Dagur - 08.01.1931, Blaðsíða 2

Dagur - 08.01.1931, Blaðsíða 2
2 DAGUB 1. tbl. mmmmmtmm-m idýrasla og handhæyasta efni til innanþiljunar er „MASOHITE", Fæst nú af öllum tegundum. Fjölbreytt úrval í öllum byggingavörum ávalt fyrirliggjandi. Pantanir afgreiddar um land alit gegn eftirkröfu. Kaupfélag Eyfírðinga. Byggingavörudeildin. ÍliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiilS Annað bréf til sr. Gunnars Benediktssonar. i. Enn verð eg, vökumaður, að verpa á þig nokkrum orðum. Pykir mér að vísu illt, ef eg trufla predikunar- gerð þina, skáldsagnaiðju eða smíöi annarra »andlegra hluta«, er þú ræðir um í bréfinu til mín frá 13. des. s.l. En sú er bót í máli, að eg veit, að vakan í Saurbæ er löng. Verka- maðurinn i þjónustu heilagrar kirkju gengur ekki til hvíldar þótt kvöldið þrjóti og nóttin fari í hönd. Hitt er mér gleði, aö vera valdur að því, að breytt er um vðkuefni. Áður var þér heift i huga og harmur í geði. Nú ert þú glaður, bljúgur og bliður, eins og góðu og litlu guðsbarni samir. Áður varst þú gunnreifur víkingur, beitst í skjaldarrendurnar og jóst menn og mál auri og óhróðri. Nú ert þú auðmjúkur þjónn kristi- legrar kirkju. Með þolinmæði krjúpandi þjóns- iundar tekur þú á móti svipuHöggum þungra ádeilna og biður um fleiri. Pó er bréf þitt bardagasaga. í salarkynnum sálar þinnar hefir verið háður einkennilegur hráskinnsleikur. Presturinn og kommúnistinn hafa togazt á. Leiknum er lokið í bráð. Klerkurinn »tungumjúkur og hugar- háll«, hefir orðið drýgri á skeklinum. Pú beygir þig í auðmýkt og ávarpar mig: elsku vinur. Mælir þú af al- hug? Hefir þér, á þessum fáu dög- um, sem iiðu milli greina þínna í Verkamanninum, runnið svo í merg og blóð fyrirgefningar—og bróður- þelið, er móta á starf það, er þér hefir virzt þú kjörinn að gegna? Eða telur kennimaðurinn og rithöf- undurinn í Saurbæ dýrustu hugtök norrænnar tungu í fölskum smá- skildingum ? II. Oóðlátlega hræsni þina geld eg fullkominni hreinskilni. Pú ert i vandræðum. Meginhluti bréfs þíns eru hræðslugæði. Pú hefir hafið ill- viga, órökstudda árás á Menntaskól- ann á Akureyri og þá, sem við hann starfa. í fávislegum metnaði, sem reyndar áður hefir einkennt skrif þ(n, gerist þú dómari um störf ogembættisrækslusamborgaraþinna. Pú gleymir gersamlegakenningunum um réttlæti og bræðralag, sem þú um nokkurt skeið hefir þegið fé fyrir að flytja, hallar málunum til hins verra, svo að undrun sætir, og dæmir harða dóma. Pu getur ekki staðið við fullyrðingar þínar. Fyrir alþjóð ertu ber að óhæfilegum rangfærslum. Embættissaga sjálfs þín er raunasaga aumingjans, sem nlltaf er að tapa. f vökunum þinum löngu undanfarið virðist hafa birt um þessar staðreyndir.. Pú sérð nú, að of langt var gengið. »Langþol íslenzkrar Iundar« getur þrotið. Pví fer þú nú undan i flæmingi og reynir að breiða gatslitna ábreiðu glettni og vinmála yfir róg þitt og lastmæli. Petta er hyggilegt. Pér verður fremur hlíft, ef þú berð þig nógu aumingjalega. En þvi miður yrkir skáldið í Saurbæ hér næsta ófrumlega skáldsögu. Undanhald þitt er á þrauttroðinni slóð. Hún er mörkuð djúpum heigulssporum allra alda. III. Pú segist geta unnið þess dýran eið, að þig hafi ekki sviðið undan einu einasta orði í bréfi mínu. Eg er efagjarn og lítill trúmaður. Ef þú ert jafn mikill vinur minn og þú þykist vera, þá gefðu mér trúna. Birtu eið þinn i næsta Verkamanni. Mundu ekki dýrir, prestslegir eið- stafir þinir sama vel á drifhvítum síðum Verkamannsins? í gleði minni yfir vinarhug þínum skal eg heim sækja þig þegar i stað. Eg skal vaka með þér heilan sólarhring og þola með þér súrt og sætt. Eg skal hlusta á tvær predikanir hjá þér sama daginn og visindalegar biblíu- skýringar þínar liðlanga nóttina. Um morguninn skal eg láta draga þig og alla mjólkina þína til Akureyrar. Ekki á mjólkurbílnum, sem þér er svo tíðrætt um, heldur með »traktor« nákvæmlega af sömugerðog þeim, er þið, öreigarnir íslenzku, voruð í fátækt ykkar að aura saman í handa Rússum. Og hann skal knúður ekta rússnesku benzíni. IV. Pú blandar Jesúm frá Nazaret inn f deilu okkar. Pér hefir jafnan verið fremur létt um að fara með nafn hans. Ýmsir merkustu spek- ingar seinni alda hafa varið árum og æfi til rannsóknar á lífi hans og starfi. Dýrsta snilli mannlegs anda Jarðarför Arngríms Jónssonar, sem andaðist 5. þ. m., er ákveðin fimtudaginn 15. þ. m. og hefst með húskveðju á heimili hins látna kl. 11 f. h. Adsiandendurnir. Fundur verður haldinn í Framsóknarfélagi ungra manna, sunnudaginn 11 þ, m., kl, 1 e. h., í Skjaldborg. Flutt verður erindi um landkjöt og kjördæmaskipun. Allir framsóknarmenn, eldri sem yngri, velkomnir á fundinn. hefir jafnan átt þar við torráðnar gátur að glíma. Svo djúpt hafa þær verið ristar, rúnirnar um andann mikla úr Austurvegi. Pú ert mikil- virkur, sr. Ounnar, og djúpúðigur. í fásinninu í Saurbæ ræður þú auðveldlega á skömmum tíma þau rök, er lærðustu mönnum og vitr- ustu, með hinar beztu heímildir, hefir vart enzt aldur til. »Uppreisn- armaðurinn frá Nazaret* er auðsær skarpskyggni þinni. Pú skrifar um hann alllanga bók. Hann er velvilj- aður maður, berst fyrir rétti smæi- ingjans, en ber ekki gæfu til sigurs í baráttunni við æðri stéttirnar f föðurlandi sínu. Eg er ólærður og fáfróður um hin dýpstu rök. 1 ein- feldni minni gerist eg þó svo djarfur, að ráðleggja þér að íhuga þau nokkru gerr en hingað til, áður en þú skrifar um þau næstu bók, eða leitar æsingum þínum og upp- reisnarvaðli styrks i nafni Krists. V. Préstlýsinguna í bréfi mfnu tekur þú til þín. Segir þú, að hún eigi við þig í öllum atriðúm. Pér fatast eigi rökin, sr. Gunnar. Hitt er gersamiega rangt, er þú hefir tjáð mér í samtali, að uppgötv- að hafi verið á heimili þinu, að kari sá hinn svefnlausi, er eg ræði um, sé faðir þinn. Við hann hefi eg aldrei talað orð, né haft af hon- um nokkur kynni. Mætti þér að vísu vera það sjálfum vel kunnugt. Saga sú, er eg sagði, gerðist áður en eg hafði til Eyjafjarðar komið eða heyrt þín getið. En því sagði eg hana, að vökuraunir þínar og karlsins runnu skoplega saman f hug mér. Tek eg þetta fram hér,' af því að hversu sem málum skipast millum okkar nú eða framvegis, mun eg aldrei blanda einkamálum þínum eða fjölskyldu þinnar. í þau. Mun og eigi efnisvant, þótt þeim sé sleppt. VI. Pér verður að vonum mjög tíð- rætt um kirkjusókn. Pú segir, að ekki sé von, að kirkjurnar séu sóttar í slagviðrum og slæmu veðri. Pá sitji menn auðvitað inni, og megi gott kalia, ef presturinn ráðist til farar. í góðu veðri sé ekki von kirkjusóknar, Pá þurki bændur töður Og unga fólkið fari í skemmtiferðir, og þér »detti ekki f hug að taka til þess«. Eg er hjartanlega sam- mála, sr. Ounnar. Pað er alveg sama hvort veðrið er vont eða gott. Pað er engin von að sótt sé tii þín kirkja. Pú segir, að um starf þitt séutil aðeins mjög ófullkomnar messu- skýrslur. Pó skorar þú mjög fastlega á mig að birta skýrslur þessar fyrir 1920 og eftir. Eg skil þig ósköp vel. Pað er meira en von, að þú viijir, að dómurinn um þig sé felldur eftir skýrslum, sem eru »ekki nokkur mælikvarði á starf prestsins«, svo að notuð séu þín eigin orð. Eg ætlaði þó að verða fúslega við beiðni þinni. spurði þig sjálfan, hvar slikra skýrslna væri að leita. »Hjá prófasti«, sagðir þú. Eg sneri mér þangað, en þekking þín á svo veraldlegum hlutum sem geymslustað messuskýrslna virðist mjðg takmörkuð. Par voru engar skýrslur frá þessum tíma. Að Ifk- indum eru þær geymdar hjá bisk- upi, ef þeim er saman haldið. En suður eða að sunnan hafa eigi fallið ferðir. Eg skal þó gera þér nókkra úrlausn, er þér má betri þykja en engin. Kunnugur maður skýrslum þessum hefir tjáð mér, að þú munir, fyrstu prestsár þín, jafnan hafa talið um 60 messur á ári. Munu þær eigi færri en helgir dagar ársins. Viðurkenna sóknarbörn þín sjálfsagt framtal þetta, og skal eg engar brigður á það bera. En hvernig eru messuskýrslur þfnar siðustu ár, sr. Ounnar? Fara ekki tölurnar á þeim ofurlítið lækkandi? Pú hefir sjálfur beðið um rúm f Degi fyrir messuskýrslur. Pví hefir verið heitið. Sýndu nú svart á hvítu, að þér farist hóflausar ádeilur á embættisrækslu annarra manna. Notuðu nú tækifærið og birtu með breyttu letri messuskýrslurnar í Saurbæjarprestakalli 1930. VII. Pú kallar mig ódreng af þvf að egýfi sár Steinþórs Guðmundssónar, er nú séu tekin að gróa. Pú eyðir löngu máli til varnar honum, en reynist honum enn lítill vinur f raun. Vörn þinni lýkur með því, að framferði hans hafi verið »mjög vítavert og alveg óleyfilegt*, og vaðall þinn um ódrengskap minn í garð hans neyðir mig til frekari skýringa. 1 fyrra haust var Stein- þór rekinn frá barnaskólanum. Hann bar sig báglega, og þú barðir vesaidarlega lóminn fyrir hann í Verkamanninum. Hann fékk nokkra atvinnu við Menntaskólann. Hann starfar með okkur heilan vetur. Mér er ókunnugt um, að við, samkenn- arar hans, höfum nokkuð á hluta hans gert. f vetur, 22. nóvember, birtist f Verkamanninum nafnlaus níðgrein um Menntaskólann á Akureyri. Par er á mjög lúalegan hátt ráðist persónulega á kennara skólans. Peir eru taldir skoðanalausir ræflar, er af hræðslu en eigi sannfæringu hafi fylgt brottrekstri Ásgeirs Magnús- sonar. Sama kvöldið og grein þessi kom út, sat Steinþór Ouðmunds- son boð skólans, sem vinur hans

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.