Dagur - 12.11.1931, Side 4
208
DAGUR
53. tbl.
Eimreiðin.
(Niðurl.),
Hin torsóttu auðæfi landsins
eru ekki fagnaðarefni fyrir það,
að það sé takmarkiö að höndla þau,
heldur eru þau fagnaðarefni vegna
þess, að þau eru tæki til baráttu,
leiðir til að þroska andlega hæfi-
leika manna og gera þá að andiega
og líkamlega heilbrigðum einstakl-
ingum. Með aðstoð vísindanna er-
um vér smámsaman að ná tökunum
á hinni ytri náttúru, og það er ekki
ástæða til að ætla annað en að það
takist einnig hér á landi. En til þess
að slfkt geti að haldi komið, þarf
oss að lærast að fullkomna þekking
vora á hinu margbreytilega eðli vors
innra manns og ná fullri stjórn á
oss sjálfum*.
Pó þessi sannleikur væri kunn-
gerður mönnunum fyrir 19 öldum
með orðunum: >Að hverju gagni
kæmi það manninum, þó hann
eignaðist allan heiminn, ef hann
býður tjón á sálu sinni?< — þá er
eins og ekki veiti af að brýna hann
enn fyrir mönnum við og við.
Næst er að minnast á grein um
>BIöndun steinsteypu og meðferð
hennarc, eftir Jón Gunnarsson
byggingafræðing. Fer hann hörðum
orðum um hroðvirkni þá, sem eigi
sér stað við steinbyggingar hér á
landi. Til þess að hylja hroðvirkn-
ina, sé klest utan á húsin blöndun
af steinlími og ffnum sandi, sem
verði að þunnri harðri skel, er
springi svo öll i sundur.
Um steinsteypuna segir J. G.
meðal annars:
>Ef steinlímið er gott, vatnið
hreint og laust við skaðvæn efni,
og sandurinn og mölin einnig steik,
hrein og óskemmd, og ef steypan
er þannig, að hún mótist vel f mót-
unum, pá er styrkleiki, ending og aðrir
Bóöir eiginieikar steinsteypji komnir undír
pvi, hve mikiö ai vatni er notaö til pess
að blanda vist rúmmál af steinlimi. Styrk-
leiki og ending steypunnar eru þvf
komin undir því, hve mikið af vatni
er notað til þess að blanda t. d.
einn poka af steinlimi, en það skiftir
engu máli, hve mikið er notað af
sandi og möl, svo framariega sem
efnin eru hrein og óskemmd, og
steypan mótast vel.................Sá
hluti vatnsins, sem sameinast efna-
lega við steinlfmið, er mjög lítill
(um ðVa. lítri pr, poka af steinlími).
Hinn hluti vatnsins verður kyr um
stundarsakir á við og dreif um
steypuna, og það rúm, sem það
vatn tekur upp, verður að holum,
þegar vatnið gufar i burtu. Ef Iftið
vatn er notað, þá verða þessar
holur svo smáar og svo dreifðar,
að steypan er vatnsþétt. Því meira
vatn, sem notað er til blðndunar-
innar, því stærri og fleiri verða
þessar holur, og verða þær að far-
vegum fyrir vatn, sem sfðar getur
átt sér stað, að komi við steypuna.
Og af þessu leiðir, að ef mikið vatn
er notað til blöndunarinnar, pá getur steyp-
an ekki orðiö vatnspétt......nú ætti
fólki að vera Ijóst, hversu batnalegt
er að blanda steinsteypu eftir viss-
um hlutföllum milli steinlfmsins,
sandsins og malarinnar, en skeyta
litlu, hve mikið vatn er notað. Þegar
steinsteypa er blönduð eftir vissum
hlutföllum, t.d. 1:3:5 eða 1:4:7
og vatn notað af handahófi, eftir
því sem með þarf, þá veit maður
alls ekki hvað maður er að gera.
Skynsamleg aðferð við blöndun
steinsteypu er sú, að ákveða fyrst,
hvað steypan þurfi að vera sterk
og vatnsþétt fyrir ákveðna byggingu,
og þar með er einnig ákveðið, hve
mikið af vatni má nota til þess að
blanda t. d. einn poka af steinlími.
Auðveldast er svo að blanda einn
poka af steinlimi með vatninu og
fylla sfðan f þá blöndun eins mikið
af þurrum sandi og möl eins og
hægt er, en samt ekki svo miklu,
að steypan mótist ekki vel f mót-
unurn. Mæla þarf nákvæmlega, hve
mikið af sandi og möl er notað, og
síðan er hægt að reikna út hlut-
föllin á milli steinlimsins, sandsins
og malarinnar, og þar með er blönd-
unin ákveðinc.
J. G. telur að 23 lítrar vatns til
blöndunar einum poka af steinlfmi
muni vera hæfilegt fyrir steinsteypu,
sem á að standa undir beru lofti á
fslandi;
Byggingarfræðingurinn segir fyrir
um það hvernig núa skuli yfirborð
steinsteypunnar með ,carborundum‘,
til þess að gera það slétt, en for-
dæmir aðferðina >að klessa utan á
það skel af steinlími og sandi, sem
öll springur f stykki og ekki tollir
við steypunac.
Enn eru f þessu Eimreiðarhefti
>MannfIokkar og menning* eftir
Jakob Smára, Albert Einstein, eftir
Svein Sigurðsson, >F*jóðin og rikið*,
eftir Halldór Jónasson, >Kreutzer-
sónatan*, saga eftir Tolstoj, ritsjá,
nokkur kvæði og fleira smávegis.
Eirnreiðin á það skilið að vera
keypt og iesin.
-----0-----
Fréttir.
SiMtúðhaup áttu 5. þ. m. frú Sólveig
Einarsdóttir og Bjarni Jónsson batikastjóri.
Látinn er hér í bæ Magnús Jónsson ís-
firðingur, 69 ára gamall.
Þá er og nýlega látin hér frú Aðalheiður
Sigtryggsdóttir, kona Axels Björnssonar
vélstjóra.
Atvinnuleysingjar voru skráðir í Reykja-
vík um síðustu mánaðamót 730 að tölu.
Landsímastj öraembættið. Umsóknarfrestur
um þann starfa var nýlega útrunninn. Um-
sækjendur eru tveir: Guðmundur Hlíðdal
settur landssímastjóri og Gunnlaugur Briem
verkfræðingur.
%
Hreinn Pálsson söngvari er nýlega far-
inn til Englands, til þess að syngja á
grammofónplötur fyrir Columbia-félagið.
Ofsarok gerði víða um land fyrra laugar-
dag, einkum vestanlands. í Ólafsvík urðu
skaðar á sauðfé og bátum, en manntjón
ekki.
Þjúðstjómin brezka var endurmynduð 6.
þ. m. í stjórninni eru 11 íhaldsmenn, 4
frjálslyndir, 4 jafnaðarmenn og tveir óháð-
ir. MacDonald er forsætisráðherra eins og
áður.
Kosningar til sveita og bæjarstjórna eru
nýlega afstaðnar í Noregi. Verkamanna-
flokkurinn tapaði atóriega i kosningunum.
TBI nHJOi óskast f mjóikurflutning úr Arnarnesdeild K.
|| §J|||| E. A. frá næstu áramótum. Tiiboðin þurfa að
I vera komin til Davíðs á Möðruvöllum eða
I ÍImIJUU Árna Björnssonar Stóru-Brekku fyrir 15. des.
þ. á., er gefa nánari upplýsingar.
TUNGA og SKEIÐ
í Fljótum í Skagafjarðarsýslu, vildisjarðir, til£|kaups með mjög aðgengu
legum greiðsluskilmálum eða til ábúðar frá næstu fardðgum.
Skrifstofu Siglufjarðar 5. nóv. 1931.
G. Hannesson.
START DERES EQEN FORRETNING.
VAARE IDEER OG VORE PLANER er akkurat det De har véntet paa, Dé har
sikkert ofte önsket at FORBEDRE DERES INTEKTER og utnytte Deres tid bedre.
Vi kann oplyse Dem om hvorledes. Vi lægger alt tilrette for Dem. Det nödvendige
arbeide kan De utföre HJEMME í Deres FRITID, Skriv efter vor brochure >Hvorledes
penger kan tjenes---«. Vedlegg 20 öre i frimerke til svarporto.
Norsk Ordrekompani. Trondhjem. Norge.
Hótel Borg er opnuð undir stjórn Björns
Björnssonar bakarameistara og Hótel Skjald-
breið undir stjórn Friðgeirs Sigurgeiisson-
ar. — Á bæjarstjórnarfundi í Reykjavík
kom fram tillaga um að skora á dóms-
málaráðherra að veita hvorki Hótel Borg
eða öðru veitingahúsi vínveitingaleyfi. Tii-
iagan var felid með 4 gegn 4 atkv.
Kosningar fulitrúa á aðalfund Síldar-
einkasölunnar, er befst í Reykjavík 30. þ.
m., tóru svo, að Alþýðuflokkurinn hefir
fengið 9 af 14 fulitrúum. Ráða þessir 9
fulltrúar 3 af 5 mönnum í útflutningsnefnd
Einkasölunnar. Auk þeirra 7 fulltrúa, er
stjórn Alþýðusambandsins tilnefndi, voru
kosnir fyrir hönd útgerðarmanna þeir Er-
iingur Friðjónsson og Finnur Jónsson á
ísafirði.
Skærur hafa orðið \ Mandsjúríu inilli
Kínverja og Japana og hafa menn faliið
af hvorumtveggja. Þykir nú sýnt, að Japanar
ætla að engu að hafa friðartilraunir Pjóða-
bandalagsins og að til fullkominnar styrj-
aidar dragi miili gulu þjóðanna þar aust-
ur frá.
Hjónaband: Ungfrú Nanna Tuiinius og
Tómas Steingrímsson verzlunarmaður.
Dánardægur. Síðastl, mánudagsnótt and-
aðist að heimili sínu Melgerði í Saurbæjar-
hreppi húsfrú Jóhanna Margrét Jónsdóttir,
kona Stefáns Jóhanuessonar bónda þar.
Hún var 62 ára að aldri.
Giftingar; Ungfrú Jóhanna Eriendsdóttir
úr Reykjavík og Sigfús H. Bjarnason Grýtu-
bakka í Höfðahverfi.—Ungfrú Líney Árna-
dóttir frá Eyrl á Flateyjardal og Garðar
Björn Pálsson Garði í Fnjóskadal.
Trúlofanir: Ungfrú Ingibjörg S. Jónatans-
dóttir úr Hrísey og Óskar S, Kristjánsson
Framnesi Grýtubakkahreppi. — Ungfrú
Alma Oddgeirsdóttir Hlöðum, Grenivík
og ísak Vilhjálmsson Svaibarði, Grenivík.
Aukakosningar til sambandsþings Banda-
ríkjanna eru nýiega afstaðnar. Unnu Demo-
kratar 3 þingsæti og hafa þar með náð
meirihiuta i fulltrúadeildinni.
Mispreniast hefir eitt orð i fjármarks-
auglýsingu Halidórs ísfeldssonar Kálfa-
strönd í næst síðasta blaði: hálfbiti fyrir
hófbiti,
hefir tapast frá
Gæsum. Mark:
fjöður aftan og
bragð framan vinstra. Peir, sem
kynnu að verða varir við tryppi
þetta, geri aðvart Kristjáni Sigurðs-
syni kennara á Akureyri, eða und-
irrituðum.
Krlstján Kristjánsson Gæsum.
Foto for og efter Brugen
af Hebe Haaresscns. — Denne Herre. J7 Aar. va»
•kaldct i over 10 Aar, men en kort Kur med Hebvgsv
ham nyt. tæt Haar. uden »graa Stsenk*.
- Atteateret vldnefaai af Myndlghedeme. -
Hebevxdskcn er en Fond af lægekraftice Urttessífc
scr. som ved relativ Samvirke gtn Haarbunden sund,
fjemer Haarfedt og Skacl. standser Haartab og bcvtrkw
ny, kraftjg V*kst.
Skaldede benytter den forste
Hebe Haaressens, 3*dobbeIt sUnk. Kr. 6,00
Hebe do.. plus 50 pCt. Antigraat. » 5.00
Hcbe Antigraat, mod graa Haar. » 4,00
Hebe Queen. Damernea Yndllng. • 4.00
Hebe Háartinktur, fin Spedal., » '.00
Hebc Normal, Boroehaarvand, » 2X0
Hebe Chamooc. antiseptisk. pr. Pk. » OXí
Alle I store Flasker. Faas overalt. Skriv tfl
HEBB FABRIKKER. K*b«ahava N-
allar tegundir
Kaupfélag Evfirðinga.
Járn og Glervörudeildin,
Símskeyti*
(Frá FB).
Rvík 10. nóv.
Fregnir berast enn um óeirðir
bæði i Mandsjúriu og Kfna. Sein-
ustu fregnir herma, að 700 hafi
fallið í bardögum við Japana i
Mandsjúriu.
Vígsla Reykholtsskólans fór fram
á laugardaginn að viðstöddum 500
— 600 manns. Skólahúsið er nú
fullgert og einnig leikfimishús úr
timbri, sem mun vera stærsta leik-
fimishús landsins. Bæði húsin eru
hituð upp með hverahita. Nem-
endur í skólanum eru um 60 i
vetur.
Ritstjóri:
Ingimar Eydal, Gilsbakkaveg 6.
Prentsmiðja Odds Bjönjssonar,