Dagur - 01.06.1933, Page 1
DAGUR
kemur út á hverjum fimtu-
degi. Kostar kr. 6.00 árg.
Gjalddagi fyrir 1. júll.
Gjaldkeri: Árni Jóhanns-
son í Kaupfél. Eyfirðinga
Afgreiðslan
er hjá Jóni Þ. Þ6r,
Uppsögn, bundin við ára-
mót, sé komin til af-
greiðslumanns fyrir 1. des,
Norðurgötu 3. Talsími 112.
• e • • • •
XVI. ár.
Akureyri 1. júní 1933.
22. tbl,
starfar í tveimur deildum, frá 20. okt. til 1. sunnudags í sumri.
Námsgreinir: íslenzka, íslandssaga, mannkynssaga, danska, stærð-
fræði, náttúrufræði, landafræði, félagsfræði, teiknun, hannyrðir,
smíðar og söngur. -— Aukanámsgreinir: Enska og þýzka. —
Leikfimi og steypiböð daglega,
Síðastliðið skólaár varð dvalarkostnaður pilta kr. 280—290,
en stúlkna kr. 230. Nemendur greiða ekkert skólagjald. Dval-
arkostnaður verður pvi minni á Eiðum en við hina héraðsskólana.
Umsóknir sendist undirrituðum fyrir 15, ágúst 1933.
Jakob Krístinsson.
Uppeldismal.
Pað olii ekki litlum heilabroíum
og margskonar óþægindum, þegar
skift var ura mál og vog fyrir
nokkrum árum. Pað kostar altaf á-
tök að rífa sig upp úr gömlum
farvegum, og ekki gert fyr en f
síðustu lög, enda hugsar ennþá
mikill fjðldi manna i pundum og
álnum, þólt það hvorttveggja heyri
nú til gamla tímanum. Pessi af-
staða til nýrra viðhorfa á ekki sið-
ur við um djúptækari viðfangsefni
og menningarmái. Sá seinagangur
menningarinnar, sem við höfum
átt við að búa á umliðnum öldum,
hefir gjört þjóðina seina i hugsun,
seina tii að koma auga á þær hætt-
ur, sem breyttir menningarhættir
hafa oft í för með sér, og þá líka
nýja möguleika til menningar og
vaxtar. Hér eru auðvitað undan-
skyldir þeir menn, sem við öliu
gleypa, en það eru um leið menn-
irnir, sem ekkert hugsa.
Fyrir nokkrum áratugum bjuggu
nær þvi ailir íslendingar f sveitum.
Myndun bæja og kauptúna hefir
orðið með svo skjótri svipan, að
menn eru ekki fullkomiega farnir
að átta sig á, að nokkuð þurfi
annað að gera, en lifa lífinu eins
og gert var í sveitakyrrðinni, Pótt
hin eldri kynslóð haldi sínum hátt-
um óg lifsvenjum að nokkru, hlýt-
ur æskan að semja sig að hinu
nýja umhverfi, hvernig sem þaðer.
Parna hafa vandamálin verið að
hrúgast upp, og eru enn, án þess
að menn hafi veitt því eftirtekt.
Péttbýlið með öllum sínum kostum
og menningarmöguleikum á lika i
sér fólginn vísi til margvíslegrar
spillingar, er leitt getur ógæfu yfir
heilar þjóðir, ef ekki hafa þar vitrir
menn og víðsýnir forystuna.
Pað er enginn leikur að fara með
örlög æskunnar. Eigi hún að hlýta
forsjá manna, sem eru svo seinir
að hugsa, að þeir á öllum sviðum
hugsi alltaf í álnum og pundum,
er einskis góðs að vænta. Slík mál
krefjast vakandi manna, og við-
sýnna, manna sem sjá heiii fram-
tiðarinnar f öllu þvf, sem fyrir æsk-
una er gert, ogþá um leið manna,
sem hata af öllu hjarta allt það,
sem dregur úr lffsþrótti og heil-
brigðum vexti æskunnar. Pað er
eina hatrið f heiminum, sem á réttá
sér. Eg er dálitið kviðinn fyrir þvf,
að æska nútimans, og þá einkum
kaupstaðanna og kauptúnanna, eigi
ekki slíka Ieiðtoga, að minnsta
kosti eru menn ótrúlega seinir til
að tryggja bæði andlega og líkam-
lega velferð æskunnar. Hér er ekki
verið að vanþakka það fé, semlagt
er til fræðslumáianna, skólanna. En
það er aðeins ein hlið uppeldis-
ins. Til og frá eru börn, sem
eru að veslast upp úr allskonar
vanheilsu, stundum fyrir þekking-
arleysi forsjármanna, og stundum
fyrir fátæktar sakir. Enn eru
börn, sem standa með annan fót-
inn úti i feni allskonar siðleysis,
börn sem annaðhvort hafa hlotið
illt uppeldi heima, eða orðið fyrir
áhrifum af þeirri tegund glæpa-
manna, sem leikur sér að hamingju
æskunnar.
Til þessara barna ná skólarnir
yfirleitt ekki. Okkur vantar þvi al-
gjörlega hæli fyrir Jíessi börn, á
meðan menningu okkar er þann-
veg háttað, að þau eru til. í öllum
bæjum og öllum kauptúnum þessa
lands er eitthvað af slikum börn-
um. Pað þarf mismunandi mikið
fyrir þessi börn að gera, sumum
er ef til vill ekki hægt að bjálpa,
en öðrum getur breytt aðbúð hjálp-
að. Sumardvöl i sveit við heppileg
skityrði getur hjálpað við iifsþrótt-
inum, jafnvel hinu beygða siðferð-
isþreki þeirra barna, sem þannig
sr ástatt um. Til allrar hamingju
fer fjöldi kaupstaðabarna í sveit á
sumrin. En þó er sá galii á, að
þau, sem helzt þyrftu þess með,
sitja eftir. Fátæku, veikluðu börnin
og vandræðabörnin, sem enginn
sækist eftir að fá.
Eigum við Akureyringar að láta
þessi börn afskiftalaus ? Pessari
spurningu er i raun og veru búið
að svara neitandi. Félag eitt íbæn-
um, Kvenfélagið »HIIfc, hefir að
undanlörnu rekið talsvert þróttmikla
starfsemi til að koma upp hæli fyrir
þessi börn, og hafi það þökk fyrir.
En við Akureyringar ættum ekki
að láta eitt fámennt félag bera af
því allan hita og þunga að hrinda
sliku í framkvæmd. Bærinn verður
að sjá sér fært að styrkja það eitt-
hvað, og borgararnir verða að bjálpa
þessum góðu konum til að barna-
heimilið geti risið upp sem fyrst.
Félag þetta mun hafa i hyggju
að. gjöra annan dag hvítasunnu að
»barnadegi< Akureyrar, til almennrar
fjársöfnunar, og er þess þá vænst
að Akureyringar ieggi þar ailir eitt-
hvað fram, hver eftir sinni getu.
En dagurinn á ekki aðeins að
vera fjársöfnunardagur; hann á einn-
ig að vera hátfðisdagur, sem minnir
okkur alltaf á skyldur okkar við
börnin, og þá sérstaklega þau er
þurfa meiri samúðar og hjálpar en
ailur fjöidinn.
Pað þarf engin sterk átök tii að
koma upp heimili fyrir slík börn,
þótt ekki væri nema sumarheimili,
það þarf aðeins v i 1 j a. Kvenfélagið
»HIíf« hefir tekið málið að sér, og
vantar nú ekkert annað en skilning
og styrk borgaranna, til þess að
heimilið risi upp á næstunni.
E k k e r t annáð en gott uppeldi
a 11 r a Iandsins barna er örugg
vörn gegn þeim menningarsjúkdóm-
um, er til okkar berast í allskonar
myndum. Sú staðreynd ætti að geta
verið okkur dálftill leiðarvfsir bæði
nú og i framtiðinni.
Hannes J. Magnússon.
----o------
Vidræðii í veröldiniii
é heimskreppan.
Hvað leggur guð-
spekintil málanna?
í nýútkomnum »OangIera<, riti
Ouðspekifélagsins, 7. árg. 1. h., er
meðal annars ritgerð með yfirskrift-.
inni »Frá Adyar<, eftir frú Kristinu
Matthiasson. Adyar er aðalstöð
Ouðspekifélagsins á Indlandi, og
hefir frúin dvalið þar austur frá
síðastl. vetur, í ritgerð þessari er
útdráttur úr ræðum, er nafnkunnir
menn fluttu á ársfundi félagsins,
sem haldinn var um jólaleytið í
Adyar. Voru þar samankomnir fé-
lagsmenn vfðsvegar af Indlandi, frá
Ameriku,Java,Nýja Sjálandi, Ástralíu,
Englandi og einn fulltrúi frá íslandi.
Fjöliuðu ræðurnar um vandræðaá-
stand það, sem nú ríkir i heiminum,
eða heimskreppuna.
Ura ræðu Indverjans, C.Jinaraja-
dasa, segir meðal annareg
»Ræðumaður hélt þvi fram, að öll
þau úrræði, sem sérfræðingar og
fjármálamenn nútimans bentu á út
úr ógöngunum, byggðust á þeirri
hugmynd, nð heimurinn þyrftifyrst
og fremst meira fé — meiri pen-
inga öllum til handa. Petta áleit
hann að mundi ekki vera rétt. Pað
sem heimurinn þarfnast framar öilu,
er meiri sál — sterkara sálarlíf —
ekki meira fé. Menn bafa misst
sjónar á þvi, hvað það er, sem
gefur lifinu gildi, og halda því, að
fjárgróði og eignir veiti lífsbamingju
og ánægju.
Maðurinn þarf fyrst og fremst á
þeim andlegu verðmætum að halda,
sem gjðra hann hæfan tít að skapa
göfugt heimili. Orðið »economics<,
sem nú er iátið tákna fjármál, þýðir
f raun og veru: heimilisreglur, eða
lög þau, sem heimili stjórna. En
það, sem heimiiunum er nú mest
vant, er næm tilfinning fyrir fegurð
og heilagleika alls lífs. Vér þurfum
allir að læra betur að horfa og
hlusta. Vér þurfum að læra að horfa,
til þess að sjá betur blóm og jurtir
og fleiri litbrigði sólarlagsins og
læra að hlusta til að heyra nýja
hljóma f brimgnýnum. Vér þurfura
að læra betur að meta aðra menn
og að eignast meiri elsku til að
gefa öllum mönnum. Petta tvennt
er sannarlega þess virði að eftir því
sé keppt. Peir, sem við uppeldi
fást, ættu að kenna mönnum að
meta það í lífinu, sem hefir veru-
legt gildi fyrir lifshamingjuna og
gjöra það að marki til að keppa
eftir. Pað er ekki auðurinn einn,
sem gjörir góða afkomu — það er
engu siður góður smekkur og rétt
lifsviðhorf. Nútímalífið hefir hneigst
meir og meir í þá átt. að margfaida
þarfir mannsins. Afleiðing þéss hefir
orðið sivaxandi, hlifðarlaus barátta