Dagur - 11.04.1929, Page 1

Dagur - 11.04.1929, Page 1
DAOUR kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- sen í Kaupfélagi Eyfirð- inga. Xll . ár. | Afgreiðslan er hjá Jóni Þ. Þ6r, Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. Akureyri, 11. Apríl 1929 15. tbl. Um uppeldismál. Eftir Jón Sigurðsson kennara. Uppeldismálin. F*að mætti teljast undravert, hve sjaldan blöð vor Akureyringa ræða með sér uppeldismál, því að langt er nú síðan að hinn mentaði heimur viðurkendi uppeldismálin þýð- ingarmestu og vandasömustu mál mannkynsins. Þagmælska blaðanna um þetta efni getur því ekki verið af því, að hugsandi menn þjóðar vorrar telji það lítilsvirði, en hitt mun sannara að menn álíta það ^slíkt vandaefni að með varúð og gætni beri að ræða það. Þó er engin skynsemi í þvf að láta það órætt eða drepa niður áhuga uifi uppeldi barna og menningu æskunnar. Og séu uppeldismál efcki rædd þá er jafnan hætta á, að farið verði að skoða uppeldismálin sem ónauðsynjaeftii og uppeldið svo vandalaust og þýðingar- lítið að eigi þarfnist það rökræðu. En hitt mun þó sannast, að hverju foreldri verður uppeldi barna sinna mesta vandamál og ábyrgðarefni lífs síns. Og holt væri þar að njóta ráða og aðstoðar þeirra, sem betur vita og lengra sjá, enda er skilningur á barnseðlinu skil- yrði fyrir skynsamlegu uppeldi. Engum er þó meiri þörf uppörfunar og fræðslu á uppeldismálum en okkur kennurum barnanna. Við finnum glögt hve hætt okkur er við að trénast upp og staðna í starfi okkar • við hina afskektu íslenzku barna- og unglinga- skóla. Og þó þarf enn meira en þetta, að gefa forelijrunum holl ráð og uppörfa kennarana. Pað þarf að rækta hugi almennings. Allir sem umgangast börn og unglinga eru kennarar þeirra svo lengi sem þeir umgangast þau. Það er því mikið undir því komið, hvernig framkoma hvers og eins er sem umgengst börn. Þegar eg kom frá út- löndum í vetur, fór for- maður skólanefndar þess á leit við mig, hvort eg væri ekki fús á að flytja opinberan fyrirlestur í bænum um erlendar nýungar í skólamálum og álit mittá því, hvernig þær yrðu helzt notfærðar hér eða samrýmdar okkar fræðslufyrirkomulagi. Og stuttu síðar vakti skólastjóri barnaskólans máls við mig í sama tilgangi. Eg tók þessu Ifklega, og kom okkur saman um að bezt mundi að eg gerði þetta um miðsvetrar leytið. En þá kom upp hið margrædda skólastjóramál. Var mér þá ljóst að bezt mundi að fella niður fyrirlesturinn, því að allmiklar æsingar voru í bænum um skólann og upp- eldismál bæjarins. Annarsvegar hafði Astœða. eg hugsað allmikið um fyrirlestraefnið, og ef ske kynni að athuganir þessar gætu frætt einhvern eða orðið-að liði þá læt eg þær nú birtast, og verður það þó aðeins útdráttur og aðeins drepið lauslega á hvað fyrir sig, því að efnið er mjög fyrirferðarmikið og lítt tæmandi. Eg mun hér fyrst lýsa áliti mínu á uppeldi yfirleitt, giidi heimilis og skóla. F*á mun eg reyna að gera grein fyrir hinum nýrri skóla- hugmyndum og kenslukerfum og þá fyrirkomulagi kenslu í frumgreinum: skrift, lestri og fl. Og þá loks bera fram athuganir um hvernig íslenzk heimili og skólar fái á beztan hátt hag- nýtt þessar nýungar uppeldismálanna. Öllum Boðskapur upp- eldisfrœðinnar. Pað varðar mest til allra orða, að undir- staðan rétt sé fundin. Innilegt þakklœti vottum við öllum þeim, sem sýndu samúð og hluttekningu við andldt og jarðarför móður okkar og tengdamóður, Kristínar Einarsdóttur. Börn og iengdabörn. mann- légum verum er það áskapað að eflast og þroskast. En aðeins með sjálfsþroskun er hverj- um einstakling auðið að ná þeirri hæð í lífi sínu, sem honum er eiginleg samkvæmt lögum hins ævararandi lífs og lögum náttúrunnar, sem við skynj- um sem brot úr al-lífinu. Eitthvað á þessa leið er boðskapur uppeldisfræðinnar á vorum dögum meðal þeirra manna, sem lengst þykja vera komnir í vizku um fræði þessi og dýpst þykja hugsa um málin. En þótt svo sé til orða tekið, að hver' verði að þroskast af sjálfsdáðum, þá telja uppeldisfræðingar að hægt sé að styðja menn uppeftir þroskabrautinni. Reynsla annara og ráðleggingar geti leiðbeint, líkt og viti vísi skipi úr hafvillu í höfn. Rað er líkt og því fylgi altaf sér- stök ábyrgð og vandi að vera fyrst- ur. Það er jafnan svo mikið undir upphafinu komið. Rað er ekki lítils vert fyrir hvaða málefni sem er, stofnun eða félags- skap, hvernig hin fyrstu kynni af þeim verða. Rér akureyrisku foreldrar eigið það mikilsverða hlutverk að inna, að leggja hyrningarsteininn að skapgerðar- byggingu hinna uppvaxandi Akureyr- inga. Þið fylgið börnum ykkar í fyrstu gönguna út á sjónarhól lífsins og bend- ið þeim leiðina, sem þau eiga að ganga, sýnið þeim göturnar, sem liggja upp eftir mannlífsfjallinu, upp til æ meiri fullkomnunar. Pað er því mikil ábyrgð, sem hvílir á herðum þeirra sem ala upp ungdóminn. En launin eru líka dýrleg, þegar vel hefir tekist og sigri er náð, og göfugustu launin falla jafnan þeim í skaut, sem þyngsta færa fórnina. Pessvegna má ekkert for- eldri’ eða fósturforeldri láta hugfallast, þó að ekki blási byrvænlega með mót- un þeirrar skapgerðar hjá barninu, sem það óskar fyrst og fremst að barnið skuli ná. Fullnaðarsigurinn næst aðeins gegnum eldvígsluna. Eldvígslu reynslunnar. Þar sem varanlegur þroski og göfugar, mótaðar skapgerðir koma líkt og skírður málmur úr afli allffs. Það mætti lengi vel harðri andúð og jafnvel mótspyrnu, þegar kröfurnar um undirbúning barna undir lífið voru auknar svo mjög, og fjöldinn allur af íslenzkum foreldrum voru lengi vel sáróánægð yfir því, að landstjórn, sveita- og bæjarstjórn skyldu skifta séraf því, hversu þeim kröfum var framfylgt. Það þótti mörgu foreldri að óþörfu gert og ófyrirsynju. Þeim þótti það vottur tor- tryggni til foreldranna. Og eigi þótti þeim> sýnt, að aðrir kynnu því betur •skil, en foreldrarnir sjálfir. Þetta ætti líka að vera svo. Enginn getur kom- ist í eins náið og innilegt samband við barn og góð móðir þess, og eng- an tekur barnið sér eins til fyrirmynd- ar og eftirbreytni og sannan föður. Þannig ættu á hverju heimili að vera allmikil skilyrði fyrir því, að barnið með uppvextinum geti orðið að góð- um og þroskuðum manni. En þessi öld samkeppni og framfara í vísindum og verklegum efnum krefst fólks, sem er vel útbúið í baráttu lífsins. Fólks með fasta skapgerð; og þó engu síð- ur manna og kvenna, sem kunna skil á hlutum, eru samkeppnisfær og hæf til að takast vandasöm störf á hendur. Eg segi þó ekki með þessu, að vanda- sömustu sförfin séu altaf fengin þeim í hendur sem hæfastir eru. En beiskt hlýtur að vera fyrir foreldra að kingja sopanum þeim, er þau sjá börnum sínum bolað frá í samkeppni lffsins, vegna þess að þau eru ekki samkepn- isfær. Og ekki verður hann óbeiskari sopinn, ef þau geta ásakað sig sjálf um það, að vera völd að því, að upp- eldi barnanna og undirbúningur þeirra undir lífið hefir. ekki heppnast eða stefnt að nógu háu og göfugu marki. Eg veit það vel, og hef allmikið af því séð, að márgir foreldrar eiga örð- ugt með aga á börnum sínum, og enn örðugra er þó fyrir mörgum að hafa nægilega sterk og göfgandi áhrif á skapgerð barna sinna. En þó að svona fari má samt ekki leggja árar í bát. Og hafi foreldrarnir engin ráð, þá er það siðferðis skylda þeirra, að reyna að fá þau utan að. Margir foreldrár hafa jafnan átt ráða að leita hjá presti sfnum í þessu efni, og vel mætti svo verða ennþá. Nú ætti einnig skóla- stjóri og kennarar barnanna að geta orðið hjálparhella, og allmikils ættu þeir að geta verið megnugir, vegna náins kynnis af barninu í námi þess og skólavist. (Frh.). Alþingisfréttir. Enn flytur E. F. frv. um heim- ild handa bæja- og sýslufélögum til þess að taka í sínar hendur all- an innflutning og sölu á nauð- .synjavörum. Er þetta tryggingar- ráðstöfun vegna hafíshættu. Ingvar Pálmason flytur, eftir ósk 'stjórnarinnar og samið að til- hlutun hennar, frv. um breyting á berklavarnarlögunum. Sámkv. því eru vinnufærir sjúklingar skyldir til að taka þátt í þeim störfum á heilsuhælum, hressing- arhælum og sjúkrahúsum, sem þeir að dómi læknis eru færir um að inna af hendi. Þá er og ætlast til, að stjórnarráðið nefni til sér- staka lækna í hverjum lands- fjórðungi, til þess að meta og gefa vottorð um það, hvort sjúkl- ingur þarfnist sjúkrahúss- eða hælisvistar og sé styrkhæfur vegna sjúkdóms síns. Ennfremur skal. stjórnarráðið kveða á um það, hverjar ljóslækningastofnan- ir taki til'meðferðar þá sjúklinga er Ijóslækningu þurfa og styrks njóta úr ríkissjóði. Af skýrslu ríkisstjórnarinnar, er fylgir frv. þessu, má sjá, að kostnaður við berklavarnimar fer sívaxandi. Hafa árleg útgjöld til berklavarna vaxið um hér um bil 100 þús. kr. síðustu árin, og árið 1927 voru útgjöldin komin yfir 950 þús. kr. og af þeirri upphæð greitt úr ríkissjóði rúmlega 860. þús. kr. »En hver hefir svo ára,ng- urinn orðíð af öllum þessum kostnaði«, segir í skýrslunni. »Eftir heilbrigðisskýrslunum að

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.