Dagur - 04.10.1928, Blaðsíða 1
DAOUR
kemur út á hverjum fimtu-
degi. Kostar kr. 6.00 árg.
Gjalddagi fyrir 1. júlí.
Gjaldkeri: Árni Jóhanns-
son í Kupfélagi Eyfirð-
inga.
A f g^r e i ð slan
er hjá Jóni Þ. Þór,
Norðurgötu 3. Talsími 112.
Uppsögn, bundin við ára-
mót, sé komin til af-
greiðslumanns fyrir 1. des.
••••••• • ••••••• ••••••••••••••••••
XI. ár. T Akureyri, 4. Október 1928.
# • • • • •"♦■• • • • • • ♦ • ♦ • ♦ • ♦ •-#-# # # ♦ # #■•#■# ■# f i f-
43. tbl.
- f f-t-f H
Lánaðar fjaðrir.
íhaldsmenn hafa í vandræðum
sínum tekið upp þá aðferð að
reyna að telja bændum trú um, að
þeir hafi verið hinir eiginlegu
vinir og vern'darar landbúnaðar-
ins og hagsmunamála bænda á
undanförnum árum. Þeir láta
biöð sín prjedika það, að þeir hafi
átt frumkvæði að og stutt með
ráðum og dáð öll hagsmunamál
sveitanna, sem fram hafa komið
á Alþingi. Þeir eigna sér upptök
og íarsælan sigur þeirra mála,
sem Framsóknarmenn hafa bar-
ist fyrir og komið í farsæla höfn,
þrátt fyrir meiri eða minni sterk-
an andróður, skeytingarleysi eða
jafnvel fullan fjandskap ýmsra
íhaldsmanna. Þeir eru aö reyna
aö skreyta sig meö lánuömu
FramsóJcnar-fjöörum.
Hér skulu nú gripin nokkur
dæmi um framkomu íhaldsmanna
gagnvart málefnum bænda:
1. Tryggvi Þórhallsson og aðrir
Framsóknarmenn vildú láta
bændur njóta'betri vaxtakjara við
Ræktunarsjóðinn. Raunverulegir
vextir voru 6%, en t. d. voru hlið-
stæðir vextir í Noregi aðeins
2/2%. Miðstjórn íhaldsflokksins
tók þannig í þetta mál, að hún lét
blað sitt kalla bændur »ölmusu-
lýð« og tilraunina til vaxtalækk-
unar niður úr 6% »metnaðar-
morð«. Þetta var umhyggja I-
haldsins fyrir hagsmunamálum
bænda. »ölmusulýður« skyldu þeir
heita, ef þeir væru ekki látnir
borga nokkru meira en helmingi
hærri vexti en greiddir voru í ná-
grannalöndunum, og drepinn væri
úr þeim allur metnaður, ef þeir
sættu sjg við lægri vexti.
2. Á þingi 1924 bar Tr. Þ. fram
frumv. um stofnun búnaðarlána-
deildar við Landsbankann. Form.
Ihaldsflokksins, Jón Þorláksson,
og fleiri íhaldsmenn greiddu at-
kvæði gegn frumvarpinu.
3. Á þingi 1925 flutti Tr. Þ.
frumv. um Ræktunarsjóðinn. Var
frumv.- þetta samið af nefnd í
Búnaðarfélagi fslands. íhalds-
stjórnin fékst ekki til að flytja
það, en flutti í þess stað annað
frumv. miklum mun lakara.
Stefna Tr. Þ. og Búnaðarfélagsins
sigraði þó, og var tekið upp á-
kvæði umlmiljónar kr.framlag til
sjóðsins úr ríkissjóði. Það líkaði
Jóni Þorlákssyni og fleiri íhalds-
mönnum illa.
4. Ræktun landsins er undir-
slaða landbúnaðarins. Skortur á
áburði stendur ræktuninni fyrir
þrifum. Þessvegna bar Tryggvi
Þórhallsson fram frumv. um inn-
flutning á tilbúnum áburði í því
skyni að létta undir fyrir bændum
með áburðarkaupin. íhaldinu var
meinilla við þessar tiltektir og
streittist á móti, meðan það gat.
Þegar Bjarni Ásgéirsson var
sendur utan á síðasta ári, til þess
að undirbúa löggjöf um þetta efni,
ætluðu íhaldsblöðin að rifna af
vonsku.
5. íhaldsmenn börðust með
hnúum og hnefum móti stofnun
Byggingar- og landnámssjóðs með
Jón Þorláksson í broddi fylking-
ar. Kallaði J. Þ. fyrirhuguð lán úr
sjóðnum »sveitastyrk« og »ölm-
usugjafir«. Slík orð hafa íhalds-
mönnum verið munntömí, þegar
horft hefir til einhverra hags-
muna fyrir bændastéttina. Nú
þakka íhaldsmenn sér þessa sjóð-
stofnun.
6. Þegar Tryggvi Þórhallsson
hóf baráttu sína í Tímanum fyrir
því, að bændur væru' firtir 600
þús. kr. tapi, vegna hækkunar ket-
tollsins í Noregi, höfðu íhalds-
blöðin málið að háði og kölluðu
greinar Tr. Þ. í Tímanum »fjas«
og »mas«. Einn íhaldsþingmaður
kallaði Tr. Þ. landráðamann vegna
afskifta hans af kettollsmálinu.
7. Á sama tíma og Jón Þorláks-
son telur ófært að stofna Búnað-
arlánadeildina vegna fjárskorts,
eru miljónir króna lánaðar til út-
gerðar og húsabygginga í Reykja-
vík. ^
8. Þá er ótalin hækkunarstefna
Jóns Þorlákssonar í gengismálinu,
sem hefir átt drjúgan þátt í að
auka skuldir bænda og hefir gerí
þeim nær ókleift að stunda land-
búskap hallalaust.
9. _ Endurteknar ofsalegar og
hatursfullar árásir og álygar í-
haldsmanna á sjálfbjargarsamtök
bænda í verzlunarmálum er
einn glegsti votturinn um hug
þann, er þeir bera í brjósti til
bændastéttarinnar og hagsmuna
hennar.
Ofangreindir níu liðir ættu í
bráðina að nægja litlum heila lít-
ils ritstjóra »íslendings« til »um-
þenkingar«.
------0-------
Dánardxgur. Gísli Guðmundsson
gerlafræðingur er nýlega andaður eftir
ströng veikindi. Hefir við andlát hans
orðið mikill mannskaði.
Fjöðrin í haitinum.
Síðasti »íslendingur« ræðir um
hugmynd íhaldsmanna um at-
vinnurekstrarlánin og talar um
hana sem fjöður í hatti íhaldsins.
Ekki er ólíklegt, að íhaldsmenn
hafi rent grun- í það, að bændum
gætist ekki sem bezt að íhalds-
hattinum og því væri reynandi að
»punta upp á hann« með þessari
fjöður. En því er nú miður fyrir
íhaldið, að hatturinn mun lítið
hafa fríkkað af henni. — »ísl.«
segir, að tilgangurinn með at-
vinnurekstrarlána - frumvarpinu
liafi verið sá, að losa bændur af
skuldaklafanum. Látum svo vera.
En hvernig hugsuðu þeir Jón
Þorl. og B. Kr. sér þessa lausn af
klafanum? fsl. ræðir um þá hlið-
ina, er veit að samvinnubændum
og er því sjálfsagt að halda sér
við hana. Þeir hugsuðu 3ér lausn-
ina á þá leið, að lánsfélög yrðu
stófnuð með samábyrgð sömu
manna og verzla við kaupfélags-
verzlun. Munurinn yrði því sá
einn, að í staðinn fyrir að bænd-
ur skulda nú við kaupfélagsverzl-
un, þá skulduðu þeir sömu upp-
hæðir í lánsfélagi eftir tillögum í-
haldsmanna. Þetta er alt hjálp-
ræðið, sem íhaldsmenn eru svo
hreyknir af. Þetta er öll lausnin
frá skuldunum. Hún er engin.
Fjöðrin í hattinum er fölsk og
bætir því ekkert fyrir þeim, sem
ber hann, íhaldsflokknum. Hatt-
urinn er jafn ljótur eftir sefn áð-
ur.
fsl. klykkir út með þeirri
heimskulegu spurningu, hvort rit-
stjóri Dags sé hrædduf um, að
Framsóknar-atkvæðin heimtust
síður á kjördegi, ef frjálsir menn
gengju til kosninga. Með frjálsum
mönnum á blaðið við það, að þeir
yrðu lausir við skuldir. Spurning-
unni má svara með annari spurn-
ingu: Ef bændur eru ófrjálsir
með atkvæði sitt á kjördegi vegna
skulda og ábyrgða í samábyrgðár-
verzlunarfélagi, mundi þá hið
sama ekki eiga sér stað, þó að
skuldirnar og ábyrgðirnar ættu
heimilisfang í samábyrgðarlánsfé-
lagi? Að öðru leyti hefir þessi
spurning ritstj. fsl. engan rétt á
sér, því að hún er bygð á þeirri
vísvitandi fhaldslygi, að skuldir
bænda við kaupfélögin séu póli-
tískur fjötur um fætur þeim. Hún
er gamall þáttur í ofsóknunum
gegn kaupfélögunum.
Á víðavangi.
Ný fundahöld.
Fyrra þriðjudag var pólitískur
fundur haldinn að Reynivöllum í
Kjós. Var boðað til hans af íhalds-
mönnum í Rvík. Ræðumenn voru
af fhaldsins hálfu ól. Thors,
Magn. Guðmundsson og Árni
Pálsson, af Framsóknar hendi
Jónas Jónsson ráðherra, Halldór
Stefánsson alþm. og Jónas Björns-
son í Gufunesi, en fyrir hönd
Jafnaðarmanna Jón Baldvinsson
Haraldur Guðmundsson og Stefán
Jóhann. — Fundurinn stóð yfir í
8 klst.
Framsóknarmenn hafa boðað til
umræðufundar um landsmál á
Skeggjastöðum í Flóa á Sunnud.
kemur, og í ráði er, að Jafnaðar-
menn boði til slíkra fundahalda á
Eyrarbakka, Stokkseyri, Akranesi
og Hafnarfirði.
Fundur um vatnamál Rangæ-
inga var, að tilhlutun J. J. dóms-
málaráðherra, haldinn að Grjótá
23. f. m. Sóttu hann einkum þeir
bændur úr Rangárvallasýslu, sem
hagsmuna hafa að gæta í sam-
bandi við væntanlega fyrirhleðslu
í Þverá. Á fundinum var kosin 5
manna nefnd, til þess að undirbúa
samtök á vatnasvæðinu.
■ Fundur um járnbrautarmálið
var haldinn í Reykjavík 22. fyrra
mánaðar. Hafði J. J. ráð-
herra boðað til hans. Fundinn
sóttu menn úr öllum þremur
stjói'málaflokkunum. J. J. lagði til
að stofnað yrði járnbrautarfélag,
til þess að vinna að undirbúningi
málsins og framgangi. Vildi hann,
að Reykvíkingar og sýslubúar
austanfjalls legðu smám saman
fram fé til fyrirtækisins, er næmi
eins árs upphæð útsvara á þessu
svæði, en í Rvík einni nemur sú
upphæð iy2 millj. kr. Benti hann
á fjársöfnunina til byggingar
Heilsuhælisins í Kristnesi sem
fordæmi og fyrirmynd. Jafnaðar-
menn snerust öndverðir gegn
þessari leið í málinu, og vildu láta
ríkið eitt hafa öll afskifti af því,
og er það í samræmi við stefnu
þeirra að varpa sem flestu á rík-
isins herðar að öllu leyti. íhalds-
menn voru fúlir og áhugalausir í
málinu, en hölluðu sér þó að skoð-
un Jafnaðarmanna og voru alv^g
horfnir frá kenningum sínum um
hin blessunarríku áhrif af fram-
taki einstaklinganna.