Dagur - 07.08.1930, Side 1

Dagur - 07.08.1930, Side 1
DAGUR semur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Gjaldkeri: Ámi Jóhanns- son í Kaupfélagi Eyfirð- inga. XIII I t • t-t-t-t Afgreiðslan er hjá Jóni Þ. Þór, Norðurgötu 3. Talsfmi 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. Akureyri, 7. Ágúst 1930. 46. tbl. Ræða Guðmundar Ólafssonar forseta efri deildar, er Vestur-íslending- um var fagnað að Lögbergi föstud. 27. júní. Háttvirtu Vestur íslendingar. Kæru samlandar frændur og vinir. Pað hefir orðið mitt hlutverk að ávarpa yður sérstaklega fyrir hönd Alþingis á þessari 1000 ára afmæl- ishátíð þess. Mér er það sönn ánægja, aðgeta í nafni Alþingis fært yður þökk al- þjóðar fyrir komu yðar hingað til föóurlandsins til að taka þátt í þess- ari einstæðu afmælishátíð með oss og leggja þannig yðar skerf til þess að gjöra hana sem hátiðlegasta. Þegar eg stend nú hér og mæli til yðar á þessum merku timamót- um í þjóðarsögu vorri, verður hug minum reikað rúmlega hálfa öld aftur i timann, er vorri ástkæru móðurjörð blæddi mest fyrir útflutn- ing margra ötulustu sona hennar og dætra. Vér þekkjum sjálfsagt flest að þá var ástand þessa lands ekki betra en svo og atvinnuskilyrðin ekki glæsilegri en það, að út leit fyrir, að það ekki gæti fætt öll börn- in sín og veitt þeim sæmileg lífs- skilyrði. Svo var þá komið eftir margra alda baráttu við »ís og hung- ur, eld og kulda* og margskonar áþján, að blóðtaka virtist mörgum nauðsynlegt meðal. — Eg ætla ekki að fara að rifja upp veruiega þá sorgarsögu þjóðlífs vors. Hún er og verður skuggi yfir því tímabili, enda þótt, að ýmsu leyti væri þá farið að roða fyrir nýjum degi. Vér þekkjum„það, að úr mörgum fátæku foreldrahúsunum hafa börn- in orðið að leita burt, ef þau hafa verið mörg, og ekki getað notið þar framíærslu, eða unnið sér þar lífsbrauð. Pau hafa þá leitað út i heiminn, orðið að leita burt eftir lifsmöguleikum og gæfu, fé og frama. Og þó svo hafi orðið að vera, hefir burtförin aldrei verið gleðidagur móðurinnar. Þessi saga, er svo margsinnis endurtekur sig, hún var að gjörast með vorri fámennu þjóðarfjölskyldu aðallega á 3 siðustu áratugum næst- liðinnar aldar. Og synirnir og dæturnar, sem burt fluttust, burt frá móðurlandinu fá- tæka, reyndust flest vél. Pau urðu að heyja harða baráttu í nýja land- inu, baráttu við hina margvíslegu erfiðleika landnemans. í þeirri bar- áttu urðu þau sigurvegarar, sem lærðu að vera sjálfum sér nógir. »Löngum var eg læknir minn, lög- fræðingur, prestur, smiður, kóngur, kennarinn, kerra, plógur, hestur«, segir Klettafjallaskáldið, og lýsir þannigskýrt lífi hinna fyrstu íslenzku útflytjenda til Vesturheims. En þessi harða lífsbarátta, ásamt ástinni til íslands, gerði þá að þroskuðu þjóðarbroti, eyju, sem lýsir af í hinu margbreytta þjóðar- hafi Vesturheims. íslendingar vestan hafs hafa eignast marga ágætismenn; vísindamenn, skáld og stjórnmála- menn, sem hlotið hafa frægð og og frama víða um lönd. Nægir að nefna i því sambandi þá Vilhjálm Stefánsson, Stefán O. Stefánsson og Thomas Johnson, sem fyrstur var þar ráðherra allra íslenzkra manna og eru' þó margir fleiri. Hefir há- skóli vor hér heima leitast við að sýna þess nokkra viðurkenningu með þvi að gera nú á þessum merkilegu tímamótum 8 þeirra að heiðursdokt- orum sínum. En hvort sem var í erfiðleikum eða upphefð hafa Vestur-íslending- ar aldrei gleymt ættjörðinni. Þeir eru sjálfsagt margir, sem með Ste- fáni O. Stefánssyni hafa af alhug getað tekið undir þetta, ef til vill, fegursta og háfleygasta vers, sem ort hefir verið með ísland í huga: Ylir heim eða himin, hvar sem hugar þín önd, skreyta lossar og tjallshlfð öll þin iramtíðarlönd, ijarst í eilífðar útsæ vakir eylendan þín, nóttlaus voraldar veröld, þar sem viðsýnið skin. Ræktarsemin og ástin til íslands veldur því hve margir þeirra heim- sóttu oss og munu þeir þó vera margir, sem ekki hafa haft ástæður til þess ýmsra hluta vegna, en sem sjálfsagt munu nú engu síður hugsa hlýlega heim á Frón til þess forn- helga staðar, er vér nú stöndum á. Eg er þess fullviss, að engum getur Alþingi og þjóðin öll látið innilegra þakklæti í té fyrir komu sína á Alþingishátíðina heldur en Vestur-íslendingum sambornum systrum heimar og bræðrum. Há- tíðargestir vorir hafa engir lagt meira í sölurnar, en Vestur-íslendingar, hvað fé og fyrirhöfn snertir, til að heimsækja ísland og heiðra það með nærveru sinni á þessari minnisverðu hátíðarstundu og kemur það heim við fornmælið »röm er sú taug, er rékka dregur föðurtúna tiW. En það bróðurþel og þann vel- vilja, sem Vestur-ísl. sýna Alþingi og íslenzku þjóðinni í heild með komu sinni nú vænti eg, að þeir fái að nokkru endurgoldinn, er þeir kynnast högum lands og þjóðar og bera þá saman við það, sem áður var, er þeir fluttu burt af lahdinu fyrir nokkrum tugum ára, margir að eg hygg, eins og eg áður sagði, af þeirri ástæðu einni, að þeir sáu ekki framtíð sinni borgið hér á ætt- landinu, því að Vestur-íslendingar hafa jafnan sýnt það, að þeir unna íslandi eins og eigin börn og gleðj- ast þvi af bættum hag þess og framförum og hafa við tækifæri drengilega stuðlað að því. Sameiginlegt fagnaðarefni fyrir Vestur- og Austur-íslendinga á þess- ari hátíðastundu, má það vera að Vestur-Islendingar eru nú búnir að yfirstíga hina miklu örðugleika land- nemans í ókunnri heimsálfu og orðnir þar kunnur og virtur þjóð- flokkur með góðar framtíðai horfur fyrir sig og afkomendur sína. En mikinn kjark og þrek hafa þeir lagt fram til að afla sér þessara gæða, enda hlotið að verðugu fyrir það gott álit hvarvetna. — Hefir dæmi þeirra að sjálfsögðu hvatt Austur- íslendinga til meiri dugnaðar og framkvæmda en áður, og orðið með því báðum þessum bræðraþjóðum til hagsældar og blessunar. Eg vil því fyrir hönd þings og þjóðar færa Vestur-íslendingum heið- ur og þökk fyrir drengilega fram- komu sína jafnt gagnvart bræðra- þjóðinni »austan hafs« og nú sér- staklega fyrir þá ræktarsemi, sem þeir hafa sýnt föðurlandinu, hinni »eldgömlu ísafold« á þessum minnis- verða heiðursdegi Alþingis ísiend- inga. Vestur íslendingar lengi lifi! -----o——— Dauðinn i Lybek. Þannig hafa erlend blöð nefnt slysni, eða öllu heldur hneyksli, er átti sér stað í Lybek í vor sem leið- — Læknar þar ætluðu að reyna hina svo nefndu Calmetta-aðferð að bólusetja börn til varnar gegn berkl- um; en svo hörmulega vildi til að börnin, sem bólusett voru veiktust, og 55 biðu bana. Eins og nærri má geta vakti þetta almenna sorg og gremju; og þess var janvel getið til, að gerla- vökvi sá, er kom frá Pasteur-stofn- uninni í París, hefði verið eitraður með vilja áður en hann var send- ur til Þýzkalands. Þessu var þó strax mótmælt í sjálfu Þýzkalandi, sem ástæðulausri illgirnis-tilgátu. — Menn töldu líklegra, aðannaðhvort hefði vökvinn skemst á sjúkrahús- inu í Lybek, þar sem hann var geymdur eða að misgrip hefðu átt sér stað. Síðán þetta vildi til hefir verið reynt að rannsaka málið og komast fyrir sannleikann. En það var mjög erfitt, einkum vegna þess, að helzt leit út fyrir, að læknar í Lybek hefðu mist dómgreind sína og hugs- un af ótta, þegar fór að verða brögð að barnadauðanum. M. a. hafði yfirlæknirinn látið fleygja því, sem eftir var af bóluefninu, svo ekki var hægt að rannsaka i hvérju mistökin eiginlega hefðu verið fólgin. Nú hefir þó talsvert komist upp; og er það alt annað en meðmæli með læknum þeim, er hér hafa ver- ið að verki. Lítur helzt út fyrir að hér sé eitthvert hið versta hneyksl- ismál á ferð. Fyrir það fyrsta er það fullsannað að bóluefnið var ó- skaðlegt og að öllu ieyti eins og það átti að vera þegar það fór frá París. Þetta hefir sannast á þann hátt að helmingur þess bóluefnis, sem hér var að ræða um, fór til Riga, og hinn helmingurinn til Lybek. Hefir bóluefnið reynst alger- lega hættulaust íRiga. — Ennfrem- ur hefir það komist upp, að bólu- efnið var geymt í skáp, þar sem einn- ig stóð drepandi berklavökvi, þar sem ræktaðir voru mannaberklar. Er það álit rannsóknarnefndar þeirr- ar, er þýzka þingið hefir skipað i málið, að barnadauðinn stafi af þvi að tekið hafi verið í misgripum af þessum vökva i staðinn fyrir ung- barna-bóluefni. Nefndin kveður upp mjög harðan dóm yfir Lybek-læknunum, segir m. a. að það sem hafi vaidið dauða þessara 55 barna, sé »hið glæpsam- lega kæruleysi og hneykslanleg deyfð og aðgerðarleysi frá læknanna hálfu« — þar sem þeir létu líða þrjár vik- ur eftir að misgripin voru uppvís, áður en en þeir hófust handa, eða reyndu að koma börnunum til bjarg- ar. — Meira en 5. hluti allra þeirra barna sem bólusett voru, eru nú dáin, og í miðjum júií s. I. lágu ennþá 125 börn mjög alvárlega veik og var tvísýnt um lif þeirra; jafnvel þótt sumum af börnunum virtist batna, þá hefir það þó þráfaidlega komið fyrir að þeim hefir slegið niður aftur og þau dáið. Banamein- ið hefir ávalt sýnt sig aðvera berklar á hæsta stigi — eða öll líffæri sýkt af berklum. Eins og nærri má geta er gremjan gagnvart læknunum á mjög háu stigi, og foreldrar, sem mist hafa börn sin, krefjast þess að þeir séu látnir sæta ábyrgð, og sömuleiðis

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.