Dagur - 29.09.1932, Blaðsíða 1
DAGUR
kemur út á hverjum fimtu-
degi. Kostar kr. 6.00 árg.
Gjalddagi fyrir 1. júll.
Gjaldkeri: Arni Jóhanns-
son í Kaupfél. Eyfirðinga.
Afgreiðslan
er hjá Jóni Þ. Þ6r,
Norðurgötu 3. Talsimi 112.
Uppsögn, bundin við ára-
mót, sé komin til af-
greiðslumanns fyrir 1. des.
XV. ár.
Akureyri 29, september 1932.
39. tbl.
Við þökkum innilega öllum þeim, nær og fjœr, er sýndu
samúð og hlýhug við andlát og útför Rögnu Pálsdóttur,
d Dalvík, og heiðruðu minningu hennar d annan hdtt.
Aðstandendur.
Hérmeð tilkynnist að okkar dstkœra eiginkona og móðir,
Ingibjörg Bergsdóttir, andaðist að heimili sínu, Hríseyjargötu
6, þriðjudaginn 27. þ. m.
Jarðarförin dkveðin síðar.
Jónas Á Jónasson, Emilía Jónasdóttir,
Gústav fónasson.
I.
íslendingar eru fámenn þjóð f til-
tölulega mjðg stóru landi. Forfeður
vorir, er fyrstir byggðu þetta land,
höguðu byggð sinni þannig, að úr
varð hið mesta dreifbýli. Átti þetta
sfnar eðlilegu orsakir. Landnemarnir
voru fáir f samanburði við landrým-
ið. Hver landnemi lagði áherzlu á
að hafa umráð yfir sem stærstu
landsvæði. Þetta skipulag á byggð-
inni var f fullu samræmi við hugs-
unarhátt og búskaparlag þeirra
tfma.
Þetta dreifbýlisskipulag hélzt ó-
breytt fram eftir öldunum óg helzt
að nokkru leyti enn f dag. Það
hefir haft sfna kosti, en líka sína
galla. Meðal kostanna má nefna
vfðáttumikil beitarlönd fyrir hvert
heimili, en gallarnir, sem þvf fylgja,
eru einkum erfiðleikarnir um nána
samvinnu og þróun félagsanda.
Straumhvörf f þessu forna skipu-
lagi urðu ekki svo teljandi sé fyr
en um síðustu aldamót, en þau
hafa haldizt allt til þessa dags og
á þeim tfma stundum með vax-
andi þunga. Fólkið hefir streymt
úr sveitunum til sjávarins, lokkað
af togurum, linuskipum og vélbát-
um. Það hefir fært sig saman og
myndað þéttbýli við sjóinn. Fólks-
fjöldinn f Reykjavfk hefir á siðastl.
tveimur áratugum vaxið úr 12 þús,
upp f 30 þús. A sama tima hefir
fbúatala Akureyrar tvöfaldast. Þessi
blóðtaka hefir komið hart niður á
sveitunum, en hún hefir hleypt lffi
og'fjöri f bæjarlifið á mölinni við
sjóinn, á meðan atvinnuvegirnir þar
gengu sæmilega, en lengur ekki.
Strax og harðnar f ári og að krepp-
ir um atvinnuvegina, verða f bæj-
unum hin mestu vandræði með allan
þenna fólksfjölda. Á þvf fáum við nú
að þreifa átakanlega. í sumar gengu
1200 manna atvinnulausir i Rvfk
um hábjargræðistfmann. Eitthvað f
námunda við þetta mun ástandið
vera f hinum kaupstöðunum. Og
óspart er nú krafizt hjálpar bæjar-
félaga og rfkis til handa hinum
nauðstadda, atvinnulausa verkalýð
bæjanna,
Á sfðustu árum hefir verið gert
afar mikið til Iffvænlegra umbóta
f dreifbýiura sveitunum fyrir at-
beina þeirra framsýnu manna, er
sáu, að fólksstraumurinn þaðan og
til kaupstaðanna væri þjóðarheild-
fnni óhollur. Vegir og sfmar hafa
verið lagðir um landið. Bætt húsa-
gerð hefir stigið áfram stórum
skrefum fyrir aðstoð Byggingar- og
landnámssjóðs. Ræktunin hefir auk-
ist stórkostlega og samfara henni
vélanotkun. Alþýðuskólar hafa risið
upp á nokkrum >heitum stöðumt
f sveitunum, og útvarpið, þetta nýja
menningartæki, kastar ljósgeislum
inn f myrkur einangrunarinnar i
dreifbýlunum. Allt stefnir þetta að
þvfað bæta lífsskilyrðin i sveitunum
og bjarga þeim frá eyðingu. Þessari
stefnu ber að sjálfsögðu að halda
áfram hiklaust hér eftir sem hing-
að til.
En þrátt fyrir þetta allt má ekki
loka augunum fyrir þvf, að svo og
svo margt af ungu fólki f sveitunum
hefir ekki aðstöðu til að geta
myndað sin eigin heimili i sveit-
unum f framtfðinni. íslendingum
mun eins og nú stendur fjölga ár-
lega um 1500, og sú tala hækkar
stöðugt meir og meir, ef ailt fer
með felldu. Með langmið framund-
an má það ekki gleymast, að ís-
léndingar eru enn sem komið er
ekki nema vfsir til þjóðar. Við er-
um aðeins á fyrsta vaxtarskeiði.
Hvað á þá að verða um allt unga
fóikið f sveitunum framvegis, sem
ekki kemst fyrir á gömlu heimilin-
um? Það getur ekki flúið til kaup-
staðanna, nema að láta skrá sig
þar [sem atvinnuleysingja og láta
biðja um rikishjálp handa sér, til
þess að geta dregið fram lifið, en
það er lélegur framtíðarvegur. Jafn-
vel þegar batnar i ári, munu kaup-
staðirnir ekki hafa skilyrði til að
taka á móti fólksstraumnum úr
sveitunum sér að skaðlausu, nema
þá mjög takmarkað. Niðurstaðan
hlýtur þvi að verða sú, að það
verður að Ieita nýrra ráða, til þess
að koma f veg fyrir að unga fólkið
f sveitunum neyðist til að leggja á
flótta til kaupstaðanna, og sjá þvf
farborða á annan hátt.
»Tfminn« hefir fyrir skömmu
bent á úrlausn þessa vandamáls,
sem lauslega hefir verið drepið á
hér að framan. Blaðinu farast með-
al annars svo orð:
>A næstu árum hlýtur það að
verða eitt aðal viðfangsefni f fs-
lenzkri landbúnaðarpólitík að skapa
skilyrði til þess að unga kynslóðin,
það fólk, sem við bætist þann
mannfjöld*, sem nú eri sveitunum,
þurfi ekki og óski ekki eftir að
flytjast úr sveitunum, að það geti
skapað sér þar heimili og fengið
þar þau lffsskilyrði, sem algengt nú-
tfmafólk gerir krðfur til* Það þarf
að nema burtu það ástand, að ald-
urhnignir og vinnulúnir foreldrar
þurfi að þola þá raun, að horfa
grátnum augum á bakbörnum sin-
um út úr þvf umhverfi, sem þeim
væri æskilegast og ofan i vonlausa
baráttu við bágstadda atvinnuleitar-
menn kaupstaðanna<............
»En um þau spor, sem stigin
hafa verið til viðreisnar landbúnað-
inum á síðustu árum, verða menn
að hafa hugfast, að það eru aðeins
fyrstu sporin. Ef einhverjir skyldu
halda, að verkefni löggjafarinnar
fyrir landbúnaðinn séu nú þegar
tæmd, er þar um mikla fásinnu að
ræða. Fleiri verkefní og enn stærri biða
framundan.
Og fyrsta stóra verkefnið er að
skapa nýju heimilin fyrir ungu kyn-
slóðina, heimilin, sem eiga að taka
við fólksstraumnum, sem nú fer til
kaupstaðanna.
Þessi nýja bygð má af eðlilegum
orsökum ekki verða á sama hátt og
sú, sem nú er fyrir í sveitunum.
Viðhorfið er annað nú en fyrir 1000
árum, þegar landnemarnir byggðu
hina mörgu dreifðu bæi við ár og
læki, þar sem nóg var um útengja-
slægjur. Forfeður vora óraði ekki
fyrir akvegum, símakerfi eða neinu,
sem nefndist aðstaða til að koma
framleiðslunni á markað. Enginn
gat ætlast til þess af þeim, að þeir
veidu bæjum sfnum stað með tilliti
til rafvirkjunar eða hagnýtingar
hveraorku.
En þegar landnám ungu kynslóð-
arinnar hefst hér á landi á næstu
árum, er skylt að taka tillit til alls
þessa, sem forfeður vorir þekktu
ekki og gátu ekki þekkt.
Og þetta landnám verður að
hefjast og hlýtur að hefjast innan
skamms, ef ekki á að stofna æsku-
lýð sveitanna i voða. Hið opinbera
verður að leggja sinn skerf til þess
eins og það nú hefir viðurkennt
nauðsynina á að færa sveitabýlin,
sem fyrir eru, f nútímahorf, eins og
það hefir styrkt ræktunina á gömlu
býlunum og hjálpað tii að byggja
upp torfbæina.
Hin nýja byggð á, eftir öllum
skynsamlegum rökura að dæma, að
vera samvinnubyggð f svipuðum
stfl og sveitaþorp eru viðast erlend-
is. Á slfkum stöðum yrðu samein-
aðir annarsvegar kostir fjöibýlisins
í kaupstöðunum og hinsvegar hinir
viðurkenndu yfirburðir sveitalffsins.
MenntasköíanuniAkureyri.
Inntökupróf til 1. bekkjar og árspróf 1. og 2. bekkjar hefjast
3. okt. næstk., kl. 9 árdegis.
Skóli verður settur 1; okt., kl. 2 e. h.
Kennsla hefst miðvikudaginn 5. okt., kl. 9 árdegis.
Sigurður Guðmundsson.