Dagur - 20.12.1928, Blaðsíða 2
216
DAGUE
tbl. 55.
#-» • • • ■■• f »-»-#
pwmnnnaBwni
£ 777 jólanna. 3
s:
Svuntusilki
Slifsi.
mikið úrval.
»Golf«-treyjur, silki og ullar.
Vetrar-sjöl, afar vönduð.
Káputau.
jjg Kaupfél. Eyfirðinga. jfjf
SH #Si
Myndastofan
Gránufélagsgötu 21 er opin alla daga
frá kh 10-6.
Guðr. Funch-Rasmussen.
Ijóskeri, og nú tekst mér að kom-
ast yfir í hesthúsið«.
Honum tekst að komast af stað,
og nú flakkar hann nokkra hríð
um í Rússlandi, án þess að leita
sér samastaðar, án þess að hafa
hugsun á neinu öðru, en þessu
eina: að flýja burtu frá heimilinu.
Svo veikist hann, verður að fara
úr járnbrautinni á lítilli stöð, sem
heitir Astapovo. Stöðvarstjórinu fer
með hann heim til sín og hjúkrar
honum eftir föngum, og á heimili
hans deyr hann nokkrum dögum
seinna. — Pannig endar síðasti þátt-
urinn i þessum átakanlega sorgar-
leik. . . .
Líf Leo Tolstojs dregur upp
undarlega linu fyrir augum vorum.
Eðli hans var ríkt og margbrotið.
Hann gat verið alveg eins og taum-
laus í hinum ósjálfráða fögnuði
yfir aðeins að vera til og lifa. —
Ekkert virtist erfitt fyrir afburða-
gáfur hans, þar til hann setti sér
það takmark, sem erfiðast er öllu
mannlegu eðli að ná, en það var
að kúga sjálfan sig til hlýðni.
Hann þoldi engar hindringar, ef
þær voru reistar af öðrum, en sjálf-
ur bygði hann stýflur og flóðgarða
til þess að stemma hinn breiða
straum lífshungurs síns og heims-
elsku. — Pegar á unga aldri lýsti
hann sem stjarna á bókmentahimni
Rússlands og vann sér frægð fyrir
hinar sönnu og skörpu lýsingar
sínar £ lífi og sál þjóðarinnar. —
Er hann varð eldri, náði hann í list
sinni þvi víðfeðma samræmi og
fullkomnun, sem gaf honum sigur
um allan heim. — En jafnt og stöð-
ugt háði hann hina hörðustu bar-
áttu gegn hinum heitu kröfum
lifsins í sál sinni. Sál hans átti að
verða bústaður Guðs — bústaður
alls þess, sem liggur ofar hinu
jarðneska lifi, þess eins, sem krefst
auðmýktar, sjálfgleymis og upp-
rætingar allra fáfengilegra óska og
eftirlangana. En honum tókst þetta
aldrei til hlýtar. Honum tókst aldrei
algerlega að deyða mótstöðu- og
uppreistarandann í sál sinni. — Hin
hinzta uppreist hans, sem Iítur út
eins og tilraun örvasa gamalmennis
til að losa sig við handleiðslu hús-
freyju sinnar og barna, er ekkert
annað en mótstöðuandinn, sem enn-
þá einu sinni hreyfir sig í fjörbrot-
um. En hið mikilíenglega, sem áð-
ur hvíldi yfir uppreist Tolstojs
gegn yfirráðum heimsins og holds-
ins, er hér orðið eins og kýtt sam-
an í sorglegt hjálparleysi ör-
vasa manns. — Það er eins og alt
leysist upp í þessum magnleysis-
flótta, þar sem hann hrekur sjálfan
sig út úr lífinu.
Og þó stendur maðurinn Leo
Tolstoj stöðugt fyrir hugskotsaug-
um vorum svo mikilfenglegur, að
hann á fáa sína líka. — Og í honum
getum vér efalaust þekt sál Rúss-
ans: Hann er rússneskur í hinni
eílffu baráttu við sjálfan sig —þessu
ástríðuþrungna, innra stríði til þess
að ná andlegu jafnvægi, sem hann
þó aldrei vinnur. Hann er rúss-
neskur í hinni leyndardómsfullu
Guðs-trú, í trúnni á þjáninguna, í
trúnni á sjálfan sig: að sér sé fal-
ið að boða heiminum hið hreina
fagnaðarerindi, í trú sinni á hinar
háleitu bróðurtilfinningar meðal al-
þýðunnar. Rússneskur er hann, þar
sem hann snýr baki við visindun-
um og fyrirlítur menninguna og
öll andleg verðmæti önnur en þau,
er beinlínis snerta eilíft frelsi eða
eilífa glötun sálarinnar.
Rússland er stórt. Hin mikla víð-
átta þess gerir það að verkum, að
það er engu líkara en að hver ein-
staklingur sé hverfandi, verði eins
og minni og óskýrari, en í nokkru
öðru landi hinnar vestrænu menn-
ingar. Og það er engu líkara en
að hver einstaklingur finni inst í
sál og hjarta lítilmótleika sjálfs sín
samanborið við hina takmarkalausu
víðáttu tilverunnar. Hann leitar því
að einhverju föstu, sem hann get-
ur haldið sér við — hann leitar ó-
sjálfrátt leiðanna til linda hinnar
leyndu vizku og setur sér takmark
úti í því óendanlega, til þess að
hverfa ekki alveg, verða sem einn
hinna óteljandi dropa úthafsins.
— Tolstoj leitaði einnig — og hann
sá takmark sitt hærra, ennþá lengra
burtu f bláma hins óendanlega, en
allir aðrir.
Ganga hans til þessa takmarks
varð honum samfeld krossganga
— ein einasta samfeld þjáning. —^
En þrátt fyrir það, að þeir menn
munu vera til, er telja slíka göngu
fánýta og tilgangslausa, þá verða
þó einnig þeir að viðurkenna mikil
leikann, sem felst í hinu æfilanga
stríði —þessari æfilöngu þjáningu—
það eitt útaf fyrir sig er vert þess
að vér beygjum kné fyrir því í
undrun og aðdáun.
F. Á. B.
------o-----
Simskeyti.
(Frá Fréttastofu Islands).
Rvík 19. des.
Washington: Ekki hefir tekist að
koma sættuin á milli Bolivíu og
Paraguay. Blóðugir bardagar hafa
orðið á landamærum þessara ríkja.
Búist er við að kallaður verði sam-
an aukaráðsfundur í Þjóðabanda-
iaginu í lok þessarar viku, til þess
að reyna að afstýra ófriði.
London: Baldwin -hefir tilkynt
þinginu, að stjórnin ætli að biðja
það um fjárveitingu til að afstýra
neyð í námuhéruðunum.
Bardagar halda áfram í Afgha-
nístan. Uppreistarmönnum veitir nú-
betur og er aðstaða Afghanakon-
ungs talin alvarleg.
Undirbúningsnefnd Alþingishá-
tíðarinnar hefir samþykt að taka
hátíðarljóð Davíðs Stefánssonar til
söngs á Þingvöllum 1930; fær hann
2000 kr. verðlaun fyrir ljóðin. Dóm-
nefndin var sammála uin, að Einar
Benediktsson fengi líka 1. verðlaun
fyrir sinn ljóðaflokk og Jóhannes úr
Kötlum 1000 kr. verðlaun. Hinsveg-
ar hefir undirbúningsnefndin frest-
að að taka ákvörðun um tillögur
'viðvíkjandi flokkum Einars og Jó-
hannesar og tónskáldum verið send-
ur flokkur Davíðs.
Botnvörpungar afla vel, þegar
þeir geta veitt fyrir rosa. Hægviðri
í gær og í dag.
Innflutt í nóvbr. fyrir 3285567.00
kr., þar af til Reykjavíkur fyrir
1918673.00 kr.
------o-----
Fréttir.
Vitar Islwnds heitir nýlega út komin
bók, var egfin út á 50 ára afmæli vit-
anna hér á landi. Vitamálastjóri hefir
samið hana. Er þar sögð saga vitanna
frá upphafi og fylgja 55 myndir af vit-
um og sjómerkjum á íslandi; ennfrem-
ur 3 vitakort og línurit af vitagjaldi,
reksturs- og byggingarkostnað vitanna.
útgáfan er hin vandaðasta, pappírinn
ágætur og myndprentun mjög góð.
Saga vitamálsins er einn þátturinn í
framsóknarbaráttu þjóðarinnar, og
þarna geta menn kynst honum ræki-
lega. Er nú svo komið, að vitar taka
nær ljósum saman umhverfis landið.
Nýja Bío
Sýning í kvöld — fimtudaginn
20. desember — kl. 8 e. h.
Konungur
konunganna
Tvímælalaust bezta kvikmyndin,
sem hér hefir sést. — Pantið
aðgöngumiða í síma 103.
Minningarathöfn fór fram hér í
kirkjunni á föstudaginn var kl. 11 f. h.
vegna brenslu á líki Magnúsar Krist-
jánssonar fjármálaráðherra þann dag í
Khöfn. Kirkjan var þéttskipuð fólki.
Sóknarpresturinn flutti ræðu og sung-
inn sálmur á undan og eftir. — Önnur
minningarathöfn fór fram í dómkirkj-
unni í Rvík þenna dag. Þar flutti Jón
Helgason biskup ræðu.
Undirbúnmgsárin nefnist bók, er
Þorsteinn Gíslason hefir gefið út. Er
það kafli úr æfisögu síra Friðriks Frið-
rikssonar og er rituð af honum sjálfum.
Segir höfundurinn þar frá bemskuár-
um sínum, skólaveru og Hafnarvist og
end'ar á því, er hann kom aftur heim til
Rvíkur, til þess að takast á hendur for-*
ystu í starfi K. F. U. M. Þó að bók
þessi sé með köflum nokkuð átakanleg,
þá er þar um hreinan skemtilestur að
ræða, og út úr hverri setningu skín
hreinskilni og hlýja góðs manns.
Skýrsla um alþýðuskólann á Eiðum
1917—1928 hefir blaðinu verið send. 1
hvorri deild voru 18 nemendur. Skóla-
stjóraskifti urðu 1. maí, var þá síra
Jakob Kristinsson settur skólastjóri í
stað síra Ásmundar Guðmundssonar, er
tók við kenslustörfum við Háskólann.
Miðsvetramámskeið var haldið við
skólann í fyrsta sinn, og þrjú vornáms-
skeið á sama tíma, vefnaðamámsskeið,
búnaðar og íþrótta. — Kostnaður allur
við fæði og þjónustu á alþýðuskólanum
var að meðaltali um skólaárið 452 kr.
fyrir pilta, en 394 kr. fyrir stúlkur.
Alþýðuskólinn á Eiðum hefir nú starf-
að í 9 ár.
Hjónaband. Þann 29. f. m. voru gef-
in saman í hjónaband í Reykjavík ung-
frú Jórunn Norðmann og Jón P. Geirs-
son stúd. med., sonur síra Geirs heitins
Sæmundssonar.
Tímarit Verkfræðingafélags Islands,
2. hefti, er út komið. Aðalritgerðin í því
er um »skipulag bæja« eftir húsameist-
ara ríkisins Guðjón Samúelsson. Skipu-
lagsuppdrættir fylgja af Akureyri, Isa-
firði og Akranesi.
Málningarvörur
— allskonar —
Penslar — ýmsar stœrðir og tegundir.
Veggfóður — stórt urval —■
hjá
Tómasi Björnssyni.