Dagur - 12.11.1931, Page 2
206
53. tbl.
Prjónles.
Peir, sem eiga prjónles ættu að koina
með það til okkar NÚ PEOAR.
Viljum vekja athyggli á því, að áríðandi
er að hafa sjóvetlingana vel stóra, sér-
staklega víða þumla, og heilsokkana ekki
minni en 24 þumlunga á Iengd.—
Kaupfélag Eyfirðinga,
Járn- og Glervörudeildin.
ÍBilliiiiiiiiiiiMiiÍiÍS
My ndastof an
Oránufélagsgötu 21 er opin alla
daga frá kl. 10—6.
Guðr. Funch-Rasmussen.
vor stendur nú mjög völtum fæti i
kreppunni. Ástæðurnar eru : Verð-
fall afurðanna annarsvegar og of-
hátt kaupgjald og annar reksturs-
kostnaður hinsvegar. Ár eftir ár
höfum við haldið rándýrt kaupafólk,
keypt rándýran útlendan áburð og
útlent kjarnfóður og rekið með
tekjuhalla. Skuldir flestra búa hafa
stórum aukizt, og þó að það
hafi draslað hingað til, er það ljóst
að lengra má ekki halda á þeirri
braut. Næsti áfangi er, að færa
rekstur búanna i það horf, að við
búum tekjuhallalaust. Pegar því
marki er náð, þá er að halda áfram
með umbæturnar, þvi að gera um-
bætur, að mestu leyti i skuld, með
núgildandi afurðaverði, er sama og
að sigla öllu i strand. Pað fyrsta er,
að þrýsta kaupgjatdinu niður i sam-
rærai við afurðaverðið, Til þess þarf
skipulagsbundin samtök allra bænda
i landinu. Við þurfum að halda
fjórðungsfundi i vetur, ræða málið
ýtarlega og kjósa fulltrúa á lands-
fund (gæti verið i sambandi við
Framsóknarþingið i Rvík), og ákveða
þar kauptaxta fyrir næsta sumar.
Hafa svo ráðningaskrifstofur víðs-
vegar á landinu og gætu kaupfé-
lögin annast þá starfsemi með litl-
um kostnaði. Takist ekki að fá
fólk fyrir sanngjarnt kaupgjald,
verðum við annaðhvort að taka ó-
dýran erlendan vinnukraft, eða vera
fólkslausir og nytja einungis það
bezta úr jörðunum, — Útlent kjarn-
fóður eigum við alls ekki að kaupa,
það svarar í fæstum tilfellum kostn-
aði, sem stendur. Útlendur áburður,
sem allar framtíðarvonir íslenzkrar
jarðræktar eru tengdar við, er nú
svo dýr, að aukin ræktun, byggð á
notkun hans, kemur alls ekki til
greina. Pað er fullerfitt að halda við
því ræktaða landi, sem nú er til(
en það verðum við að gera. -
Engar byggingar, engin ræktun,
með aðkeyptum vinnukrafti, eða
aðrar umbætur, meðan á kreppunni
stendur. Sem stendur fer aðkeypta
vinnan, útlendi áburðurinn og kjarn-
fóðurkaupin með mestan afrakstur
búanna, Pegar kreppunni léttir, get-
ur orðið eins hagkvæmt, að reka
búskap með aðkeyptum vinnukrafti,
útlendum áburði og kjarnfóður-
kaupum, eins og það er nú óvitur-
legt og með öllu ókleift. — Lán,
hvort sem þau eru til skemmri eða
lengri tíma, er engin lausn á fjár-
hagsvandræðum þeim, er þjaka at-
vinnulífið. Pau eru aðeins bráða-
birgða-úrlausn til að bera uppi tekju-
halla og tðp atvinnuveganna í bili,
Og í far þeirra siglir ofmikil úttekt,
ofhátt kaup og yfirhöfuð ofmikil
eyðsla. Pað sem við því verðum að
keppa að, er: Fyrst að búa tekju-
hallalaust, síðan borga skuldirnar
og svo koma umbæturnar.
Sigtúnum 26 okt. 1931.
Jósef M. Tfiorlacius.
-----O----
Matthíasarkvöldið.
Samkoman í Nýja-Bíó i gærkveldi
til minningar um þjóðskáldið Matt-
hías Jochumsson var prýðilega vel
sótt eins og vænta mátti og fór
hið bezta fram. Lúðrasveitin lék þar
í byrjun »Ó guð vors lands* o. fl.
Síðan setti sira Friðrik Rafnar sam-
komuna með fremur stuttri en
snjallri ræðu. Tveir aðrir flutt ræð-
ur: Steingrímur læknir, sonur skálds-
ins, minntist föður sins i alllöngu
máli, sagði ýmsar skemmtilegar
smásögur úr lifi hans og hafði yfir
nokkuð af ljóðum eftir hann, eink-
um gamankviðlingum, sem lítt eru
eða ekki kunnir, og Sigfús Halldórs
flutti inngangsræðu að kvæðinu
>BergmáU eftir skáldið, er hann
las upp bátt og snjallt. Blandaður
kór söng sálminn >Faðir andanna*
og að siðustu >Ó guð vors lands«,
undir stjóm Sveins Bjarman, en
við hljóðfærið var Vigfús Sigurgeirs-
son. Var kvöld þetta hið ánægju-
legasta.
Stutt minning.
Pegar eg nú heyri um lát Jó-
hannesar Steinssonar í Olafsfirði,
hlýt eg með nokkrum orðum að
minnast þess mæta manns, sem eg
svo oft áður hefi virt fyrir mér með
aðdáun.
Pað eru ekki stór orð eða tilþrif
í þjóðmálum, sem hafa gert hann
eftirtektarverðan i mínum augum,
það er ekki ríkidæmi — því að hann
var fátækur alla sina daga—en það
var annað sjaldgæfara. Par var hóg-
værð, stilling og óbifandi sálarþrek.
Hann var einn af þeim fáu, sem
bera með þolinmæði og þögn lífs-
raunir sínar og böl. Hann var einn
af þeim fáu, sem hafa þrek til þess
að beita járnfösturn vilja og viti,
þegar mest á reyndi. Á erfiðri lífs-
leið lærði hann það og meira, og
hann bar gæfu til að vaxa við erfið-
leikana og þessvegna varð hann
stór i fátækt sinni.
Hann lærði það snemma að lifið
er enginn leikur og fékk að reyna
það síðar. Hvað eftir annað varð
hann aó sjá á bak vinum og ætt-
ingjum. Á besta skeiði lífs hans
dó fyrri kona hans — og nú fyrir
tveim árum missti hann síðari konu
sina frá ungum börnum og bjargar-
litlu heimili. Stóð hann þá eftir
einn, farinn að heilsu og kröftum
eftir óvægin lffskjör, sem ógnuðu
honurn nú meira en nokkru sinni fyrr.
En engin sá honum bregða. Hóg-
vær og þolinmóður annaöist hann
heimili sitt sem faðir og móðir —
en bakvið karlmennskuna og hina
ytri ró sló viðkvæmt hjarta, sem
einkenndi framkomu hans alla æfi.
Pessvegna var hann fljótur að finna
til með öðrum og fJjótur að hjáipa
öðrum, ef hann gatt. Hann talaði
aldrei illt orð á bak náungans og
gerði engum manni órétt með vilja.
Sannarlega gat hann þvi borið höf-
uð sitt hátt og sagt: Hvenær tal-
aði eg illt um yður? En hversu
eru þeir margir, sem þannig geta tal-
að að lokinni langri æfi og óblíðri?
Hversu marga hefir ekki brostið
þrek til þess? En — >um héraðs-
brest ei getur, þótt hrökkvi sprek
i tvennt* og það breytir litlu þótt
fátækur bóndi deyi. — En þeir tim-
nr munu koma, að gróðurinn, sem
vex f skugganum, verður fluttur
fram i dagsljósið,— að göfugir eig-
inleikar hins fátæka og smáa verða
metnir og mennirnir séðir i nýju
ljósi.
Um varnir gegn slysum,
sérstaklega á sjó.
Eftir Stjyr. Matthfasson.
(Erindi flutt við stofnun Siysavarnasveitar
Akureyrar 18. okt. 1931).
(Framh.).
Svo hörmulega eru sjóslys okkar
íslendinga miklu meiri en hjá ná-
grannaþjóðum vorum, að t. d. miss-
um við árlega. 10—12 af hverju
þúsundi sjómanna vorra, meðan
Norðmenn missa aðeins 1 af hverju
þúsundi, en mannskaðar á sjó eru
þó meiri meðal Norðmanna, en
annara Evrópuþjóða.
Mannfall okkar fslendinga í bar-
áttunni við Ægi og Kára er m.ð.o,
svö stórkostlegt, að öllum hlýtur að
ógna, sem um það hugsa — eða
eins og Ouðm. Björnsson land-
læknir hefur orðað það:
>Hér er að ræða um manntjón,
sem er svo gffurlegt, að það er i
sumum árum rétt á borð við það
mannfall, sem aðrar þjóðir bíða i
mannskæðum styrjðldum*.
Slysavarnafélag íslands er stofnað
eftir fyrirmynd slysavarnafélaga í
nágrannalöndunum — einkum hins
fræga og elzta þeirra, enska félags-
ins Royal Hational Lileboat Institution. Petta
stóimerka félag hefur verið fyrir-
mynd fyrir allar aðrar þjóðir fyrir
það, að það er elzt og voldugast.
Pað er nú rúmlega 100 ára gamalt
— var stofnað 1824 — og var það
að þakka fórgöngu ágætismanns,
sem hét William Híllary. Félagið er
nú orðið stórrikt og auðgast á ári
hverju fyrir gjafir og aukna þátttðku
enskra borgara. — T. d. hefir það
til umráða við Englandsstrendur
rúml. 200 björgunarbáta — þar af
85 afarsterka og vélknúna, en björg-
unarstöðvar eru á við og dreif með-
fram öllum ströndum landsins, en
þó sérstaklega alstaðar þar, sem
nokkur sjóslysahætta er fyrir hendi.
Næst Englendingum standa Danir
allra þjóða fremst hvað snertir
björgunarlið og björgunartæki með
ströndum fram. Einkum er vel séð
um bjðrgunarstöðvar á allri vestur-
strönd Jótlands, en þar er eins og
kunnugt er afarhættulegt siglinga-
svæði, enda hafá þar öidum sarnan
komið fyrir tíð og mikil skipsströnd.
Pað var merkur höfðingi, Claudi
kammerherra, sem fyrstur gjörðist
hvatamaður danskra björgunarmála
um miðja síðastliðna öld, Hann kom
því til leiðar, að hið danska ríki
þá þegar tók að sér alla stjórn og
framkvæmd á björgunarstarfseminni
Og þannig er það enn þann dag f
r
m
Kaupraannah., 18, okt, 1931.
Sigursteinn Magnússon.
Lystu eidhúsið rétfilega.
Hefirðu ljós við þvottastæðið 1
■ 'r.' ’ ■ ■ og annað við eldavélina, þá
. . 1 . * • .- Ay-. • •: • þarftu eigi að vinna í skugg-
mÝ.’vA- •• anum af sjálfum þér. i
k b/oay 9 \ 0 / Látið sérfræðinginn koma fyrir |
viðeigandi vinriuljósum.
Pevuv
h/sa bær betun
eruskvqgðav að ínnan*