Dagur - 06.04.1933, Blaðsíða 1

Dagur - 06.04.1933, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út & hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Gjaldkeri: Arni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfiréinga Afgreiðslan er hjá Jóni Þ. Þór, Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. Norðurgötu 3. Talsimi 112. »• •- • • i I. ár. ? XVI. Akureyri 6. apríl 1933. 14. tbl. Fimmtardómurinii. Oreinargerð Jónasar Jónssonar fyrir frumvarpi því til laga um fimmtardóm, er hann flytur á Al- þingi, fer hér á eftir: Um nokkur undanfarin ár hefir A'þingi haft til meðferðar frv. um gagngerða endurbót á æðsta dóm- stóii landsins. Hefir mál þetta haft mikið og vaxandi fylgi, bæði á þingi, en þó einkum utanþings meðal borgara iandsins. Var frv. um fimmtardóm fylgt með meiri “athygli um þingtfmann f fyrra en nokkru öðru máli, og ber það til, að hinn hugsandi hluti þjóðarinnar finnur til einlægrar löngunar að koma þvf skipulagi á lokadómstól sinn, að hann verði I fullu sam- ræmi við kröfur frjálsrar og mennt- aðrar þjóðar. Pegar þjóðin flutti inn f iandið úrskurðarvald i dómsmálum sfnum árið 1919, vannst stjórn þeirri, er þá undirbjó málið fyrir Alþingi, ekki timi tii að byggja hið nýja skipulag á nægilega traustum grund- velli. Jón Magnússon fékk einn af kennurum lagadeildar háskólans, Einar Arnórsson, til að að bræða f eitt skipulag hins gamla lands- yfirréttar og nokkuð af formi hins danska hæstaréttar. Ekki var leitað að fyrirmyndum til fornaldar þjóð- arinnar, þegar hún var frjáls, hafði fullkomna og frumlega löggjöf og algerlega innienda dómstóla. Ekki var heldur leitað út fyrir Danmörku um erlend fordæmi. Varð þetta bagalegt, af þvi að Danir voru í þessum efnum eftirbátar annara germanskra og engilsaxneskra þjóða og eiga i harðri baráttu við að endur. bæta þann dómstól, sem forráða- menn íslands töldu hina einu sönnu fyrirmynd við stofnun hæsta- réttar 1919. Jón Magnússon flutti dómarana úr landsyfirréttinum yfir f í hæsta- rétt og bætti við mönnum, svo að dómendur yrðu 5. Ákveðið var f lögum um hæstarétt, að velja skyidi f réttinn með svonefndu dómara- prófi. Skyldi hver nýr dómari ganga undir einskon_r próf f vinnubrögð- um dómara hjá hinum eldri dóm- endum, og hefir mjög verið af þvf látið, hve mikils virði þessi próf- raun væri til að tryggja hlutlausa yfirburðamenn f dómarasæti hæsta- réttar. En þó að liðin seu 14 ár sfðan löggjöf þessi var sett, hefir enginn af dómendum hæstaréttar leyst af hendi þessa merkilegu þraut, heldur hafa þeir allir verið valdir til starfsins af pólitískum landsstjórnum án þess að þessari vaiúðarráðstöfun hafi verið komið að. Einar Arnórsson flutti frá Kaup- mannahðfn eina nýjung um vinnu- brögð hæstaréttar, frá því sem áð- ur var f landsyfirrétt<< Málfærzlan var gerð munnleg, og hefir það haldzt síðan. Dómarar landsyfir- réttar, sem allir urðu síðan dóm- endur hæstaréttar, voru spurðir um þessa nýbreytni. Peir Iögðu eindreg- ið gegn henni, og hafa að likindum verið alveg ókunnugir vinnubrögð- um sambærilegra dómstóla erlendis. En þingið hafði að engu mótmæli þeirra, og var munnlegi málflutn- ingurinn nálega eina umbótin frá vinnubrögðum landsyfirréttar, þeg- ar lokadómstóll kom inn f landið. Svo litið hafði sá maður, sem bar fram frv. um hæstaréttt, áttað sig á eðli málsins, að ekki liðu nema fáein ár, þar til hann. þ. e, Jón Magnússon, bar fram frv. um gagngerða breytingu á réttinum. Árið 1924 kom Jón Magnússon gegn um þingið að fækka um tvo dómendum f hæstarétti og rfra stórum embætti ritarans. Leið svo þar til 1930, að málið var tekið af nýju og stefnt að gagngerðri umbót á formi lokadómsins. í fyrstu reis sterk alda gégn hverri einstakri umbót á skipulagi réttarins. Peim, sem höfðu mótazt undir handarjaðri hægrimanna f Danmörku á Estrupstimanum, þótti vel við eigandi, að nafn islenzka tokadómsins væri danskt, eða að minnsta kosti þýðing úr dönsku. Orðið hæstiréttur lét vel f eyrum þeirra. Aftur á móti fannst þeim eitthvað óþægilega þjóðlegur keim- ur i orðinu fimmtardómur. Nafnið minnti á lýðveldistímann, þegar ís- lendingar vildu vera frjálsir og voru það. Smátt og smátt minnkaði mót- staðan gegn nafninu, og þegar mál- ið var rætt f þriðja sinn á þingi, var mótstaðan gegn nafni dómsins að mestu dottin niður. Menn voru farnir að sætta sig við íslenzkt nafn á íslenzkum dómstóli. Opinber atkvæðagreiðsla er ein meginumbótin, Leynilega atkvæða- greiðslan er erfð frá Danmörku, erfð frá kúgunartfmum þeirrar þjóð- ar. í skjóli leyndarinnar getur hver dómari skotið sér bak við stéttar- bróður sinn, getur falið sig þar og verk sín og komizt hjá að gefa ástæður. Þegar frv. var borið undir dómara hæstaréttar, lagaprófessora háskólans og félag málafærslumanna 1930, var ekki sýnilegt, að nokkur verulegur skilningur væri hjá þess- um iðkendum lögfræðinnar f land- inu fyrir þvf, að hér var um að ræða stórfellda umbót, að rétfar- öryggið fær enga betri tryggingu en þá, að hver dómari verði að bera fulla siðferðislega ábyrgð á orðum sfnum og ályktunum gagn- vart þjóðinni, sem borgar störf þeirra og á að njóta verka þeirra. En baráttan um þessa hlið máls- ins í síðastlið'n þrjú ár hefir Ifka opnað augu manna fyrir gildi þess- arar umbótar, og nú er svo komið, að opinber atkvæðagreiðsla þykir algerlega sjálfsögð umbót á skipu lagi réttarins. Pað mun heldur hafa f.’ýtt fyrir skilningi á þessari um- bót, að núverandi dómsmálaráðherra f Danmðrku leggur nú hið mesta kapp á að fá afnumda hina leyni- legu atkvæðagreiðsiu f hæstarétti Dana. Priðja baráttuefnið var dómara- prófið, sem f raun og veru má kalia sama og sjálfsköpun réttarins. Pessi þáttur f skipulagi hæstaréttar er lánaður frá Dðnum og er, eins og áður er sagt, erfð frá kúgunar- tfmum þeirrar þjóðar. Dómaraprófið er sett til þess, að þeir dómararar, sem fyrir eru f réttinum, geti sjálfir valið hvern nýjan mann, sem f dóminn kemur. Ríkisstjórnin sendir umsækjanda til dómaranna og óskar, að þeir prófi hann, Pað þýðir, að hann dæmir með þeim nokkur mál. Að þvf búnu segja dómararnir annaðhvort, að hann hafi fallið eða staðizt þraut- ina. Sá, sem undir prófið gengur, hefir enga vernd eins og menn hafa við önnur próf. Hér er allt leynilegt, umræður dómaranna um frammistöðu umsækjanda, og at- kvæðagreiðsla þeirra. Dómarar þeir, sem koma f réttinn, hafa ábyrgðar- Iaust veitingarvald á hverju nýju embætti i dómnum. Jón Magnússon valdi f fyrsta sinn f réttinn, allt nákomna flokks- bræðnr sfna. í sumar valdi Magnús Quðmundsson f réttinn einn af þingmðnnum sfns flokks, mann, sem m. a. hafði fyrir nokkrum mánuðum tekið þátt i hinum hörð- ustu flokkadeilum sem málafærslu- maður flokks sfns. Enn sem komið er hefir aldrei neinn dómari átt fast sæti f hæsta- rétti nema þeir, sem allir lands- menn vissu um, að voru ákveðnir fylgismenn kyrrstöðustefnunnar f landinu. Hvort þeirrar stefnu hefir gætt f störfum þeirra, verður ekki rætt um hér. En það, sem skiftir máli fyrir þjóðina, er sú staðreynd, að einn pólitfskur flokkur hefir lagt til aila dómara f réttinn og að þeir fylgja sömu þjóðmálastefnu og sá ráðherra, sem fyrstur valdi dómara f réttinn, án allrar prófunar, úg að þessir menn hafa vald til, að ó- breyttri Iöggjöf, að velja einhliða f réttinn framvegis, í raun og veru má segja, að skipulag dómsins gefi Jóni Magn- ússyni vald til að endurskapa rétt- inn, þó að tfmar líði. Dómstóllinn getur alveg slitnað frá þjóðlífinu og þeim borgurum, sem hann á að vinna fyrir og borga dómurun- um kaup. í þessu Iiggur mikil hætta fyrir þjóðina. Pað er jafnfjar- stætt, að dómstóll geti verið í ó- samræmi við borgara landsins eins og að landsstjórnin eða þingið sé það. Pegar dómarar hæstaréttar voru spurðir um álit þeirra á skipulagi fimmtardómsins um þingtlmann 1930, var álit þeirra ákveðin og ó- kurteis ádeila á landsstjórnina, sem bar frv. fram. Kom þar ótvírætt f ljós, hve mjög dómararnir voru háðir stefnu sfns flokks og hve takmðrkuð var útsýn þeirra um önnur sjónarmið. Að því Ieyti var umsögn þeirra ein hin þýðingar- mesta sönnun, sem fengizt gat um það, að rétturinn ætti ekki að hafa sjálfsköpunarvald. En álitsskjal dómaranna sýndi meira. í vörn sinni fyrir ágæti dómaraprófsins héldu þeir þvi fram, að dómara- prófið væri algengt skipulagsatriði f menningariöndunum. f áiitsskjali sínu segja dómarar hæstaréttar um dómaraprófið fs- lenzka: »Samskonar ákvæði munu vera lögmælt i flestum nýlegum lögum um úrslitadómsstigið utan einræð- islandanna< (Alþt. 1930, A. bls. 999). Aiþingi gerði ráð fyrir, að dóm- arar hæstaréttar mundu vita um þettá efni og fullyrða það eitt i þessu efni, sem satt væri og rétt. Hafði fullyrðing dómaranna áhrif j þá átt að fastmóta skoðun sumra þingmanna um þetta efni. En með þvf að þekkingu dómaranna um erlend fræðiatriði var ekki treyst ó- takmarkað, fól landsstjórnin, sem þá var, sendiherra íslands f Dan- mörku að rannsaka málið. Kom þá i Ijós, að ekkert dómarapróf þekkt- ist í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Pýzkalandi eða Englandi. Auk þess var vitað, að i Bandaríkjunum og Svisslandi voru dómarar kosnir. Hér var þá sannað, að dómend- ur hæstaréttar höfðu gefið Alþingi algerlega ranga skýrslu um mál, sem snerti metnað þeirra og valda- aðstöðu. Siðar hafa verið leidd rðk að þvf, að dómararnir hafi haldið sjálfir, að þeir skýrðu rétt frá, en verið með öllu ókunnugir skipulagi erlendra úrslitadórastóla. En þessi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.