Dagur - 09.06.1931, Page 3

Dagur - 09.06.1931, Page 3
30. tbl. DAGUR 115 býla. Mér finnst ákvæðin mjög varhugaverð eins og frá þeim er gengið, þau geta í ýmsum tilfell- um orðið beinlínis verðlaun handa slóðum, sem láta állt reka á reið- anum og drabbast niður«. Og enn segir hann: »Er það gott að fá málið inn í deildina, svo mönnum gefist kostur á að gera við það athugasemdir«. Það tækifæri hafði að vísu ver- ið til staðar fyrir íhaldsmenn í Ed. þrisvar sinnum áður, en nú er farið að færast nær kosning- um, og gæti verið að þessi um- mæli hafi mótast af því. Það var líka hættulaust að mæla með frv., þar sem vitanlegt var, að sam- komulag var að komast á um að afgreiða málið ekki á þessu þingi, heldur vísa því til milliþinga- nefndar í landbúnaðarmálum, sem þá var ráðið að skipa. Var það gert og málið ekki útrætt. Eins og í öðru sambandi er tek- ið fram, skipaði íhaldsstjórnin aldrei þessa nefnd. Það varð ekki fyr en eftir stjórnarskifti sem úr því varð. Á Alþ. 1928 ■ ber svo stjórnin fram frv. um Byggingar og land- námssjóð. Hafði milliþinganefnd- in samið frv., sem stjórnin hafði þar til hliðsjónar. Undirtektir undir málið voru góðar að því fráskildu, að Jón Þorl. taldi ófær ákvæði 9. gr. um hömlur gegn því, að þeir, sem byggt hefðu upp jarðir sínar með tilstyrk Byggingar- og landnáms- sjóðs, gætu braskað með þær sér til gróða. Uro frv. segir Jón ól.: »Það þarf ekki að fara mörgum orðum uin frv. sjálft, undirbúningur þess er bæði mikill og góður, því að drættir að þessu frv. hafa komið fram í ýmsum myndum á undanfömum þingum«. Einnig segir sami þm.: »Og er óhætt að fullyrða, að' það sé eitt af allra merkustu þingmálum á síðari árum«. Nokkrar smábreytingar eru gerðar á frv. og síðan samþ. með samhlj. atkv. í báðum deildum. Eins og frv. var samþykkt, er það á þessa leið í lauslegu ágripi: 1. Tilgangur sjóðsins er að veita lán. a. Til að endurreisa sveitabæi. — Það verkefni kemur fram í fyrsta frv. J. J. b. Reisa nýbýli. — Það ákvæði er einnig í fyrsta frv. J. J. c. Veita bæja- og sveitafélögum styrk til að koma upp bygg- ingum fyrir kúabú. — Gengið var út frá því í fyrsta frv. J. J. að veita lán til húsagerðar og ræktunar í grend við kaup- staði. > 2. Skilyrði fyrir lánum: a. Nokkur atriði um dugnað og ástæður þess, sem lánið fær o. fl. — Eftir frv. J. J. á Bf. fsl. að fallast á ráðagerðir þess, sem lánið fær, og gera tillögur um þessi atriði. Annars eru ýms smáatriði þar, sem ekki eru í upphaflega frv., en engin sem máli ski'fta. 3. Lánsupphæðin sé verð að- flutts byggingarefnis og % af smiðakaupi. — í frv. J. J. það sama, nema /2 kaup smiða. 4. Lánskjörin: Til endurbygg- ingar sveitabæja afborgast lánin á 42 árum með mjög lágum vöxt- um. — Gert ráð fyrir því sama í frv. 1926, nema lánstíminn er ekki ákveðinn. Til nýbýla á óræktuðu landi: Þar sé árlegt gjald 2% í 50 ár og á ræktuðu landi 3'/2% í 50 ár. — í frv. J. J. eru þessir flokkar ekki aðgreindir, en gert ráð fyrir 2% í 50 ár. 5. Ákvæðin um hömlur gegn því, að hægt sé að braska með jarðir, sem lán hefir verið veitt tií húsabóta á, eru mjög lík. 6. Ákvæðin um tekjur sjóðsins, sem voru í fyrsta frv., voru ekki í lögunum, en Jónas Jónsson lýsti því yfir 1928, að það atriði væri geymt en ekki gleymt. Blað það, sem miðstjórn íhalds- flokksins gaf út sem sitt mál- gagn, lét þetta mál alltaf nokkuð til sín taka eins og við var að bú- ast. Meðan J. J. var að berjast fyrir því í Ed., þar sem íhaldsmenn réðu lögum og lofum, segir það: »Aldrei hefir nokkur maður auglýst vantrú sína á íslenzkum landbúnaði jafn átakanlega og J. J. í umræðum um þetta mál. Aldrei hefir verið sýnt meira metnaðarleysi fyrir bændanna hönd. Aldrei gerð jafn' hamröm tilraun til þess að gera íslenzka bændur að ómögum og ölmusulýð. Sannleikurinn er sá, að þetta frv. er eitthvert versta og van- hugsaðasta mál, sem nokkurn- tíma hefir fram verið borið á ís- landi. Með betli og ölmusugjöfum soginn metnaður og þróttur úr bændunum. Hugsjónin virðist vera metnaðar- og ábyrgðarlaus ölmusulýður í sveitum, trúlaus á atvinnuveg sinn og afkomu, berj- andi lóminn og nauðandi um styrk frá öðrum«. (Vörður 37. tbl. 1926). Og eftir að íhaldsmenn voru komnir í minni hluta við kosning- arnar 1927, svo þeir gátu ekki lengur eytt málinu, og það var orðið að lögum: »Meðal merkari laga, sem sett voru á síðasta þingi, má telja lögin um Bygging- ar- og landnámssjóð. Frv. sam- nefnd þessu hafði J. J. flutt áður á tveim þingum. úr þeim frv. er alls ekkert eftir, nema fyrirsögn- in og ein grein, 9. gr.« (Jón Þor- láksson í Verði, 26. tbl. 1928). Og að lokum, þegar auðsætt var að lögin ætluðu að verða vinsæl: »Það er satt, að lánskjörin eru góð, en hins ber að geta, að ekki var það Framsóknarflokkurinn einn á þingi, síðastl. vetur, sem áhuga hafði fyrir því að koma þessari lánsstofnun á fót. Ber að geta þess að íhaldsflokk- urinn var óskiftur fylgjandi þessu máli«. (Vörður 30. tbl. 1928).. BúnaðarbanJcinn. Á Alþingi 1928 bera íhaldsmenn í Efrideild fram frv. til laga um atvinnurekstrarlán. Var það á ýmsan hátt illa gert, bæði viðkom- andi útlánakjörum og fyrirkomu- lagi. Vildu Framsóknarmenn ekki aðhyllast frv. óbreytt, en hinsvegar í undirbúningi frv. um Búnaðarbanka íslands. Geymdu þeir sér því að gera tillögur til breytinga á þessu frv., þar sem rekstrarlánadeild átti að vera við hann. Frv. varð ekki útrætt. Á næsta þingi, 1929, ber svo stjórnin fram frv. til laga um Búnaðarbanka íslands. Er þar sameinað undir einni stjórn: Ræktunarsjóður, Byggingar- og landnámssjóður og svo bætt við veðdeild, bústofnslánadeild og sparisjóðs- og rekstrarlánadeild. Er þessari síðustu deild ætlað það hlutverk, sem íhaldsmenn ætluðu atvinnurekstrarlánunum árið áð- ur, en mistókst herfilega smíðið á því frv. Búnaðarbanka-frumvarpið var samþykkt á þinginu og þar með lokið í bráð baráttu Framsóknar- manna fyrir bættum og sann- gjarnari lánskjörum landbúnaðin- um til handa. Þetta yfirlit um gang ýmsra mála á Alþingi, er landbúnaðinn varða undanfarin ár, verður ekki haft lengra. Mætti þó á ýmislegt benda í því efni, sem tekizt hefir að leiða til giftusamlegra úrslita fyrir atbeina Framsóknarmanna og foringja þeirra. Má þar nefna frá fyrri árum kjöttollsmálið, sem núverandi for- sætisráðherra barðizt manna mest fyrir að yrði leyst á viðunandi hátt. Þá má telja að baráttan fyr- ir rétti samvinnufélaganna væri alveg þrotlaus öll fyrri ár Fram- sóknarflokksins. Á síðari árum hefir Framsókn- arflokkurinn átt frumkvæði að ýmsum málum, sem ýmist eru ný- afgreidd eða ekki endanlega sam- þykkt enn. Má þar nefna stuðn- ing til mjólkurbúa, endurbætur á búnaðarskólum og tilraunastarf- semi við þá. Fyrir síðasta þingi lágu ýms merk mál í þessu efni eins og áburðarlögin, lög um veiði í ám og vötnum og ýms fleiri. En eins má geta að lokum. For- ingjunum í baráttunni fyrir framgangi landbúnaðarmálanna virðist hafa verið það frá byrjun alveg ljóst hvernig haga átti bar- áttunni, svo að fullu gagni kæmi það er ynnist. Fyrst varð að efla Búnaðarfél. fsl., svo það gæti haft forystuna og veitt nauðsynlegar leiðbeiningar. þá var tími til kom- inn og ekki fyr, að snúa sér að jarðræktinni með fullum krafti, og þá komu jarðræktarlögin. En jarðræktin krafðist áburðar og jarðyrkjuvéla, og til þess var styrkur veittur. Og afurðasölunni var ekki gleymt; það sýna frystihúsin, kæliskipið og mjólkurbúin nú síð- ast. En jafnframt var alltaf unn- ið að því að bætt yrðu lánskjör landbúnaðarins, sem líka tókst. Þetta sýnir það, að þarna hefir ekki verið unnið af handahófi og Fundur í félagi alþýðuskólakenn- ara verður haldinn á Eið- um að kvöldi þess 7. júlí næstkomandi. Óskað er eftii; því, að allir kennarar við gagn- fræða- og héraðsskólana, sem geta komið því við, mæti á fundinum. Laugum, 6. júni 1931. Arnör Sigurjönsson, skipulagslaust, heldur byrjað á grunninum og svo alltaf byggt of- an á. ------o-.—. J0RÐ. Nýtt tímarit. Á næstunni er gert ráð fyrir, að nýtt tímarit taki að koma út á Akureyri, prentað af Oddi Björns- syni, með undirritaðan að rit- stjóra og ábyrgðarmanni. Tilætl- unin með því er að leitast við að hjálpa íslenzku þjóðinni til að »trúa fagnaðarerindinu« og öðlast tímabæran skilning á, hvað í því felst. — Aðalumræðuefni ritsins verður væntanlega náttúrlegt, mannlegt Jíf, hin fábrotnu undir- stöðuatriði mannlífs og þjóðlífs, andleg sem líkamleg. Og í því sambandi ýmislegt •> sérstakara, svo sem skólamál, vaxtarbroddur heimsmenningar, listir o. s. frv. Leyfi eg mér í þessu sambandi að vísa til efnisskrár 1. og 2. heftis, sem birt verður í lok þessara lína. Ritinu er ætlað að koma út í sumar og haust, alls 300—400 bls., í svolítið stærra broti en Eimreiðin; og verður prýtt mynd- um, er sumar er ætlast til að verði sérprentaðar og litprentaðar. Fyrsti árgangur gert ráð fyrir að kosti aðeins 6 kr. þeim, sem sam- kvæmt póststimpli gerast áskrif- endur fyrir miðsumar og fylgi greiðsla 1. árg. pöntun. Skulu þeir skrifa undirrituðum og yrði tekið með þökkum, ef að þeir gæfu jafnframt upplýsingar um nöfn og heimilisföng annara, sem þeir teldu eftir ástæðum ekki ólík- legt, að ritið myndi falla í geð. Þeim, er seinna gerðust áskrif- endur, yrði árgangurinn væntan- lega eitthvað dýrari. Ásum í Skaftártungu, 1. maí 1931. Björn O. Björjvsson. »J ö R Ы 1. hefti. Efnisyfirlit: 1. »Faðir andanna« (sálmurinn). 2. Heilsun. 3. Trúin í Jesú nafni. 4. Samlíf þjóðar við náttúru lands síns I. 5. Líkamsrækt I. 6. Fræðslumál íslendinga. 7. Ástii’. 8. lsland í fararbroddi,

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.