Dagur - 15.10.1931, Síða 3

Dagur - 15.10.1931, Síða 3
49. tbl. DAGUB 191 Nýjar bækur. t Islendingasaga Arnórs Sigur- jónssonar, 3. og síðasta hefti, er út komin. Eru þar raktir aðalþættirnir í sögu þjóðarinnar frá 1874 til 1930 vél og greinilega í stuttu máli. Mest rúm tekur stjórnmálasaga þessatima- bils, en einnig er skýrt frá þróun atvinnuveganna og eflingu andlegrar menningar á hinum ýmsu sviðum. Er það vel farið að hafa eignast sögu hinna allra síðustu áratuga f einu lagi, því þar var áður að mestu autt rúm i skólabókum okkar. Anndll 19. aldar. Safnað hefir síra Pétur Quðmundsson frá Gríms- ey. Lokahefti 2. bindis Annálsins kðm út 1929. Nú er 1. hefti 3. bindis komið út i sama formi og áður. Útgefandi Annálsins er, sem kunn- ugt er, Hallgrímur Pétursson bók- bindari á Akureyri, sonur Annáls- ritarans. Petta nýútkomna hefti er 7 arkir á stærð og nær yfir árin 1857 — 1860. Er þar skýrt frá ýms- um atburðum, er mikið var umtal- að í æsku þeirra manna, sem nú eru komnir á efri ár, t. d. >harða veturinn* 1859. Er svo frá skýrt, að með þorra hafi komið hríóar og harðviðri, er haldist hafi til páska, en þá voru sumarpáskar, — í Eyja- firði var þá svo að sorfið af hey- skorti, að sumir skáru fé sitt á Iaugardaginn fyrir páska, af þvi þeir gátu ekki vitað skepnur sínar standa málþola yfir hátíðina, en næstadag var batinn kominn. Um þetta getur þó Annállinn ekki. Pó að lestur Annáls þessa sé ekki skemmtilestur að þvi leyti að mikið er af frásögnum um slysfarir og harðindi, þá er hann eigi að siður merkilegt rit, er sem flestir ættu að eignast. Gangleri er nú kominn út í annað skifti undir ritstjórn frú Krist- inar Matthíasson. Er ritið að þessu sinni að nokkru helgað 100 ára minninguannars aðalstofnanda Quð- spekifélagsins, Helenu PetrOvnu Bla- vatsky. Skýrir ritstjórinn frá nokkr- um dráttum úr æfi þessarar stór- merku og fluggáfuðu konu, og enn- fremur flytur ritið grein um hana eftir C. Jinarjadasa, þýdda af frú Mörtu Kalman. Auk þess birtast i þessu hefti Ganglera þrjú bréf frá sira Matthiasi Jochumsyni til síra Valdemars Briems vígslubiskups, sem marga mun fýsa að lesa; ennfremur samtal milli Ein- stein, þýska stærðfræðingsins, sem nú er einhver frægasti maður í heimi vegna afstæðiskenningar sinnar, og Tagore indverska spekingsina, og margt fleira. Hlín, ársrit sambands norðlenzkra kvenna, 15. árg., er komin út. Út- gáfu og ritstjórn annast, eins og áður, Halldóra Bjarnadóttir. Ritið er fjölbreytt að efni og ræðir ýms nauðsynjamál þjóðarinnar svo sem heilbrigðismál, heimilisiðnað, hús- mæðrafræðslu og margt fleira. Úr efnisyfirlitinu má nefna: Heimþrá, kvæði eftir konu í Vesturheimi. Ferð- ir isl. stúlkna til útlanda, eftir Svein Bjðrnsson sendiherra. Stðrf kvenna i Kína.ef tir Herborgu Ólaf sson. Qandhi og heimiiisiðnaðurinn, eftir Friðrik J. Rafnar, Pákklátssemi, saga. Hlín er 8 arkir að stærð fyrir utan auglýsingar og kostar aðeins 1 kr. Vafalaust er hún ódyrasta ritið, sem nú er á íslenzkum bókamarkaði. -----o----- Einkennilegt mál. Siðastliðið ár hefir staðið yfir mál á Ítalíu og gengið frá einum dómstóli til annars. Nýlega hefir verið kveðinn upp dómur í þessu máli við yfirréttinn í Florence, og þar sem mál þetta hefir vakið geysimikla athyggii, ekki aðeins á Ítalíu, heldur einnig um alla Norðurálfuna, þykir rétt að segja frá því í stuttu máli. Árið 1916, hvarf ítalskur maður, prófessor Canella að nafni, á víg- stöðvunum í Makedoniu. Eftirlifandi köna þessa manns, Signora Canella, er af göfugum ættum og er mikils metin. Pegar próf. Canella hvarf, áttu þau hjónin tvö ung börn. Nú Iiðu 11 ár og ekki bar til tiðinda. En frúin hafði altaf haft von um að maður sinn kynni að koma fram. 1927 finnur svo frúin mann sinn, og er hann þá á sjúkrahæli og hefir tapað minni, þannig að hann man fátt eða ekkert af þvf, er á daga hans hefir drifið. En Signora Can- ella er viss í sinni sðk, og tekur manninn heim til sín og verður nú fagnaðarfundur á heimili þeirri. En sú gleði átti ekki langan aldur, þvi skömmu siðar fá þau hjónin heim- sókn af lögreglunni, sem þá er með handtökuheimild í vasanum, sem stiluð er á nafn Mario Bruneri, og sem lögreglan þykist hafa vissu fyrir að sé sami maður og sá, er Signora Canella hafði þekkt sem eiginmann sinn og flutt heim til sin. Síðan 1927 hefir staðið yfir uppi- haldslaus málsókn á hendur þess- um manni, sem lögreglan þykist vita að heiti Mario Bruneri, Og sem hún sakar um nafnafölsun og ýmsa aðra óknytti. Pó hefir Signora Canella fengið að hafa mann þenna hjá sér, hefir hún nú eignast með honum tvö börn, og hún er sannfærð um, að hann sé maður hennar, er hvarf af vfgvöllunum i Makedoniu 1916. Ýmislegt er einkennilegt við mál þetta og að vísu eru nokkrar líkur fyrir málstað lögreglunnar. En þær eru aftur engu minni fyrir málstað frúarinnar. Málið hefir, eins og áður er sagt, vakið feikna athyggli, og á ítalfu hefir fólk greinzt i flokka eftir þvi, hvort það aðhyllist skoðun lögreglunnar eða Signoru Canella. í síðastliðnum júlímánuði var maður sá, er fyrir sökum er hafð- ur, tekinn fastur, þvi þá var dómur sá er frá hefur verið greint, ný- uppsagður við yfirréttinn i Florence og hann hljóðaði uppá þriggja ára fangelsi fyrir Mario Bruneri. Nú hefir Signora Canella áfrýjað úrskurði dómstólanna i Florence til hæstaréttar. En neitað hefir henni verið um að fá að hafa manninn hjá sér gegn veði. Er nú úrskurðar hæstaréttar beðið með óþreyju af ýmsum. Pegar handtakan fór fram, í siðast er einmitt fyrir slík klæði, sem LUX er aðallega til. — LUX er^svo' hreint og ómengað, að löðrið sem af því verður ;er;;jafn milt og mýksta vatn, — Þessu hreinsandi skúmr þarf ekki að hjálpa með því að nugga þvottinn, LUX hreinsar hvern þráð í flikinni, án þess að á henni sjáist nokkur merki um slit. — Attur og aftur fáið þér nærfötin yðarúr þvotti, ogaltaf eru þau jafn yndisleg og þegar þau voru ný. Galdurinn er ekki annar en sá að_nota LUX. fjaiíð þið feyflt það? LUX Látið hið »hreina og klára* L U X löður vernda yndisleik nýjustu nærfatanna yðar. Er það ekki notalegt að fara í ný silki- nærföt, eða þá nærklæði, sem gjörð eru úr beztu og mýkstu ullf Og er það ekki ergilegt, þegar slíkar flikur spillast strax í fyrsta þvotti, hinir viðkvæm u þræðir hlaupa í snurður, ullarþræð- j irnir hlaupa saman í þófaberði við g núninginn. — Fíngerð klæði þurfa varkáran þvott, og I . r w-lx aos-io UEVER BROTHERS UMITEJX rORT SUNLIGHT.ENGLANOt liðnum júlimánuði, hafði hinn ákærði mæit þessi orð með rósemi þeirri og stiliingu, sem honum er eiginleg: »Pegar eg kém aftur úr fangelsinu, verð eg enn meiri Canella en nokkru sinni áður«. Mál þetta er talið að vera eins- dæmi í sögunni. -----o--- SimskeytL (Frá FB). Rvík 13. okt. Qenf: Pjóðabandalagið hefir hafið rannsókn út af Mansjúríudeilu Kfn- verja og Japana. Fulltrúi Kfna bar f dag fram þá kröfu Kfnverja, að Japanar kalli heim herinn úr Man- sjúrfu. Horfurnar eru taldar svo alvarlegar, að takist Bandalaginu ekki að jafna deiluna, sé einskis árangurs að vænta af afvopnunar- stefnunni, og dragi til ófriðar þar austur frá, verði fjárhagsmálum þjóð- anna ekki komið f lag. Brúarfoss fór frá Reyðarfirði í gærmorgun með nálega 42 þúsund frosna kindarskrokka og 5000 gæru- búnt. Útflutningur frá ársbyrjun til sept- emberloka nam 30.450.600 kr.; en var á sama tíma í fyrra 39.639.600 kr. — Aflinn 1. okt. var 402,761 skpd., en fiskbyrgðir 233.406 þur skpd. — Útflutningur afurða yfir septembermánuð nam 4.009.600 kr. Rvík 14. okt. Amerfska flugfélagið, sem ætlar að koma á flugferðum um Qræn- land og ísland, ætlar að gera tilraun i haust með flugvél útbúna skíðum, og f janúar er áformað, að fimm flugvélar fljúgi þessa leið milli Ame- rfku og Evrópu, sinn áfangann hver. Qenf: Bandalagið vinnur nú dag- lega að málamiðlun Mansjúrfudeilu Japana og Kínverja. Madrid: Pjóðþingið hefir fellt að viðurkenna rómversk-katólska trú, sem opinbera trúflandinu en sam- þykkt að éngin trúarbrögð skuli viðurkennd öðrum fremur. Frá 15. þ. m. tökum við undirritaðar að okkur kennslu |, bæði fyrir börn og fullorðna í aliskonar handavinnu, svo sém olíu- og brocade-málningu, útsaum, útprjón, körfugerð og fleiru. Anna Jensdóttir. Þurfður Björnsson. ________Aðalstræti 19.______ merkt Jóna Jóhansdóttir, Akur- eyri, skilið eftir á Torfunefs- I bryggjunni. Geymt hjá Oloeir Júlfussyni, hafnarverði. t P Sjúkrahúss- Sknktota^ Lárus Rist. Botnfa kom til Rvikur í dag; hafði seinkað mjðg mikið vegna mikilla storma f hafi. Slra Porsteinn Briem er skipaður prófastur Borgarfjarðarsýslu. Messur. Síðasta sunnud. í sumri: Lög- mannshlíð kl. ra, Kaupangi kl. 3. Fyrsta sunnud. í vetri: Möðruvöllum kl. 12, Grund kl. 3, Um slysavarnir, einkum á sjó,ætiarstgr. Iæknir Matthiasson að halda alþýðufyrir- lestur á sunnudaginn kemur kl. 4 e. h. í Samkomuhúsinu. Að fyrirlestrinum loknum verður skotið á fundi til að stofna deild úr Slysavarnafélagi íslands, kjósa stjórn hennar, samþykkja lög o, fl. Rúmt 100 raanna hata þegar skrifað sig á Iista sem verðandi meðlimi, en sjálfsagt bætast margir við á sunnudaginn, því hér er um málefni að ræða, sem vert er að styðja, OveðUf hefir vérið á hafi úti að undan- förnu, Af þeim orsökum seinkaði nokkuð ferð dönsku skipanna Dr. Alexandrine og Botníu hingað til lands. Kom »Drottning- in< nær tveimur sólarhringum eftir áætlun til Reykjavíkur. Þrátt fyrir þessa töf er skipið væntanlegt hingað til Akureyrar á mórgun. DettÍfOSS og Esja éru bæði væntanlég hingað frá Reykjavík á laugardaginn. Slátrun r sláturhúsí K. E. A. Iýkur á morgun. Sunnanátf og hlýindl eru þessa dagana,

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.