Dagur - 12.11.1931, Side 1
DAGUR
kemur út á hverjum flmtu-
degi. Kostar kr. 6.00 árg.
Gjalddagi fyrir 1. júli.
Gjaldkeri: Árni Jóhanna-
*en í Kaupfélagi Eyfirft-
inga.
Afgreiðslan
#r hjá JM Þ. Þór,
Norðurgötu 8. Talaími 112.
Uppsögn, bundin við ára
* mót, sé komin til tf-
greiðslumann* fyrir 1. deg.
XIV. ár
•í
Akureyri, 12. nóvember 1931.
53. tbl.
Pökkum auðsýndan vinarhug við fráfall og jarðarför
Sólveigar Einarsdóttur í Hamborg.
Akureyri 11. nóvember 1931.
Laufey Pálsdóttir. Þórsteinn Sigvaldason.
Hér með tilkynnist, að konan mín, Jóhanna Margrét Jónsdóttir,
andaðist 9. þ. m. Jarðarför hennar er ákveðin þriðjudaginn 24.
þ. m. að Saurbæ og hefst kl. 12 á hádegn
Melgerði 10. nóv. 1931.
Stefán Jóhannesson.
Dómur um Jsafold“.
Blaðið Vfsir flytur 22. f. m. grein
með yfirskriftinni: »Rðdd úr sveit-
innit. Höfundur greinarinnar er
>Sjálfstæðs€-fiokksmaður og ber
hann sig illa yfir því, hvað Tíminn
sé útbreiddur í sveitunum og hafi
þar mikil áhrif. Kveður hann svo
að orði, að »síðustu árin hefir mátt
svo heita að sjálfstæðismenn til
sveita hafi verið blaðlausirc. Að vísu
sé blaðið ísafold sent mikið út um
sveitir, »en það kemur að litlum
notum<, segir greinarhöf. Tfminn
leggur undir sig hugi manna, en
ísafold hefir engin áhrif. »ísafold
var stórveldi f landinu í tfð Björns
heitins Jónssonar, en nú er öldin
önnur«. Nú er hún að dómi höf.
smáveidi, þó ekki vanti hana fyrir-
ferðina, og enginn tekur lengur
mark á því, er hún segir. »Pess er
engin von«, bætir höf. við, »að hún
geti sf og æ lifað á fornri frægð,
en þvf miður virðast sjálfstæðis-
menn ekki fjarri þvi að ímynda sér
slikt. Peir hreyfa sig ekki og láta
alit reka á reiðanum. Peir hljóta þó
að hafa orðið varir við ósigra sina
I mörgum kjördæmum landsins við
sfðustu kosningar*. Oreinarhöf. þessi
segist jafnvel ekki hika við að kenna
fsafold um >ósigranac að miklu
ieyti; hún sé svo lélegt blað, þó
hún hafi verið að reyna tala máli
»Sjálfstæðisfiokksins«.
Pað mun mörgum þykja þetta
ærið þungur dómur um aðalmál-
gagn >Sjálfstæðisins«, kveðinn upp
af eigin flokksmanni. En það er svo
sem ekki ailt búið enn. >Sjálfstæð-
ismaðurinnc herðir enn á ummælum
sínum og télur þess enga von, að
flokkurinn þurfi að hugsa til sigurs
í sveitakjördæmum eða að >ná hylli
sveitamanna< með öðru eins blaðl
og ísafold. Pað nægi ekki að blaðið
flytji mikið af myndum og skitlum,
þegar stjórnmálagreinarnar séu illa
og óviturlega skrifaðar.
Eftir að höf. Vfsisgreinarinnar
hefir kveðið upp dóm þenna yfir
fsafold, er ekki áð undra þó að
hann komizt að þeirri niðurstöðu,
að flokkur hans ætti að gefa út
>eitt vandað stjórnmálablaðc. Eins
og kunnugt er, koma nú út mörg
stjórnmálablöð undir nafni flokksins,
en eftir skoðun höf. eru þau öll
óvönduð, þó að ísafold taki út yfir
allan þjófabálk. Höf. er ekki von-
laus um, að flokksmenn sfnir kunni
að geta »risið undir því« fjárhags-
lega að standa straum af einu vönd-
uðu blaði, jafnvel þó að þeir hafi
ekki rikissjóðinn eða aðrar stofnanir
til að bera uppi kostnaðinn fyrir
sig. Er það ekki vel nærgætnislegt
af höf. að minna flokksmenn sína
svona óþægilega á, hvernig þeir
hafi hegðað sér, er þeir sátu við
kjötkatlana og jusu fénu óspart f
blöð sfn.
En það skilur greinarhöf. vel, að
ekki er allt fengið, þó að pening-
arnir væru fyrir hendi. Peningarnir
út af fyrir sig megna ekki að gera
biöð íhaldsflokksins að vönduðum
biöðumi Pað, sem mest veltur á að
dómi höf., er, að ritstjórarnir séu
vandaðir menn og vel af guði gefnir.
Um það farast honum svo orð:
»En ritstjórinn verður að vera
afbragðsmaður: gálaöur, ritfær I bezta
lagi og röklimur. Hann má ekki vera
hatursfui! öfgaskepna eða stóryrða-
bósi, þvi að fólkið verður smám-
saman leitt á giamri siíkra manna«.
Höfundurinn er hér ekki myrkur
f máli. Hann er að finna að blaða-
mennskunni i íhaldsflokknum. Kröf-
ur þær, er hann gerir til ritstjóra
íhaidsblaðanna, eru auðvitað and-
stæða þess, sem þeir hafa nú til
brunns að bera. Peir eru ekki af-
bragðsmenn, ekki gáfaðir, ekki rit-
færir og ekki rökfimir. Petta er
neikvæða iýsingin á þeim. En svo
kemur jákvæða lýsingin: Peir eru
hatursfuliar öfgaskepnur eða stór-
yrða-bósar; þess vegna er fólkið
orðið sárieitt á giamri þeirra og
þess vegna eru blöð þeirra orðin
áhrifalaus og ná ekki hylli almenn
ings i landinu, en jafnhliða fer Tim-
inn sigri hrósandi um sveitirnar,
eftir þvi sem greinarhöf. vottar.
Höf. segist vera bóndi »lengst
uppi í sveitc, og gerir ráð fyrir að
stjórnmáiamennirnir í Reykjavík telji
það ekki sitja á sér, »bónda!ydd-
unni«, að kenna þeim lifsreglurnar.
Veit hann sem er, að íhaldshöfð-
ingjarnir i Reykjavik bera heldur
takmarkaða virðingu fyrir mðnnun-
um »með mosann i skegginu«. En
hann er reiðubúinn að taka á móti
reiði þeirra fyrir bersöglina. »Mér
sárnar<, segir hann, >að eg skuli þurfa
að vera vitni að þvi, nú á gamals
aldri, að alltaf skuli halia meira og
meira undan fæti hjá sjálfstæðis-
mönnum. En því er ekki að leyna,
að »endalaust sigur á ógæfuhiiðc
um þessar mundir«.
Ekki er nú ástandið fagurt i
íhaldsflokknum að því er þessum
vini flokksins segist frá. Allt á Ieið
norður og niður og >endalaust
sígur á ógæfuhiið*. Höf. kennir
þetta allt lélegum blaðakosti flokks-
ins, einkum Xsafold, en hann gætir
þess ekki, að blöð flokksins munu
vera nokkuð í samræmi við ríkjandi
ástand flókksins og málstað hans.
Pað er þvi ekki réttmæt að kasta
allri sökinni á vesaiings íhaldsrit-
stjórana; þeir eru ekki og verða
ekki annað en bergmái af rotinni
og rotnandi stefnu og sinnislagi
ráðandi manna íhaidsfiokksins.
------o-----
Rökiti stangast.
Andstæðingar innflutningshaft-
anna haida þvi fram, að þau hafi
verið og séu alóþörf, þvi minkandi
kaupmáttur almennings hljóti að
draga úr innflutningi vara og verki
þannig sem innflutningshöft þau
sem sett eru með reglugerð atvinnu-
málaráðuneytisins.
Við þessa rökfærslu út af fyrir
sig er nú það að athuga, að hún
gengur út frá þvf, að hver einslakl-
ingur noti kaupgetu sína, hvort
sem hún er mikil eða lítil, alltaf á
réttan hátt, en það er þó staðreynd
að margur maðurinn gerir þetta
ekki. Peir eru ekki fáir, því miður,
sem misbjóða kaupgetu sinni og
það jafnvel á erfiðum tímum.
Hinsvegar halda andstæðingar
innflutningshaftanna þvi fram, að
þau auki stórum atvinnuleysið i
landinu; það gefi að skilja að með
minnkandi innflutningi verði t. d.
minna um skipavinnu en ella og þar
að auki verði verzlunarfólki sagt um-
vörpum upp vinnu, þvi umsetningin
dragistsaman vegnainnflutningshaft-
anna og þörfin fyrir starfsfólk við
verzlanir hverfi þannig að nokkru leyti
úr sögunni; enginn fari að leika
sér að þvi að hafa dýrt starfsfólk
yfir engu.
Pað hlýtur nú hverjum heiiskyggn-
Hérmeð tilkynnist ættingjum og
vinum, að Aðalheiður Ágústa Sig-
tryggsdóttir andaðist 3. þ. m. að
heimili sinu, Aðalslræti 34.
Jarðarförin fer fram laugardaginn
14. þ. m., kl. 1 e. h. frá kirkjunni.
dðstandendurnir,
.....- 11 —"
Hjartanlegt þakklæti til allra þeirra,
er sýndu samúð og hluttekningu
við andlát og jarðarför Sigriðar
Helgadóttur frá Jaðri í Olerárþorpi.
flðstandendurnir,
um manni að liggja í augum uppi,
að sé fyrnefnd staðhæfing rétt, að
kaupgetuleysi almennings verki á
sama hátt og innflutningshöft, þá
er síðari fullyrðingin um þróun at-
vinnuleysis i skjóli innflutningshaft-
anna eintóm lokleysa. Atvinnuleysið
hlýtur þá að skapast jafnt án inn-
flutningshafta af hálfu stjórnarvald-
anna. Er með þessu sýnt og sannað,
að rök andstæðinga innflutniogs-
haftanna stangast illþyrmislega. Er
slfkt fyrirbrigði talandi vottur um
lélegan málstað.
------o-----
Landbúnaðurinn og kreppan.
Slðustu ár hafa markað timamót
i landbúnaði vorum. Aldrei hafa
umbætur (túnrækt og húsabætur),
verið gerðar af jafnmiklu kappi.
Aldrei hefir bændastéttin skilið eins
vel köllun sína. En nú er sorti f
lofti og óvist hvernig úr rætist.
Hverjum islenzkum bónda hlýtur
að vera það Ijóst, að landbúnaður