Dagur - 22.11.1928, Blaðsíða 3
50. tbl.
DAGUR
197
Laxinn kemur aftur.
Nú fyrir 4 árum eða 5, flutti
herra Gísli Árnason klakfræðingur
1 eða 2 þús. af laxasíii inní Eyja-
fjarðará, og slepti þeim í ána ofan-
undan Stokkahlöðum, og í vetur
var mér skrifað til Reykjavíkur, að
lax hefði veiðst í Eyjafjarðará, og
þegar eg kom til Akureyrar þ. 14.
Júní og frétti þetta, vildi eg fá vissu
mína um þaö og fór fram Eyjafjörð-
inn; var mér sagt að 2 unglaxar
hefðu veiðst á Munkaþverá f vetur,
á liku þroskastigi og gætu verið
af þessum sílum.
Eg fór .svo fram með allri Eyja-
fjarðará og skoðaði nokkuð víða,
bæði lax- og silungs-átu í botni
hennar, og eftir minni reynslu og
þekkingu, gat eg ekki betur séð,
en hún væri talsverð mikil; líka at-
hugaði eg hylji eða hvilustaði fyrir
laxinn, og voru þeir mikið góðir
víða, þó einkum frá Stórahamri og
fram undir Möðruvelli, og svo af
og til alla leið fram að Tjörnum,
sem er fremsti bærinn við ána að
austan, og fann eg bóndann þar
og spurði eftir silungsveiði þar.
Hana stunda mest synir Jóns, en
þeir voru ekki við, til þess að eg
gæti haft tal af þeim. En bóndi
sagði mér, að í vor hefði veiðst
um 40 silungar; það voru mikið
vænir silungar, en ekki gat hann
sagt mér, hvert þar hefði fengist
lax, en hélt þó að það gæti vel
verið. Hann sagði mér, að vænsti
og stærsti silungurinn sækti mest
þar beint fram í ána, en vont væri
að veiða hann þar sökum stór-
grýtis.
Eg kom í Halldórsstaði og sagði
bóndinn þar, að hann hðfði veitt
lítið eitt af silungi þar í ánni. En
talsvert veiddist í Torfufelli, enda
var þar að sjá ágætur veiðistað-
ur, bakkar og nokkrir hyljir. Fór
eg svo út að Vatnsenda. Þar hafði
Ferðapistlar.
Margir kunningjar mínir hafa verið
að biðja ,mig að láta eitthvað til
mín heyra um utanförina í sumar.
En það er hvorttveggja, að eg hefi
mörgu að sinna og ef einhver tími
er afgangs daglegum skyldustörfum,
þá kýs eg heldur að lesa eitthvað,
mér til ánægju og andlegrar hress-
ingar, en að skrifa ferðasögu. Samt
ætla eg i þetta sinn að verða við
tilmælum kunningja minna, að skýra
frá hinu og öðru úr för minni.
Eg tel mér sérstaklega bæði ljúft
og skylt að minnast á islenzku
deildina á blaðasýningunni miklu í
Köln. Þessi sýning er fyrsta alþjóða-
blaðasýnihg, sem haldin hefir verið.
Hún var sett í miðjum Maímánuði
s. |i,l. og var opin þangað til í
Októbermánuði. Fimm miljónir
manna komu á hana. Eg hefi ekki
séð neitt um sýninguna í íslénzkum
blöðum annað en greinarkorn í
Morgunblaðinu um íslenzku deild-
ina, og er það þýtt úr riti íslands-
vinafélagsins þýzka (Október-hefti).
Eg kom til Kölnar 16. Ágústdag
að kveldi með lestinni frá Berlín.
^egar eg kom út af járnbrautarstöð*
LAXDSI i\S BEZTA
BRENT og MALAÐ K A F F I er frá KAFFIBRENSLU
REYKJAVÍKUR, elztu og fullkomnustu kaffibrenslu á íslandi.
Styðjið það, sem fslenzkt er.
Heildsölubirgðir ávalt fyrirliggjandi hjá
I. BRYNJÓLFSSON KVARAN.
SÍMI: 175. AKUREYRI. SÍMNEFNI: VERUS.
Jón bóndi látið byggja gott klak-
hús að veggjum til en vantaði
glugga og uppreftið, sem alt
kemst nú í gott lag á næsta hausti.
En eitt var þar að athuga: Vatnið
var of lítið, til þess að fullnægja
hússtærðinni, en Jón bóndi sagð-
ist geta bætt við það með lítilli
fyrirhöfn. Þar var líka staddur
Vigfús málari, sonur bóndans, og
sagði hann mér, að hann hefði
pantað á næsta hausti nokkur þús.
af bleikjusilungshrognum frá
Garði í Mývatnssveit, og taldi eg
það mikið góða tilraun til að iáta
þáu í Hólavatn til reynslu, og vita
hvort þau þrifist þar. Stækkað
klakhúsið á Vatnsenda ætti að
geta fullnægt þeim 3 vötnum, því
eg tel Leyningsvötnin ágæt, en
Hólavatnið ekki gott, og væri
mjög nauðsynlegt að herra Pálmi
Hannesson rannsakaði það vatn,
því hann hefir verkfæri til þess.
En til þess að byggja gott laxa-
klakhús, þarf að nota þá gullfall-
egu vatnslind, sem rennur rétt
sunnan við túnið á Torfufelli, og
tel eg það sjálfsagt og mjög nauð-
synlegt, að Eyfirðingar geri það.
því ekki bilar áin til að geyma og
fóðra laxinn og silunginn, þangað
til að sjórinn. tekur við. Ekki eru
fossarnir í ánni til að hindra upp-
göngu hans alla leið til fjalls.
En eg tel sjálfsagt að gera veiði-
samþykt þar, sem allstaðar ann-
arstaðar.
Þórður Flóventsson
frá Svartárkoti.
------o------
Simskeyti.
(Frá Fréttastofu Islands).
Rvík 22. nóv.
Bukarest: Stjórn Manius (í
Rúmeníu) hefir afnumið »cen-
sur« og hernaðareftirlit að und-
anteknu 10 km. breiðu belti við
landamærin.
inni, blasti við stórt spjald, fest á
milli tveggja feiknastólpa, með áletr-
aninni: Alþjóðleg blaðasýning. Eg
hafði lesið um undirbúning sýning-
arinnar í fyrravetur óg meira að
segja grein um íslenzku deildina í
‘blaði í lestinni, sem eg kom með
frá Berlín. Var íslenzkra bókmenta
minst bæði af glöggum skilningi
og góðvild í blaði þessu. Eg hugði
gott til að skoða sýninguna, en eg
hlakkaði þó miklu meira til að sjá
hina dýrlegu Kölnardómkirkju, þetta
guðdómlega, gotneska listaverk. Og
þarna sá eg kirkjuna til vinstri,
þegar út var komið af járnbrautar-
stöðinni. Þvílík dýpt ríkdóms, speki
og þekkingar, guðinnblásinnar listar,
í lofgerðarinnar þjónustu!
Mér gekk tregt að fá gistingu.
Öll gistihús voru troðfull. Loksins
tókst mér með vinsamlegri leiðbein-
ingu frá einu þeirra að fá herbergi
hjá hjónum nókkrum, er höfðu
þrengt að sér, meðan ferðamanna-
straumurinn var mestur í borginni,
til þess að ná sér i skilding. Mér
leið vel hjá þeim, en herbergið var
fremur dýrt.
Mitt fyrsta verk morguninn eftir
var að skoða dómkirkjuna. Var þar
fjöldi fólks. Kirkjuþjónarnir voru í
Berlin: Mannlausri bifreið hef-
ir verið stjórnað með radiotækj-
um á götunum í Berlín. Voru
radiotækin í annari bifreið í 10
metra fjarlægð. Bifreiðin stað-
næmdist við öll stöðvunarmerki,
vék fyrir öðrum vögnum og fylgdi
yfirleitt öllum umferðarreglum.
Streesemann hélt fyrstu ræðu
sína í gær eftir veikindin. Sagði
hann að krafa Þjóðverja væri enn
sú, að hið útlenda setulið verði
kallað heim. Þjóðverjar geti ekki
viðurkent að heimköllunin sé
komin undir úrlausn annara mála
t. d. skaðabótamálsins. Þýzkaland
geti ekki endurgoldið heimköllun-
ina með því að takast á hendur
langvarandi pólitískar skuldbind-
ingar. Fjárhagslegt endurgjald,
kvað hann einnig óhugsanlegt,
þótti honum sem auðsjáanlegur
afturkippur væri kominn í sátta-
stefnuna; haldgóð úrlausn mál-
anna væri því aðeins fáanleg að
hún miðaðist við gjaldþol Þjóð-
verja.
Róm: Etnugosin eru nú hætt og
hraunstraumarnir storknaðir.
Ástralía: Kosningaúrslit, sem
hingað til eru kunn eru þau, að
stjómarflokkurinn sennilega fái
49 þingsæti, verkamenn 29.
Rvík: útflutt í október fyrir
14,002,000 krónur. útflutt til 1.
nóv. fyrir 50,667,000 gullkrónur.
Aflinn 1. nóv. 377,868 skpd. þurk-
aður fiskur. Fiskbirgðir 77,781
skpd.
rauðum kuflum, með dökka húfu
á höfði. Ressir munkar segja sömu
söguna dag eftir dag og ár eftir ár,
en hún er altaf ný mörgum eða
flestum þeirra, sem á hlýða. Þarna
voru Ameríkumenn, Frakkar, Eng-
lendingar, margir Þjóðverjar, og
þar rakst eg á danska konm
Kirkjan á marga dýrgripi. Úir þar
og grúir af dásamlegri dvergasmíð
ýmissa helgigripa, er furstar og
kirkjuhöfðingjar hafa gefið kirkj-
unni.
Hornsteinninn að Kölnardóm-
kirkju var lagður árið 1248. Kórinn
var vígður 1322 og klukkurnar
voru loks hengdar upp í suður-
turninn 1437, en á 16. öld stöðvaðist
kirkjusmíðin. Frakkar notuðu kirkj-
una fyrir heyhlöðu á tfma stjórn-
byltingarinnar miklu, 1794, þegar
þeir voru á Þýzkalandi. Spiltu
þeir og rændu mörgum dýrum
helgigripum kirkjunnar. — Smíðin
hófst á ný milli 1820 og ’30. Köln
var lögð tií Prússlands á Vínarfund-
inum 1814, eftir fall Napóleons.
Krónprins Prússa þáverandi, Fried-
rich Wilhelm, hafði næman lista-
smekk og var áhugamaður um listir,
Efldi hann til framkvæmda um
framhald kirkjusmiðarinnar og átti
Nokkur innbrot hafa verið
framin í Rvík um helgina. Þjóf-
arnir leika enn lausum hala.
Blöðin ræða áfengismálið í sam-
bandi við dóm hæstaréttar.
Stokkholm: Bókmentaverðlaun
Nobelsjóðsins fyrir árið ’27 hefir
franski heimspeking. Henri Berg-
son hlotið, en norska skáldkonan
Sigrid Undset verðlaunin fyrir
1928. Efnafræðisverðlaunin fyrir
1927 og 1928 hafa hlotið Þjóð-
verjarnir dr. Heinrich Wieland í
Munchen og dr. Adolph Windaus
í Göttingen.
-----o
F réttir.
brú Lizzie Þörarinsson frá Halldórs-
stöðum í Laxárdal skemti bæjarbúum með
söng, í Akureyrar Bíó á sunnudaginn var.
Söngur frúarinnar er mjög viðfeldinn og
var vel tekið af áheyrendum Aðsókn
var góð.
Fyrirlestur flutti síra Gunnar Benedikts-
son í Samkomuhúsinu á Sunnudaginn var.
Hljóðaði hann um guðsríkishugmyndir
Gyðinga. Mun þetta hafa verið inngangs-
fyrirlestur að fleirum um sama efni.
Hjónaband. Á laugardaginn var giftu
sig hér í bæ, ungfrú Rósa Jónatansdóttir
og Þór O. Björnsson verzlunarmaður.
Bœjarstjórnarýundur átti að að vera á
Þriðjudaginn var. Aðalmál á dagskrá var
fjárhagaáætlun bæjarins fyrir árið 1929
(síðari umræða). íhaldsmenn í bæjar-
stjórninni mættu ekki, og féll fundurinn
því niður,
frumkvæði að stofnun félags, til
þess að afla fjár til kirkjunnar og
beitast fyrir verkinu.
Kirkjan var loks fullbúin og vígð
15. Októberdag 1880. Vilhjálmur 1.
Prússakonungur og þýzkur keisari
var viðstaddur vígsluna og flutti
þar ræðu, þó að lúterskur væri.
Kírkjan er 135,6 metrar á lengd
og 61 m. á breidd. Turnhæð er
157 m. Péturskirkjan í Róm, Sankti
Pálskirkjan í London, dómkirkjan í
Milano og Sofíukirkjan í Konstanti-
nopel eru einu kirkjurnar, sem eru
stærri að flatarmáli en Kölnardóm-
kirkja. Hún er sniðin eftir dóm-
kirkjunni i Amiens á Frakklandi,
en þykir bera af flestum gotneskum
guðshúsum í heimi. Er hún áreið-
anlega einhver fegursti lofgerðaróð-
ur, sem Drotni hefir nokkurntíma
verið ortur í húsgerðarlist.
í þessu rnikla musteri tala stein-
arnir, og klerkarnir þurfa á öllu
sínu að halda, til þess að geta flutt
áhrifameiri ræður heldur en listum
vígðar súlur, oddbogar og turnar
Kölnarkirkju.
Pað er sungin messa í kirkjunni
á hverjum degi. Eg gæti trúað þvf,
að ef eg dveldi lengi í Köln, þá
gerði kirkjan mig kaþólskan........