-d.; J. Þorl. flutti brtl.
um að ríkisstjórninni skyldi
heimilað að selja samlagi eða
samvinnufél. útgerðarmanna þær
bræðslustö^var, er bygðar kunna
að verða fyrir opinbert fé, ef það
æskir þess og setur næga trygg-
ingu fyrir; og var hún samþykt.
Reikningsvilla Jóns Þorlákssonar í á-
ætluninni um rekstur síldarbræðslu-
verksmiðju var á þá sveif, að hann
reiknaði væntanlegan hagnað af verk-
smiðjurekstrinum of lágt. Hann áætl-
aði að 19 smálestir af síldarolíu feng-
just úr 1000 smálestum síldar. Hverja
smál. reiknaði hann á kr. 505.00 og
19 smál. á kr. 8585.00, — en 505.00
X19 er kr. 9595.00 — var ágóðinn
af síldarbræðslunni allri þessvegna tal-
inn miklu minni, en vera átti, vegna
reikningsvillu J Þ. og ályktanir hans
þessvegna rangar eftir því!
Nýkomið.
Hvítkál, Ostar,
Rauðkál, Flesk (reykt og salt.),
Rauðrófur, Skinke,
Oulrætur, Spegepölser,
Laukur, Baierske pölser,
Ávextir, Winer-pölser,
Sultutau, Kjötbollur,
Bökunarefni Fiskibollur
og ótal margt fleira.
KJÖTBÚÐIN.
•W
Síópí uppboð.
Til rýmingar fyrir nýjum vörum með vorinu, verður stórt
uppboð haldið Fimtudaginn 15. og Föstudaginn 16. Marz.
Par verður seldur allskonar búðarvarningur svo sem:
Karlmannafatnaður, Frakkar, Nærföt, karla og kvenna, Eldhús-
«
áhöld, Leirtau, Skófatnaður, Leikföng, Húfur, Hattar, Skyrtur og
eitthvað af álnavöru.
Gjaldfrestur til 1. Sept.
Uppboðið hefst kl. 1 e. h. Uppboðsskilmálar verða birtir á
uppboðinu.
Verzlunin JCamborg.