Dagur - 30.08.1928, Page 1

Dagur - 30.08.1928, Page 1
DAOUR kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfélagi Eyfirð- inga. • ■•-• ««»«»»»« « • • • Akureyri, 30. Agúst 1928. • •••••••••••••••••••• Afgreiðslan er hjá Jóni Þ. Þór, Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. 38. tbl. Af Arnarfelli. gömlu íslendingarnir, hetjuniar, sem maður les um í sögum ykkar, mundu vera ánægðar með hann Innilega þökk fyrir auðsýnda hluttekningu við andlát og útför dóttur okkar og systur. Gaðný Kr. Björnsdóttir. Halldór Einarsson. Björn Halldórsson. Nýlega var útlendingur á ferð hér í bænum, sem hafði dvalið í Reykjavík nokkra daga og kynst þai nokkuð mönnum og málefn- um. Þessi útlendingur er gáfaður maður, mentaður og víðförull. í föðurlandi sínu tekur hann mik- inn þátt í stjórnmálum. Hann er , ákveðinn íhaldsmaður þarlendur, eu þó raunar framsækinn í at- höfnum, hleypidómalaus og skarp- skygn á öllum sviðum. Við áttum langt tal saman um íslenzka þjóðmálaflokka og stefn- ur, ennfremur um ýmsa af þeim, mönnum, sem nú eru í farar- "broddi flokkanna. Hann hafði tal- að við ýmsa mikilsháttar íhalds- menn í höfuðstaðnum, og það sem honum fanst mest sameiginlegt með þeim, var þáð, hve ant þeim virtist um að fræða hann um Jón- as Jónsson dómsmálaráðherra, stjórnmálaferil J. J. yfirleitt og afskifti af ýmsum málum, fyr og síðar. útlendingurinn komst við þær samræður að þeirri niður- stöðu, að meira en lítið hlyti að vera í þann mann spunnið, sem andstæðingunum væri svo gjarnt að ræða um, ásetti sér því að taka eftir J. J. og kynnast honum eftir föngum og athuga sjálfstætt af- skifti hans af ýmsum málum. íslenzkir blaðaleséndur eru ekki öðru efni vanari í blöðum síðustu ára, öllum þorra þeirra, þegar »Tíminn« og »Dagur« eru taldir frá — en þersónulegum skömmum og svívirðingum um J. J., þótt um þvert bak hafi keyrt á því sviði, síðan hann’tók við ráðherradómi í fyrra. Mér finst því ekki úr vegi, að birta útdrátt úr samtali mínu við þenn$n gersamlega hlutlausa útlending. Eg skrifa nú eftir minni, því samtalið fór ekki fram með það fyrir augum, að það »færi í blöðin«, enda nefni eg ekki nafn útíendingsins. Og svo hefir hann orðið: Ráðherramir. Eg talaði sama og ekkert við forsætisráðherrann, fékk ekki tækifæri til þess. — Fjármálaráðherrann, hr. Magnús Kristjánsson, býður hinn bezta þokka. Ekki margmáll, en fylgir því vel eftir, sem hann segir. Engin óþarfa orð. Ákveðinn í skoðunum, veitir skýr svör, hverri spurningu. Prúður í látbragði, ó- hvikull í sæti. Mun vera fastUr fyrir í hvívetna. Mér fanst að sem afkomanda sinn. Hann er arf- taki goðanna. Góðgirnin og dreng- lyndið skein út úr honum. Eg vildi fá tækifæri til að kynnast honum meira. Dómsmálaráðherrann, hr. Jónas Jónsson, hefir í látbragði sínu fast snið þess manns, sem veit, að hann er að koma fram fyrir hönd þjóðar sinnar, og í öll þau skifti, er eg sá hann, var hann klæddur eins og við átti í hvert sinn. Nauðsyn þess er íslendingum .annars, að eg held, varla fyllilega ljós. Þar verða nefnilega allar sið- aðar þjóðir að vera lærisveinar Frakka, eða verða að athlægi ella. í viðmóti er dómsmálaráðherrann ástúðlegur, kurteis og svo »form- íastur«, að rnaður gæti hugsað sér' hann alinn ‘ upp í utanríkisráðu- neyti Frakka. Svo eðlilega og lát- laust ferst honum. Þegar farið er að tala við hann, kemur fljótt í ljós að hann brennur af áhuga fyrir framförum á íslandi og vel- gengni þjóðarinnar í heild, allra stétta jafnt. Áhuginn er svo mik- ill, að hann í samræðunum hverf- ur í skyndi, frá einu framfaramáli að öðru. Og það er í stuttu máli eini gallinn, sem eg varð var við í framkomu þessa glæsilega þjóð- málamanns. Annars undraðist eg sérstaklega, hve frábærlega ráð- herrann fylgdist með í öllum hreyfingum í álfunni, í stjórnar- farslegum skilningi, í verzlunar- málum, á sviði bókmenta og lista o. s. frv. Hann hlýtur að vera ó- vanalega vel gáfaður maður og gæddur miklu minni og starfsþoli. Skipun embætta.. Mér fanst gremjan gegn J. J. stafa mikið af breytingum, sem hann hefði gert á starfsmannaliði landsins hér og þar. Eg veit ekki hve mikið hefir kveðið að því, en hitt er víst, að enginn umbótamaður í ráðherra- sessi getur unað því, að starfs- menn hans í opinberum störfum séu hreinir andstæðingar hans og berjist ef til vill gegn þeim um- bótum, sem ráðherrann er að reyna að koma á. En í fámenninu á íslandi getur auðvitað orðið erf- itt að skilja þetta. »Skóla-lokunin«. Það sem mér fanst einna barnalegast af því, sem andstæðingar J. J. fundu hon- um til foráttu, var sá gauragang- ur, sem var gerður út af því, að hann hafði ákveðið að takmarka aðgang nemenda að Mentaskólan- um í Reykjavík. Eg er nokkuð kunnugur skólamálum í Skandina- víu og veit að oft hefir verið grip- ið til þess ráðs, af forráðamönnum ýmsra skólastofnana, þegar sér- stök ástæða hefir þótt til. Síðasta dæmið, sem eg man eftir, er, að kenslumálaráðuneytið danska hef- ir takmarkað mikið aðgang að »Polyteknisk Læreanstalt« íKaup- mannahöfn og kom út opinber auglýsing um það í Júní, að mig minnir. Það er hörð andstæða gegn núverandi vinstrimanna- stjórn í Danmörku, bæði af hálfu jafnaðarmanna og frjálslynda flokksins þar, en ekki var slík ráðstöfun notuð til ofsókna á stjórnina. Blöð jafnaðarmanna og eins »Politiken« skýrðu frá þess- ari ákvörðun kenslumálaráðherr- ans danska, um »lokun« »Polytek- nisk Læreanstalt« alveg brátt á- fram, án þess að finna að henni með einu orði. — Eru ekki að verða nógu margir hinir svo- nefndu lærðu menn á fslandi eins og á Norðurlöndum yfirleitt? Og ej1 það þá ekki þörf ákvörðun og holl, að öllu leyti, íslenzku þjóð- inni' í heild, að gera ráðstöfun til að draga úr ofvexti þeirrar stétt- ar? Það sem ráðherra gerir þjóð- arheildinni til gagns, svo öllum sem vilja sjá, er auðsætt gagnið. — Það telja hvorki dönsk, sænsk né norsk blöð sæmilegt að leyfa sér að nota til andófs gegn hlut- aðeigandi stjórn, hvaða flokki sem þau annars fylgja. »Tervani«-máUð. Eg heyrði ekki getið um neitt, sem mér fanst bera eins vitni um víðsýni og þroska J. J. sem þjóðmálamanns, eins og það, er hann lét falla nið- ur málið gegn enska tog?iranum »Tervani«. Ekki vil eg mælá bót yfirgangi enskra sjómanna við strendur íslands. Þeir vita, að þeir eru synir hinnar sterku þjóðar, sem getur beitt hnefaréttinum, ef hún vill. Valdhafar hennar eru að vísu kunnir að því að virða rétt hins veikari, þegar drengilega er á honum haldið, en hinsvegar láta þeir ógjarnan troða sér um tær, t Sveinn Sigurjónsson. Eins og frá var skýrt í síðasta blaði, andaðist hann 22. þ. m. Fyr- ir nokkru síðanláhannþunga legu, hrestist þó svo eftir þau veikindi, að hann komst á fætur og varð að nekkru starfhæfur, en náði aldrei fullri heilsu aftur. Bar svo dauða hans fremur skjótt að höndum. Sveinn sálugi rak lengi kaup- mensku héribæ, og um langt skeið hefir hann setið í bæjarstjórn Ak- ureyrar. Hann var vlnsæll maður, glaðlyndur og jafnlyndur og hinn bezti maður í umgengni. Hann lætur eftir sig ekkju, tvær dætur og fósturson. Hann var hálfsex- tugur að aidri. með vafasömum mála-búnaði. Því er auðsætt, hve mjög áríðandi það er, að íslenzk stjórnarvöld fitji ekki upp á flutningi nokkurrar sakar, í garð brezkra þegna, nema því aðeins, að hún sé öldungis vwfalaus. í þessu sambandi dáist eg því að víðsýni J. J. og hinu þroskaða hlutleysi hans, því ekki hefir það verið honum sársauka- laust, jafn eldheitur íslendingur og hann er, að telja sig þurfa þess, fyrir hönd þjóðar sinnar, að láta málíð falla niður. En það var hið eina rétta, að minni hyggju. Af Arnarfelli. Eg hefi heyrt, að einhversstaðar á íslandi, einhvers- staðar uppi í öræfum, sé hátt fja.ll, sem heiti Arnarfell. Af því fjalli sé víðsýni mikið og fagurt í allar áttir, og sá sé máttur f jallsins, að hver, sem er kominn yfir rætur þess, geri rétt í hverju máli. í mínum augum stendur nú Jónas Jónsson, dómsmálaráðherra fs- lands, á Arnarfellstindi íslenzkra þjóðmála, og eg vona, að gifta hinnar íslenzku þjóðar sé svo ör- ugg, að örlögin ætli honum þar öndvegi um mörg ókomin ár, til þess að halda vörð um sæmd og velgengni þjóðar sinnar. Jón Stefánsson. )

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.