Dagur - 09.06.1931, Page 2

Dagur - 09.06.1931, Page 2
114 DAGUR 30. tbK BWIIHHHffffmiffflli m Spariðyður 3 verk og efni við húsa og verkstæðis- smíðar með því að kaupa og nota KROSSVIÐ og MASONIT. Verðtilboð og upplýsingar fúslega látnar í té. — Pantanir af- greiddar um land allt. Kaupfélag Eyfirðinga ]árn- og glervörudeildin. mamáimmmmmm tíma, að enginn menning þrífst meðal þeirra, sem aldir eru á ölm- usugjöfum«.*) Að lokum farast honum svo orð: »Eg kem ekki með neina uppá- stungu, af því eg á ekki sæti í þessari hv. deild. En hitt dreg eg- engar dulur á, að það teldi eg bezt farið, að frv. þetta ætti sér sem skemmstan aldur«. Frv. var vísað til 2. umræðu með 9 gegn 4 atkv. Nei sögðu fjórir íhaldsmenn. Björn Kr. var fjarstaddur. Nefndarálit kom aldrei og mál- ið ekki tekið á dagskrá framar. Á þingi 1926 ber J. J. aftur fram sama frv. í tvennu lagi: Frv. um Byggingar- og landnáms- sjóð og frv. um gróðaskatt. Eru öll hin sömu ákvæði og áður í frv., nema nú er gengið út frá að til mála geti komið að lánin séu ekki nema til 25 ára, og að ein- hverjir vextir séu í sumurrl tilfell- um reiknaðir af þeim. Engar umræður urðu og frv. vísað til 2. umræðu og fjárhags- nefndar. Meiri hluti fjárhagsnefndar (3 íhaldsmenn) leggja til, að frv. verði fellt og fer um það svofelld- um orðum meðal annars: »Það fyrst (á móti að samþ. frv.), að nú sem stendur er ekk- ert fé fyrir hendi, er myndað geti sjóðinn og ekkert útlit fyrir, að fé finnist til þess. Hitt annað er það, að þótt sjóður yrði stofnað- ur, eins og frv. gerir ráð fyrir, þá verður ekki betur séð en á- *) í úmræðum um raforkuveitu utan kaupstaða, árið 1929, segir J. Þ.: »Hitt aðalákvæðið er um framlag ríkisins til framkvæmdanna sjálfra. Tvær ástæður mæla með slíkum framlögum. 1 fyrsta lagi er það al- títt, að ríkið leggi fram fé til fyrir- tækja einstaklinga og héraða, ef á- litið er að það muni koma almenn- ingi að gagni, en hlutaðeigandi á erfitt með að koma því af stað í byrjun. í öðru lagi stendur alveg sérstaklega á um þau fyrirtæki, sem hér ræðir um, vegna þess að óvenju- lega miklir örðugleikar eru á að koma þeim í framkvæmd«. Lítur út fyrir að þessi þingm. hafi verið fljótur að skifta um skoð- un á »ölmusugjöfunum«. kvæði frv. um hlunnindi þau, er sjóðnum er ætlað að veita, gangi í öfuga átt við það, er til hagsbóta mundi horfa fyrir þá, er sjóðn- um er ætlað að styrkja. En þótt svo yrði að fé væi'i fyrir hendi, þá er ekki annað sýnna en að þeim, sem vaxtanna nytu, ef frv. þetta yrði að lögum, yrði fremur ógagn en gagn að því. Skilyrðin, sem frv. setur, eru svo mörg þess eðl- is, .að sé undir þau gengizt, verð- ur tæplega frjáls maður athafna sinna, eða fjárráða. Bf. ísl. eða fulltrúi þess, hafa öll ráð þeirra í höndum sér«. Síðar segja þeir: »Að sjálfsögðu er gert ráð fyr- ir, að flutningsmaður frv. hafi viljað hafa hag bænda fyrir aug- um, þá er hann samdi frv. þetta. En því miður virðist hann ekki hafa athugað það, að ákvæði frv. horfa beint og óbeint til hnignun- ar þeim, sem styrksins mundu njóta, eða þeim, sem tækju á móti vaxtahlunnindunum. Þeir virðast tæplega geta átt sér viðreisnar von vegna þeirra kvaða, sem þeir yrðu undir að gangast...... Því skal sízt neitað, að bændur þurfa löng lán og ódýr, þegar þeir á annað borð taka lán til húsa — eða jarðabóta. En um leið má benda á það, að yfirleitt þola fæstir bændur stórlán...... Yrði nú sjóður stofnaður sam- kvæmt frv. þessu, þá mætti búast við því að einhverjir réðust í framkvæmd með þessi vaxta- hlunnindi fyrir augum. Ef um nýbýli er að ræða, þá er vitanlegt að þau gæfu ekki mikinn arð af sér fyrstu árin. Oftast mætti gera ráð fyrir að nýbygginn væri fé- lítill eða félaus, og yrði þá lítil von um, að hann gæti greitt af- borgun af láni, er nokkru munaði fyrstu árin, jafnvel þó hann fengi rentu-ívilnun. Hið sama má í flestum tilfellum segja um fátæk- an bónda á áðurbyggðu býli. Og báðum verður þeim það sameigin- legt, að hvorugur þeirra verður fjárráði, gangist .þeir undir skil- yrði þau, sem frv. setur. Sjóður- inn muhdi eftir því aldrei geta komið að sönnu gagni, heldur þvert á móti. Verður og enn á það að líta, að ekki mundi þykja glæsilegt að lána þeim manni ‘fé, er með því að njóta vaxtahlunn- inda missti að mestu yfirráðarétt sinn — sölu- og leigurétt — á eignum sínum. Það er eiginlega ó- hugsandi, að nokkur maður eða nokkur lánsstofnun fengist til að lána þeim, sem þannig væru bundnir og sem þar til ættu á hættu að fá aldrei, eða mega aldrei fá, hið raunverulega verð fyrir eign sína, ef sala eða leiga ætti sér stað. Og ekki mundi slík- um mönnum auðfengnir ábyrgð- armenn fyrir lánum«. Svo bollaleggja nefndarmenn um, hvað þeir vilji láta gera og farast svo um það orð meðal ann- ars: »Ef um það væri að ræða að bæta húsakynni í sveitum,, byggja nýbýli og rækta landið, þá virðist aðeins einn vegur til þess, en hann er sá, að ríkissjóður leggi árlega fram fé nokkurt til húsa- bóta á smábýlum og til nýbýla, þar sem henta þætti....... Þessi styrkur mætti ekki skoðast sem lán, hann ætti aldrei að endur- greiðast og um rentur væri ekki að tala. Styrkurinn yrði sem inn- stæða, sem ábúendur nytu mann fram af manni. Dánarbú eða frá- farandi skilaði þessari innstæðu af sér til næstu ábúenda eða kaupenda; ef býli væri sel't. Og aldrei mætti ábúandi eða eigandi býlis selja þessa innstæðu eða veðsetja. Hún stæði jafnan tryggð með fyrsta veðrétti í eigninni«. Þeir Björn Kr. og J. Jós. skrifa undir nefndarálitið með þeim fyr- irvara, »að þeir hallist heldur að því, að einhver renta, t. d. 3%, yrði tekin af innstæðum þeim, er ríkissjóður legði hverju býli.*) Minni hlutinn vildi láta sam- þykkja frv. Var það tvisvar tekið á dagskrá og af henni aftur. Urðu því engar umræður um það á þessu þingi. Á þingi 1927 ber Jónas Jónsson fram till. til þingsál. um að skora á landstjórnina að fela Bf. ísl. að undirbúa fyrir næsta þing frv. um Byggingar- og landnámssjóð, óg tekur fram þau undirstöðu- atriði, sem á skal byggja. Eru það þau sömu og í frv. þeim, sem hann bar fram á undanfömum þingum. Þegar samþykkt hafði verið að skipa milliþinganefnd í landbúnaðarmálum, gerir hann br.till. um að þeirri nefnd sé fal- ið að undirbúa málið. Tillaga þessi varð ekki útrædd, en nokkrar umræður urðu um *) Þetta nefndarálit er glöggt dæmi um hugsanagraut og óheilindi í- haldsmanna í landbúnaðarmálum, þar sem allt er tekið aftur í öðru orðinu, sem sagt er í hinu, eins og það að þetta eigi alls ekki að vera lán, sem þeir stinga upp á, enda þoli landbúnaðurinn þau ekki, ekki einu sinni með jafnvægum kjörum og J. J. leggur 'til. En þó á þessi »innstæða«, sem þeir tala um, að vera tryggð með 1. veðrétti í eign- inni, og 3% vextir að greiðast af henni. Þeir ætlast heldur ekki til, að þetta sé tekið sem tillögur, sem taka eigi til umræðu og ályktana. hana, og mæltu ráðherrarnir M. Guðm. og Jón Þorl. á móti henni. Á því sama þingi ber Halldór Stefánsson fram í Nd., eftir sam- komulagi milli hans og J. J., frv. um landnámssjóð íslands. Er þeim sjóði ætlað að styrkja nýbýlastofnanir og ríkissjóði ætl- að að leggja honum fé. Jón ól. ber fram br.tillögur við frv., t. d. að sjóðurinn veiti einnig lán til bygginga á býlum, sem eru að fara í eyði, og að sjóðurinn veiti lán til framkvæmda en eigi styrk. Skulu þau vera afborg- unar- og vaxtalaus fyrst í stað, en síðar vextir 4% og afborgun á 42 árum. Fleiri smábreytingar gerir sami þingmaður. Þegar frv. kemur fram, lofa þeir Magn. Guðm., Jón Sig. og ól. Thors flutningsmanninn mjög fyrir að koma þessu máli, »sem áður hafi verið vafið svo mjög innan í óhagsýninu, að ekki hafi verið hægt að sjá neina von um framkvæmd í málinu, í svo gott form«. — Síðan er málinu vísað til landbúnaðarnefndar. Leggur hún til að samþykkja það. Gerir hún við það nokkrar breytingatil- lögur. Færist frv. mjög í þá átt að líkjast frv. J. J. um Byggi'ng- ar- og landnámssjóð, svo sem till. um að fjölga og viðhalda sjálf- stæðum býlum með því að leggja fram fé til að byggja nýbýli og lána fé til að endurbyggja hús á sveitabýlum. Skilyrði fyrir framlagi eru: Að landið, sem býlið er reist á, sé lagt því til æfinlegra nota. Að það geti veitt fjölskyldu sæmileg skil- yrði til framfærslu, þegar það er komið í sæmilega rækt. Að bygg- ingar samsvari landinu að stærð og dýrleika og að hlutaðeigandi hreppstj. og sveitarstj. mæli með umsókninni. Af framlögunum skal greiða 2% ævarandi vexti. Þá kvöð má innleysa með 50—faldri upphæð gjaldsins. Þá eru nokkur atriði um nýbýli, sem eru ríkiseign. Einnig ákvæði um söluverð býla, sem reist ei*u með framlagi úr landnámssjóði, megi aldrei fara fram úr 25-földu eftirgjaldi þess, eins og skatta- nefnd metur það. Um endurbygg- ing eru ákvæði þau, að lán skuli veitt til 42 ára og greidd með 5% vöxtum og afborgunum. Rétt til láns eiga þeir einir, sem ekki á- lítast færir efnahags vegna að byggja sjálfir og að sannað sé með vottorði hreppstj. eða bæjar- stjóra að hús þeirra séu fallin eða að falli komin. Stjórn og reikn- ingshald hefir Ræktunarsjóður fslands. Þá vanta einungis úr síðara frv. J. J. ákvæðin, sem áttu að hamla braski með jarðirnar. í umræðu um málið segir Jón Sigurðsson: »Eg tel að frv. hafi stórbatnað við meðferð nefndarinnar«. Síðar segir sami þingm.: »Þá kem eg að ákvæðinu um endurbyggingu á byggðum býlum.. Mér finnst þau ákvæði ekki eiga heima í þessu frv., því þau snerta hvorki landnám né byggingu ný-,

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.