Dagur - 01.06.1933, Side 2

Dagur - 01.06.1933, Side 2
8ö DAGUB 22 tbl. «•>«««♦• ■ffffifttWHftfffHfftfa ii /i ■'x # r x ■ ii ai io i veinaoarvorufleiioina: Fjölbreytt úrval af skófatnaði. Kven og barnasandalar. Strigaskór ýmsar tegundir — allar stærðir. Kaupfélag Eyfirðinga. miiiiiiiiiiiiiiiiiiiM Myndastofan Oránufélagsgötu 21 er opin alla daga frá kl. 10 — 6. Guðr. Funch-Rasmussen. fyrir lifinu. Pað er auðvitað mál, að ekki verður hjá þvf komizt að koma betra skipulagi á bankamál, skatta- mál og vinna að afvopnun og öðru þvílíku. En það, sem er undirstaða mannlegra þarfa, er að leitað sé eftir sálarlegu verðmæti f öilum efnum. Pvi verður aldrei kornið á með lagaákvæðum. Eína leiðin til þess er, að nokkrir menn i bverju landi gangi á undan og strengi þess heit, að leitast ekki við að græða fé, heldur að leita að s á 1- arlegu gildi i öilutn efnum. Ef öll trúarbrögð gætu sameinast um að boða á ný þann sannleika, að raunverulegastur ágóði er það manninum, að finna betur til eilffðargildis lífsins — og að menn gætu sannfærst um þetta — þá mundi fljótlega fjárhagsblið lífsinsj sem nú er úr lagi, færast i réttar skorður af sjálfu sér.< Leadbeater biskup sagði meðai annars i sinni ræðu: »Stjórnarfyrirkomulag, gullgildi myntar, skattar eða verðlag hefir langt um minni þýðingu en h u g- arfar tnanna. Hversu ágætt og fullkomið sem stjórnarfyrirkomu- lag er, ef eigingjarnir eða samvizku- lausir stjórnendur fara með það, þá verður afieiðingin endalausar þjáningar fyrir þjóðina.< Arundale biskup sagði: »Vér verðum að byrja að vinna móti kreppunni með þvi að breyta sjálfum oss<. Rúmið leyfir ekki að fleira sé til- greint. — Lesið »Oanglera<. Barnadagutinn. Svo nefnir Kvenfélagið »Hlíf« að þessu sinni annan í hvítasunnu. Hefir félagið mikinn viðbúnað til að gera daginn sem háttðlegastan til ágóða fyrir hið fyrirhugaða barnaheimili sitt. Áformað er að athöfnin hefjist með skrúögöngu frá barnaskólanum, og að henni lokinni verð- ur staðnæmst á Kaupvangstorgi og flutt þar ræða af svölum vetzlunarhúss K. E. A. Frá kl. 2 verður kaffisala í Skjaldborg og að lokum fjölbreytt skemmtun í Samkomu- húsi bæjarins kl. 8V2 að kvöldinu. Merki verða seld allan daginn. — Heitir félagið á bæjarbúa að fjölmenna á alla þéssa staði og styðja með því barnadaginn. iskiítaniur \Mm os Bretii. Undirskrift samningsins fór fram í London 19. f. m. Sameinað Al- þingi hafói þremur dögum áður fallist á samninginn einum rómi. Pað var sérstaklega tvennt, sem íslendingar þurftu að semja um við Breta: Útflutningur á fiski og út- flutningur á kjöti til Bretlands. í samningnum er það tekið fram, að eigi skuli lagður annar eða hærri tollur á fisk frá Íslandi en sá 10% verótoiiur, sem gilt hetir undanfarið. Ef Bretar setja hömlurá innflutn- ing fisks, þá undirgengst brezka stjórnin, að fiskmagnið frá íslandi skuli eigi vera undir 354,000 hundred- weights á ári (eitt hundredweight er rúmiega 50 kg.). Svarar fiskmagn þetta til 90% af fiskútfiutningi ís- lendinga til Bretlands, þegar miðað er við meðaital útflutnings á árun- um 1929-1931. Gefin eru loforð um endurgreiðsl- ur toils af þeim fiski frá ísiandi, sem verkaður ér í Englandi og fluttur þaðan aftur. Ákvæðin um kjötútflutninginn eru á þessa leið: 1. Undir engum kringumstæðum skal hér eftir hlutfailsiega vera meira takmarkaður innflutningur tii brezka konungsríkisins á ís- lenzku frystu og kæidu sauða- og lambakjðti, en innflutningur á samskonar sauða- og lamba- kjðti frá nokkru öðru erlendu rfki. 2. Ef svo fer að nokkur breyting verður gerð á núverandi fyrir- komulagi á innflutningi til brezka konungsrikisins á kældu og f rystu sauða- og lambakjöti frá erlend- um rfkjum, þá skal fullt tillit verða tckið til krafa íslands. 3. Kæmi það til, að nokkurt ríki, sem selur á brezkum markaði, afsali sér eða fyrirgeri heimild sinni að meira eða minna leyti til innflutnings á áðurgreindri framleiðslu, þá skal innflutnings- heimild Íslands verða aukin hlut- fallslega ekki minna en nokkurs annars erlends rikis. Eins og ákvæði þessi bera með sér, eru Isiendingum tryggð þau beztu kjör, sem erlendu ríki getur hlotnast hjá Bretum. Að ððru leyti Jarðarför Porsteins M. Jörundssonar í Hrísey fer fram þar laugardaginn 3. júní næstkomandi og byrjar með húskveðju á heimili hans kl. 1. e. m. M.sk. »Hvítingur« fer frá Akureyri kl. 8 að morgni sama dags og flytur fólk sem fara vill til jarðarfararinnar — og til Akureyrar aftur síðdegis. Aðstandendur. er ekki enn fullráðið um kjötmagn það, er við megum flytja til Bret- lands, og verður ekki, fyr en ráð- stefnu þeirri er lokið seint f júnf, þar sem teknar verða ákvarðanir um kjötflutning nýlendnanna til Eng- lands. 1 samningnum áskilja Bretar sér nokkra tolllækkun á fáeinum vðru- tegundum, sem framleiddar eru eða unnar innan brezka konungsrikisins og eru taldar upp 7 vörutegundir, sem nú er 15% verðtollur á, en skal lækkaður niður i 10%. Eru þetta einkum silki- og baðmullar- vörur. Pungatollur á þessum vöru- teg. skal og haldast óbreyttur. Enn- fremur er tilskilið, að gildandi toliar skuli ekki hækkaðir á nokkrum vöru- tegundum, sem taldar eru upp. Pá er ákvæði um það að brezka stjórnin geti hvenær sem er sagt samningnum upp með þriggja mán- aða fyrirvara,' ef á einhverju einu ári koiainnflutningur frá Bretlandi til íslands nemur minna en 77% af öllum kolainnflutningi til landsins á því ári. Jafnframt eru ákvæði um þaó, að kolakaupmenn f Bretlandi fullnægi jafnan kröfum íslendinga um verð og gæði kolanna. Samningurinn gildir í 3 ár frá þeim degi að telja, sem hann ððl- ast gildi. Ef hvorugur aðiija hefir sagt upp samningnum 6 mán. áður en þriggja ára tímabilið er útrunnið, skal hann haidast i gildi 6 mánuði frá þeim degi, er annarhvor aðila segir hon- um upp. ------o----- t Þorsteinn M. Jörundsson fiskimatsmaður í Hrísey, lézt af hjartaslagi hinn 25. f. m. — Gekk heiil að verki við fiskaðgerð og vann þar um 3 tíma. Kenndi hann þá til óhægðar og var studd- ur til hvílu, en andaðist að einni stundu liðinni. Porsteinn Marínó Jðrundssón var fæddur i Hrfsey 20. febrúar 1873 og bjó þar mestalla æfi síðan. Hann var kjörsonur Jðrundar heit. Jónssonar f Hrísey. Móðir hans var Margrét Ouðmundsdóttir. síðari kona Jðrundar, en faðir Porsteins er Kristinn Jónsson fyrv. vegagerð- arstjóri á Akureyri, nú háaldraður maður. Porsteinn gekk f Mððruvallaskóla 1890 og útskrifaðist þaðan 1892 með hárri einkunn, Oiftist nokkrum árum siðar Steinunni Ouðmunds- dóttur, er nú lifir mann sinn ásamt einni dóttur þeirra, Elínbjðrgu, og mörgum fósturbörnum. Porsteinn var hinn mesti dreng- skaparmaður, vinfastur og hjálpfús, fastur i lund og ákveðinn f skoð- unum, hreinlyndur og faislaus. Á- hugamaður var hann um trúmál og hinn strangasti reglumaður i hvívetna — bindindismaður ailaæfi — orðvar og orðvandur. Sambúð konu hans og barna var hin inni- legasta og heimilið ætfð hið farsæl- asta, enda bar Porsteinn og hið hreina og þróttmikla manngildi hans með sér hamingju hvar sem hann fór. Er því mikill harmur kveðinn að heimiii þessu, er mátt- arviðurinn er fallinn með svo skjótri svipan. Porsteinn var hinn mesti afkasta- maður að vinnu og stundaði ung- ur sjóróðra og landvinnu — en varð sfðar bóndi og útgerðarmaður — síðustu ár fiskimatsmaður. Hann var vel efnalega sjálfstæður alla tíð og mikil og styrk stoð sveitarfé- lagsins — og stuðningsmaður góð- ur ailra framfara, en færðist jafnan undan að vera kosinn f nefndir eða hafa forgðngu mála á hendi. Fyrir ekkju hans og dóttur, fóst- urbðrn og alla ættmenn og vini verða viðbrigðin sár og mikil, er nú verður ekki lengur hlaupið f skjólið til Porsteins, en minningin um hann mun þeim ðllum verða helgur dómur um ókomna daga. P. B. ■ ..o ■ " Eiðamót. Árið 1921 stofnuðu kennarar og nemendur alþýðuskólans á Eiðum með sér félagsskap, sem þeir nefndu Eiðasamband. Hefir samband þetta á hverju ári síðan haft mót á Eið- um I byrjun júlimánaðar, A mótum þessum hafa vinir og bekkjarsyst- kin hitzt, ryfjað upp gamlar endur- minningar, rætt ýmis konar mál, er orðið gátu skólanum til heilla og hrundið sumum þeirra i framkvxmd. Mótin bafa verið misjafnlega vel sótt, enda hafa ill veður stundum orðið tii hindrunar. En f sumar mætti Eiðamótið fyrir engan mun verða fámennt, og eru sérstakar á- stæður til þess: Mðrgum á Austurlandi mun kunnugt, að Eiðaskóli á 50 ára starfsafmæli i sumar. Pó stendur sérstaklega á um þetta afmæli. Tvenns konar skólar hafa verið starfræktir á Eiðum þessi 50 ár: fyrst búnaðarskóli um hálfan fjórða tug ára, en síðan alþýðuskóli. Arið 1933 er þvi 1 rauninni ekkert merk- isár búnaðarskólans sérstaklega og ekki heldur alþýðuskólans, sem þar starfar nú. En það er merkisár Eiðaskólans, sem raennta- stofnunar Austurlands, bæði fyrr og sfðar. Hefði þvi verið vel við eigandi, að minnast þessa merkis-

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.