Dagur - 12.11.1931, Side 3

Dagur - 12.11.1931, Side 3
53. tbl. DAGUR 207 Samkoma í kvöld og annað kvöld kl. 8V2. — Pangað eru allir velkomnir. dag, að ríkið hefir þar forustuna og heyra björgunarmálin undir flotamálaráðuneytið. Danir eru frægir orðnir um allan heim eigi einungis fyrir það hve mörgum skipum og skipshöfnum þeir hafa bjargað ár frá ári siðan björgunarstarfsemi þeirra hófst, held- ur og fyrir hið ágæta skipulag, sem er á þeirra björgunarmálum. Frá þvf 1852 og til 1931 skýra danskar skýrslur frá því, að björg- unarstöðvarnar hafi bjargað 11007 mönnum úr sjávarháska. — En skipa- ströndum hefur fækkað úr 384 á tímabilinu 1860 — 1965 niður i 152 á tímabiiinu 1920—1925. Jafnframt ber að gæta þess að siglingar hafa á sama tíma margfaldast. Pegar við lítum yfir þennan og þvílikan árangur af björgunarstarfi i útlöndum, getum við verið vissir um, að við munum að tiltölu mega vænta engu minni og blessunarrík- ari árangurs af starfi Slysavarna- félags vors í framtíðinni. Björgunar- starf »Pórs< við Vestmannaeyjar á hinu stutta tfmabili, sem hann starf- aði, hafði eins og áður er getið um, góðan árangur og má þvi vænta enn meira gagns þegar kem- ur betra skip, eitt eða fleiri, sem að staðaldri geta fylgt fiskiflotum vorum úti á sjónum. Og það sem þegar er að segja af hinni stuttu starfsemi Slysavarnafélags vors, lof- ar mjög góðu f framtíðinni. Pvi að þegar vér rifjum upp hin afarmörgu strönd, sem komið hafa fyrir í minni þeirra sem nú lifa — strönd við sandana í Skaftafellssýslu, við Suðurlandsstrandlengjuna alia og við Faxaflóa—þar sem hvert skipið á fætur öðru hefir farist með mest- allri eða allri áhöfn uppi í land- steinum, eða örstutt frá landi, þá skilst öllum hve auðgjört hefði verið að bjarga mörgum mannslff- um, ef þá hefði verið á takteinum þau björgunartæki, sem við nú eig- um yfir að ráða. Pað nægir t. d. að minna á tvö sjóslys, sem eru mörgum minnis- stæð. Hið síðara var strand Jóns forseta á Stafnestöngum rétt við land. Pá drukknðu 15 af 25 skip- verjum f augsýn margra manna, sem stóðu á landi og gátu iftið eða ekkert aðhafst, Fyrra slysið var það, þegar fiski- skipið Ingvar fórst við Viðey, rétt uppi f iandsteinum og drukknuðu allir 20, sem um borð voru. Sáust þeir hanga f reiðanum, en smám saman skolaði þeim niður í sjóinn, vegna ofveðurs og brimróts. Slysavarnafélagið hefir til þessa takmarkað starfssvið sitt algjörlega við sjóslys og má vel vera að fyrir mörgum stofnendum þess og með- limum hafi vakað sú hugsjón, að það væri einasta starfssviðið. Sjó- slys eru svo margfalt tíðari öðrum slysum hér á landi, að heita má að önnur slysahætta sé, a. m. k. mörg árin, hverfandi lftil i saman- burði við slysahættuna á sjónum. (Framh.). Qott ljós bætir við hvíld og gerir vinnuna auðveldari. Sparið ekki gott Ijós. cw að irvnajz. Bækur DAGSKRA útvarpsins f Reykjavík. Fastir liðir á hverjum degi: KI. 10.15 — 16.10 — 19.30 veðurfregnir. 20.30 fréttir. Föstudagur 13. nóv. Kl. 19,05 þýzka. 19,35 enska. 20 erindi. Síra Eiríkur Brynjólfsson. 21 hljómleikar. Laugardagur 14. nóv, Kl. 18,45 barnatími. 19,05 og 19,35 fyrir- lestrar Búnaðarfélags íslands. 20 upplestur. Halldór K. Laxness. 21 hljómleikar. Sunnudagur 15. nóv. Kh 11 messa f Dómkirkjunni. Síra Bjarni Jónsson, 18,40 barnatími. 19,15 grammo- fónhljómleikar; 19,35 erindi. Síra Ólafur Ólafssón. 20 Opera. 21 Opera (framh.). Danslög tii kl. 24. Mánudagur 16. nóv. Kl. 19,05 þýzka, 19,35 enska. 20 bók- menntafyrirlestur. 21 hljómleikar. Alþýðu- lög. Einsöngur. Priðjudagur 17. nóv. Kl. 19,05 þýzka. 19,35 enska. 20 erindi. Síra Ólafur Ólafsson. 21 grammofónhljóm- leikar, 21,15 upplestur. 21,35 grammofón- hljómleikar. Miðvikudagur 18. nóv. Kl. 19,05 þýzka. 19,35 enska. 20 frá út- iöndum. Sira Sigurður Einarsson. 21 hljóm- leikar. Fimtudagur 19. nóv. Kl. 19,05 þýzka. 19,35 enska. 20 erindi. Laufey Valdimarsdóttir. 21 hljómleikar. 21,15 upplestur. Bjarni Björnsson 21,35 grammofónhljómleikar. ------0------ Símskeyti (frá FB). Rvik 11: nóv. London: MacDonald hefir haldið ræðu og segir þar meðal annars, að aðalhlutverk þjóðstjórnarinnar sé að leysa úr fjárhags- og atvinnu- mála-vandræðunum og varðveita kaupmátt sterlingspundsins heima fyrir. Bretlandsþing var sett I gær með óvanalegri viðhöfn. Atvinnuleysingjar f Bretlandi eru nú 2.710.944, fækkaði þeim um 15.148 vikuna á undan. Berlfn: Tala atvinnuleysingja jókst um 138 þús. seinni hlutann af októ- bermánuði og eru nú 4.622.000 f landinu. Skipstrand. Póstbáturinn Unnur strandaði í fyrradag hjá Raufarhöfn á Melrakkasléttu. Báturinn kvað vera orðinn fullur af sjó og engin von til þess, að hann náist út. Mannskaði varð enginn. Pjótnaður. í fyrrinótt var farið inn í Mjólkursamlag K. E. A. og stolið þaðan 90 krónum f peningum. Þjófurinn hefir haft með höndum nothæfa lykla tll að framkvæma verknaðinn, Skólaskýrslur. Skýrsla um Hinn almenna Menntaskóla í Reykjavík fyrir skólaárið 1930 — 1931 hefir Degi verið send. 1 upphafi skólaársins voru skrá- settir 183 nemendur í skólanum, 76 í gagnfræðadeild og 107 í lærdóms- deild, en vanhöld urðu nokkur vegna veikinda og dauðsfalla. Heilsufar var ekki gott í skólanum þenna vetur og voru margir langvistum fjarverandi vegna veikinda. Pirkél-rannsókn var gerð á öllum nýjum nemöndum með aðstoð Helga Ingvarssonar læknis. Er gert ráð fyrir að rannsóknum þessum verði haldið áfram framvegis, til þess að vitað verði hve margir nemendur hafa fengið berkla, áður en þeir koma í skólann og hve margir fá veikina þar. — Á þessu skólaári settust jafnmargir nemendur f stærðfræðideild eins og í máladeild 4. bekkjar. Er það í fyrsta sinn í sögu skólans, að stærðfræðideild verði jafn- oki máladeildar um nemendafjölda. — í vor útskrifuðust 26 gagnfræðingar, þar af 3 utanskóla, og 42 stúdentar, 30 úr máladeild og 12 úr stærðfræði- deild. Inntökupróf fór fram 25.-27. júnf. Undir það gengu 98 nemendur, en af þeim stóðust aðeins 56 prófið. Hinir, 42 að tölu, féllu. Guðmundur G. Bárðarson prófessor segir frá för 5. bekkinga skólans til Norðurlands í vor. Var hann leiðtogi þeirra sunnansveina í förinni. Skýrsla um Menntaskólann á Akur- eyri fyrir skólaárið 1930—1931 er nýlega komin út. Að afloknu haustprófi voru skrá- settir nemendur skólans 178. Einum pilti var með ályktun kennarafundar 18. nóv. vikið úr skóla, sem kunnugt er, 2 piltar hættu námi snemma á skólaárinu sökum sjúkleika og ein námsmey skólans, Helga Pétursdóttir, andaðist í nóvember. Er í ritinu ræða skólameistara, sem hann flutti, þegar lík hennar var flutt til skips. Ber ræðan þess vott, að fráfall hennar hafi fengið mjög á allan skólalýð, bæði nemendur og kennara. Sú breyting varð á kennaraliði skól- ans, að Lárus Bjarnason hvarf frá skólanum eftir 12 ára starf og fór til Flensborgarskóla, en í stað hans var Steindór Steindórsson cand. phil. settur kennari og veitt embættið í apríl síð- astl. Fer skólameistari mjög lofsam- legum orðum um starf Lárusar við skólann. Gagnfræðingar útskrifuðust 54, en stúdentspróf tóku 15. í heimavistarfélaginu voru 92 um lengri eða skemmri tíma. 18 félagar bjuggu ekki f skólanum sakir þrengsla. v Dvalarkostnaður hvers nemanda, þeg- ar miðað er við tímabilið frá 1. okt. til malloka, reyndist kr. 383.94; dag- kostnaður þannig kr. 1.58. í þessum Kexverksmiöjan »GEYSIR«, Hafnarfirði, framleiðir: Matar- kex og Kaffikex af ýmsum teg- undum; ennfremur Tvlbökur og Kringlur. — Umboðsmaður á Akureyri og nágrenni: Eggert Stefánsson, Brekkugötu 12. — Sími 270. Til sölu, ágæt byggingarlóð (eignarlóð), á einum fegursta stað I bæn- um, rétt við Menntaskólann. Ritstjórinn vísar d, heimavistarkostnaði felst húsnæði, ljós, hiti, fæði, þjónusta og að nokkru leyti efni til viðgerðar á fötum og jafnvel lyf, samt engan veginn öll lyf eða sjúkravörur. Hér er talið allt, sem nemendur þurfa, nokkurnveginn heil- brigðir, sér til viðurværis, nema bækur og föt. »Kostað er kapps um«, segir í skýrslunni, »að fæði sé hér hollt og nægilegt, en kræsingar eru ekki miklar á borð bornar*. Steindór Steindórsson kennari skýrir frá ferð 5. bekkinga um Pingeyjar- sýslu í vor. Enn eru í riti þessu tvö érindi eftir skólameistara, »Hrynjandi Njálu« eftir Steingr. J. Porsteinsson o. fl. Skuggsjá. H. ár, 2. hefti, ræður og kvæði eftir Krishnamurti, er kom- in út. Efni ritsins er á þessa leið: Kvæði. — Krishnamurti að Omm- en. — Spurningar og svör frá Lond- on. — Spurningar og svör frá Skot- Iandi. — Viðfangsefni lífsins. — Spek- ingurinn og maurarnir, — Kenning Krishnamurtis. — Fréttir frá alþjóða* fundinum í Ommen. — Star Bulletin. Skuggsjá kemur út 3 —4 sinnum á ári, 20 arkir alls. Árgangurinn kostar 8 krónur. Ritstjóri frú Aðalbjörg Sig- urðardóttiri Innflutningshöft á Frakklandi. Biaðið Man- chestér Ouardian skýrir frá þvi, að Frakk- ar hafi leitt i lög i landi sinu allviðtæk innflutningshöft. Banna þeir algerlega inn- flutning á 22 vörutegundum og takmarka auk þess innflutning á nokkrum vörum þar fyrir utan. Sýnilega eiga Frakkar mikið ólært af Halldóri Aspar og öðrum slikum lærifeðrum! BrÚarfOSS kom hlngað i gærkvöldi vegt- an um frá Reykjavík, þremur dögum á eftir áætlun. NaflliO á kexverksmiðju Hafnarfjarðar misletraðist í siðasta númerl þessa blaðs, Stóð »Frón«, en átti að vera »Qeysir«. Auglýsið i DEGI.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.