Dagur - 15.11.1928, Qupperneq 3
49, tbt.
DAGUR
193
Lindholms-Harmonium
komu í miklu úrvali með Goðafossi. — Eins og áður eru þau
seld með ákjósanlegustu afborgunarskilmálum. Verðið mun lægra
en á öðrum I. flokks orgelum. — Kaupið hið bezta, en sparið
með því að kaupa hið ódýrara.
Þorst. Þ. Thorlacius.
Öllum þeim er sýndu okkur
hluttekningu við andlát og jarðar-
för Unnar Uunnlaugsdóttur
frá Eyrarbakka, vottum við okkar
innilegasta þakklæti
Akureyri 14. Nóvember 1928,
ASstandendur.
Innilegt þakklæti vottum við
öllum þeim er sýndu okkur samúð
og hluttekningu á ýmsan hátt, við
veikindi, andlát og jarðarför Ingi-
mars Priðflnssonar.
Aðstandendur,
Simskeyti.
(Frá Fréttastofu íslands).
Rvík 8. Nóv.
New York: Forsetakosningarn-
ar í Bandaríkjunum fóru á þá
leið, að Herbert Hoover, fram-
bjóðandi republikka náði kosn-
ingu. Hefir hann hingað til fengið
um 15 milj. atkvæða, en Alfred
E. Smith, frambjóðandi demo-
krata, um 11 milj. Republikkar
vinna sennilega 10 þingsæti í
neðri málstofunni og 2 í öldunga-
deildinni.
París: Poincare hefir beðist
lausnar fyrir ráðuneyti sitt, vegna
þess að landsfundur radikala
flokksins hefir krafist þess, að
ráðgjafar flokksins færu úr
stjórninni. Hugsanlegt að Poin-
care reyni að mynda stjórn að
nýju.
Khöfn: Moltesen utanríkisráð-
herra hefir undirskrifað Kelloggs-
samninginn fyrir íslands hönd.
Rvík 14. Nóv.
Etna hefir gosið undanfarna
daga. Nokkrir smábæir hafa eyði-
lagst. 5000 manns eru heimilis-
lausir. Síðustu fregnir herma, að
gosin séu í rénun. Eignatjón met-
ið miljard lírur; 700 hús eyðilögð;
hraunstraumar farið yfir 1200
hektara appelsínuekra.
París: Poincare hefir myndað
samsteypustjórn án þátttöku
radikala flokksins. Nýja stjórnin
er lituð hægrimönnum. Búist er
við, að radikali flokkurinn og so-
cialistar sameinist eins og 1924.
Rúmenía: Maníu bændaforingi
hefir myndað stjórn.
New York: Hoover fer kynnis-
för til Suður-Ameríku nú í vik-
unni, til þess að vinna að góðri
sambúð Norður- og Suður-Ame-
ríku.
London: Breskt farþegaskip, 10
þús. tonns að stærð, sökk á leið-
inni til New Ýork. Skipið hafði
350 farþega. Flestir farþeganna
ásamt skipsmönnum komust í
björgunarbátana, en óvíst um af-
drif þeirra. Varðskip Bandaríkj-
anna stíma á vettvang og mikill
ótti er um afdrif skipbrotsmanna.
Vík í Mýrdal: 1 aftakaveðri á
Sunnudaginn strandaði togari frá
Grimsby á Mýrdalssandi. Skips-
menn komust á land og náðu
bygðum, en urðu þó að skilja einn
eftir, sem dó úr vosbúð.
Þýzkur togari kom til Vest-
mannaeyja í gær með skipshöfn
af öðrum þýzkum togara, sem
sökk á Sunnudaginn á leiðinni til
íslands. Leki kom að skipinu 50
mílur frá landi.
------o----—
Ritfregn.
Eina/r Þorkelsson:
Hagalagðar. Prentsm.
Acta hf. Reykjavík 1928.
Það borgar sig vel að lesa þess-
ar sögur. Þær eru, eins og reyndar
l'lest það, er áður hefir birst eft-
ir höfund þeirra, einkennilega og
oft fremur vel sagðar, þó stund-
um sé helst til mikið borið í. Hin
innilega samúð, ást og skilningur,
sem einkum kemur fram, þar sem
sagt er frá hestum eða öðrum dýr-
um, gerir það að verkum, að
(manni hlýnar um hjartaræturnar
við lesturinn.
Ekki skal farið út í það hér að
gagnrýna þessar sögur, enda er
þess ekki þörf. »Lyktarorð« höf-
undarins sjálfs eru í rauninni
góður og sanngjarn dómur um
bókina, sem lýsir hvorutveggju í
senn: yfirlætisleysi og glöggum
skilningi á eigin verki. — Vil eg
því láta mér nægja að vekja at-
hygli manna á þessum dómi höf-
undarins um verk sitt.
F. Á. B.
------o------
Aukavikan.
í 37. tölublaði »Dags« þ. á., er
grein með fyrirsögninni Sumarauk-
inn. Par er framsett sú spurning
hvort sumaraukinn sé nauðsynlegur,
og finst greinarhöfundi hann ó-
þarfur.
Aðaláhrifin, sem sumaraukinn
hefur gagnvart landbúnaðinum, er
að færist til um 6 daga með fjár-
leitir og réttir. En hvort sumar
byrjar 19. eða 25. Apríl og vetur
22. eða 28. Október er að mestu
leyti áhrifalaust» Pessvegna engin
ástæða til að breyta tímatalsvenj-
unni —vikutalinu.
Meðan sú venja er, að réttun af-
réttarfjár fari fram ákveðinn viku-
dag, hlýtur réttardagurinn og leitir
að færast til árlega. Eina Ieiðin til
að komast hjá þeirri færslu væri,
að i stað þess að hverri réttun er
ákveðinn vikudagur, þá væri réttar-
dagur hvers upprekstrarfélags á-
kveðinn tiltekinn mánaðardag. En
af því leiddi það, að flest árin yrðu
réttarstörf að framkvæmast á sunnu-
dag við eitthvað af réttum landsins.
Pá er spurningin, hvort það sé ekki
röskun á sunnudagshelginni. Til
þess að sú breyting kæmist á, að leitir
og réttir færu fram ákveðinn mán-
aðardag, mundi þurfa lagaheimild.
Hvað þvi viðvíkur að réttarstörf
færu stöku ár fram á sunnudag,
þá sýnist það væri ekki meiri mis-
notkun á sunnudagshelginni en við-
gengist heffr, þar sem menn eru
svo mörgum hundruðum skiftir í
leitum sunnudaginn næstan fyrir
réttir. Pótt réttarfærslan vegna auka-
vikunnar hafi áhrif á lengd heyskap-
artímans, þá kemur það ekki síður
fram á sláturfénaðinum, þegar rétt-
ir eru seint og slátrun gengur þeim
mun lengur fram á haustið.
Eg er greinarhöfundi þakklátur
fyrir að hafa hreyft þessu máli.
Bezt væri að sveitastjórnirnar vildu
taka málið til athugunar.
Haukagili 24. Sept. 1928.
Eggert Kotiráðsson.
-------o------—
F réttir.
Munkamir á Möðruvölhcm. Fyrsta
sýning þeirra verður annað kvöld
(föstudag) og hefst kl. 8%.
Matthíasarlcvöldið. Samkoma sú, er
um var getið í síðasta blaði að til stæði,
og sem fram fór í Samkomuhúsinu á
Sunnudagskvöldið, var hin ánægjuleg-
asta. Síra Friðrik Rafnar setti sam-
komuna með ræðu, skýrði frá tileíni
hennar pg dvaldi nokkuð við sálmakveð-
skap skáldsins. Aðalræðuna flutti Frið-
rik Á. Brekkan ritstjóri. Snerist hún að
mestu leyti um þjóðsöng Matthíasar:
Ó, guð vors lands. Bar ræðumaður ís-
lenzka þjóðsönginn saman við hina aðra
þjóðsöngva Norðurlanda, og þótti sem
höfunda þeirra flesta skorti" nokkuð í
andagift við hliðina á Matthíasi. —
Hópur karlmanna söng Ó, guð vors
lands og Faðir andanna, og enn fremur
Flýt þér nú snót mín (solo og kór). Þá
las Haraldur Björnsson leikari upp
kvæðið Bragarbót eftir Matthías, og
enn lásu þeir Ágúst Kvaran og Har.ald-
ur upp og léku kafla úr Manfreð, hinni
íslenzku þýðingu Matthíasar. Lék Kvar-
an Manfreð en Haraldur andana sjö.
Samkoman var ábætlega sótt eins og
vita mátti og forgöngumönnunum til
sóma.
Halldór Laxnes biður þess getið, að
fregn sú, er hingað barst í sumar um
það, að hann hefði selt kvikmyndafélagi
í Ameríku kvikmyndahandrit, sé röng.
Tilefni þessarar fregnar mun vera það,
að umboðsmaður kvikmyndafélags hefir
beðið hann um upplýsingar um mynda-
töku hér á landi og farið þess á leit, að
hann leiðbeindi flokknum ef til kæmi.
Siglfirðingur nefnist hið nýja ihalds-
blað á Siglufirði. Ritstjóri þess er Jón
J óhannesson.
Nova kom austan um land á Laugar-
daginn og fór áleiðis til Rvíkur að
kvöldi þess dags.
Meðal farþega hingað var frú Lizzie
Þórarinsson frá Halldórsstöðum í Lax-
árdal. Hún ætlar að syngja hér í »Ak-
ureyrarbíó« næstkomandi Sunnudag ld.
3 e. h.
Hjónaefni: Ungfrú Guðrún Hansen
og Steingrímur Kristjánsson bílstjóri,
Rúgmjöl, maísmjöl,
fóðurblöndun M. R.
fæst óýrast hjá
Benedikt Benediktssyni,
Brekkugötu 37.
Undirritaður veitir tilsögn í
orgelspili í vetur.
Jóhann Haraldsson
Oddagötu 1
Elephanf
SIGARETTUR
(Fíllinn)
eru ljúffengar
og kaldar.
Mest reyktu cigarettur
hér á Iandi.
Áttrxðisafmæli átti ekkjufrú Sólveig
Einarsdóttir í Hamborg hér í bæ 10. þ.
m. Fluttist hún hingað til bæjarins fyr-
ir 43 árum sem fátæk ekkja með tvo
unga syni sína, sem hún þrátt fyrir fá-
tæktina kom vel til manns. Sólveig er
enn furðanlega ern og gengur til starfa.
Dánardægur. Nýlega eru látnar Þor-
gerður Stefánsdóttir að Efsta-Samtúni
í Kræklingahlíð og Jósefína Guðrún
ólafsdóttir Oddagötu hér í bæ, báðar
aldraðar konur.
Útbreiðslufund hélt ' Jafnaðarmanna-
félagið hér í bæ að kvöldi þess 7. þ. m.
Ræðumenn voru Steinþór Guðmundsson,
skólastjóri, Pálmi Hannesson kennari,
Einar Olgeirsson framkvæmdarstjóri,
Erlingur Friðjónsson alþm og Stein-
grímur Jónsson bæjarfógeti. Var hinn
síðastnefndi gestur á fundinum.
Hafnarbryggjan nýja á Siglufirði
var vígð fyrra sunnudag. Bæjarfógeti
Guðm. Hannesson hélt vígsluræðuna.
Brúarfoss lagðist fyrst skipa að nýju
Bryggjunni.
Nýtt blað er byrjað að koma út í
Vestmannaeyjum er heitir Vikan. Rit-
stjórinn er Steindór Sigurðsson frá
Grímsey.
Tvær prentvillur eru í grein minni
»Fjárhvarf og fjárrekstrar« í síðasta
tbl. Dags. í 1. dálki á 2. síðu stendur:
Óhlutvandir vondir menn geta haft
þetta sleifarlag, sem er á rekstrum og
slátrun, sér að skálkaskjóli«. en á að
vera: »óhlutvandir menn« o. s. frv.
Þ. e. orðinu »vondir« ofaukið; og 7 lín-
um síðar er orðið ólöglegt f. ólaglegt.
Þorl, Mourteinsson.