Dagur


Dagur - 15.10.1931, Qupperneq 1

Dagur - 15.10.1931, Qupperneq 1
D AOUR kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 &rg. Gjalddagi fyrir 1. júli. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- sen í Kaupfélagi Eyfirft- inga. Afgreiðslan •r hjá JM Þ. Þár, Norðurgötu 8. Talaimi ÍU. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanna fyrir 1. das> XIV . ár. | Akureyri, 15. október 1031. 49. tbl. Jarðarför Sigríðar Heigadóttur, sem andaðist 8. þ. m. að heimili sínu, Jaðri í Glerárþorpi, er ákveðin að Lögmanns- hlíð þriðjudaginn 20. þ. m. og hefst með húskveðju á heimilinu kl. 12 á hádegi. 12. okt. 1931. Aðstandendurnir. Ræktunarmál. (Niðurl.): í kaflanum um áburðinn segir höf.: »Pví miður er of iítið að þvf gert að aðskilja saur og þvag og geyma þvagið í loftheldum gryfjum, en alit bendir til þess að það sé besta og álitlegasta áburðarhirðingin. Prátt fyrir það, þótt áburðarhirð- ingin fari batnandi, er viðurkennt, að stórstigar ræktunarframfarir séu ókleifar, ef ekki er öðrum áðurði en búfjáráburðinum til að dreifa. Notkun tilbúins áburðar hefir verið Iftt kleif og óveruleg, þangað til tvö síðustu árin, en hin mikia notkun hans þessi ár bendir til þess, að bændur skorti í raun og veru ekki vilja til þess að nota sér þá að- stöðu, sem tilbúni áburðurinn veit- ir til meiri og betri ræktunar. En getan og ræktunarþekkingin er tak- mörkuð, og hver verður þá útkom- an með þeim skrið, sem nú er á nýræktinni á því að auka viðáttuna ? Nota menn almenht nógu mikinn áburð f fiögin og túnin, til þess að fullgóður árangur fáist af rækt- uninni ? Peirri spurningu verður því miður ekki svarað öðruvísi en neit- andi. Pað virðist margt benda til þess, að sé nýræktin að öðru leyti í góðu lagi, þá sé réttmætt og nauð- synlegt að nota miklu meiri áburð en almennt er gert, og með þeim hætti fáist mun betri arður af rækt- uninni en ella. SvBitirækt fleíur sultar- arð....... Pað er ekki nóg með það að sveltiræktun og áburðarskortur sé áberandi, áburðurinn er líka mjög vfða iila notaður og óheppilega, svo hans verða ekki full not þess vegna. Búfjáráburðurinn hrekst ofanjarðar f stað þess að komast fljótt ogvel ofan í jörðina. Tilbúnum áburði er viða hörmulega illa dreift og oft á óheppilegum tfma. Ennfremur er tilbúni áburðurinn oft notaður of einhliða, svo árangurinn bregst að meira eða minna leyti. Pað er reynt að komast af með saltpétur ein- göngu eða saltpétur og superfosfat, þar sem raunverulega þarf að bera á öll þrjú næringarefnin: köfnunar- efni, fosforsýru og kalí. Menn hafa ekki nægilegt yfirlit yfir það, að til- finnanlegur skortur á einu af þess- um efnum getur valdið þvi, að sprettan bregðist, þótt nóg sé borið á af hinum efnunum, svo yfirleitt er ekki annað ráðlegt en að bera á Öll efnin, þegar um nýrækt er að ræða. Tilraunastarfsemin hefir leitt í ljós, að heppilegasta áburðarnotk- unin sé að nota búfjáráburðinn f fiögin og mylda hann fijött og vei niður, en auk hans parf að bæta við tilbúnum áburði. Búíjáráburðurinn verður höf- uðstóll eða aflgjafi til fleiri ára, en hinn auðleysti tilbúni áburóur bætir upp og fullnægir hinni öru næring- arþörf hins bráðþroska og gráðuga gróðurs betur en búfjáráburðurinn getur gert, þótt nóg sé af honnm. Þetta er heppilegasta áburðar- notkunin, en eigi að siður er hægt að rækta flesta jörð með tilbúnum áburði eingöngu, ef aðeins er notað nógu mikið af réttum tegundum og að öðru leyti vel fyrir öllu séð«. Aðalniðurstöður greinarhöfundar- ins eru þessar: »Veðrðtta og jarðveflur leyfir stórum betri ræktun en meöailagiö sem nú tíðkast. Túnin og nýræktin fá yiirleitt of lilinn áburð, og áburðarnofkunin er mjög oft ú- fulfkomin og óheppileg. Framræslu og jarðvinnslu er almennt ábótavant. Sáning grasfræs er allt of litið viðhöfð, og sáðsléttunin minna metin en vera ber. Nýræktinni er ytirleitt ekki hagað nægilega mikið eftir pvi, sem pó verður að skoöast fullreynt, að sáðsiéttan sé bezta, fullkomn- asta og arðvænlegasta túnræktaraðferðin. Hirðingu túnanna er yfirleitt mikið á- bótavant. Áburður a! skornum skammfi og varzla óparfiega mikið vanrækt. Metúsalem Stefánsson búnaðar- málastjóri áréttar þessa jarðræktar- hugvekju Árna Eylands í »eftirmála<. Eru þeir sammála að minnsta kosti í öllum aðalatriðum. M. S. fullyrðir, að túnin gefi af sér miklu minna en vera mætti miðað við náttúrleg túnræktarskilyrði hér á landi, og stafi það af ófullkomnum túnrækt- araðferðum og lélegri aðbúð við túnin. Pað sé ekki allt fengið með nýræktinni og sé hyggilegra að bæta fyrst ræktun túnanna, sem fyrir eru, heldur en að leggja einhliða kapp á að stækka ræktaða landið með nýrækt. Um áburðinn segir M. S.: »Prjú eru þau næringarefni jurt- anna, sem verðmæt eru talin í á- burði, þ. e. köfnunarefni, fosfor- sýra og kalí. Áburðartilraunir á tún- um hér á landi hafa sýnt, að túnin skortir fyrst og fremst köfnunarefni, þá fosforsýru, en sfzt kali, og er það í fullu samræmi við það, sem sýna má með útreikningum, og sennilega er köfnunarefnisvöntunin alls um 600000 kg., en það sam- svarar sem næst 150 kg. af þýzkum saltpétri á hektar. Vitanlega er ekki hægt að reikna þetta út með fullri vissu, en marg- föld reynsla staðfestir, að það er skortur á köfnunarefni, sem miklu veldur um þaO, hversu iítið túnin gefa af sér, og að auka má eftirtekju þeirra með því að bera á þau meira af köfnunar- efni en gert er. Af framansögðu er augijóst, að ekki er hagkvæmt að bæta úr þessu eingöngu með því að bera meira á af búfjáráburði en gert er, þótt hann muni að vfsu oft vera af skornum skammti, því að af þvf feiddi að óf miklu væri eytt af fosforsýru og einkum af kali. En nú vill svo vel til, að hægt er að kaupa hin verð- mætu efnin: köfnunarefnin, fosfor- sýru og kali, hvert fyrir sig, í til- búnum áburði, eða öli saman (Nitrophoska), og þá er líka hægt að bæta úr skorti á hverju af þess- um efnum sem er, með því að bera á viðeigandi áburðartegund. Hver vöntunin er á hverjum stað, verður ekki með vissu fundið eða um sagt, nema með áburðartilraunum á staðn- um, en fjölmargar tilraunir hér á landi sýna, að það bregzt aldrei, að góður árangur fáist með þvi að bera á túnin köfnunarefnisáburð sem aukagetu eða áburðarbætir (sbr. fóðurbætir) með búfjáráburðinum. Fosforsýruáburður hefir sumstaðar reynst vel, en kaliáburður hefir óvíða komið að nokkru gagni á gðmlum túnum, sem aldrei hafa fengið annan áburð en búfjáráburð. Öðru máli gegnir um nýræktarland, þar hefir ekki safnast saman kali- forði eins og á túnunum, sízt á mýrarjörð, og öll efnin eru þar nauðsynieg, til þess að góður árangur fáist, og nýræktarlandið verði gott tún«. f samræmi við þetta bendir höf. á, að töðufatl megi auka með þvf að bera kðfnunarefnisáburðinn á sérstaklega og aukreitis með venju- legum búfjáráburðarskammti, en bæta svo síðar við fosforsýru- og kaliáburði, til þess að halda eftir- tekjunni við. Köfnunarefnisáburður- inn einn nægi til að byrja með sem viðbót við góðan skammt af búfjár- áburði. En góðan skammt af bú- fjáráburði telur M. S. 20—25 þús. kg. af kúamykju á hektar. Væri svo þar við bætt 150 kg. af þýzkum saltpétri, myndi eftirtekjan aukast til góðra muna fyrst i stað, og sfðan með því að bæta við um 100 kg. af superfosfat og loks 75 kg- af kaliáburði, en þá mætti sennilega draga nokkuð úr mykjuskammtinum að ósekju. Um þetta efni segir svo ennfremur: >Pegar farið er að nota öll efnin, væri bezt að bera á Nitrophoska og miða þá skammtinn við kalíið og gefa svo viðbót af köfnunarefn- isáburði (saltpétri) og fosforsýru- áburði (superfosfat) svo sem þarf, til þess að samsvara þvi, sem til- tekið er hér um þessi efni. Parf þá að muna að i 100 kg. af Nitrophoska, — þeirri tegund þess, sem hingað hefir verið flutt — eru I6V2 kg. köfnunarefni, I6V2 kg. fosforsýra og 2IV2 kg. kalíc. Til stuðnings þessu segir M. S. frá tilraunum, sem gerðar hafa verið i þessa átt, Heildarútkoma tilraun- anna er sú, að hún gefur vonir um 800—1000 kg. vaxtarauka á hektar. Áburðurinn, sem gefur þenna vaxt- arauka, kostar 35 kr. kominn upp i sveit. Ætti sami vaxtarauki að fást með nýrækt i líkri rækt og túnin eru nú, þá þyrfti að rækta af nýju um Ví ha., en það kostar margfalt meira. ' IJ Rúmsins vegna verður ekki nánar skýrt frá skrifum þeirra Árna og Metúsalems um ræktunarmálin i Búnaðarritinu. Hefir hér aðeins verið drepið lauslega á nokkur meginatriði málsins, en ætti þó að nægja til þess, að lesendur þessa blaðs, ekki sízt bændur og aðrir þeir, er rækt- unarmálin bera fyrir brjósti, vöknuðu til þeirrar löngunar að iesa vandlega og færa sér í nyt, ekki aðeins þessar umræddu greinar, heldur og Bún- aðarritið f heild sinni. Par er marg- víslegan, nytsaman fróðleik að fá, sem ekki má fara fram hjá neinum alvarlega hugsandi manni.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.