Dagur - 03.08.1928, Síða 3
33. tbl.
DAGUB
131
frömuður en landshöfðingjar vorir
voru.
Valtýskunni var og fundið það til
foráttu, að hún lögfesti sérmál vor
í ríkisráði Dana. Ríkisráðssetan var
raunar ekki nefnd á nafn í frum-
varpi hans. En réttilega var gengið
að því vísu, að sérstaki ráðherrann
ætti þar sæti. Valtýr vann þann sig-
ur á þingi 1897, að þingheimur félst
allur á ráðherra-hugmynd hans. En
meiri hluti þings vildi bæta í frum-
varpið ákvæði um, að sérmál vor
skyldi eigi . borin upp í ríkisráði
Dana. Slíkt hefði Danastjórn þá
eigi samþykt. Valtýr gerði sér nú
liægt um hönd, afneitaði lands-
réttinda-kenningum vorum, kvaðrík-
isráðsetu ráðherra vors óhjákvæmi-
lega, stöðúlögin »giidandi fyrir ís-
land«, eins og hann að orði komst,
og grundvallarlögin dönsku gilda
þar að nokkru (í grein ufn stjórnar-
skrármálið í »Eimreiðinni« 1899).
Hann vissi vel á, hvaða Stórasand
hann lagði, er liann flutti slíkar
kenningar. Hann kvaðst búast við,
að »landráða-brennimarkinu gamla«
yrði nú »otað að« sér. Brást honum
það eigi, sem eðlilegt var, er svo
viðkvæmt mál átti í hlut. Hann flutti
hér og danskar hægriinanna- kenn-
ingar um réttarstöðu þjóðar vorrar,
sem hún hafði löngum harðlega
mótmælt, en ef til vill ekki alt af
gætt þar fullkominnar samkvæmni
í stjórnmála-viðskiftum við Dani og
Danastjórn.
Hér er ekki staður né stund að
rýna þessar gömlu kenningar. Hlut-
verki þeirra er lokið. Sofi þær í ei-
lífri ró! Engum gagnar framar rifr-
ildi um þær á moldum þeirra o'g
beinum. En í þessari ríkisráðsdeilu
varð Valtýr einkennilega sigursæll.
Á þingi 1901 fluttu andstæðingar
hans stjórnarskrárfrumvarp, er var
samhljóða frumvarpi hans um ríkis-
ráðssetuna, o: hún ekki nefndánafn.
Andstæðingar hans féllu, með öðr-
orðum, frá að krefjast þess ákvæð-
is í frumvarp um stjórnarskrár-
breyting, að sérmál vor skyldi ekki
borin upp í ríkisráði. Þótt ráðherra
þeirra skyldi búsettur vera hér
heima, sem var ómetanlega mikils
virði, hlutu stjórnréttarlegar afleið-
ingar af þegjandi samþykki upp-
burðar sérmála vorra í ríkisráði út
á við í báðum frumvörpum að verða
hinar sömu. En neyðarlegust var
þó sú gletni örlaganna, að andstæð-
ingar hans—og það sumir þeirra, er
harðlegast höfðu hneykslast á kenn-
ingum lians um stjórnarfarslega
nauðsyn ríkisráðssetunnar — sam-
þyktu á þingunum 1902 og 1903
stjórnarskrár-ákvæði um, að íslensk
sérmál skyldi borin upp í ríkisráði
Dana.
Hann lét fleiri mál til sín taka en
stjórnarskrármálið. Hann barðist
fyrir stofnun íslandsbanka og síina-
lagning. Hann á mikla hlutdeild í
símanuni, þótt hann berðist gegn
honum 1905. í rækilegri ritgerð og
góðri um Valtý í »Ó<Jm« 1925, eftir
Þorstein Gíslason, er prentaðurbréf-
kafli frá honum um þetta efni. Þar
segir: »Málið lá fullbúið, þegarhann(o:
Hannes Hafstein) tók við, og það var
eg og minn flokkur, sem fyrir því þarð-
ist. Og það var persónulega mér að
þakka, að við fengum síma yfir land-
ið. M. Steph., Tryggvi og H. H. börð-
ust af alefli fyrir, að síminn yrði lagð-
ur upp til Reykjavíkur (eða í Þorláks-
höfn), en við á móti, og að hann yrði
lagður til Seyðisfjarðar, en línur yfir
landið, sem ella mundu seint koma, ef
hann kæmi fyrst til Rvíkur. Og mér
tókst að bjarga málinu með því að fá
ríkisþingið (Hage var þá formaður
fjárhagsnefndar) til að setja það skil-
yrði fyrir styrknum til Stóra norræna
félagsins, að síminn yrði lagður til
Austfjarða«. Þingtíðindin 1901sanna
þessa frásögn. Hannes Hafstein
kvað það hafa mundu »í för með
sér ókljúfandi kostnað fyrir landið,
að viðhalda stöðugu sambandi
gegnum landþráð milli Reykjavikur
og Austfjarða veturinn yfir« og
verða auk þess »stopult og næsta
óáreiðanlegt«. Síðar segir hann:
»Eg álit, að sá, sem fyrstur fór að
grauta í málinu með tillögunni um,
að síminn sé fyrst lagður til Aust-
fjarða, hafi unnið málinu ómetan-
legt tjón« (Alþt. 1901, d. 1379, d.
1380). i svari sínu kveður Valtýr
þann mann sér »nokkuð nákominn«.
Valtýr hugsaði hér um 'menningar-
hag lands alls, andstæðingar hans
eingöngu um hag Reykjavíkur. Það
varð ekki í síðasta sinn, sem slíkt
liefir skift atkvæðum og skoðunum
á alþingi.
Á þingi 1901 var vegur Valtýs
Guðmundssonar mestur. Flokkur
hans var þá í ofurlitum meiri hluta.
Hann var þá framsögumaður fjár-
laganefndar í neðri deild og flutn-
ingsmaður Valtýskunnar. Þá tókst
að afla henni samþykkis þingsins.
En allmjög var hún nú breytt og
bætt, frá því er hann flutti hana á
þingi 1897. Hann reyndist þar
samningamaður. Þá var og sain-
þykt stofnun íslandsbanka, en með
nokkuð öðru sniði en Valtýingar
vildu, sem betur fór.
En þá steöjuðu bæði óhöpp að og
utðu honum og flokki hans óhöpp
á. Þá sat Hannes Hafstein í fyrsta
sinn á þingi. Valtý reyndist erfitt að
þreytta — ekki rökræður, heldur —
stjórnmálagæfu við þenna glæsilega
inann. Hannes lét koma krók á móti
bragði. Áður höfðu And-Valtýingar
enga tillögu flutt til lausnar stjórn-
arskrármálinu nema ríkisráðsfleyg-
inn. 1899 feldu þeir frumvarp Val-
týs frá 2. umræðu í neðri deild. Nú
flutti Hannes Hafstein frumvarp,
þar sem ráðherrar skyldu vera tveir,
og annar þeirra búsettur hér á
landi. Valtýingar feldu það frá 2.
umræðu í neðri deild. En þá um
þingtímann kom vinstristjórn til
valda í Danmörku. Nú hefði verið
eðlilegast, að slept hefði verið sam-
þykt á nokkru stjórnarskrárfrum-
varpi, flokkarnir konúð sér saman
og sent báðir menn á fund hinnar
nýju stjórnar að freista, hvort hún
vildi eigi teygjast lengra í umbótum
í stjórnarfari voru heldur en hægri-
menn. Ftam á það fóru And-Valtý-
ingar í neðri deild í ávarpi til efri-
deildar. En við slíkt var ekki kom-
andi. Þá vildi og flokkurinn leggja
Landsbankánn niður og láta íslands
banka einan um peningaverslun
landsins. Var slíkt með öllu ófyrir-
» • t-f
gefanlegt óhæfuverk, sem fæstir
munu nú treystast að mótmæla.
Eftir þingslit sendu Heimastjórn-
armenn Hannes Hafstein utan á
fund hins nýja íslandsráðherra. Ár-
angurinn af þeirri för var sá, að
vinstristjórnin nýja gaf oss kost á,
að ráðherra íslands væri búsettur á
íslandi. En á þingi um sumarið taldi
Valtýr slíkt eigi fáanlegt þótt
vinstrimenn væri teknir við stjórn.
Nú var mesta stjórnmálagæfa
hans þrotin. Hann féll við næstu
þingkosningar og var feldur með
endemum. Valtýingur var fenginn
úl að fella sjálfan föður Valtýsk-
unnar, Jón Magnússon, siðar ráð-
herra. llann komst þó á þing ári
síöaf. En þá kusu andstæðingarhans
hann í efri deild. Þar naut hann sín
síður en í neðri deild og lenti í 'ó-
frjórri andstöðu við þáverandi
stjórn. Honum varð og hált á sam-
bands-frumvarpinu 1908. Hann var
því fylgjandi, en var trauður að
skilja við sinn forna flokk, er hann
snerist gegn því. Hann komst þó á
þing um haustið, en kosning hans
var ónýtt. Enn sat hann á þingi
1912 og 1913. Síðan hefir hann
ekki verið að ráði riðinn við stjórn-
mál vor.
Þótt honum farnaðist, einkum
framan af æfi, á marga lund rnerki-
lega vel, er saga hans að sumu leyti
raunasaga. Hann naut sín ekki,
hvorki í vísindum né stjórnmálum,
sem hann hafði hæfileika til. Ráð-
herra varð hann aldrei. Hann hafði
þar þó áreiðanlega margt til brunns
að bera. Hann var, af manni í hans
stöðu, mikill gróðamaður með
gróðahug. Hann kunni hvorttveggja,
að afla fjár og gæta fengins fjár,
enda var hann lengi vel efnaður.
Samt atvikast það svo, að hanp, að
sögn, deyr nær efnalaus.
Þótt. hann liti dönskum augum á
sumt, er hann merkilegur maðúr í
stjórnmálasögu vorri. Þótt grund-
vallar- og stöðulagakenningar hans
væri hund-danskar, hafa þær eigi
skaða valdið. Þótt honum auðnað-
ist eigi að festa við nafn sitt stórar
stjórnmála-umbætur, hefir hann, án
efa, gagn unnið ættjörð vorri og
framförum hennar. Það er hans
verk, að horfið var frá landstjóran-
um, sem hefði sennilega orðið dýr-
ari og óhentugri heldur en það
skipulag, sem við höfum búið við
síðan 1904. Hann kendi með dæmi
sínu að semja við Dani um réttindi
vor og málefni, og það gerum vér
nú árlega. Afskifti hans af símamál-
inu verða og trauðla metin að mak-
leikum. Hann á stórnúkinn þátt í,
að þjóðinni hefir siðasta mannsald-
ur sí-vaxið hugur og áræði til sam-
göngubóta. Það var sjálfs hans ó-
bifandi sannfæring, að stofnun ís-
landsbanka hefði verið hið mesta
framfara-verk, því að fyrir bragðið
hefðum vér eignast togara, atvinna
aukist og þjóðarauður vaxið. Neyð-
ar-úrræði er það þó alt af, að selja
útlendingum arðinn af bankarekstri
vorum, ef nokkur væri. Valtýr Guð-
numdsson er í röð þeirra íslendinga,
sem fyrstir skildu, að auka varð
stórkostlega banka-veltu vora, ef
NEFTÓBAK
skorið og óskorið, þykir bezt frá
Jóni Guðmann.
þjóð vorri ætti að verða stórfeldra
verklegra framfara auðið.
Dr. V. G. var í mörgu ólíkur því,
sem andstæðingar hans töldu sér trú
um. Hann var t. d. á rnargan hátt
ram-íslenskur, bundinn föstum bönd-
um við land vort og tungu. Alt af
var hann með hugann heima, að
minsta kosti á Hafnarárum mínum.
Hann fór og löngum eftir eigin-
sannfæring. Hann var á þann veg
ákaflega bjartsýnn, að hann trúði
því fast, að sér gengi baráttan og
margvísleg úrslit hennar að óskum.
Sannfæring vor er löngurn dóttir
óska vorra og hagsmuna, ekki síst
er menn eru þannig eðli farnir, sem
hann var hér. Stundum þótti okkur,
andstæðingum hans í Höfn, hann
hagræða sannleikanum sér í vil —
og er slíkt stjórnmálamanna breysk-
leiki. Andstæðingar hans báru þar
áreiðanlega ekki skærari skjöld. Nú
þykir mér og eins líklegt, að hann
hafi oft trúað því, er hann sagði.
Hann var samt ekki andlega ein-
sýnn, sem of margir ' stjórnmála-
menn, enda fékk hann vísindalega
tamning. Hann lét, flestum fremur,
mótstöðumenn sína njóta sannmæl-
is. Hversu sem hann var opinber-
lega svívirtur, svaraði hann — að
eg held — slíku aldrei, í ræðu né
riti, með persónulegum illyrðum um
andstæðinga sína né óvini.
Hann var. einhver hinn liprasti
maður í viðkynning. Var ungum
mönnum þægilegt með honum að
vera. Hann var við þá í viðmóti og
viðræðum sem væri þeir jafningjar
hans, kátur með kátum og ungur
með ungum^ eðlilegur og tilgerðar-
laus", opinspjallur og opinskár,
stundum meir en hyggilegt var.
Hann þoldi þeim ótrúlega vel ber-
sögli, stóryrði og óvarkárni í orð-
um, þótt mælt væri slíkt til hans eða
flokks hans. Hann var »heimi glað-
ur og við gesti reifur«, enda var
gestrisni hans að réttu rómuð. Hann
veitti \fel, alúðin var frábær, og
heimilisbragur var svo frjálslegur,
að gestum hans fanst þeir vera sem
heima hjá sér. Hafði kona hans ver-
ið honum þar samhent. En þá er
hún var látin, veitti ráðskona hans,
ungfrú Dalsgaard, honum hér dýr-
mæta hjálp.
Mörg dæmi vissi eg þess, að and-
stæðingum hans varð hann vel að
skapi, er þeir kyntust honum. Fleir-
um hefir verið hlýtt til hans en sjálf-
ur hann rendi grun í. Fer ekki hjá
því, að margir minnist hans með
vinar- og þgjrkarþeli, nú er hann er
horfinn á þann Stórasand, er vér
allir hverfum á.
Sigurður Guðmundsson.
Niðursoðnir ávextir:
Perur, Ananas, Apricots,
Ferskjur og Jarðarber,
í */i og */2 dósum,
ódýrast hjd
JÓNI GHJÐMANN.
I