Dagur - 11.04.1929, Side 2
60
DAGUR
15. tbl.
■ ■•••••
Hð
Linuverk
ÍiS allar algengustu tegundir,
tjargað og ótjargað.
ÖNGLAR NR. 7 OG 8.
Athugið verðið hjá okkur áður en
þér kaupið annarstaðar.
Kaupfélag Eyfirðinga.
mmtommmmmmm
sjóð verzlunarinnar. Lyfjavörurn-
ar selji verzlunin síðan aðeins
lyfsölum og læknum, sem rétt
hafa til lyfsölu, og sé útsöluverð
þeirra til almennings ákveðið.
Mannaskifti hafa orðið í nefnd-
um í Ed. vegna ráðherradóms
Einars Árnasonar. í stað hans
kom Jón í Stóradal í fjárveitinga-
nefnd, en Ingvar í samgöngumála-
nefnd. Jafnframt gekk Jón í
Stóradal úr fjárhagsnefnd, en
Páll Hermannsson kom þangað í
staðinn.
£œndanámsskeiðið
á Akureyri.
(Útdr. úr fuiuiarg. námsskeiðsins).
Sænsku,
Ensku, Pýzku og Dönsku kennum
við framvegis eins og að undanförnu.
Friðrik Ásmundsson Brekkan.
dæma, þá var tala berklaveikra
sem hér segir:
Sjúklingar við árslok 1921: 526;
1922: 573; 1923: 536; 1924: 610;
1925: 861; 1926: 798.
Dánir úr berklaveiki árið 1921:
182; 1922: 172; 1923: 163; 1924:
197; 1925: 215; 1926: 183.
Sá galli er að vísu á skýrslum
þessum, að þær eru bersýnilega
rangar í verulegum atriðum. T. d.
vantar skýrslur fyrir öll árin úr
stærsta héraði landsins (Reykja-
vík) ; þar virðist ekki vera haldin
nein berklabók, sem þó er fyrir-
skipað. En að því er ráðið verður
af tölum þessum, fer berklaveiki
sívaxandi í landinu, þrátt fyrir
alt, sem gert er til að stemma
stigu hennar, og alt það fé, sem til
þess er varið.
En þótt þessu sé nú þannig var-
ið, þá er enginn vafi á því, að
berklavarnarlögin hafa gert mik-
ið gagn og að miklu af þeim
kostnaði, sem af þeim hefir leitt,
hefir verið vel varið. Fyrst og
fremst er það mjög sennilegt, að
mun meira væri um berklaveiki
hér á landi, ef litlar varnir hefðu
verið við henni settar og fé til
þeirra veitt af skornum skamti. i
öðru lagi verður því ekki neitað,
að margir efnalitlir menn hafa
þeirra vegna fengið mikla heilsu-
bót, og auk þess hljóta þau að
hafa létt mikilli byrði af sveita-
sjóðunum. Það dugir því ekki að
kippa mjög að sér hendinni með
fjárframlög til berklavarna, með-
an svoná standa sakir. Það, sem
ber að stefna að, er að spara alt,
sem unt er að spara til fram-
færslu sjúklinganna, án þess að
þeir missi neins í við það, og
reyna að koma í veg fyrir, að
berklavarnirnar verði einstökum
mönnum að féþúfu«.
Skýrsla þessi eða greinargerð
endar á þessa leið: »Annars mun
fremur þörf á auknu eftirliti, en
stórfeldum lagabreytingum tii
þess að draga eitthvað úr kostn-
aðinum við framkvæmd berkla-
varnanna«.
Bernharð Stefánsson flytur frv.
um að veita bæjar- eða sveitarfé-
lagi, samvinnufélagi eða einstök-
um mönnum heimild til að reka
lyfjaverzlun á fslandi.
Haraldur Guðmundsson flytur
frv. um bann gegn líkamlegum
refsingum. 1. gr. þess hljóðar svo:
Foreldrum, fjárhaldsmönnum,
húsbændum, kennurum, lærimeist-
urum og öðrum, sem yfir börnum
og unglingum hafa að ráða, er
með öllu bannað að beita hýðing-
um, höggum, barsmíði, kiípingum
eða öðrum líkamlegum refsingum,
hverju nafni sem nefnast, við
börn og unglinga.
Þingmenn Rangvellinga flytja
frv. til heimildariaga fyrir sýslu-
og bæjarfélög um að starfrækja
lýðskóla með skylduvinnu nem-
enda gegn skólaréttindum. Er
ætlast til að allir verkfærir 18 ára
karlmenn vinni kauplaust líkam-
leg störf í þarfir síns sýslu- eða
bæjarfélags, þar sem þeir eiga
heimili, 7 vikur að vorlagi gegn ó-
keypis húsvist og kenslu við verk-
legt og bóklegt nám 6 mán. tíma
næsta vetur á eftir. Frv. þetta er
samið af sýslunefnd Rangárvalla-
sýslu og flutt samkvæmt áskorun
hennar.
Eftir ósk bæjarstjórnar Rvíkur
flytja þingmenn Reykjavíkur frv.
um að Seltjarnarneshreppur skuli
lagður undir lögsagnarumdæmi
bæjarins. Ástæðan er sögð sú, að
efnamenn, sem hafa atvinnu sína
og tekjur í borginni, eru teknir að
flytja út fyrir takmörk hennar,
til þess að komast hjá hlutfalls-
legri þátttöku í gjöldum til henn-
ar. —
Ailsherjarnefnd Ed. flytur fi*v.
um breytingu á lögum um sektir,
sem miða að því að láta megi þá
sem afplána sekt í fangelsi, vinna
hana af sér í vinnuhælinu á Litla-
Hrauni við Eyrarbakka. Verði þá
fanginn hálfu skemmri tíma þar
við venjulegt fangaviðurværi og
vinnu, heldur en hann ella yrði í
einfaldri fangelsisvist.
Jón Baldvinsson fiytur frv. um
''einkasölu ríkisins á lyfjum. Hafi
ríkið öll innkaup á lyfjum og
hjúkrunargögnum og sé álagning
þess, umfram kostnað við verzl-
unina, 2% af ársveltunni, og
renni sú upphæð í veltu og vara-
Einsog auglýst hefir verið hér í
blaðinu, var bændanáinsskeiö hald-
ið hér í bænum að tilhlutun Rækt-
unarfélags Norðurlands, liófst það
sl. sunnudag kl. 4, í samkoinuhúsi
bæjarins.
Fyrsti dagur: Formaður Ræktun-
arfélags Norðurlands, Sigurður E.
Hlíðar dýralæknir, setti námsskeiðið
og bauð menn velkomna. Rakti
hann síðan í örfáum <orðum sögu
þessara búnaðarnámsskeiða, frá því
fyrsta að þau byrjuðu hér á landi
fyrir 26 árum, og skýrði tilgang
þeirra. Gat hann og þess, að hér
væri nú staddur Sigurður Sigurðs-
son búnaðarmálastjóri, hinn fyrsti
hvatamaður þessara námsskeiða, og
yrði hann og framkvstj. Ræktunar-
félags Norðurlands, Ólafur Jónsson,
aðalfyrirlesararnir á þessu náms-
skeiði.
Því næst bað málshefjandi fund-
armenn að kjósa fundarstjóra, og
var Sig. E. Hlíðar kosinn í einu
hljóði.
Áður en gengið var til dagskrár,
var sungið: »Ö, fögur er vor fóst-
urjörð«.
Búnaðarmálastjóri Sigurður Sig-
urðsson flutti nú fyrirlestur um Ný-
yrkju.
Benti ræðumaður á nauðsynina
fyrir ræktun landsins. Túnin væru
nú um 23 þúsund ha., en vér ættum
um það bil 2 milj. ha. af ræktanlegu
landi. Búskapurinn þyrfti að koma í
það horf, að minstu jarðirnar hefðu
um 10 ha., en stærri jarðirnar um
100 ha. ræktað land. Jarðræktina
þyrfti að auka svo, að eftir hvern
þa’nn mann, sem til heyskapar
gengi, lægj 5—6 sinnum meiri hey-
fengur en nú er.
Síðan skýrði fyrirlesarinn frá,
hvernig bæri að undirbúa og með-
höndla land til ræktunar, svo að
sem fyrst og bezt kæmi að notuin,
og yrðu aðferðirnar mismunandi
eftir því, hvort um væri að ræða
vallendi eða mýrlendi.
Að fyrirlestrjnum loknum var
sungið: »Man eg grænar grundir«,
og síðan flutti Ólafur Jónsson fram-
kvæmdarstjóri fyrirlestur sinn um
Geymslu húsdýraáburðar. Byrjaði
hann á að skýra, hve mikið ræktað
land hefði aukist á undanförnum
árum síðan 1920. En þar sem öll
ræktun krefðist áburðar, væri á-
burðarhirðing og áburðarnotkun
mikilsverð mál, sem bændur þyrftu
að gefa alvarlegri gaum, en hingað
til hefði átt sér stað. Skýrði fyrir-
lesarinn mál sitt með niðurstöðutöl-
um, sem fengnar hafa verið við
norskar og danskar tilraunir, er
gerðar hafa verið í þessu efni. Benti
hann síðan á nokkur ráð til að
drýgja húsdýraáburð vorn og varð-
veita hann frá rýrnun og efnatapi.
(Eitt af helztu ráðum til þess að
húsdýraáburðurinn komi að sem
mestum notum, er að hafa safn-
þrær og geyma þvagið sér).
Þar sem fundartíminn var nú á
enda, var fundi frestað til kl. 1 sd.
næsta dag.
Annar dagur. Kl. 1 á mánudaginn
var annar fundur námsskeiðsins
• settur eins og til stóð. Sigurður
Hlíðar setti fundinn og bauð menn
velkoma. — Eftir að fundargerð
síðasta fundar hafði verið lesin upp
og samþykt, var gengið til dag-
skrár. 1. fyrirlesari var Ólafur Jóns-
son, sem flutti fyrirlestur um Notk-
un húsdýraáburðar. Ræðumaður
lýsti í stórum dráttum notkunargildi
og notkunarreglum á húsdýraá-
burði, gerði samanburð á honum og
tiíbúnum áburði og studdist að
mestu við innlenda reynslu, sem
fengin er á síðustu áruin við tilraun-
ir sem að mestu hafa verið fram-
kvæmdar af Ræktunárfélagi Norð-
urlands í Gróðrarstöð Akureyrar og
víðar.
Þá flutti Sigurður búnaðarmála-
stjóri annan fyrirlestur um nýyrkju.
— Fyrst gat fyrirlesarinn um vinnu-
aðferðir á mismunandi jarðvegi,
síðan heiztu verkfæra, sem nothæf-
ust væru, því næst gaf hann yfirlit
yfir helztu grastegundir, sem æski-
legt væri að rækta; og að endingu
lýsti hann sáningu á nýbrotnu landi.
Þriðja fyririesturinn hélt Pálmi
Hannesson kennari, var hann um
Ræktun vatna. Byrjaði ræðumaður
með að geta þess, hve þýðingarmik-
ið mál ræktun vatna gæti orðið fyr-
ir velmegun þjóðfélagsins. Því næst
lýsti hann skilyrðum þeim, er
straumvötn og stöðuvötn þyrftu að
hafa, til þess að lax eða silungur
gæti þrifist þar vel. Ennfremur lýsti
hann æfiferli laxins og útskýrði að-
ferðir við laxa- og sílungaklak.
Kl. 5 sd. hófst utnræðufundur.
Um kvöldið kl. 8 sýndi Sigurður
búnaðarmálastjóri skuggamyndir og
útskýrði þær; voru þær flestar frá
Grænlandi, en auk þess nokkrar ísl.
myndir og nokkrar myndir af jarð-
yrkjuverkfærum.
Að lokinni myndasýningunni
flutti Sigurður E. Hlíðar fréttir af
Búnaðarþinginu samkvæmt áður
frainkominni ósk frá einum fundar-
manna.
Fleira var ekki tekið fyrir, þar
sem kl. var 10. að kvöldi; var svo
fundi frestað til næsta dags kl. 1
síðdegis.
(Frh.j.
------o-----
Áttavilla „Verkam.“.
iVerkamaðurinru, er út kom á
þriðjudaginn, fræðir iesendur sína
á því, að á næst síðasta bæjar-
stjórnarfundi, þar sem eg gegndi
forsetastðrfum, hafi eg farið kæn-