Dagur - 24.11.1932, Blaðsíða 2
182
DXGTTR
46. tbl.
aSHfSHISffSSfSIISHSSIE
S Þurkaðir ávextir. S8
♦
Þurkaðir ávextir.
Sveskjur
Rúsínur
Apricosur
Kúrennur
Blandaðir ávextir
koma með Lagarfossi þann 24. þ. m.
Kaupfélag Eyfirðinga.
Nýlenduvörudeild.
MiMMÍMHIMMiiiHliMi
Myndastofan
Oránufélagsgötu 21 er opin alla
daga frá kl. 10—6.
Guðr. Funch-Rasmussen.
Guðný Friðbjörnsdóttir
látin.
Hinn 8. sept s. 1. andaðist að
heimili sínu í grennd við Leslie
Sask frú Guðný Magnússon; var
hún dóttir Friðbjörns Steinssonar,
bókbindara og bóksala hér á Ak-
ureyri, sem flestir hér um slóðir
a. m. k. munu kannast við. Árið
1888 giftist hún Páli Magnússyni
snikkara. Bjuggu þau hér á Ak-
ureyri í 13 ár, og eignuðust á því
tímabili 6 börn, talin hér eftir ald-
ursröð: Magnús, Friðbjörn, Pétur,
Aðalsteinn, Svava og Adam. Frið-
björn misstu þau árið 1914, en
hin. lifa öll og hafa komizt vel til
manns.
Árið 1901 fluttu þau með sinn
unga barnahóp til Canada og
dvöldu í Winnipeg fyrstu 3 eða
fjögur árin, en þá fluttu þau til
Saskatchwan, námu bújörð í
grennd við Leslie, og hafa búið
þar síðan, voru þau með fyrstu
frumbyggjum þeirrar byggðar, er
íslendingar nefna Vatnabyggð.
Guðný heitin var einn mesti
kvenskörungur, sem ég hefi
kynnzt. Markast það bezt af því,
að 18 síðustu ár æfi sinnar var
hún afar þjáð af illkynjaðri liða-
gigt, svo hún varð öll kreppt og
hnýtt, en þrátt fyrir það lét hún
litlu eða engu minna til sín taka
það, er henni sýndist, utan heim-
ilis og innan; var hún m. a. forseti
kvenfélags byggðarinnar til hins
síðasta. Hafa þau hjón ætíð stað-
ið framarlega í allri félagsstarf-
semi byggðarinnar; Páll er söng-
maður ágætur og söngvinn að
sama skapi, glaðvær og skemmt-
inn og sjálfkjörinn hrókur alls
samkvæmisfagnaðar þar í byggð-
inni, enda ólatur til. Hafa þau
hjón því orðið ástsæl mjög af
byggðarbúum og hins sama hefi
ég orðið var hér á æskustöðvum
þeirra hjá öllum, sem til þeirra
muna, og eru það margir.
Af ofangreindum ástæðum og
með því líka að mér er vel kunn-
ugt um þá falslausu tryggð, gem
hjón þessi hafa ætíð borið til
æskustöðva sinna og fomvina,
finnst mér mjög viðeigandi að
Akureyrarblöð minnist þessarar
látnu merkis-konu.
Akureyri 5. nóv. 1932.
Björgvin Guðmundsson.
-----o-----
Áttatíu ára.
i ______
Þann 9. nóv. s. 1. varð Jón Jóns-
son á Munkaþverá áttatíu ára
gamall.
í tilefni af því heimsóttu hann
þann dag nokkrir af eldri og yngri
vinum hans.
Jón er fæddur á Munkaþverá 9.
nóv. 1852, sonur óðalsbónda Jóns
Jónssonar og konu hans Þóreyjar
Guðlaugsdóttur, sem lengi bjuggu
þar. Árið 1875 fluttist Jón til
Vesturheims ásamt Jakob bróður
sínum, sem var nokkrum árum
eldri og enn er á lífi.
Skömmu eftir að Jón kom vest-
ur, giftist hann Guðnýju Eiríks-
dóttur, ættaðri úr Þingeyjarsýslu,
sem nú er dáin fyrir nokkrum ár-
um.
Jón á ivö börn á lífi og nokkur
barnabörn og hafa þau elztu góð-
ar stöður þar vestra, svo sem dótt-
ursonur hans, sem er ‘háskólakenn-
ari.
Meðan Jón dvaldi fyrir vestan,
stundaði hann einkum húsasmíði.
Einnig lét hann nokkuð til sín
taka ýms félags- og menningar-
mál meðal íslendinga, og í mörg
ár var hann í bæjarstjórn Pem-
bina-bæjar.
Hingað heim kom Jón alþingis-
hátíðarárið 1930, eftir 55 ára dvöl
vestan hafs, og hefir hann dvalið
síðan á æskuheimili sínu, Munka-
þverá, hjá Stefáni bróður sínum
og konu hans Þóru Vilhjálmsdótt-
ur og Þorgerði systur sinni. Jón er
enn ern og fjörugur, þrátt fyrir
hinn háa aldur.
Viðtökur og veitingar voru hin-
ar beztu og skemmtu menn sér
við söng og samræður fram á
nótt.
Einn af fomvimmum.
Sextiu og fimm éra varð Sigurjón
Sumariiðaíon fyrv. pðrtur 8. þ. m.
Frá barnaverndarnefnd
Eins og almenningi er ef til vill kunnugt, afgreiddi Alþingi lög um
barnavernd, er gengu í gildi 1. Júlí 1932. —
Lög þessi eru bygð á þeim skilningi löggjafanna, að í raun og veru
séu börnin, hin uppvaxandi kynslóð, ekki eign foreldra sinna, heldur þjóð-
félagsins, og því beri þjóðfélaginu skylda til að annast þau og vernda,
séu foreldrar þeirra eða forráöamenn þess ekki megnugir. Lögin mæla
því svo fyrir, að í hverjum kaupstað'landsins skuli starfa barnaverndarnefnd,
kosin af bæjarstjórn. —
Bæjarstjórn Akureyrar hefir á fundi sínum, hinn 28. ágúst þ.á., kosið
okkur undirrituð í barnaverndarnefnd fyrir kaupstaðinn.
Sem löghlýðnir borgarar bæjarins höfum við tekið við kosningu. —
En með því að umrædd lög leggja bæjarbúum almennt ýmsar skyldur á
herðar gagnvart nefndinni, en Stjórnartíðindin hins vegar ekki í hvers
manns höndum, leyfum við okkur að birta hér þau atriöí úr lögunum, er
við teljum nauösynlegt, að almenningur þekki og hugfesti. Peim, sem
frekar vilja kynnast starfssviði nefndarinnar, visast til L. nr. 43, 23. Júní
1932. Útdráttur: Úr 6. gr.:
Hlutverk nefndarinnar er sem hér segir:
Hún hefir eftirlit meö uppeldi barna innan 16 ára aldurs, svo og van-
þroska eða veikra unglinga fyrir ofan þann aldur, er dveljast á heimili
vandalausra og njóta ekki íullrar umsjár foreldra.
Hún rannsakar kærur eða kvartanir, sem henni berast um meöferð
barna eða unglinga (sbr. 1. tölul.) í umdæmi hennar. Einnig hefir hún
sjálf frumkvæði að slíkri rannsókn. —
Hún útvegar í samráði við foreldra, aðra forráðamenn eða sveitar-
stjórn börnum þeim, sem þurfa þykir, góðan samastað, um lengri eða
skemmri tíma, eftir ástæðum. —
Hún stuðlar að aukinni fræðslu um meðferö og uppeldi barna, t. d.
með því að sjá um, að flutt séu erindi um slík efni og veittar leiðbeining-
ar þeim, er þeirra óska eða þarfnast þeirra.
Hún getur sett barni sérstakan eftirlitsmann, ef þörf krefur.
Hún lítur eftir því, að börnunum sé ekki ofþjakað meö þungri vinnu
né löngum vinnutíma. —
Hún hefir vald til þess, er hún óskar, að rannsaka og kveða upp
rökstudda úrskuröi um mál baina innan 16 ára aldurs, þau er annars
bera undir dóms- og lögregluvaldið.
Par sem kvikmyndahús starfa, er nefndinni skylt að afla sér áreið-
anlegrar vitneskju um hverja mynd, áður en hún er sýnd börnum, og er
eigendum kvikmyndahúss skylt að sýna nefndinni hana á undan almenn-
ingi, ef hún óskar þess. — Telji meiri hluti nefndar mynd skaölega eða
óholla sálarlífi barna, getur hún bannað að hún verði sýnd börnum.
8. gr.
Neíndinni er rétt að úrskurða, aö barn eða ungling (sbr. 6. gr. 1.
tölul.) skuli taka af heimili þes* og ráðstafa því annarstaðar:
1. Þegar barn undir 16 ára aldri hefir brotiö almenn hegnÍHgarlög,
2 Pegar það er svo ódælt, að bersýnilegt þykir, að foreldrar þess
eða húsbændur ráði ekki við það.
3. Pegar drykkjuskapur, illindi eða annað siðleysi hefir spillt heim-
ilinu svo, að velferð barnsins er hætta búin.
4. Pegar barninu er misboðið með líkamlegu ofbeldi, illu atlæti, of
mikilli vinnu, slæmum aðbúnaði eöa heimilisástæðurnar eru þann-
ig, að leitt geti til heilsutjóns fyrir það, svo og ef því er eklri
séð fyrir lögskipuðu námi. —
5. Þegar barniö er ekki heilt á sál eða líkama, og heimili þess get-
ur ekki veitt því þá hjúkrun og uppeldi, sem það þarfnast.
11. gr.
Pegar nefndinni er kunnugt um, að heimilismaður, þar sem börn eru,
spillir heimilinu með ofdrykkju eða öðru ósæmilegu athæfi, er henni
skylt að vanda alvarlega um við manninn, en beri ítrekaðar umvandanir engan
árangur, ber nefndinni aö fela viðkomandi valdsmanni að rannsaka fram-
ferði mannsins á heimilinu og hver áhrif það hafi á hagi barnanna, —
Verði það Ijóst, að þeim sé háski búinn af framferði mannsins, en þeim
gæti annars liðið vel á heimilinu, er valdsmanni skylt, í samráði við
barnaverndarneínd, að gera ráðstöfun til þess að tryggja hag barnanna,
og er honum þá heimilt að víkja manninum burt af heimilinu um stundar-
sakir, eða um lengri tíma, bæti hann ekki ráð sitt.
15. gr.
Sérhverjum þeim, sem kunnugt er um börn eða heimili, sem getið
er um í 8. gr. þessara laga, er skylt að tilkynna það nefndinni tafar-
laust. —
Af framanrituðum útdrætti er augljóst, að starf nefndarinnar er yfir-
gripsmikið og vandasamt og verður ekki sæmilega af hendi leyst, nema
með góðri aðstoð og skilningi almennings. Við viljum því skora á alla
góða menn og konur í þessum bæ, að veita okkur alla þá hjálp f starfi
okkar, sem þeim lagalega og siðferöislega er skylt að veita. Enda vænt-
um við þess fastlega, aö þeir verði margir, sem sjá og skilja, hve áríð-
andi það er, aö allir séu samtaka í hinu lang þýðingarmesta starfi, sem
nokkru þjóöfélagi er á herðar lagt, því: að uppala og skila af sér líkam-
lega og andlega hraustri þeirri kynslóð, sem á landið að erfa.
Akureyri, 11. Nóv. 1932.
Kristbförg Jónatansdóttir Snorri Sigfússon
kenslukona. skólastjóri.
Friðrik J. Rafnar AifheiOar Einarsdótt/r
sóknarprestur. húsfreyja,
Steingr/mur Matthlasson
héraöslæknir.
Önnw blöð basjarin? enj beðin að gera *vo vei og birta ýessa |rein>