Dagur - 07.08.1930, Blaðsíða 3

Dagur - 07.08.1930, Blaðsíða 3
46. tbl. DAGUR 161 Leirvörur-eldfasfar. Nýkomið úrval af Pottum, Könnum, Skálum og allskonar formum ofl. Úr brendum leir, sem þolir eld. KAUPFÉLAGr EYFIRÐINGA. Fréttir. Dánardægur. Aðfaranótt fyrra sunnudags andaðist að heimili sínu Stóru-Tjörnum í Ljósavatnsskarði óðalsbóndi HalldórBjarna- son, 67 ára að aldri. Banameinið var krabbi. Halldór sál. var faðir Kristjáns úrsmiðs hér í bæ og þeirra systkina. Hinn 27. f. m. andaðist að heimili sínu Másstöðum í Húnsvatnssýslu ekkjufrú Quð- rún Kristmundsdóttir tengdamóðir Böðvars Bjarkan lögmanns og frú Vilhelmínu Sig- urðardóttur hér í bæ. Hún var fædd 24. nóv. 1840 og var því nær níræð að aldri. Jarðarför hennar fór fram í gær. Húsfrú Helga Vigfúsdóttir, ljós- móðir i Akureyrarbæ, andaðist í gær eftir stutta en stranga sjúkdómslegu. Helga sál. var miðaldra, vel látin og vönduð kona og talin standa prýðilega i stöðu sinni sem ljósmóðir. Hún er dáin frá eiginmanni og tveimur ungum sonum. Forsætisráðherra. Tryggvi Þórhaiisson, kom hingað til bæjarins í bifreið á föstu- dagskvöldið var. Kendi hann þá Iasleika og veiktist allmikið næstu nótt af sjúkdómi, er hann hefir átt vanda fyrir síðustu árin. Mun hann ekki hafa þolað svo tanga bíl- ferð á svo misjöfnum vegi. Síðan hefir hann legið rúmfastur, en er nú í afturbata. Hann liggur á gistihúsinu Oullfoss. Kona hans, frú Anna Klemensdóttir, kom hingað til bæjarins á sunnudagskvöldið til að stunda hann í veikindunum. Er gert ráð fyrir að ráðherrann þurfi að liggja hálfs mánaðar tíma. Skip. Oullfoss, Lagarfoss og Súðin voru hér um og fyrir síðustu helgi. Island á að '* koma frá Reykjavík í dag. Minnedosa nefnist skip, er kom til Reykja- víkur á mánudaginn var, til þess að sækja Vestur-íslendinga, er heima hafa dvalið síðan um Alþingishátiðina. Skipið lagði aftur af stað samdægurs. Meðal farþega vestur um haf var Brynjar Eydal, sonur ritstjóra þessa blaðs. Úsumarlegt er hér um slóðir þessa dagana, norðaustan-kuldastormar og sólarlítið, frost til fjalla sumar nætur og gránar í fjöll við og við. Þrátt fyrir þetta hefir nýting á heyjum hér i grendinni verið sæmilega góð að þessu. Munu nú töður alment hirt- ar hér í Eyjafirði. 1 Þingeyjarsýslu hefir nieira kveðið að óþurkum, liggja þar töð- ur flatar enn á sumum stöðum, t. d. í Bárðardal. Ríkisverksmiðjan á Siglufirði er tekin tíl starfa fyrir nokkru og var mál til komið. Um siðustu helgi var hún búin að taka á móti um 30 þúsund málum af síld, Kom- ið hefir í Ijós, að sigtið, sem sigtar raélið, er hlutfallslega afkastaminna en suðuket- illinn og þurkararnir, svo að verksmiðjan getur af þeim sökum ekki unnið fult verk. Mun þvi ekki annað fyrir höndum en fá nýtt og afkastamcira sigti. Timaritið Saga, 1. bók 1930, hefir Degi verið send. Efnið er margbreytt eins og áður, meðal annars æfintýri eftir hið góð- 10 tæki Þeir sem kynnu að vilja fá gert við tennur, eru vinsamlega beðnir að gefa sig fram sem allra fyrst, þar senr eg fer héðan þann 21. ágúst. Hvergi á Iandinu ódýrara en hjá Caroline Espholin. Bilíerð til Reykjavíkur. 5 sæti laus í bíl er fer til Reykjavíkur n.k. Föstudag. Sæt- ið kostar kr. 50.00. Uppl. gefur Árni Jóhannsson í Kaupfélagi Eyfirðinga. Góður saltflskur fæst hjá Eggert Einarsyni. ting vorbær kýr til sðlu hjá Bernh. Stefánssyni á Þverá. til sölu með tæki- færisverði. Á. Jó- hannsson í K.E.A. vísar á. 9ŒT TAPAST hefir svartur hvolpur með hvíta bringu, hvítar framlappir, og hvíta blesu á trýni. Finnandi geri ritstj. biaðs þessa aðvart. kunna skáid |. Magnús Bjarnason, kvæði eftir Jakobínu Johnson, Stein H. Dofra o. fl., vísur eftir K. N., íslenzkar þjóðsagnir um Jón Pétursson fjórðungslækni og ýmsa fleiri, sögur vestursfarans, vísindalegir kafl- ar og fjölmargt annað til skemtunar og fróðleiks. Mönnum leiðist ekki við lestur Sögu. Hýung i málaraiöninni. Þetr sem komið hafa í barnaskólann nýja sem nú er verið að fullgera fyrir hausfið, hafa þar getað séð nýstárlegt verkfæri, sem Vigfús Jóns- son málarameistari notar við málningu skólans; en það er málningasprautan >Re- fri*, frá þýzku firma í Leipzig. Þessi sprauta er þannig gerð, að málningunni er spraut- að á það, sem mála skal, af rafmagnsloft- dælu með heitu lofti. Vinnur hún svo vel, að ekki þarf að snerta á verkinu með pensli á éftir. AU mikill tímasparnaður er við að nota þetta áhald, þar sem það með einum manni vinnur að minsta kosti þriggja manna verk. — Sprautuna má einnig nota til að kalkbera hús utan, bika hús og báta o. fl. eftir því sem þeir full- yrða, er unnið hafa með henni. Sigurður Skagfield söngvari dvelur hér í bænum sem stendur, ætlar hann að syngja hér í Samkomuhúsinu ki. 9 i laugardags- kvöldið. — Jakob Benediktsson stud. mag. frá Fjalii aðstoðar við Píanóið. — M. a syngur S. S. hina frægu aríu >Messias« eftir Hendel. T I L K Y \ X I N G. Afgreiðsla á benzíni frá geymum olíufélaganna fer fram: Virka daga frá kl. 8 f. h. til kl. 11 e. h. Sunnudaga-8--------11 f. h. og ---3 e. h.--11 e. h. Alls ekki á öðrum tímum. — Viðskiftum verður framvegis aðeins haldið áfram við þá, sem greiða að fullu hverja mánaðar- úttekt í síðasta lagi 10. næsta mánaðar. Akureyri 1. ágúst 1930. pr. Benzingeymir Shell. pr. Benzingeymir B. P. Vilhj. Jónsson. Kr. Kristjánsson. Allir þeir, sem ætla að eignast VlÐBOÐSTÆKI ættu að fresta kaupum þar til Einkasala ríkisins tekur til starfa, sem verður innan fárra daga. Pá verða til sölu beztu tegundir víðboðstækja svo sem Telefunken og Philips. Verðið mun fullkomlega standast allan samanburð við það sem nú er. Uppsetningar og leiðbein- ingar verð^ fúslega í té látnar af sérfræðingi. Frekari upplýsingar hjá Kaupfél. Eyfirðinga. Olíufatnaður Karlmanna-stakkar —»— treyjur —»— buxur. Kven- treyjur —»— pils —»— svuntur, ýmsar tegudir; allar stærðir. Kaupfélag Eyfirðinga. Aluminium-vörur nýkomnar. Pottar og katlar af ýmsum stærðum og gerðum. Kaupfélag Eyfirðinga. Nokkrir brúkunarhestar verða seldir hér á Akureyri frá 15. til 24. sept. næstk., tilheyrandi landmælingamönnunum dönsku. Nánari upplýsingar gefur BBNEDIKT EINARSSON SÖÐIiASMIÐUR. MeÍÖSlÍ. í gær féllu 3 verkamenn af meiðsli við byltuna, gekk úr liði um öxl vörubíi, er var á ferð hér í bænum. Einn á öðrum, en hinn rifbrotnaði. Þeir, sem þeirra slapp ómeiddur, en hinir tveir hlutu *yrir meiðslunum urðu, heita Valdemar Atonsson og Magnús Sigbjörnsion.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.