Dagur - 30.01.1930, Blaðsíða 1

Dagur - 30.01.1930, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 _árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Gjaldkeri: Ámi Jóhanns- son í Kaupfélagi Eyfirð- inga. Afgreiðslan er hjá Jáni Þ. Wr, Norðurgötu S. Talsimi 112. Uppsögn, bundin vlð ára- mót, sé komin til af- greiðslumanna fyrir l. de*. •••••■ -•-•-• -•-•-•-•- • • • •-• • • • •-•■• •••••• Akureyri, 30. janúar 1930. 6. tbl. - XIII. ári * -• •-♦-• -•'•-•-#-• •-• •-• • • • # •-• AlÞingi. Nefndir þingsins. Hinar föstu nefndir Alþingis eru þannig skipaðar: Fjárhagsnefnd: Ed. Ingvar Pálmason, Björn Krist- jánsson, Jón Baldvinsson. Nd. Halldór Stefánsson, Ólafur Thors, Hannes Jónsson, Sig, Eggerz, Héðinn Valdemarsson. Fjárveitinganefnd: Ed. Jón Jónsson, Jóhannes Jóhann- esson, Páll Hermannsson, Ingi- björg H. Bjarnason, Erlingur Friðjónsson. Nd. Ingólfur Bjarnason, Pétur Otte- sen, Jörundur Brynjólfsson, Jón Sigurðsson, Bjarni Asgeirsson, Jón Ólafsson, Haraldur Guð- mundsson' Samgöngumálanefnd: Ed. Páll Hermannsson, Halldór Steinsson, Jón Jónsson. Nd. Gunnar Sigurðsson, Hákon Kristófersson, Hannes Jónsson, Jón Auðunn Jónsson, Sigurjón A. Ólafsson. Landbúnaðarneind: Ed. Jón Jónsson, Jónas Kristjáns- son, Jón Baldvinsson. Nd. Þorleifur Jónsson, Jón Sigurðs- son, Lárus Helgason, Einar |óns- son, Bernharð Stefánsson. Sjávarútvegsnefnd: Ed. Erlingur Friðjónsson, Halldór Steinsson, Ingvar Pálmason. Nd, Sveinn Ólafsson, Jóhann P. Jósefsson, Magnús Torfason, Ól- afur Thors, Sigurjón A. Ólafsson. Mentamálanefnd: Ed. Páll Hermannsson, Jón Por- láksson, Erlingur Friðjónsson. Nd. Ásgeir Ásgeirsson, Magnús Jónsson, Sveinn Ólafsson, Jón Ólafsson, Bernharð Stefánsson. Allsherjarnefnd: Ed. Jón Baldvinsson, Jóhannes Jó- hannesson, Ingvar Pálmason. Nd. Magnús Torfason, Magnús Guðmundsson, Gunnar Sigurðs- son, Hákon Kristófersson, Héð- inn Vatdemarsson. Forsetan f fréttaskeytum f sfðasta blaði var getið um aðalforseta þingsins. Varafor- setar eru sem hér segir; Elri deild: 1. varaforseti Jón Baldvins- son. 2. varafors. Ingvar Pálmason. Skrifarar þeirrar deildar eru Jón Jóns- son og Jónas Kristjánsson. Neðri deild: 1. varafors. Jörundur Brynjólfsson. 2. varafors. Bernharð Stefánsson. Skrifarar deildarinnar eru Halldór Stefánsson og Magnús Jónsson. í sameinuðu pingi: Varafors. Þorleifur Jónsson, kosinn með 19 atkv. — Sig. Eggerz fékk 16 atkv. Skrifarar í sam. þingi eru Ingólfur Bjarnason og Jón Óiafsson. \ Frumvörp. í frv. því til fjárlaga fyrir árið 1931 er stjórnin hefir lagt fyrir þingið, eru tekjurnar áætlaðar 12, 216,000 kr., en gjöldin lítið eitt lægri, svo að tekjuaf- gangur er um 59 þús. kr. Meðal annara frv„ er stjórnin hefir lagt fyrir þingið, er frv. til sjómanna- laga, frv. um loftskeytatæki og eítirlit með loftskeytanotkun togara, — um eyðing refa, breyting á störfum fræðslu- málastjóra, byggingar á prestssetrum, lántöku ríkissjóðs, breyting á löguru um Alþingiskosningar; frv. um menta- skóla Akureyrar, um stofnun flugmála- sjóðs, um kvikmyndir og kvikmynda- hús, um sveitabanka og frv. um stofn- un fimtardóms. Tvö fyrst nefndu frv., næst fjárl. frv. hafa áður kornið fram. — í frv. um lántöku ríkissjóðs, þar sem stjórninni heimilast 12 milj. kr. lántaka, er ákvæði um, að lán það, er ríkisstjórnin tók 1920 að upphæð 250 þús. sterlpd., skuli teljast hluti af láninu. — í frv. um breyting 1. um Alþingiskosningar er ætlast til að kosningar f kaupstöð- um fari fram 1. vetrardag. Meðal þingmannafrumv. eru þessi: Frv. um raforkuveitur til almennings- nota (flutningsm. Jón Sig., Magn^ Guðm., Ól. Thors o. 11.). Frv. um samskóla Reykjavíkur (flutningsmenn Magn. Jónsson og Jón Ól.). Frv. um heimavistir viðHinn alm. menntaskóla (flutningsra. Magn. Guðm. og Magn. Jónsson). Frv. um hafnargerð á Sauð- árkróki (flutningsm. þingmenn Skag- firðinga). Framkvæmdarráð bjóðabandalagsins hefir útnefnt Helga P. Briem, skattstjóra í Reykja- vlk, sem meðlim fjárrnálanefndar ráðsins, til þess að standa í bréfaskiftum við nefndina ut af tvísköttum. Alpjóðabanltinn. Opinber tilkynning er komin fram um það, að aðsetur Alþjóða- bankans verði í Basel í Sviss. TVær spurningar Verkamannsins til Dag* verða teknar til athugunar við hentugleika og þegar rúm blaðsins Ieyfír. Hið gamla íslenzka þjóðaruppeldi. Einhverjir af iesendum blaðsins minnast þess ef til vill, að einu- sinni í sumar stóð í »Degi« nokkur orð um þetta efni, og ósk um að lesendurnir svöruðu nokkrum spurn- ingum viövikjandi heimakennslunni og öðru sem að hinu gamla þjóð- aruppeldi iytur. Tíminn var þá fremur óheppilega vahnn að þvi leyti sem flestir þá voru svo önnum kafnir sökum sumarvinnunnar, að naurnast var hægt að ætlast til að menn færu að setjast niður við að skrifa end- urminninningar sínar. En þar sem. ekki er óhugsandi að vetrartíminn gefi betra tækifæri tii siikra starfa, þá ætla eg nú aftur að leyfa mér að rifja málefnið upp fyrir lesendum blaðsins. Pað sen um er að ræða er að rannsaka hið gamla íslenzka þjóð- aruppeldi, eins og það kom i Ijós á heimilunum og við starfsemi heim- ilanna. — Pað sem einkum hefir gert það sérkennilegt er auðsjáan- lega það, að allir voru — hver á sinn hátt og hver eftir sinni getu — með til að varðveita andieg verð- mæti þjóðarinnar og að sjá um að skila þeim í hendur næstu kyn- slóðar. En það er einmitt þetta, hvernig menningarleg verðmæti voru borin frá einni kynslóð til annarar af allri aiþýðu, sem hefir hina aliramestu þýðingu að skilja, en til þess að öðlast fullan skilning í þessu efni, er það nauðsynlegt fyrst að rannsaka til hlýtar á hvern hátt, þetta var gert, og láta sér verða fyliilega Ijóst, hvernig sá and- legi og þjóðfélagslegi grundvöllur var, sem þetta byggðist á. Pegar þetta er orðið fullkomlega Ijóst, er betur hægt að dæma um, hvað við getum af því lært, og að hvaða notum þetta gamla gæti kom- íð mönnum, er lifa undir þeim kjör- um, sem nútíminn hefir að bjóða. Til þess að rannsóknin geti orðið nægilega nákvæm, er það eitt fyrsta og helzta skilyrði, að sem allra flestir séu fúsir til að skýra frá end- urmínningum sínum og öllu því er þeir hafa orðið áskynja í þessu efni, þá fyrst.verður það mögulegt að gera sér grein fyrir, hvað hefir verið sameiginleg regla og hvað hefir verið fremur tækifærisvís, eða sem hreinar undantekningar. Eg sný mér því enn á ný til ailra þeirra, sem áhuga hafa fyrir mál- efni þessu og bið þá um að skrifa mér, og skýra mér blátt áfram frá bernskuheimilum sínnm, hvernig uppeldið var og barnafræðsian, sem þar fór fram, hvernig þeir léku sér og annað, sem þeir tóku sér fyrir úti í náttúrunni, á hvern hátt þeir tóku þátt í heimilisstörfunum úti og inni, hvað þeir voru látnir taka sér fyrir hendur á vetrarkvöldunum, hvernig rökkrin liðu og hvernig kvöldvakan og húslesturinn fóru fram. — Eg get ekki tekið það nægilega rækiiega fram, að það enganveginj.er tilætlun mín, að þeir sem frá einhverju slfku hefðu að skýra, fari að rita vísindalegar rit- gerðir um efnið, það dettur mér ekki í hug - heldur að hver og einn vildi á einfaldan hátt segja frá daglega lífinu á bernskuheimilinu, frá uppeidinu og uppfræðslu barn- anna. Pegar eg s. 1. sumar ferðaðist hringinn í kring á íslandi, til þess að tala við menn og fá fræðslu um þessi mál, var mér allstaðar ágæt- lega tekið og af fulllum skilningi; allir, sem eg hitti að máli, voru fúsir til að skýra mér frá öllu, sem þeir vissu um hið gamla þjóðaruppeldi: — Pað sem eg nú bið um, er að menn vildu skrifa mér um það sama, sem þeir hefðu getað sagt mér í viðræðu, og jafn óþvingað og í munnlegri viðræðu. »Margir lækir smá verða stór á« segir máltækið — og ef sérhver sá er notið hefir heimakenslu, hvort heldur langur eða skammur timi er liðinn síðan, vildi segja mér frá reynslu sinni — eins vel og hann getur, og ekki meira en hann sjálf- ur vill — meira fer eg ekki fram á — þá yrði það til þess, að^svo miklu efni yrði safnað, að það yrði nóg til að leggja grundvöll undir vísindalega rannsókn og þar með líka réttan skilning á hinu gamla þjóðaruppeldi og heimakennslunni, verkunum hennar og verðmæti. Eg vii enn einu sinni biðja alla þá, sem hafa kærleika til hinnar gömlu fræðslu, eða áhuga fyrir þessu máli, að láta ekki undir höf- uð leggjast að gera sitt til að þessi grundvöllur verði lagður. — Að svo mæltu vil eg nú þakka öllum þeim, er þegar hafa auðsýnt mér velvild sína og hjálp i þessum efnum. Öll bréf bið eg um að send séu til heimilis mins i Danmörku. Holger Kjær, kennari við lýðháikólann í Askov, pr. Vejen, Danmark. «H O---------- •/

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.