Dagur - 20.02.1930, Blaðsíða 4

Dagur - 20.02.1930, Blaðsíða 4
36 DAGUB 9. tbl. nokkrum tíma til þess að vera hjá börnunum og koma þeim ögn áleiðis. Er mikils um vert, að þeim sé kent að halda vel á pennastöng og sitja sæmilega. Þegar börnin koma í skólann, hættir mörgum þeirra til þess að halda á stönginni með kreptum hnefa og grúfa sig yfir skriftina eða sitja öll skökk. Er það vegna þess, að þau hafa vanist því heima. En örðugra er að venja þau af því, en að koma í veg fyrir það í upphafi. Sjálfsagt er að láta börnin fara að skrifa sjálfstætt svo fljótt sem unt er. Þau verða því venjulega fegin — þykir það skemtilegra en forskriftin, Er gott að láta þau fyrst skrifa upp úr bókum vísur og smágreinar, en síðan frá feigin brjósti. Er þá ekkert eins heppilegt, eins og það, að koma á bréfaskiftum milli barna. Með því móti er oft hægt að vekja áhuga hjá þeim, en ef þau vilja í raun og veru skrifa hréf, komast þau fljótt upp á það að semja og segja frá án hjálpar. Og þegar börn eru farin að skrifa þannig, er nauð- synlegt að grípa hvert tækifæri til þess að leiðbeina þeim við réttritun og stafsetningu. En ekki skyldi ætlast til mikils af þeim fyrst i stað, heldur fara hægt af stað. Þá er reikningurinn. Allir vita, að hann er seinlærður. Til þess að kenna hann, verja skólarnir mestum tíma. En þau börn, sem ekkert kunna að reikna, er þau koma i skólann, geta alls ekki fullnægt þeim kröfum, sem gerðar eru við fullna^arpróf. Nú er það altítt, að í skólann koma börn, sem ekki kunna nema lítið eitt að leggja saman og draga frá. Ef til vfll geta þau lagt saman stór dæmi, sem skrifuð eru á spjaldið íyrir þau, en þegar þau eiga sjálf að fara að skrifa upp og lesa úr töl- um, kemur það upp, að þau skynja ekkert i sætaskiftingu, sem er þó undirstaða skriflegs reiknings. Þau börn, sem ekki erú vel greind, eru lengi að læra þetta og festa sér í minni. Reikningsstundirnar í skól- anum eru of dýrmætar, til þess að eyða þeim í það. Það er heldur ekkert þægilegt fyrir sveitakennara, sem hefir ef til vill þrjár til fjórar deildir í sama reikningstima, að fást við börn, sem eru svo skamt á veg komin, að þau geta ekki hjálpariaust skrifað upp dæmi, er hann les þeim fyrir. Það er því bráðnauðsynlegt, að börnin kunni undirstöðuatriðí reikningsins, þegar þau koma í skólann. Æskilegt er, að þau séu leikin í að fara með og lesa úr tölum upp að milljón. Margföldunartðfluna þurfa þau að kunna og aðferðirnar við fjórar höfuðgreinir reikningsins. Til þess að kenna þeim þetta, þarf auðvitað tíma, en þó vonum minni, ef hyggilega er að farið. Sé um með- algreind börn að ræða, má kenna þeim mikið, með því að tala við þau, láta þau reikna í huganum og skrifa tölur á spjald eða miða. Til þess þarf ekki ætið að eyða sérstökum tíma. Tækifæri til þess að láta börn reikna í huganum gefast daglega. Ætti fullorðna fólkið að vera vel vakandi í því efni. Það kostar sjaidan annað en það, að nenna að hugsa með barninu og hafa dálitla þolinmæði. í sambandi við slíkan hugareikning má ætíð koma að margháttuðum fróðleik öðrum, og er sjálfsagt að nota sér þáð. Svo er háttað nú, að mörg þeirra barna, er nú koma í skóla 10 ára gömul, hafa litla eða enga hugmynd um skiftingu metrans, þyngd eða mál. En það þyrfti þó sannarlega ekki svo að vera. Á flestum heimilum er til metramál. Ekki ætti að vera örðugra að kenna börnunúm að þekkja á þaðen t d. klukkuna. Og er þau hafa lært það, mundu þau fúslega fást til að mæla og vega ýmsa hluti. En með nokkrum skýringum frá þeim full- orðnu, mundi það nægja, til að festa í minni þeirra skiftingu metra- kerfisins. Þessi kensla væri líka verkleg að nokkru leyti, en það er altaf bezta kenslan. Þannig virðist mér auðvelt að kenna börnunum talsvert í reikningi, án mjög mikillar tímaeyðslu, ef menn aðeins eru vakandi og grípa tækifærin, sem bjóðast. En það er líka fleira en reikningur, sem kenna má með þeim hætti. Oft gefa dag- legir viðburðir góð tækifæri til þess að skýra fyrir börnunum ýmislegt í eðlisfræði. Og jafnvel snúning jarðar og lögun getur verið betra að skýra fyrir einu eða tveimur börnum undir berum himni, en stórum hóp i skólastofunni. Sjálfsagt er einnig að hjálpa börnunum til að þekkja sem flest dýr og plöntun Þá er einnig auðvelt að kenna þeim vísur og lög, með því einu, að syngja þær oft í áheyrn þeirra. Og ekki eru það mikil útlát fyrir þá, sem kunna Það, sem -hér hefir verið sagt, á einkum við sveitirnar. Flestar sveitir hafa styttri skófatíma fyrir börnin en kaupstaðirnir. En aftur á móti er þar auðveldara að búa þau vel undir skól- ann — veita þeim nægilega undirbún- ingsfræðslu, ef annrikið á heimilunum er ekki fram úr hófi mikið. Og hvað sem því líður, verða heimilin með einhverju móti að sjá ráð, til þess að búa börnin vel undir skólann—betur en nú tíðkast víða. Ekki til þess að létta verki af skól- unum, heldur hins, að þau geti notið alls þess, er skólinn hefir að bjóða. Ef heimafræðslunni heldur áfram að hnigna, en skólarnir hjakka í sama farinu með 8-12 vikna kenslu á vetri, líður ekki á löngu þar til er við sjáum ótvíræða hrörnun alþýðumentunar í sveitum íslands. En það má ekki verða. Kröfurnar um vaxandi alþýðumentun hækka stöðugt, og við getum ekki látið, sem við heyrum þær ekki. — Og viljum það ekki — viljum ekki kyrstöðu eða hnignun í andlegri menningu íslenzkrar alþýðu. Það sé okkar helgasta áhugamál, að skila þeirri kynslóð, er við fóstrum, betur mannaðri, í hendur framtíðarinnar, en við erum sjálf,. Því verður það aldrei um of brýnt fyrir foreldrum og öðrum þeim, sem eru samvistum við börn, að nota hvert tækifæri til þess að fræða þau um það, sem nytsamt er og gott. Kennari. ----O ' " Skjaidvör tröllkona verður sýnd í þinghúsinu við Pverá næstkomandi laugardags- og sunnudagskvöld og byrjar kl. 8'fe e. h. bæði kvöldin. Leikstjórnin. AÐALFUIDUR Sjúkrasamlags Akureyrar verður haldinn sunnu- daginn 23. þ. m. í bæjarstjórnarsalnum og hefst kl. r|2 e. m. — Dagskrá samkvæmt félagslögum. Fastlega skorað á meðlimi að fjölmenna. STJÓRNIN. ALFA-LAVAL 1878—1928. í 50 ár hafa ALFA-LAVAL skilvindur verið beztu og vönd- uðustu skiivindurnar á heimsmarkaðinum. ALFA-LAVAL verksmiðjurnar hafa altaf verið á undan öðrum verksmiðjum með ný- ungar og endurbætur, enda hafa Alfa-Laval skilvindurnar hlotið yfir 1300 heiðursverðlaun og fyrstu verðlaun, auk annara verðlauna. Reynslan, sem fengin er við smíði á yfir 3,500,000 Alfa-Laval skilvindum, tryggir það að A L F A-L A V A L verði framvegis öll- um öðrum skilvindum fremri að gerð og gæðum. Mjólkurbú og bændur, sem vilja eignast vandaðar vélar til mjólkurvinslu, kaupa hiklaust Alfa-Laval mjaltavélar, skilvindur, strokka, smjörhnoðara og aðrar Alfa-Laval vélar. Samband fsl. samvinnufélaga. Á SÍÐASTLIÐNU HAUSTi var mér undirrituðum dregið hvítt gimbr- arlamb með mínu marki: Biti aftan hægra, hálftaf framan vinstra. — Lamb þetta á eg ekki, og getur réttur eigandi vitjað and- virðis þess til mín og greitt áfall- inn kostnað. Hólmgeir Jónatansson. Flatey á. Skjálfanda. ENSKU REYKTÓBAK- TEQUNDIRNAR Richmond. Waverley. Qlasgow. Capstan. Garrick eru góðkunnar meðal reykend- anna um land alt. í heildsölu hjá Tóbaksverslun Islands. II Rílfl ^skast 1 bilflutning á I IL U U U mjólk úr samlagsdeild Öngulsstaðahrepps, frá 31. marjj n. k. til jafnlengdar næsta ár. Til- boð séu komin til samlagsdeildar- ráðsins fyrir 10. marz n. k. Stórhamri 17. febr. 1930. Bolli Sigtryggsson. Elephant CIQARETTUR (Fíllinn) eru Ijúffengar og kaldar. Mest reyktu cigarettur hér á landi. Ritstjórar: Ingimar Eydal. Gilsbakkaveg 6. Friðrik Ásmundsson Brekkan. Aðalstrœti 15. » Prentsmiðja Odds Bjönuaonar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.