Dagur - 18.02.1932, Blaðsíða 4

Dagur - 18.02.1932, Blaðsíða 4
28 DAGTJR 7. tbL u. nrliafnarlílið pi)œ jea pvottinfi J^ ^ yseqir María Rinso þýðir minni vinnu og hvítari þvott 9t STOR PAKKI 0,55 AURA LÍTILL PAKK! 0,30 AURA M-R 4 1 -047A IC Þvotturinn minn er hvítari en nokkurntíma áður ;— en jeg er líka hætt við þetta gamla þvottabretta nudd. Fötin, sem eru mjög óhrein sýÖ jeg eða nudda þau laus- lega, svo skola jeg þau — og enn á ný verða þau braggleg og hrein og alveg mjallhvít. Þvottadagurinn veröur eins og halfgerður helgidagur ]?egar maöur notar Rinso. R. S. HUDSON LIMITED, LIVERPOOL, ENGLAND óskast í innréttingu á brauðgerðarhúsi mínu. Lýs- ing og teikning til sýnis hjá mér. Tilboðum sé skilað til mín, í Strandgötu 37, fyrir kl. 5 e.h. 22. þ.m. . Stefán Sigurðsson, bakari. Prjónles. Þeir viðskiftamenn okkar sem eiga til heilsokka og sjóvetlinga, ættu að koma með þá tafarlaust og í síðasta lagi fyrir 24. þ. m. Kaupfélag Eyfirðinga. Pinymálafundurinn. Pingmaður Akureyrar hélt þing- málafund síðastl. fimmtudagskvðld. — Undanfarin ár hafa Kratar og Kommúnistar setið uppi á pallinum á þingmálafundum hér, en nú er Akureyri aftur undir merki fhalds- ins, þótt þingmaðurinn sé kosinn með minni hluta atkvæða. f þetta sinn voru íhaldsmenn einir á pall- inum. Svona snýst hjólið: Eilingur i gær, Quðbrandur i dag. Oft hafa fundir þessir þótt sviplitlir hér, en engum man eg eftir jafn illa sótt- um og dapurlegum sem þessum. Ihaldsforingjar bæjarins fengu ekki fólkið til þess að hlusta á sig, og þá er lokið var umræðum um fyrsta málið, og Sveinn bjarnason, sern án efa er þó eitt af allra bjðrtustu ljósum íhaldsins í bænum, tók að reifa umræðum um fjármál vors ís- lenzka rikis, réðst meiri hiuti fundar- manna tii útgöngu. Fyrsta mál á dagskrá var stjórnar- skár- og kjördæmamál. Ljón rétt- lætisins, bæjarfógetinn sjálfur, iagði út af réttlætiskröfunni um breytta kjördæmaskipun, er hann nefndi svo. Nú skyldi réttlætinu fullnægt! Og þetta réttlæti var fólgið i til- lögum íhaldsins á síðasta þingi og tillögum Jóns Þoriákssonar í milliþinganefndinni í kjördæmamál- inUi Mergu.inn málsins var þessi: Meira vald handa Reykjavík á kostn- að sveitanna. Minnst var á það, að Rvik hefði ekki orðið út undan fyrir aðgerðir vors háa Alþingis, og mundi ekki vera mikil hætta á því, að minnsta kosti á meðan 16 af 42 þingmönnum ættu bólið sitt þar. Var því ekki mótmæit. Bent var lika á það, að hvatvíslegt væri að hlaupa til samþykkta um þetta mál, áður en fyrir Iægju tillögur allra flokka i málinu. Dr. Kristinn Quðmundsson og Brynleifur Tobíasson voru svo hlá- legir að draga fundinn á langinn með ýmsum athugasemdum og mótmælum, og var auðheyrt á íhaldsfjölskyldunni, sem þarna var mætt, að hún undi illa þeim ræð- um. Sveinn Bjarnason, sem er mað- ur sanngjarn og vill leggja stund á réttlætl í hvivetna, í þjóðmálum að minnsta kosti, játaði, að tillögur íhaldsins væru auðvitað fram komn- ar af pólitiskri hagsmunavon. Pvf var heldur ekki mótmælt, að þeir möguleikar væru fyrir hendi, eftir tillðgum Jóns Porlákssonar, að þing- menn gætu orðið um 100 eða vel það. — Erlingi Friðjónssyni leizt heldur illa á tiilögurnar og trúði ekki íhaldinu ti! þess að Ieiða mál- ið til lykta með frjálslyndi og rétt- læti (sbr. >þessu var aldrei um Álftanes spáð, að ættjörðin frelsað- aðist þar«). Datt sumum i hug, að hann hefði siðastl. vor átt að vera búinn að komast að þessari niður- stöðu. Pá ér til talningar kom á atkvæð- um, tilnefndi Hallgrímur Davíðsson úr fundarstjórasæti þrjá nokkuð á- kveðna flokksmenn, til þess að telja saman blessuð atkvæðin! Pau áttu ekki að ódrýgjast, íhaldsat- kvæðin hjá Axel og Schram. Pað dugði heldur ekki að spilla góðum mat f kreppunni! En þá var Bryn- leifur svo frekur að standa upp og biðja um teljara til viðbótar af öðr- um flokkum. Hallgrímur, þessi peni og kurteisi maður, lét þá undan síga og bað Brynleif að telja líka, hvað hann og gerði. Axel fékk við fyrstu talningu 92, Schram 79 og Brynleifur 76, en þegar mótatkvæði voru talin, bar þeim Axel og Bryn- leifi saman; Parna varð Brynleifur enn einu sinni til þess að spilla gleðinni á kærleiksheimili þessa réttlætisliðs. Jafnaðarmenn sóttu ekki fundinn nema örfáir, og aðeins fáeinir Fram- sóknarmenn, svo sem eins og til þess að sjá nýja þingmanninn og heyra, og svo til þess að láta ekki íbaldið tala við sjáift sig. Pað fauk í þingmanninn við dr. Kristinn svo mjög, að hann barði í borðið, og þá klappaði ofurlltill partur af íhald- inu. Pað var eina klappið á þessum fundi. Peir hafa líklega hugsað sem svo: Pað er þó til skap í Brandi okkar — og herðum á hetjunni! Ekki rak hann þó aftur högg í borðið á þíssum fundi og sagðist siðar ekkert illt hafa meint til K. Q. Mun það hafa satt verið. Aðrir ræðumenn voru allir í jafnvægi þetta kvöld. Fundurinn byrjaði með þvl, að þingmaðurinn flutti dálitla ræðu um síðasta Alþingi. Hún var tiltölulega sanngjörn, tilþrifalaus, sviplaus og meinlaus. Petta var >snjalla ræðan<, sem Isl. var að tala um daginn eftir fundinn. Tillagan um fjármálin var áskor- un um sparnað, vegna þess að iskyggiiega horfði um fjárhaginn. Ennfremur talað um að íþyngja ekki atvinnuvegunum með nýjum sköttum eða gera neitt það, er kynni að valda atvinnuleysi. Spurt var um, hvort átt væri við það, að ekki mætti leggja aukaskatt á stór- eignir og hátekjur, en þvi einu var svarað, að tillagan skýrði sig sjálf! Var hún svo samþykkt með 36 at- kvæðum, og þá var nú fjárhagnum borgið, án þess að nokkur þyrfti nokkuð á sig að ieggja, til þess að finna ráð við ólukkans kreppunni! Pað er nú reyndar ekki svo þægi- legt fyrir Ihaldið að ætla sér að lækna kreppuna, því að hún er ekki annað en skilgetinn krói þeirrar móður, sem heitir frjáls samkeppni og Ihaldið trúir á. Til hvers er að leggja króann, sem ber öll einkenni móður sinnar, niður við trog, en gera svo gælur við móðurina og lofa henni að tifa áfram og tímgast ? Svo kom slldareinkasalan. Enn tóku þeir málin létt, ihaldsfórkólf- arnir á palinum. Afnemið síldar- einkasöluna og gefið slldarverzlun- ina frjálsa. Pað var heróp íhaldsins í því máli. Benedikt Steingrímsson gaf þar tóninn. Erlingur var alveg á móti þessu, en hafði engan liðs- afla, og fundurinn gaf síldarverzl- unina >frjálsa< (handa Svium) með 26 atkv. gegn 1, ef höfund þessara lína misminnir ekki. Síðast kom Tuliníus með tillögur um siidarmál, og voru þær sam- þykktar með frá 26 niður f 20 at- kvæði mótatkvæðalaust. Bannmálið var tekið út af dagskrá. Svo las Karl Nikulásson upp fundargerðina og fórst það vel. Klukkan var hálf þrjú. Um 20 geispandi hræður voru eftir I húsinu. Fógeti sagði fundi slitið. Kári. f Samkomubúsi bæjarins heldur Hjálp- ræðisherinn samkomur, undir stjórn deildar- stjórans Stabskapteins Árna M. Jóhannes- sonar, í kvöld (fimmtudag), kl. 8 og í sunnudagskvöldið kl. 8. . A sunnudags- kvöldið fer fram vígsla nokkurra undir- foringja og liðsmanna. — Föstudaginn 19. þ. m. stjórnar stabskapteinninn hljómleika- hátíð f samkomusal Hjálpræðishersins. Brotizt var inn í vörugeymsluhús Eim- skipafélags íslands í Rvík í síðustu viku, en engu itolið, enda enga peninga þar að hafa, IBUÐIR IiAUSAR. Pétur Lárusson. • Símar: 194 (verzlunin), 294 (heima). ÁRSVIST. Röskur, lagtækur hirðumaður get- ur fengið ársvist frá 14. maí þ. á. Lárus J. Rist. HBY TTL SÖLU. Nokkra hesta af nýræktartöðu vil egselja Pálmi Júlíusson, Hvassafeliii Eitstjóri: Ingimar Eydal. Gilsbakkaveg 6. Prentsmiðja Odds Bjömaaonar. I

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.