Dagur - 10.03.1932, Blaðsíða 1

Dagur - 10.03.1932, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Afgreiðslan er hjá Jóni Þ. Þ&r, Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. XV. ár. " Akureyri, 10. marz 1Ð32 10. tbl. Á víðavangi. Fluflleiö ylir ísland. Á það hefir verið drepið hér f blaðinu, að kominn væri til Reykja- vfkur Vestur-íslendingurinn Guð- mundur Grfmsson dómari i Norður- Dakota i Bandarikjunum. Hann fluttist vestur um haf með foreldr- um sfnum aðeins þriggja ára gam- all, hefir aliðallan sinn aldur síðan þar vestur frá og er nú 53 ára gamall. Hann talar islenzku fullum fetum. Eins og áður hefir verið getið, er erindi Guðm. Grimssonar hingað að leita eftir þvf við rikisstjórn og Alþingi, að flugfélaginu >Transame- rican Arlines CorpOration* verði veitt leyfi tii þess að hafa viðkomu- staði á islandi f reglubundnum dag- legum flugferðum yfir Atlantshaf, sem félag þetta hefir i hyggju að stofna innan skamms. Pegar um er að ræða reglubundn- ar fiugferðir milli Ameriku og megin- iands Evrópu, koma tvær leiðir til greina, sú syðri og nyrðri. Sú syðri liggur um sunnanvert Atlantshaf tii Bermuda i Vestur indium, þaðan til Azoreyja við vesturströnd Afriku og þaðan norður með Evrópu, til Englands. Nyrðri leiðin liggur núrð- ur eftir megínlandi Ameriku, yfir Hudsonsund og Baffinsland, sem er íshafseyja, þaðan austureftir yfir Grænland, ísland, Færeyjar, Shet- landseyjar og Noreg, til Kaupmanna- bafnar. Hinn frægi landkönnuður, íslend- ingurinn Vilhjálmur Stefánsson, sem er ráðunautur flugfélagsins, hefir eindregið ráðið þvi til að velja norðurleiðina. Pegar um leiðirnar er að velja, ræður mestu fjarlægðin milli lendingastaðanna. Vegalengdin yfir úthafið frá Bermuda til Azor- eyja eru rúmar 2000 milur enskar. A svo löngu fiugi verður að verja of miklu af burðarmagni flugvélanna til að flytja þann benzinforða, sem nauðsynlegur er til flugsins. Á norð- urleiðinni, sem valin hefir verið, er miklu skemmra milli áfangastaða. Lengsti áfanginn þar verður milli íslands og Færeyja, 495 enskar milur. Að rannsökuðu máliteljaþvf hlutaðeigendur vonlaust um, að fiugferðir geti borið sig fjárhagslega eftir syðri leiðinni, þar sem svo langt er milli lendingastöðva. Mest- um hluta burðarmagns vélanna yrði þá að verja til flutnings brennslu- efna. Ferðaáætlun flugfélagsins eftir norðurleiðinni er þessi: Flogið verður frá Detroit, sem er stór flugferðamiðstöð i norðaustan- verðum Bandaríkjunum, sunnan við vötnin miklu, þaðan yfir Canada i þremur áföngum, þá yfir Hudson- sund, með viðkomustað á Baffins- landi, þaðan yfir Davíðssund, með viðkomustað á vesturströnd Græn- Iands, siðan yfir Grænlandsjökul, með viðkomu á austurströndinni, svo austur yfir til fslands, þaðan til Færeyja og Shetlandseyja. Par skiftast leiðir, óg liggur aðalleiðin yfir Noreg til Kaupmannahafnar, en hin suður yfir til London. Leiðin er lögð norðarlega yfir Baffinsland og Grænland, til þess að komast kjá þokum, sem tíðar eru á hafinu við Nýfundnaland, Flugvélarnar eiga að flytja póst og farþega. Póstflutningnum er ætl- að að bera fyrirtækið uppi fjárhags- lega. Hver flugvél á að hafa þrjár hreyfivélar til ðryggis. Á hverjum áfangastað á að skifta um flugvélar, og jafnan eiga varavélar að vera til taks f lendingastððum, ef eitthvað skyldi út af bera. Má af þessu sjá, að útbúnaður allur á að vera i tryggasta lagi. Menn hafa veitt þvf eftirtekt, að enginn flugmaður hefir enn farizt á norðurleiðinni, þrátt fyrir misjafn- an útbúnað. Petta verður ekki sagt um flugferðir yfir þvert Atlantshafið. Pað, sem ameríska flugfélagið fer fram á, er að fá leyfi til að gera hér flughöfn, byggja benzíngeyma og gera hér annan nauðsynlegan umbúnað vegna flugferðanna. Enn- fremur að engu ððru fiugfélagi i Bandarfkjunum verði veitt slfkt leyfi næstu 15 árin. Hinsvegar er ekkert þvi til fyrirstöðu, að samskonar fyrirtæki f öðrum löndum geti fengið slíkt leyfi hvenær sem vera skal. Umboðsmaður flugfélagsins gerir ráð fyrir, að ef leyfið fæst nú á þinginu, muni vera hægt að hefja undirbúning þegar á næsta vori, ef Danir veita samskonar leyfi f Græn- landi og Færeyjum. Ef til vill er þess skammt að bíða, að farið verði daglega loftferðina milli Bandaríkjanna og íslands, og að ferðin taki ekki nema 1—2 sólar- hringai Hallærisfundur íhaldsins. Foringjar íhaldsflokksins f Rvík, sem kalla sig >sjálfstæðismenn<, hóuðu saman nokkrum hræðum um það leyti er Alþingi hófst, og héldu fund, er þeir nefna >lands- fund sjálfstæðismanna*, en aðrir kalla >hallærisfund thaldsins<. Á samkomu þessari létu hús- bændurnir á íhaldsheimilinu hjú sin meðal annars samþykkja: L Að kreppan skyldi teljast stjórn- inni að kenna! 2. Að víta stjórnina fyrir það, að hún hefði greitt verkamðnnum of hátt kaup við ríkissjóðsvinnu. 3. Að víta það, að stjórninni hefði tekist að fá enska lánið, þó að þingmenn íhaldsflokksins hefðu áður samþykkt, að það lán skyldi tekið. 4. Að víta stjórnina fyrir það, að méð lántðkunni hefði hún hækk- að skuldir rikisins og tæmt láns- traust þess svo mjög, að litlir mðguleikar séu nú á þvi að geta fengið ný lán, til þess að geta hækkað ríkisskuldirnar enn meiral Fleira er ekki þðrf á að benda sem sýnishorn þess anda, sem ríkti yfir þessari Ihaldssamkundu, >þar sem enginn ýta var öðrum drengi- legri<. Hvorn kostinn vilja peir heldur? Um leið og stjórnarmyndunin var tilkynnt á þinginu í sumar, lýsti Jón Porláksson yfir þvi fyrir hönd íhaidsmanna, að stjórnin væri minni hluta stjórn, þar sem húnhefðiekki að baki sér meiri hluta kjósenda f landinu. Siðan hafa blöð fhaldsins verið látin tyggja þetta upp si og æ, og hafa þau margsinnis lýst yfir þvf og fullyrt, að stjórnin sæti f ó- þökk meiri hluta kjósenda, Og hafa þau þá talið jafnaðarmenn með andstæðingum Framsóknar, þvi með öðru móti gátu þau ekki haldið þessari staðhæfingu fram. En blöð fhaldsins hafa að venju verið sein- heppin f rðkfærslum sínum. Jafn- framt ofangreindri staðhæfingu hafa blöð fhaldsins reynt að hamra það inn i lesendur sina, að Framsóknar- menn og jafnaðarmenn væri einn og sami flokkur, og að ágreining- urinn og deilurnar þeirra á meðal væri ekki annað en argasti skrfpa- leikur, fundinn upp til þess að villa almenningi sýn og blekkja hann. Nú hljóta allir að sjá, að þessar tvær staðhæfingar íhaldsins geta með engu móti rúmast undir sama þaki. Sé sú fyrri rétt, þá leiðir af þvi að Framsókn óg jafnaðarmenn eru andstæðir flokkar, Sé aftur á móti síðarnefnda fullyrðingin rétt, þá situr stjórnin með sterkan meiri hluta kjósenda að baki sér. Petta er svo augljóst, að um það getur ekki orðið deiit. Pað er þvi ekkert undanfæri fyrir þessi vesalings málgögn: Aðra hvora fullyrðinguna verða þau að eta ofan i sig. Pað ætti ekki að vera svo hart aðgöngu fyrir þau, þvf þeirri iðju eru þau orðin vön. Spurningin er þá einungis þessi: Hvora fullyrðinguna -vilja þau held- ur leggja sér til munns? Hvorn kostinn vilja ritstjórar fhaldsblaðanna heldur taka? Pví eiga þeir eftir að svara. En hvorn kostinn sem þeir taka, hlýtur i svarinu að felast viðurkenning þess, að þeir hafi sagt ósatt. í slíka sjálfheldu eigin ósanninda eru þeir nú komnir. -----o---- Heimilisiðnaður. Á þessum timum er mikið um það rætt og ritað að efla þurfi inn- lendan iðnað með þjóð vorri. Petta er vel farið og ekki að ásfoeðulausu. Erfiðleikar yfirstandandi tíma Iyfta undir hugsunina um nauðsyn þess að búa að sínu eftir fremstu getu, og að við verðum að leggja alla rækt við að framleiða sjálfir margt af því, sem hingað til hefir verið aðkeypt frá erlendum þjóðum. f sambandi við þenna vaxandi skilning stendur iðnaðarsýning sú, sem ráðgert er að halda i Reykja- vik á þessu ári og sem rætt er um á öðrum stað hér i blaðinu. Vill Dagur mælast til þess, að almenn- ingur taki þvf máli með vakandi á- huga. Efling íslenzks iðnaðar er og eitt þeirra mála, er Alþingi hefir nú með höndum, eins og getið hefir verið I þingfréttum áður. Pessi aukni áhugi og vaxandi skilningur á þörf þjóðarinnar í þessum efnum, sem víða bólar á, gefur góðar vonir um framgang málsins. Pó kreppan sé ekki mjúk- hent, er hún hollur lærimeistari á margan hátt. Sannast það meðal annars i þessu falli. Um er að gera að setja markið hátt og keppa að því með einbeitt- um huga og föstum vilja. En markinu er ekki náð að fullu fyr en öll hin dreifðu heimili úti um byggðir landsins eru orðin að smáiðnaðarstofnunum. Allir kannast við Heimilisiðnaðar- fétag íslands. Efalaust gerir það mikið gagn. En gallinn er, að áhrifa þess mun einkum gæta á tiltölulega litlum hluta landsins, þ. e. i höfuð- staðnum og nærsveitum hans. Smærri heimilisiðnaðarfélög þyrftu að risa upp f hverri sveit á landinu fyrir forgöngu áhugasamra kvenna og karla. Fyrir nokkrum árum var eitt slíkt

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.