Dagur - 14.08.1930, Blaðsíða 3
47. tbl.
DAGUB
165
Fréttir.
Sjúklingar á Kristneshvli efna til merkja-
sölu hér í bænum á sunnudaginn kemur.
Ágóöinn af merkjasölunni rennur til bóka-
og skemtisjóðs hælisins.
Bæjarbúar! Styðjið gott málefni og kaup-
ið merkin.
Fáheyrt slys vildl til í Oarðsvík austan
Eyjafjarðar nú nýskeð. Stúlkukrakki, sögð
9 ára að aldri, flæktist í beislistaumum á
hesti, er fældist, þannig að hún hengdist
til dauðs.
Slys viidi til við uppskipun úr íslandi,
er skipið var hér fyrir síðustu helgi. Upp-
skipunarkassa var í gáleysi hleypt niður á
tnann, sem var að vintia á uppskipunar-
palli við skipshlið. Var höggið svo mikið,
að maðurinn rotaðist og féll í sjóinn milli
skips og bryggju, fór hann í kaf meðvit-
undarlaus, en skaut þó upp aftur og náðist
fyrir snarræði manns, er staddur var á
bryggjunni. Maðurinn, sem fyrir slysinu
varð, heitir Karl Ouðmundsson og á heima
í Hafnarstræti 99. Var hann svo þrekaður
eftir áfallið, að hann varð að liggja rúm-
fastur og mun ekki búinn að ná sér enn.
Ætti þetta að kenna mönnum að við-
hafa alla gætni við skipavinnu.
Dýr bilkeyrsla. Tveir ölvaðir unglingar
tóku hér um kvöldið í leyfisleysi bifreið,
er stóð við eitt af gistihúsum bæjarins, og
óku af stað með miklum hraða inn Hafn-
arstræti, en hvorugur mun hafa verið leik-
inn í þeirri list að stýra slíku farartæki,
þvi þeir óku bifreiðinni á símastaur neðan
við samkomuhúsið Skjaldborg og brutu
hana þar. Varð þessi stutta skemtiferð
piltunum ærið dýr, því auk þess að greiða
150 kr. sekt hvor, verða þeir að borga bif-
reiðina, er brotnaði og þar að auki að
kosta flutning á farþegum til Reykjavíkur,
því þaðan var bifreiðin.
DeltÍÍOSS, hið nýja skip, sem Eimskipa-
félagið hefir verið að láta smíða, var sett
á flot fyrir síðustu mánaðarmót. Skipið á
að vera fullgjört seinni part næsta mán-
aðar og er búist við að það komi hingað
til lands fyrir miðjan októben
í BellWOOd, Pennsylvania, vildi sá slysa-
legi atburður til nýlega, að smyglari nokk-
ur, sem ók heljarmiklum bil hlöðnum af
ís, snéri sér í trúnaði að manni, sem hann
hitti á förnum vegi og segir við hann:
>Heyrðu lagsmaður! Eg hefi hérna með-
ferðis tuttugu kassa af fyrirtaks bjór, og
ef þú vildir gera mér þann greiða að líta
eftir bilnum fytir mig, meðan eg fæ mér
svolítinn blund, máttu hressa þig eins og
þig lystir á bjórnum<. Petta virtist óneit-
anlega vera kostaboð, en svo óheppilega
vildi til, að maðurinn, sem smyglarinn
hitti, var sjálfur lögreglustjóri bæjarins,
svo að málalokin urðu þau, að manngarm-
urinn fékk að visu að sofa út, en ekki
undir berum himni, heidur í svártholinu.
Hkr.
Heilsa forsætisráðherra er það á veg
komin, að hann er farinn að klæðast og
er orðinn allvel hress. Hygst hann að
hverfa suður aftur með >Droitningunni<
seinni part næstu viku.
Durkaleysur hafa verið nú um alllangt
skeið og haldast enn. Horfir til vandræða
með fisk- og heyþurk, ef ekki bregður til
hins betra innan skamms.
S íms keyti.
(Frá FB.)
Rvik, 11. ágúst.
Mikil síldveíði á Eskifirði. Mörg
þúsund tunnur kvíaðar á laugardag
í herpinót, en aðeins var hægt að
salta 500 tn. á laugardaginn.
Púsund ára afmæli Oísla Súrs-
sonar er hátíðlegt haldið í Geir-
þjófsfirði og minnismerki afhjúpað.
Á föstudag druknaði maður,
Oísli Jónsson frá Hólmum í Horna-
firði — óvíst hvernig — hjá Hvera-
koti í Grímsnesi, mun hann hafa
verið að gæta að engjum, því hann
var við slátt.
í grein í Tímanum á laugardag-
inn er m. a. vitnað í ummæli Ber-
lingske Tidende, sem segjast hafa
aflað sér upplýsinga eftir góðum
heimiidum um að Íslandsstjórneðaís-
lenzk stjórnarvöld hafi aldrei reynt að
leggja hindranir í veg Helga Tóm-
assonar til að geta unnið við fast-
ar stofnanir eða leitað sér starfs er-
lendis, af heimildinni sjáist hve ísl.
stjórnin hafi látið sig það litlu skifta
hvort Helgi fari úr landi eða ekki.
Framhaldandi blaðadeilur um þetta
mál og Bjarnarnesmálið.
-----o-----
Hátídahöldin
i Rínarlöndum,
í tilefni af að franska setuliðið, sem
þar hefir verið, var loks hvatt heim,
fengu sorglegan enda. — í borg-
inni Koblenz hrundi brú, sem var
alveg troðfull af fólki, og hröpuðu
yfir 100 manns í fljótið. Flestir
drukknuðu og aðrir meiddust meira
og minna. — Brúin var ekki ætluð
fyrir svo mikla umferð, sem hér
var að ræða um, og Hefir yfirvöld-
um bæjarins verið brugðið um
skeytingarleysi, að þau létu ekki
loka henni fyrir umferð þennan
dag. Eins og nærri má geta hefir
þetta atvik vakið mikla sorg og
hluttekningu um alt Pýzkaland, þar
sem fögnuðurinn eðlilega var mikill
yfir, að vera laus við yfirgang er-
lends hervalds eftir margra ára
áþján. Hindinburg, sem þrátt fyrir
alt hafði tekið þatt í hátíðahöldun-
um, lét straks áframhald þeirra
hætta.
-----».----
Indland.
Fyrir skömmu var skýrt frá því
hér í blaðinu, að nefnd sú, er skip-
uð var á sínum tíma (Simons-nefnd-
in) til að rannsaka hag Indlands,
hefir nú lokið við álit sitt eftir nær-
felt þriggja ára starf. Nýlega frétt-
ist það að vicekonungurinn í Ind-
landi, Iiwin lávarður, væri þessu
nefndaráliti algerlega ósamþykkur,
en legði aftur á móti til að Indland
fengi sjálfsstjórn (Dominion Status)
á sama hátt og aðrar nýlendur
Breta. — Vakti þetta eindregin mót-
mæli hjá ýmsum brezkum íhalds-
mönnum. En hinsvegar var ekki
talið ólíklegt að meirihluti Indverja
mundi sætta sig við slíkt tilboð, ef
til kæmi.
Fegurstu kvikmyndaleikkonur halda húðinni
mjúkri með hinni frábœrlega góðu
Lux kÉsápa.
Skilyrði fyrir því að fá mjúka
og fíngerða húð, er að nota
L U X handsápuna. Kvik-
myndaleikkonur nota sápu
þessa til að viðhalda feg-
urð sinni. Lux sápan freyðir
vel, gefur indælan ilm, mýk-
ir húðina og gerir hana
hvíta og fallega.
Stúlka, sem hefir mjúka
og fallega húð, þarf ekkert
að óttast, þótt ljósmynduð
sé; hin minsta misfella í
húðinni dylst ekki fyrir hinu
næma auga Ijósmyndaglers-
ins. Lux handsápan er nauð-
synleg hjálp til að halda húð-
jnni sléttri og fallegri.
Verð
W-LTS 07 33
LUX 65
H«(SAPAIU„t.
Hárgreiðslustofa G. Norðfjörð,
Ráðhústorg 9, Akureyri, Sími 220,
selur vönduð ParfUk (hárkollur), karla og kvenna, beztu tegundir, — eðlilegt hár
og litir — eftir máli teknu á verkstæðinu. Skriflegar pantanir lengra að einnig
afgreiddar, ef mál er látið fylgja.
Hárfléttur Við allskonar búninga, íslenzka og erlenda.
- VÖNDUÐ VINNA. — FLJÓT OG ÁBYGGILEG AFGREIÐSLA. -
— Sent út um land gegn póstkröfu.
AÐVÖRUI.
Samkv. 12. og 16. gr. útvarpslaga nr. 62, 19. maí 1930 geng-
ur einkasala á viðtækjum útvarps í gildi 17. þ. m. Hvert það
útvarpstæki sem eftir þann dag er ólöglega flutt inn í landið eða
ætlað til sölu á óleyfilegan hátt skal skv. lögunum upptækt vera.
Ennfremur varða brot gegn 12. gr. sektum frá 200 kr. til 20.000 kr.
Letta birtist til athugunar öllum sem hlut eiga að máli.
Reykjavík 14. ág. 1930.
JÓNAS ÞORBERGSSON
settur útvarpsstjóri.
Van Houtens
sniHSÉttyiaii
er besta tegundin sem til
landsins flyst.
Fœst í öllum verslunum.
Embættistími Irwins lávarðar end-
ar nú með vorinu og er talið víst
að hann láti þá af stjórn og i hans
stað verði settur Zetland lávarður,
sem talinn er kunnastur indversk-
um málum allra Englendinga.
Gramminar
Gramminplötur.
Fjölbreyttasta úrval af alls-
konar söng- dans- og músik-
plötum. Fást í verzlun
G. NorðfjÖrð RáðhústorgÓ.
Unglingsstúlka
óskast i næstu viku.
Fr. Ásmundsson Brekkan,
Aðalstræti 15,