Dagur - 07.03.1929, Blaðsíða 3

Dagur - 07.03.1929, Blaðsíða 3
10. tbl. DAGUR 41 ár. Sjóðurinn gefi út vaxtabréf og veiti ián tii skipakaupa, alt að 60 smálesta, og til stofnsetningar iðn- aðarfyrirtækja í sambandi við fiski- veiðar. — Haraldur, Héðinn og Sig- urjón flytja þingsál. um skipun milliþinganefndar til að undirbúa lög um almannatryggingar. — Frv. um breyting á lögum um einka- sölu á síld er komið í nefnd í E.d. Meðal nýmæla frv. er það, aó fram- kvæmdastjórn er heimiiað, að taka fé aö iáni tii tunnukaupa og salt- kaupa og ríkisstjórninm heimilað að ábyrgjast tii Einkasölunnar ait að 18 kr. fyrir hverja tunnu útflutn- ningssíidar. Ríkissjóður greiði 2h af núgiidadi útfluningsgjaldi síidar í varasjóö Einkasölunnar. Allir botnvörpungarnir eru nú á veiðum hvarvetna, sem tii hefir spurst. Sigurður Pórólfsson fyrrum skóla- stjóri á Hvítárbakka, er látinn. Fyiia tók erlendan togara. Var hann sektaður um 12.500 kr. Athugasemdir* í 19. tbl. »Verkamannsins«, 2. þ. m., mokar Halldór Friðjónsson yfir mig ásökunum í hér um bil 7 dálka grein. Hann bregður mér um: 1) yfirlæti, 2) einfeldni eða lieimsku (óbeinlínis þó, sbr. að ritstj. »Norðlings« haí'i »lokkað« mig til hins og þessa), 3) fals og 4) ósannindi. Það er sumra manna háttur, þegar rök þrýtur í einhverju máli, að grípa til þess óyndisúrræðis að ausa þá, sem þeir hafa farið hall- oka fyrir, persónulegum illyrðum. Þann kostinn hefir nú Halldór tekið í þetta siirn. Eg hefi starfað allmikið með H. F. um fimm ára skeið. Það hefir jafnaðarlega farið mjög vel á með okkur, og hann hefir hvorki kvartað undan heimsku minni né yfirlæti, þangað til nú. Hann upp- götvar nú alt í einu þetta tvent og gefur í skyn, að svona sé eg og hafi verið. O-jæja! Þetta á að hrífa, þegar annað bilarl 1. Sannanirnar fyrir því, að skólanefnd hafi ekki tekið tillit til eða bygt á útblásnum kosninga- kviksögum í bænum í skólastjóra- málinu, liggja fyrir í gerðabók nefndarinnar. Nefndin bygði á því, sem fram kom við rannsókn málsins, og engu öðru. Eg geri ráð fyrir, að almenn- ingur sé ekki svo afvegaleiddur í málinu, að margra orða þurfi við, til þess að sannfæra hann um þetta. Læt þetta því nægja. 2. Nokkurnveginn samhljóða. vitnisburður skólabarnanna í 6. bekk og vitnisburður skólastjóra sjálfs bregða birtu yfir viðureign piltsins Guðbrands Hlíðar og skólastjórans. Yfirheyrslurnar og framburður skólastjóra er bókað í gerðabók skólanefndar. Það get- ur vel verið, að H. F. þyki ekki fullskýrð viðureignin af þessum * Þessi grein átti að koma út í »Verka- mannimmK, en íékk ekki húsaskjól feM* • • • • Farm af hinum ágætu Best South Yorkshire Hard pareimkolum fáum við innan fárra daga. Pantið í síma 228. Kaupfélag Eyfirðinga. vitnisburðum, en það kemur mér í rauninni ekki minstu vitund við. Er ástæðulaust að þrefa um slíkt. — Kenslumálastjórnin fellir úr- skurð á sínum tíma, reistan á þeim rökum, sem hér eru fyrir hendi. Það skiftir litlu, hvern dóm blaðamaður, eins og H. F., sem fiytur á einstrengingslegan hátt mál fyrir annan aðiljann, felhr í þessu efni. 3. Þá vill H. F. gera sér mat úr því, er eg segi, að nefndin hafi verið sammála um, að óviðkunn- anlegt væri eða ekki kæmi til nokkurra mála, að börnin, sem leiða átti sem vitni í máli gegn skólastjóra, yrðu áfram undir um- sjón hans. Eg man ekki betur en að ifefnd- in væri þegar á einu máli um að leysa skólastjóra frá kenslu og stjórn 6. bekkjar, þá er hún hafði ákvarðað að hefja rannsókn í málinu. Hvaðan hefir H. F. það, að þetta hafi verið samþykt vegna harðrar ásóknar minnihlutans ? Það er altaf hægt að segja hitt og þetta, en menn eiga ekki að venja sig á að slá fram órökstuddu hjali. Nefndinni bar skylda til að rannsaka málið eða láta rannsaka það, samkvæmt kröfu kæranda. Um það var öll nefndin sammála. — Hér var um að ræða mál gegn skólastjóra, og í því áttu börnin að bera vitni. Og þessvegna tek eg svo til orða, að »leiða börnin sem vitni gegn skólastjóra«. Nið- urstaðan af vitnaleiðslunni varð sú, að börnin báru vitni gegn skólastjóra. Eg vísa heim til föð- urhúsanna dylgjunum um það, að meiningin hafi verið sú, að leiða börnin sem vitni (einungis) móti en ekki með skólastj. Hér er gefið í skyn, að ætlunin hafi verið sú, að leiða börnin inn á þá braut í vitnaleiðslunni, að þau gætu ekki komið að meðmælum með skólastj. Bókun hvers fundar, meðan á rannsókninni stóð, var játuð rétt með athugasemdalausri undir- skrift allrar nefndarinnar, og sýn- ir það út af fyrir sig glögt, að dylgjur blaðamannsins eni til- hæfulausar. 4. Faðir drengsins kærði ekki yfir því, að drengnum hefði ver- ið refsað. Það er ekki minst á refsingu í kærunni. Hann segir, að drengurinn »hafi verið barinn og honum misþyrmt, svo að á hon- um hafi séð«. Sig. Hlíðar skoðaði þessar aðfarir sem misþyrmingu út af litlum eða engum sökum, en ekki sem refsingu. — Eg gat auðvitað ekki ráðið við og hafði enga ástæðu til þess að skifta mér af, hvað meiri hluti nefndarinnar kallar aðfarirnar í sinni niðurstöðu. Ályktun meiri hlutans er ekki ger undir minni stjórn og handleiðslu. Alt spjall H. F. um þetta er því ekkert ann- að en rugl. 5. Eg hlaut og hlýt enn að mót- mæla því eindregið, að »umkvart- anir hafi orðið að kæruatriðum« í mínum höndum. Það eru aðdrótt- anir um fölsun, ef þessi orð eiga nokkuð að þýða, 6. H. F. segir um minnihluta nef ndarinnar: »Sjálfsagt hefir hann átt vissan skólastjóra, sem reynast myndi fremri þeim, sem nú er, fyrst hann telur heill skól- ans tryggari, ef núverandi skóla- stjóri færi frá honum«. Eg er ein- mitt spurður um það, sem H. F. gefur í skyn í þessari klausu I spurningunni eru ummæli' Hall- dórs sett fram, fyrri parturinn í óbeinni ræðu og seinni parturinn með öðrum orðum, en nákvæmlega sömu merkingar og í grein hans. Þetta kallar H. F. fölsun á sínum orðum, og telur hann mig eiga hlut að henni eða það, sem verra er, að eg viti ekki, hverju eg svari (þ. e. a. s. vitsmunirnir nokkuð af skomum skamti!). — Annaðhvort er nú, að maðurinn þekkir ekki mun á beinni ræðu og óbeinni og merkingu algengra orða í málinu eða hann segir þettn hugsunarlaust eða út í bláinn (rugl!). — Hann teygir lopann enn og kemst að þeirri niðurstöðu, að það hafi verið skylda okkar B. B. að eiga annan betri skólastjóra vissan (o: vísan), áður en við lögðum til, að núverandi skóla- stjóra yrði sagt upp stöðunni. — Eftir þessu mætti engan mann frá embætti setja, fyr en fenginn væri maður í staðinn, sem örugt væri um, að aldrei yrði neitt á í embættinu. En hver á að gefa slíka tryggingu á hverjum tíma? Svona kenningar eru svo miklar lokleysur, að þær taka eigi nokkru tali. Hér hefir H. F. gert sig frægan að endemum! Eg hrakti grein H. F. með mjög ákveðnum orðum í viðtalinu. Hann hefir nú reiðst, og snýst þessvegna að mér síðast per- sónulega, en eg treysti því, að hann hafi lært svo mikið af þessu, að hann leggi nú upp árarnar. Brynleifur Tobiasson. -----o-.... Fr éttir. Eimreiðin, 1. h. þ. á., er út komin. Ritstjórinn skrifar »Við þjóðveginnz og kemur viða við. — Ragnar E. Kvaran ritar grein »Um nám guðfræðinga« við guðfræðideild Háskólans og þykir of litlum tíma varið til að afla nemendun- um hagrænnar þekkingar á vandamál- um nútímans, en of mikill hluti náms- tímans fari í að átta sig á gyðingiegum siðum og hugmyndum. — Einn af bankastjórum Landsbankans, Georg ól- afsson, ritar um »Seðlamál Bretax. — Þá er í þessu hefti niðurlag af ritgerð- inni »Bókmentaiðja Islendinga í Vestur- hehnH eftir Richard Bech. — >Frá Sól- Nýjar grammofónplötur komu með Islandi. Verðið lækkaB. Jón Guðmann. Nýkomið. Rúgmél, Maísmél og fóðurblanda. Benedikt Benediktsson. eyjum* nefnist ein ritgerðin, eftir Ólaf Óiafsson kristniboða. Eru það frásögur af Japan. — Ritstjórinn skrifar stutta grein, sem hefir að yfirskrift xForn- ritaútgáfan nýja«. — Enn er í heftinu saga eftir Einar H. Kvaran, og nefnist hún »Hallgrimwr«; kemur framhald sögunnar síðar. — Enn birtist í heft- inu kvæði eftir Gunnar Gunnarsson og tvö kvæði eftir Jóhannes úr Kötlum. — Loks er ritsjá. Nýjar Kvöldvökur, 1.—2. h. þ. á. komu út um miðjan síðasta mánuð. Heftið byrjar á smellinni sögu eftir Guðm. G. Hagalín. — »Kveðja til rósarinnar« er kvæði eftir Ásm. Eiríksson. Þá kemur framhald á sögunni »La Mafiac. — Bagalín ritar knálega um íslenzkar bókmentir á síðasta ári. Þá er framhald á lýsingu höfuðborga og að lokum kín- verskar smásögur. Taugaveiki hefir komið upp í Mel- gerði í Saurbæjarhreppi eins og getið var um í síðasta blaði. Liggja þar tveir í veikinni, Jóhannes Ólafsson bóndi þar, roskinn maður, og Benedikt Daníelsson, stjúpsonur bónda, ungur maður, báðir fremur þungt haldnir. Hafa sjúkling- arnir verið einangraðir. Um upptök veikinnar er ókunnugt. Ólafur Ólafsson kristniboði fór héðan með Esju í síðustu viku. Island kom frá Rvík kl. 6 í fyrra- kvöld. Meðal farþega hingað voru Bjarni læknir, Jón bæjarstj. og frúr þeirra, Sigurður Hlíðar, Ólafur Jónsson, Ágúst Kvaran, Jón Þorbergsson, Sig- urður Bjarklind, sr. Sigurður Stefáns- son og Stefán Marzson. Nova kom einnig í fyrrakvöld að lut- an. Villur slæddust inn í Alþingisfréttir í síðasta blaði. Jóhann Jósefsson er ekki í mentamálanefnd í N. d., heldur Jón Ólafsson. — 1 fjárlfrv. eru tekjurnar á- ætlaðar 11.179.600.00 kr. og tekjuaf- gangur því rúmlega 50 þús. kr. ---------q-------

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.