Dagur - 31.01.1929, Blaðsíða 4
20
DKQUR
5. tbl.
Jörðin Efri-Vindheimar
er laus til ábúðar frá næstu fardögum Umsóknir sendist til
undirritaðs fyrir Febrúarlok.
Hréppstjórinn í Glæsibæjarhreppi, 25. janúar 1929.
Benedikt jQuðjónsson.
Jörðin Veturliðastaðir
/ Fnjóskadal er laus til dbúðar í nœstkomandi fardögum. Hús
jarðarinnar eru i allgóðu dstandi. Girðing um tún, engjar og
nokkurt haglendi. Heyfall gott og útbeit ágæt. Semja ber við
Guðna Porsteinsson Lundi í Fnjóskadal.
/tLFA-LAVAL 1878-1928
I 50 ár hafa Aifa-Laval skilvindur verið beztu og vönduðustu
skilvindurnar á heimsmarkaöinum.
ALFA LAVAL verksmiðjurnar hafa altaf
verið á undan öörum verksmiðjum meö ný-
ungar og endurbætur, enda hafa Alfa-Laval
skilvindurnar hlotið yfir 1300 heiðursverðlaun
og fyrstu verðlaun, auk annara verðlauna.
Reynslan, sem fengfn er við smíði á yfir
3,500,000 Alfa-Laval skilvindum, tryggir pað
aö A L F A-L A V A L verði framvegis öll-
um öðrum skilvindum fremri að gerð og
gæðum.
Mjólkurbu og bændur, sem vilja eignast vandaðar vélar, til
mjólkurvinslu, kaupa hiklaust Alfa-Laval mjaltavéla*-, skilvindur,
strokkar, smjörhnoðara og aðrar Alfa-Laval vélar.
bamband islenzkra samvinijufélaga.
Erfðafestuland
KAUPIÐ
hafa hugsað um þetta mál og eru því
kunnugastir. Helzt hefðum vér viljað
flytja lesendum vorum fyi-irlesturinn,
en þess er ekki kostur. — J. J>. talaði
um þá þjóðarnauösyn sem það er, að
auka hið ræktaða land og fjölga býlun-
um, rakti hann sögu málsins hér á landi
og kvað það nauðsynlegt, að menn bind-
ust félagsskap til þess að koma skipu-
lagi á ræktunina, undirbúa ræktun og
leiðbeina. Þá skýrði hann frá stofnun
og starfsemi félagsins »Landn&m« í
Reykjavík og mintist nokkrum orðum á
lík'félög erlend, einkum félagið »Ny
Jord« í Noregi. Að síðustu bar hann
fram tillögu um að stofnað yrði félag,
með líku sniði og »Landnám«, fyrir
Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslur.
Fyrirlesturinn fékk góðar undirtekt-
ir, og urðu talsverðar umræður um
málið. Að síðustu var kosin nefnd
manna til þess að undirbúa félagsstofn-
un hér í sýslunum.
í nefndina voru kosnir: Jón H. Þor-
bergsson, Laxamýri, Björn Líndal, Sval-
barði, Ólafur Jónsson, Gróðrarstöðinni,
Jakob Karlsson, Akureyri og Kristján
Sigurðsson, Dagverðareyri.
-------O-------
Útlent.
Svíar vilja hafa launaðan ræðis-
mann á íslandi.
Landbúnaðarráðuneytið sænska
hefir eindregið mælt með, að Sví-
ar hafi launaðan ræðismann á ís-
landi. Álitið er að það geti haft
þýðingu fyrir sænsk viðskifti við
ísland, en sérstaklega þó fyrir
síldveiðar Svía við ísland og
síldar- og fiskiverzlunarviðskifti
þeirra við íslendinga.
Fjárhagur Frakklands fer stór-
batnandi segja ensk blöð, sem
hafa ritað mikið um fjárhagsá-
stæður Frakklands eftir að brezka
viðskiftaráðið í París gaf skýrslu
sína í haust.
Lundúnablöðin kveða svo að,
að þessi skýrsla sé líkust skáld-
sögu, svo ótrúlegar hafa framfar-
irnar verið, borið saman við á-
stæðurnar fyrir stríðið. Sama sem
öll þjóðin hefir nóga atvinnu. Að-
eins um 800 manns njóta opin-
bers styrks sökum atvinnuleysis.
Útflutningurinn hefir aukist um
50% síðan 1913, en innflutning-
urinn aðeins um 25%.
Þessar framfarir eru að þakka
alveg byltingarkendum umbótum
og aukningu á iðnaði landsins.
Landshlutar og bæir, sem eyði-
lögðust í hernaði stríðsáranna
hafa verið endurreistir og bygðir
af nýju og með nýtízku hjálpar-
meðölum, sem voru óþekt fyrir
stríðið.
Þa,kjárnsframleiðsla Frakk-
lands var fyrir stríðið aðeins einn
fjórði hluti af framleiðslu stóra
Bretlands, en í fyrra var Frakk-
land orðið á undan með þessa
framleiðslu. — Stálframleiðsla
Frakklands var einnig í fyrra —
í fyrsta sinn — meiri en Bret-
lands. Raforkuframleiðslan hefir
þrefaldast samanborið. við árið
áður en styrjöldin mikla hófst.
Blöðin segja ennfremur að hinar
efnalegu framfarir Frakklands
nú, séu fullkomlega eins miklar
og framfarir þær er áttu sér stað
í Þýzkalandi síðustu áratugina
fyrir stríðið.
Hveitiuppskeran hefir verið
góð í sumar sem leið. Eftir skýrsl-
um, sem fram hafa komið, hefir
hveitiuppskeran 1928 verið 111,2
milj. smál. (1927 101,8 smál.). Af
hveitiframleiðandi löndum er
Norður-Ameríka hæst með 39,9
milj. smál. og þá Rússland með
23,4 smál. Þó hefir frézt um upp-
skerubrest í sumum hlutum Rúss-
lands, og það svo að til neyðar
horfi; vonandi er þó að úr því sé
hægt að bæta. Það er þó alment
álitið að þetta atriði muni ekki fá
nein veruleg áhrif á verð hveitis-
ins á heimsmarkaðnum, nema því
aðeins að grípa þurfi til sérstakra
bjargráða.
Verðið á hveiti hefir stöðugt
farið lækkandi í sumar sem leið
sökum hins góða útlits fyrir.upp-
skeruna og hinna miklu birgða,
sem voru fyrirliggjandi einkum í
Kanada. En síðan í haust hefir
verðið nokkuð staðið í stað, jafn-
vel farið heldur hækkandi. Þó er
alment álitið að verðið muni ekki
verða mjög hátt. Alt kemur það
þó undir því, hvort hveitihringn-
um í Kanada tekst að liggja á hin-
um afar miklu birgðum sínum. í
Ástralíu og Argentínu lítur einn-
ig út fyrir góða uppskeru.
-------o-------
Boye Holm,
kennari, hefir dvalið hér í bænum
í vetur við kenslu í tungumálum,
dönsku, þýzku og ensku. Hefir
hann árum saman dvalið í Eng-
landi og Þýzkalandi. Eru það
meðmæli með honum, sem kenn-
ara í þeim málum. Hr. Holm hef-
ir nokkur ár fengist við tungu-
málakenslu hér á landi. Talar
hann og skilur allvel íslenzku. —
Þá fæst Holm við kenslu í hljóð-
færaleik, mandolín-, fiðlu- og gít-
ar-spili. Ennfremur að blása í
hinar ýmsu tegundir sönglúðra,
eða hornaspil. — Gefst þeim, er
áhuga hafa fyrir listum þessum,
færi að verða kenslu hans aðnjót-
andi, það sem eftir er vetrarins,
eða eitthvað fram á vorið,
til sölu. — Upplýsingar hjá
Árna fóhannssyni
Kaupfél. Eyfirðinga.
AUGKLÝSING.
Mér undirr. hafa verið dregin 2
lömb á síðasta hausti, með mínu
marki: sýlt bæði eyru, — sem eg
ekki á. Eigandi gefi sig fram við
undirritaðan hið fyrsta og greiði
áfallinn kostnað.
Lundarbrekku 20. jan. 1929.
Jónas Jónsson.
Heimili hans er í gamla Step-
hensens húsinu (Lækjargata 2).
K. A.
Skátasveitin. Boye Holm tungumála-
kennari hefir verið settur aðstoðarfor-
ingi við skátasveitina hér í bæ, og er
það mikill fengur fyrir skátana, því
herra Holm er æfður hljóðfæraleikari
og er nú verið að stofna hljóðfærasveit
meðal drengjanna, verður henni skift
í tvent, en svo síðar mynduð ein heild,
og verður þá kominn stór og fullkom-
inn flokkur. Hljóðfæri af nýjustu og
bestu gerð eru þegar komin fyrir flokk-
inn. Ættu bæjarbúar að styrkja nú
skátana einu sinni, svo vel gangi, því
hér er áreiðanlega farin sú réttasta
leið til þess að bærinn eignist öflug-
an hljóðfæraflokk í framtíðinni, sér til
sóma og ánægju. (Inns.).
-------0--------
Skíði
hjá Kaupfél. Eyfirðinga
og notið skíðafærið meðan
það er.
Skepnufoðurssild
Nokkrar tunnur af ágætri skepnu-
fóðurssíld, saltaðar s. I. sumar. —
Til sölu hjá
Anton Asgrímssyni,
Norðurgötu 11.
AUGUÝSING.
Á síðastliðnu hausti var mér
dreginn svartbotnóttur lambhrút-
ur, með mínu marki: Stýft hægra,
ómarkað vinstra. Hver, sem getur
sannað eignarrétt sinn á nefndu
lambi, getur vitjað andvirðisins
til mín, að frádregnum kostnaði,
og samið við mig um markið.
Hólsseli á Fjöllum 16. des. 1928.
Sigurður Þorsteinsson.
Ritstjórar:
Ingimar Eydal.
Gilsbakkaveg 6.
Friðrik Ásmundsson Brekkan.
A.ðalstræti 16.
Prentsmiðja Odds Björnssonar,