Dagur - 22.06.1933, Blaðsíða 1

Dagur - 22.06.1933, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 irg. Gjalddagi fyrir 1. júll. Gjaldkeri: Árni Jóhanna- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Afgreiðslan er hjé Jáni Þ. Þór, Uppsögn, bundia við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. dea. Norðurgötu 3. Talsími 112. ► • • •-•-• ••• • • •■•■•• • ••• • • • •« XVI. « • • t • •-# • « • • •••••• •••••• • •• • • I. ár. | ■ #--•-# -#-#-# ##-# #-#-#- #-#-# ■ | 25. tbl. Frú Þórunn Sfefánsdóttir frá Hrafnagili. 24. febrúar 1858 — 16. marz 1933 Pú komst í fylling æsku og yndisleika sem árdagssól, þú lýstir, vermdir allt, þín bros og hlýja vernd bjó hinum veika, und vængjum þínum engum reyr.dist kalt. Piit hús stóð ætíð opið hverjum manni, og enginn hryggur fór úr þínum ranni. Pú skildir jafnan skugga mannlegs hjarta, og sktna Ijós þú fannst { hverri sál, af manndóm sðnnum léztu Ijós þau skarta, og Iðngum sérhvern skugga reynast tál. Og sjálf úr eldskírn allra þyngstu rauna þú ávalt komst með pálma sigurlauna. Hvert starf þér lék t hendi og stórvirk varstu, og starf hvert vott um smekkvfsina bar. Og trú á land og lýð í brjósti barstu, en blessun guðs þér hærri ðllu var. Pú fremst varst allra, fyrirmyndin sanna, í fórnarlund og ást til guðs og manna. Og eg er ein — já, ein af hinum smáu — sem elsku bæði og fræðslu þinnar naut, og faeri þakkir þér að leiði lágu, sem líða hljóðar fram um sálar braut. Þín leiðsðgn var mér gegnum brim og boða mitt bjarta Ijós, svo forðast gat eg voða. Nú hverfur þú sem glóey, glæst, f hafið, sem geislum hinstu iaugar fjallalind. í elsku þinni allt er hérað vafið, og ótal hjörtu geyma þína mynd, sem greypt er djúpt — því dýrðarljóma stafar á dáðríkt líf - hvert fótspor þitt til grafar! Kveðja frd vinkonu. Áriö 1933, fimmtudaginn 15. júní, kl. 2 e. h. var aðalfundur Sambands íslenzkra samvinnufé- laga settur í samkomuhúsinu Skjaldborg á Akureyri af for- manni Sambandsins, Ingólfi Bjarnarsyni alþingism. í Fjósa- tungu. Formaður bauð fundar- menn velkomna og gat, þess, að Sigurður Kristinsson forstjóri gæti ekki, sökum veikinda, mætt á fundinum, fyrr en síðar, og ennfremur vantaði marga full- trúa, sem ókomnir væru til bæj- arins. Mættir voru á fundinum allir stjórnarnefndarmenn S. í. S., þeir: Ingólfur Bjarnarson, alþm. í Fjósatungu. Sigurður Bjarklind, kaupfé- lagsstjóri á Húsavík. Þorsteinn Jónsson, kaupfélags- stjóri á Reyðarfirði. Sigfús Jónsson, kaupfélags- stjóri á Sauðárkróki. Einar Árnason, alþm. á Eyrar- landi. Formaður stakk upp á þrem mönnum í kjörbréfanefnd og hlutu kosningu: Vilhjálmur Þór, Akureyri. Björn Ilallsson, Rangá. Sigurður Jónsson, Arnarvatni. Var þá gefið hálftíma fundar- hlé. Að því loknu gerði Vilhjálm- ur Þór grein fyrir störfum nefnd- arinnar. Lagði nefndin til, að all- ir mættir fulltrúar, 36 að tölu, fengju rétt til að sitja fundinn sem gildir fulltrúar, þrátt fyrir það þó eigi hefði verið hægt að koma á fundum í sumum deildum af óviðráðanlegum orsökum og þó þess hefði ennfremur eigi ver- ið gætt í sambandsdeildunum, að þeir menn, sem eru í tveim eða fleiri félögum, eiga að tiltaka, hvaða félög þeir vilja láta fara með umboð sín á fundum S. í. S. Tillaga nefndarinnar var sam- þykkt með öllum atkv., og eru þá þessir fulltrúar mættir sem löglegir fundarmenn: 1. Frá Kf. Stykkishólms: Sig- urður Steinþórsson, kaupfé- lagsstj., Stykkishólmi og Jön Steingrímsson, sýslumaður, Stykkishólmi. 2. Frá Kf. Hvammsfjarðar: Bj arni Jensson, Ásgarði. 3. Frá Kf. Saurbæinga: Guð- mundur Theodors, StórKolti. 4. Frá Kf. Króksfjarðar: Jón ólafsson, Króksfjarðarnesi. 5. Frá Kf. Steingrímsfjaröar: Jónatan Benediktss., Hólma- vík. 6. Frá Kf. Hrútfirðinga: Krist- mundur Jónsson, Borðeyri. 7. Frá Kf. Vestui’-Húnvetninga: Hannes Jónsson, Hvamms- tanga. 8. Frá Sláturfélagi Austui’- Húnvetn.: Runólfur Björns- son, Kornsá. 9. Frá Vf. Vindhælinga: ólaf- ur Björnsson, Árbakka. ‘10. Frá Kf. Húnvetninga: Bjarni Jónasson, Blöndudalshólum. 11. Frá Kf. Skagfirðinga: Sig- urður Þórðarson, Nautabúi og Pétur Sighvats, Sauðár- króki. 12. Frá Slf. Skagfirðinga: Sig- urður Björnsson, Veðramóti. 13. Frá Kf. Fellshrepps: Tómas Jónasson, Hofsós. 14. Frá Kf. Fljótamanna: Her- mann Jónsson, Haganesvík. 15. Frá Kf. Siglfirðinga: Vil- hjálmur Hjartarson, Sigluf. 16. Frá Kf. Eyfirðinga: Vil- hjálmur Þór, Akureyri. Þór- arinn Eldjárn, Tjörn, Hólm- geir Þorsteinsson, Hrafna- gili, Ingimar Eydal, Akur- eyri, Stefán Stefánss., Varð- gjá, Einar Árnason, Eyrar- landi, Bernharð Stefánsson, Akureyri, Bergsteinn Kol- beinsson, Kaupangi. 17. Frá Kf. Svalbarðseyrar: Sig- urður Sigurðsson, Halldórs- stöðum. 18. Frá Kf. Suður-Þingeyinga: Sigurður Jónsson, Arnar- vatni, Sig'urður Bjarklind, Húsavík, Karl Kristjánsson, Eyvík. 19. Frá Kf. Norður-Þingeyinga: Þórhallur Björnsson, Kópa- skeri. 20. Frá Kf. Langnesinga: Karl Hjálmarsson, Þórshöfn. 21. Frá.Kf. Vopnfirðinga: ólaf- ur Methúsalemsson, Vopna- firði. 22. Frá Kf. Héraðsbúa: Björn Hallsson, Rangá, Erlingur Þ. Sveinsson, Víðivöllum. Ennfremur mættur framkv.stj. Jón Árnason. í sambandi við samþykkt full- trúatölu var eftir tillögu kjör- bréfanefndar samþ. í einu hljóði svofelld yfirlýsing: »Fundurinn ákveður, að fram- vegis skuli sambandsdeildir, sem eigi leggja fram með kjörbréfi skrá um þá félagsmenn, sem veita félaginu rétt til fultrúakjörs, eigi öðlast rétt til nema eins fulltrúa- sætis á aðalfundi S. I. S. Jafnframt endurtekur fundur- inn þá ályktun aðalfundar S. f. S. 1931, að stjórn S. í. S. láti prenta eyðublöð fyrir kjörbréf og gendi hverri sambandsdeild«. Iiosning fundarstjóra: iSigurður Bjarklind kaupfélags- stjóri, Húsavík, kosinn fundar- stjóri í einu hljóði. Kosning fundarritara: Fundarstjóri kvaddi til fund- arritara þá Hólmgeir Þorsteins- son og Karl Kristjánsson, ásamt Sveini Jónssyni starfsmanni K. E. A., er ráðinn var til að færa til bókar. Var þá gengið til dagskrár þannig: I. Nefnd-akosningar: A. Reikninganefnd: Kosningu hlutu: Sigurður Jónsson, Arnar- vatni með 24 atkv., Björn Halls- son, Rangá með 24 atkv. Vilhj. Þór með 22 atkv., Sigurður Stein- þórsson með 16 atkv., Jón ólafs- son með 15 atkv. Hannes Jónsson með 15 atkv., Jakob Líndal, með bundinni kosinngu milli hans og ólafs Methúsalemssonar, með 22 atkv. B. Ferðakostnaðarnefnd: Jón ólafsson, ólafur Methúsal- emsson og Stefán Stefánsson. II. Slcýrsla formanns: Formaður stjórnar S. í. S., Ingólfur Bjarnarson, gerði grein fyrir helztu framkvæmdum, er stjórnin hefði haft með höndum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.