Dagur - 12.12.1929, Blaðsíða 2
212
nsa&n
53, tbl,
Tvær bækur hafa Degi verið sendar nú
nýskeð. Frú Aðalbjörg Signrðardóttir hefir
gefið þær ut. Önnur heitir KríStUr Og kirkju-
kenningarnar. Cr hún fyrirlestrar og ræður
eftir Harald Nielsson. — Hin bókin heitir
FrjálSt líf og hefir að innihalda ræðu eftir
J. Krishnamurti, fluttar í Ommen 1928
Nöfn höfundanna er næg sönnun tyrir á-
gæti beggja bókanna.
Gríma. Fyrsta hefti af hinu mikla Pjóð-
sögusafni, sem Oddur Björnsson hefir
safnað, er komið út hjá Þorst, M. Jónssyni.
Jónas Rafnar býr safnið undir prentun.
Þetta hefti lítur mjög vel út, er fjölbreytt
að efni, skemtilegt og liklegt til að ná
miklum vinsældum. — Bráðlega mun von
á öðru hefti, og verður þá frekar minst á
bæði heftin.
Myndir úr menningarsögu islands á liö-
num tíldum, heitir merkileg og skrautfeg
bók, sem er nýútkomin hjá Bókaverzlun
Sigfúsar Eymundssonar í Reykjavík. En
útgéfendurnir eru tveir af vorum ágætu
fræðímönnum, þeir dr. Sigfús Blöndal
bókavörður í Kaupmannahöfn og Sigurður
Sigtryggsson lektor í Sönderborg. Bókin
hefst með stuttu sögulegu yfirliti, en að
mestu er hún myndir úr menningarsögu
íslands, eru þær mjög vel gerðar og afar
fjölbreyttar, má t. d. benda á hinar ágætu
myndir úr handritum, af vefnaði, útskorn-
um munum, byggingum, búningum, skraut-
gripum og mörgu öðru. — Myndunum
fylgja stuttorðar en gföggar skýringar, sem
prentaðar eru sérstaklega síðast í bókinni.
Bók þessi mun geta talist sem minn-
ingarit í tilefni af Alþingishátíðarárinu
sem í hönd fer — enda er hún vel til
fallin að vekja eftirtekt á og glæða áhug-
enn fyrir menningu vo'rri á liðnum öldum
og er engin vanþörf á að fræða einmitt
fslendingá sjálfa um þau efni. Hafi útgef-
endurnir þakkir fyrir starfið. — Bókin er
7 arkir á stærð í stóru broti og kostar
5,00 kr. í kápu og 7,50 innbundin.
Gisli Guðmundsson, sem dvalið hefir
erlendis nokkra hrið undanfarið, hefir
ritað stutta, en góða og skílmerkilega grein
um samvinnufélagshreyfinguna hér á landi
í »Brugsforeningsbladet<. Orein þessi er
prýdd myndum af núverandi formanni
í S. 1. S., lngólfi Bjarnarsyni, Pétri sál,
Jónssyni á Oautlöndum, Hallgr. sál. Krist-
inssyni, Jakob Hálfdánarsyni og konu
hans, Sambandshúsinu í Reykjavík, ís-
lenzkri landslagsmynd og mynd höf.
—o- .....
Anndll 19. aldar, 5. hefti
hefir blaðinu verið sent af þessu
mikla verki Péturs sál. prests í
Grímsey. Það er mjög fróðlegt nt
og gefur ágætar upplýsingar um
hagi þjóðarinnar að ýmsu leyti á
síðustu öld.
Er það sonur höfundarins, hr.
Iiallgrímur Pétursson bókbindari,
sem annast útgáfuna og kostar
hana. — Heyrst hefir að útgáfu
annálsins muni þó verða hætt í
bili, þar eð hann nú kemur inn á
tímabil núlifandi manna. — Lýsir
það mikilli nærgætni hjá útgef-
andanum, þó ólíklegt sé að nein-
um gæti mislíkað þó útgáfunni
væri haldið áfrwn.
———o---------
EggertÖrn Kristjánsson.
Grímsey.
F. 4. febr. 1923, — d. 5. sept. 1929.
Hvað daprar mjer' dag þann í augum?
Hvað dylst mér, sem ráðið ei get"
Hvað vekur mér viðkvæmni í taugam?
Hvað vallblómin tárast nú lét?
Ég spyr—en hver spurning mín hnígur
við sporbaug í eilífðarþögn.
Ó helkyrð! hvar fugl enginn flýgur
með fjaðrablik. — Valda því rögn?
Sjá, fjöllin í draummóðu dökkva
þau drjúpa við annarlegt glit,
og fjarst þar í sjávardjúp sökkva
létt sveipuð í purpurans lit.
Að eyjunni brimaldan brýtur
und blískauti ein og ein.
Og' fiskur um fær-öngul bítur,
sem faldist við þanggróinn stein.
Á gnípunni barnsveinninn brosti
svo blítt og' með alvöru-ró.
En höfugt og hljóðlega Frosti
i hamrinum gullið sló.
Hvert hamarslag gall við sem grútur
og gullið var slegið titt.
Hver ræður þær grafdimmu gátur?
Hver getur hér skilið og þýtt?
Ég sé hann — ég sé hann lengi
ó, sveininn á bjargsins gnúp,
því fegri var annar engi
og augun svo regin djúp.
f svip voru sögur og kvæði,
en sálin þroskans beið,
svo vönduð vizkuklæði
þar vöggudísin sneið.
Sem dagroði á dagghreinu blómi
lék dtaumur um hvarma-gljá. ■
— En aldan með ekkþrungnum rómi
þá útsænum brunaði frá.
f
Á línuskil lífs og dauða
æ letruð er dular-rún.
Hér brotnaði báran nauða
og brotnaði fjörs við hún.
Þar blárri fanst báran engin
um breiðan marar-ál,
h\ers liimins var fegurð fengin
að flugbúa hreina sál.
Og barnið af bömunum friðast
það barst nú á Drottins fund.
og eyjunnar blómið blíðnst
þá bliknaði á sömu stun I.
Nú lengur ei leiðslan mér háði
— og lóan um eyjuna fló —,
loks réðist hvað þanka tninn þjáði,
æ þetta mér huluna bjó.
Það húmaði og hljóðlega Frostí
í hamrinum gullið sló,
en himna frá bjarmfagurt brosti
ó, blástirni sveinsins er dó.
En engill í vörinni vakti,
sem vörður, hvar líkið flaut,
unz fannst það, sem blómstrá er btakti
— það barst heim í móðurskaut.
Ort fyrir náið skyldmenni þess
látna.
Ásm. Eiríksson
frá Reykjarhóli.
■ o
í§)
0
m
T§)
Skófatnaður.
0
0
0
0
0
lAllra nýjasta tízkaD
^ fyrir fólk á öllum aldri.
gj — Nýkomið MIKIÐ og GOTT ÚRVAL. — gj
Meiri birgðir væntanlegar um miðjan mánuðinn.
§ Eldri tegundir seldar fyrir hálfvirði!
0
Hvannbergsbræður.
•M a 11 ö I
B ajj e r s k t ö 1
P i 1 s n e r
£ezt. — Ódýrast.
Innlent.
Ilátar húsmæður
nota eingöngu
VAN HOUTENS
heimsfræga suðusúkkulaði.
Obels
munntóbak
er best.
Hreinsar fljótt og vel. Ojörir hlut-
ina skínandi fagra. Notið það
alstaðar i húsum yðar, til að
hreinsa hvítmálaða veggi og linoleum-
gólfdúka. Til að hreinsa og fága máln-
ingu og glerung, til að gera potta og
pönnur, skálar og baðker skínandi fögur.
Lever Brothers, Ltd.,
Port Sunlight, England.
beri að leggja alla áherzlu á veg-
ina, því að fólksstraumur og
fiutningar með ströndum fram
hverfi til bílferðanna. Framsókn-
armenn benda aftur á, að þótt
rétt sé og sjálfsagt að leggja alla
áherzlu á vegi, þá sé samt óhjá-
kvæmilegt að.auka strandferðirn-
ar og eru færð fram þessi megin-
rök:
1. Sumum landshlutum á Vest-
fjörðum, Austfjörðum og víðar
verður ekki komið í samband við
vegakerfi landsins enn um langt
skeið og sumum ef til vill aldrei
vegna ókleifra staðhátta.
2. Hversu góðir akvegir, sem
iagðir eru yfir öræfi og fjallvegi
iandsins verður ekki með neinum
úrræðum, eða íhalds-speki sporn-
að við því að íslenzkt veðráttufar
fari sínu fram. Þetta kom áþreif-
anlega á daginn nú í haust, er
ekki eingöngu fjallvegirnir, held-
ur nálega allir vegir á stórum
svæðum á landinu lokuðust og
urðu alófærir um miðjan október.
Gæti slíkt jafnvel fyrri að hönd-
um borið.
(Tíminn).
Fjallvegimir og strandferöimar.
íhaldsmenn hamra látlaust á
því, að ástæðulaust sé að auka
Btrandferðir úr þessu, heldur
Ritstjórar:
Ingimar Eydal.
Gilsbakkaveg 6.
Friðrik Ásmundsson Brekkan.
Aðalstræti 15.
Pi-entsmiöja Odds Björnssonar.