Dagur - 20.06.1929, Blaðsíða 2

Dagur - 20.06.1929, Blaðsíða 2
| Timburfarmur 1 nýkominn. Allar algengar timburtegundir til húsa- smíða. — Furuborð í báta og húsgögn. •£§ Oirðingarstaurar. Bryggjustaurar. J|j| Krossviður. egp p* Kaupfélag Eyfirðinga. *S kom gríðarstórt úrval af flónelum, tvisttauum, lér- eftum, morgunkjólatauum, sumarkjólum og ullar- kjólatauum. Peysufataklæði, silkisvuntuefni, slifsis- efni, kasmirsjölin margeftirspurðu og ullarsjöl, allskonar húfur kasketti og fl. Baldvin Ryel. Myndastofan Gránufélagsgötu 21 er opin aila daga frá kii 10-6. Guðr. Funch-Rasmussen. hafa verið Sigurði Eggerz nokkur hugarléttir að hafa sálusorgara sér við hlið á þessari píslargöngu sinni. Pegar Sig. Eggerz bauð sig fram til þingmensku í Dalasýslu, varð hann að lofa kjósendum því að ata sig ekki út á íhaldinu. Mun Dalamönnum hafa þótt hann bregð- ast því loforði heldur illyrmislega og talið hann með réttu rogast með drápsklyfjar um kjördæmið: loforð öðrumegin, en svik hinumegin. Tíð (ataskifti. Framsóknarflokkurinn var stofn- aður í þingbyrjun 1917 og er því orð- inn 12 ára. Andstöðuflokkur hans nefndi sig þá Heimastjórnarflokk. Voru það slitur úr gömlum, þjóð- kunnum flokki með sama nafni. Á þessu tímabili hefir þessi andstöðu- flokkur Framsóknar við og við ver- ið að hafa fataskifti og sýnt með því mikinn tepruskap eins og hé- gómagjörn kona. Á þessum 12 ár- um hefir flokkurinn tekið á sig sex gervi, gengið undir sex nöfnum, eða skift um búning annað hvert ár að meðaltali Úr Heimastjórnar- flokki breyttist hann í kosninga- bandalag, úr kosningabandalagi í sparnaðarbandalag, úr sparnaðar- bandalagi í borgaraflokk, úr borg- araflokki í fhaldsflokk og nú síðast úr íhaldsflokki í sjálfstæðisfíokk. Víst má telja að sjálfstæðisnafnið fari flokknum svo illa, að hann verði neyddur til að hafa enn fataskifti á næstunni. En undir öllum þeim ó- líku stökkum, er flokkurinn hvolfir yfir sig, slær aitaf sama hjartað og býr sama innrætið, innræti við- spyrnunnar gegn framsóknaröflun- um í þjóðiífinu. Höfuðprestsembættið. »íslendingur« skýrir frá þvf, að eldri ritstjóri Dags hafi hlotið höf- uðprestsembætti lýginnar. Petta get- ur ekki verið rétt, því ritstjóri fsl. hefir ekki sagt því embætti lausu og heidur engin ástæða til manna- skifta þar, því hann hefir þjónað því af mikilli trúmensku. Úneínt blað rekur upp stór augu i hvert skifti, sem minst er á »b!aðóféti« eða eitthvað þvílíkt og segir: Nú er ver- ið að iala um mig! Pegar nefnd er »eftirherrna Morgunblaðsins*, verð- ur sama blaði að orði: Þetia er nú ég! «Svarta höndin.« Á fundi »frjálslyndra« í Rvík, þar sem Sig. Eggerz bar fram tillögu sína um að »frjálslyndið« inniimað- ist íhaldinu, kvaðst einn fundar manna ekki vilja verða niðursetning- ur á elliheimili íhaldsins. Annar minti Sig. Eggerz á, hvernig Morg- unblaðsmenn hefðu spottað sjálf- stæðismenn og málefni þeirra. S. E. spurði þá, hvort ekki ætti að taka á móti útréttri bróðurhönd íhalds- ins. Pá fékk hann þetta svar: »Pað er engin bróðurhönd. Pað er bara svarta höndin«. Lyktir urðu þær, að S. E. sá sér ekki fært að bera inn- limiinartillöguna undír atkvæði, en lét sér nægja að gefa þá yfirlýsingu, að hann væri staðráðinn í því að vista sig hjá íhaldinu, hvað sem hver segði. Magnús ekki nefndur. Morgunblaðið telur upp þá menn af sínu hði, sem sækja fundi þá, sem nú eru haldnir sunnanlands. Magnús, sem áður var í »Stormin- um«, en er nú aktaritari við Morgun- blaðið, er einn þeirra sem fer á fúndina, en Morgunblaðið nefnir hann ekki. Mun þetta vera einhver snefill af velsæmistilfinningu hjá blaðinu. Rausnarleg gjöf. Bandaríkjaþingið hefir samþykt 50 þús dollara fjárveitingu, til þess að láta gera standmynd af Leifi Eiríkssyni hepna, og á að færa íslendingum myndina að gjöf arið 1930. ------o----- Simskeyti. (Frá Fréttastofu lslands). Rvík 18. júní. Vélafræðingur frá þýzka Junkerfélag- inu kemur hingað með Drotningunni, til þess að athuga mótorinn í flugvél- inni Sverige; flugmennirnir fara því í fyrsta lagi upp úr helginni. París: Flugan Guli fuglinn flaug á 29 stundum frá Bandaríkjunum til Spánar; er það hið hraðasta Atlants- hafsflug, enn sem komið er. London: Fullnaðarúrslit í kosning- unum í Bretlandi eru á þessa leið: Jafnaðarmenn 289 þingsæti; íhalds- menn 260; frjálslyndir 59; aðrir 8. Jowitt dómsmálaráðherra er talinn með verkamönnum. Capetown: Kosningar eru afstaðnar. Stjórnarflokkarnir, nefnilega þjóðernis- sinnar og verkamenn, halda meiri hluta á þingi Suður-Afríku. Kiel: Rýsk-norrænt mót stendur yfir. Glíma íslegzkra stúdenta vekur mikla eftirtekt. Finnur Jónsson prófessor er gerður heiðursdoktor Kielarháskóla. London: Bramwell Both er látinn. Farþegaflugvél bresk, er var á leiðinni til Parísar með 11 farþega, steyptist niður í Ermasund. Sjö farþegar drukn- uðu og flugmennirnir meiddust. 17. Júní var haldinn hátíðlegur í Rvík í gær. Landlæknir hélt snjalla ræðu af svölum Alþingishússins. íþróttasýningar og Knattspyrnumót íslands hefst í kvöld; Akureyringar og Vestmannaeyingar taka þátt í því. Pétur M. Bjarnason og Rórður Runólfsson eru skipaðir skoðunarmenn verksmiðja-véla. Árið 1925 voru innieignir í bönk- nm og sparisjóðum hér á landi 48,077,891 kr, ------o——— Koiifrn í Bretlandi Eins og frá var skýrt í símskeyt- um í síðasta blaði, eru nú úrslit kosninganna til neðri málstofu breska þingsins kunn orðin. Biðu menn með óþreyju um allan heim eftir þeim úrslitum; því búist var við að þau gætu haft hinar örlagaríkustu afleiðingar. í neðri málstofunni eiga sæti 615 þingmenn. Fyrir kosningarnar var flokkaskiftingin þar þannig: íhalds- menn 411, jafnaðarmenn 156, frjáls- lyndir 42, aðrir 6. — Eftir kosning- arnar er þetta þannig breytt: íhalds- menn 260, jafnaðarmenn 290, frjáls- lyndir 58, aðrir 7. Kemur þá í Ijós að íhaldsmenn hafa tapað 151 þing- sæti, jafnaðarmenn grætt 134 þing- sæti, frjálslyndir grætt 16 og aðrir 1. Við næst síðustu kosningar unnu íhaldsmenn í Bretlandi mikinn sig- ur og komust í hreinan, sterkan meiri hluta og mynduðu stjórn með Stanley Baldwin sem forsætis- ráðherra. Er hann mjög ákveðinn íhaldsmaður og valdi hann sjer ráð- herra eftir því. Stjórnarár Baldwins hafa verið hin verstu vandræða- og kreppuár, atvinnuleysi með ðllum afleiðingum þess hefir þjakað lands- lýðinn, og stjórnin löngum þótt standa úrræðaiaus, ráðalaus og vilja- laus í þeim vandræðum. Fleira hefir og komió til greina. — Við nýaf- staðnar kosningar hefir íhaldsflokk- urinn breski goldið mikið afhroð í þingmannafalli og stjórn hans fallið við lítinn orðstír. Á íhaldsrústunum rís nú upp ný jafnaðarmannastjórn i hlutleysisskjóli frjálslynda flokks- ins, með Mac Donald jafnaðarmanna- foringja í broddi fylkingar. Verður nú fróðlegt að veita því athygli hvaða tökum hin nýja stjórn tekur á vanda- málum Bretlands. Tekst henni að leysa úr atvinnuskortinum á viðun- andi hátt og bæta úr neyð hinna hungruðu miljóna? Tekst henni að auka, og efia sóma ríkisins út á við og inn á við? Þessar og þvílíkar spurningar eru nú á hvers manns vörum. Við bíóum og sjáum hvað setur. -----o---- Fréttir. 17. júní var að tilhlutun U. M. F. A. Hátíðlegur haldinn hér í bæ með sam- komu á leikvangi félagsins við Þórunn- arstræti. Fór hátíðahaldið fram eins og venjan hefir verið áður: ræður, söngur, og íþróttasýning. Ræðumenn voru að þessu sinni: Jóhann Frímann (minni Jóns Sigurðssonar); Friðgeir Berg' (minni Islands); Steindór Steindórsson (minni Eyjafjarðar). Allar voru ræð- urnar vel gerðar og vel fluttar og að öllu fór hátíðahald þetta mjög snotur- lega fram, enda var veður hið besta. Ágóðanum af hátíðarhaldi þessu verður varið til upphitunar sundlaugar bæjar- ins eins og áður. Upplestur Thorkild Roose á föstu- dagskvöldið fór fram með hinni mestu prýði, var í senn bæði náttúrlegur og' listfengur. Ekki var efni það, er hann valdi sér til upplestrar, sérstaklega til- þrifamikið. Las hann söguna »Dagbók djáknans« eftir Steen Steensen Blicher og að auki nokkur kvæði eftir ýmsa danska höfunda. Aðsókn að upplestrin- um var góð. Island kom hingað á föstudagsmorg- uninn var og með því fjöldi farþega, svo sem Páll Sigurgeirsson verslunar- stjóri, ungfrú Hermína Sigurgeirsdótt- ir, frú Þóra Havsteen, Ármann Dal- mannsson og íþróttastúlkurnar, er suð- ur fóru. Skipið fór aftur á laugardags- morgun og meðal farþega suður voru Einar Jónsson mag. og frú hans, knattspyrnuflokkurinn úr K. A., Ámi Jóhannsson, Sigtryggur Þorsteinsson, Guðbjörn Björnsson, Sveinn Bjarman,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.