Dagur - 03.08.1933, Page 3

Dagur - 03.08.1933, Page 3
30. tbl. DAGUR 125 mun einstakt í sinni röð á hinum síðari timum. Pá er >Ferð Jóns blinda yfir Öxnadalsheiði« einkar læsileg saga. Alls eru sðgurnar í þessu befti 20 talsins ðg auk þess ein gömul þula. Nýjar Kvöldvökur, 4-6 hefti þ. á., eru og komnar út. Pær hefj- ast á sögu eftir Davið Stefánsson, og nefnist hún >Vargurt. Næst er þýðing eftir Jakob Ó. Pétursson: »Pegar syringarnir blómgast*. Pá kemur niðuriag sögunnar: >Og hann sveif yfir sæ*. Pá framhald Fnjósk- dælasögu S gurðar Bjarnasonar; þá »mo1din ilmar<, kvæði eftir Helga Valtýsson; þá ritdómar eftir B. K.; þá framhald af sögu >Ugluspegils< og loks >Munaðarlausa stúlkan<, þjóðsaga, færð i letur af Baldvin Jónatanssyni, Ndttúrufrœðingurinn, 5.-6, örk 1933. Efnisyfirlitið er að þessu sinni sem hér segir: Útverðir fsiands, eftir Dr. Bjarna Sæmundsson. ÁStra líusvertingjar, eftir Árna Friðriksson. Selur hlýöir messu, eftir Pil Bjarna- son. Nokkur orö um grágæsir og hels- ingja, eftir Magnús Björnsson. Vatna búar, eftir Pórodd Guðmundsson. Nokkur oið um skeljalögin I Fossvogi, eftír Jóhannes Áskelsson. Gróöur- rannsókn íslands, eftir steindór Stein- dórsson. Viöaukar við rilskrá G. G. Bárðarsonar. Rit um islenzka náttúrufræöi. Samtíningur. Ýmsar myndir eru í rit- inu. —, Samvinnan, í. h. 1933. Efni ritsins er á þessa leið: Robert Owen, eftir Guðlaug Rósinkrans (2 myndir). Njf viðfangsefni, eftir Jónas Jónsson. Alþjóðasamband samvinnumanna, eftir Pórarin Pór- arinsson. Kennslubú, eftir Jónas Jónsson (mynd). Samvinna og kommúnismi, eftir Jónas Jónsson. Byggingar, eftir Jónas Jónsson (6 myndir) Forstöðumenn sam- vinnufélaganna (5 myndir). Fréttir. q ^ Þorsteinn Þorsteinsson. Þetta ei*u nú ekki eftirmæli eftir Þorstein, heldur eiga þessar fáu línur að vekja athygli á hon- um í sambandi við það starf, er hann nú er að vinna fyrir Akur- eyrarbæ. Laugarleiðsluna ofan frá Glerárgili niður að sundþró bæjarins. Þegar byrjað var að grafa við uppsprettur hennar haustið 1931, var Þorsteinn þar verkstjóri eins og hann er nú við að leggja leiðsluna. Það kom fljótt í ljós, þegar farið var að róta við lindunum, sem margar sýndust litlar, að vatnið jókst. En því meir sem vatnið jókst við að grafa og sprengja frá vatnsæð- unum, óx þó ákafi Þorsteins enn meir, að ná ennþá meira vatni. Við athugun á legu bergsprungn- anna þóttist Þorsteinn geta ráðið að innar í berginu mundi vera hægt að sameina smærri æðarnar, og hann framkvæmdi það, með því að rífa og sprengja bergið í burt. Og von hans rættist, því að vatnið varð bæði meira og heit- ara. f aðalæðinni hitnaði það t. d. úr 49° í 53° C., og í smærri æð- unum hitnaði það þó enn þá meira tiltölulega, vegna þess hve lítið þær voru heitar áður. Áður en byrjað var að grafa í gilinu, var samanlagt vatnsmagn allra æðanna eigi meira en rúml. 1 /2 lítri á sek., þegar Þorsteinn hætti að vinna þar, var það 3,6 lítrar á sek, eða hafði aukizt um meira en helming. Þessi góði árangur varð til þess, að nú efaðist eng- inn lengur um það, að laugarnar gætu fullkomlega hitað sundþró bæjarins bæði vetur og sumar. Nú í sumar er verið að leíða þetta heita vatn frá Glerárgil'nu niður að bænum. Höskuldur Bald- vinsson, verkfræðingur, tók að sér í akkorðsvinnu efsta hluta leiðslunnar, sem lögð er yfir Glerána og niður gilbarminn að norðan. En aðalhluta leiðslunnar, eða sem næst 2700 m., tóku ýms félög og áhugamenn að sér að vinna með frjálsum fjár- eða vinnugjöfum. Þorsteinn Þor- steinsson var þá aftur ráðinn verkstjóri. Það eru nú sem næst 2 mánuðir síðan byrjað var á verkinu, enda er því nú svo vel á veg komið, að um aðra helgi mætti vona að lagning pípanna verði lokið og heita vatnið þar með leitt alla leið að sundþró bæj- arins, en þó því aðeins að góð þátttaka verði í vinnunni það sem eftir er af þessari viku og þá næstu. Það er mikið verk, seni þegar hefir verið unnið, við að búa undir leiðsluna — fleiri hundruð dagsverlí. Það er leikur einn að vera verkstjóri með flokk manna, sem stöðugt gengur að sama verkinu. Hitt er erfiðara að eiga að framkvæma erfitt verk með vinnu, sem unnin er af stöð- ugt nýjum mönnum og það oft stund og stund á kvöldin. En við þau skilyrði hefir Þorsteinn framkvæmt þetta verk, og þó af hirini mestu vandvirkni. Aðeins einn maður hefir alla dagana unnið með honum. Verk það, sem Þorsteinn hefir tekið að sér að framkvæma, er óefað eitt hið þarfasta, sem unnið hefir verið fyrir þenna bæ. Það mun efla íþróttalíf bæjarbúa, eigi aðeins hvað sundkunnáttu snertir, held- ur einnig aðrar íþróttir í sam- bandi við hana. Og líkur eru til þess að það muni síðar verða til þess að bjarga einhverjum mönn- um frá drukknun. Eflaust verður Þorsteini þakkað vel unnið starf, þegar hann hefir lokið verki sínu. En það, sem ég vildi með línum þessum, er að benda bæjarbúum á það, að bezt verður honum þakkað hans góða starf og fórn- fýsi fyrir verk þetta með því að styðja hann drengilega við fram- kvæmd þess. Þorstein vantar aldrei á vinnustaðinn. Hann er þar fyrstur á morgnana, og hann er þar á hverju kvöldi kl. 8, hafi hann von um hjálp eins einasta manns, þótt ekki sé nema einnar ldukkustundar tíma, — Akureyringar! Sýnið það í verkinu, að þið kunnið að meta fórnfýsi þessa manns með því að koma upp eftir og vinna við leiðsluna eina kvöldstund eða sunnudag, og þeir sem eru betur efnum búnir með því að láta vinna dagsverk fyrir sig eða gefa peninga til verksins. K. -----o-- Lög um Kreppulánasjóð. 1. gr. Á tímabilinu frá 1. júlí 1933 til 31. des. 1942 leggur ríkissjóður fram allt að 2,5 milj. kr. til sér- stakrar lánsstofnunar, er nefnist Kreppvlánasjóður. Skulu árlegar vaxtagreiðslur Búnaðarbanka is- lands, þar með taldar vaxta- greiðslur Ræktunarsjóðs og veð- deildar bankans, ganga upp í of- annefnt framlag ríkissjóðs, sem er vaxtalaust stofnfé Kreppulána- sjóðs. 2. gr. Til viöbótar ofangreindu stofn- fé skal útvega Kreppulánasjóði starfsfé með útgáfu handhafa- skuldabréfa. Skulu þau gefin út af stjórn sjóðsins, og má fjárhæð þeirra nema allt að 9 milj. kr. Trygging fyrir skuldabréfunum skal vera: 1. Stofnfé sjóðsins. 2. Skuldabréf þau, er sjóðurinn fær frá lántakendum. 3. Ábyrgð ríkissjóðs. Vextir af bréfunum skulu vera 4,5% á ári. Þau skulu gefin út í einum flokki, og skal innleysa eigi minna en V« hluta þeirra á ári hverju, í fyrsta sinn 1935. Fjármálaráðherra gefur fyrir- mæli um sjóðinn, og skal þar nán- ar kveðið á um gerð bréfanna, fjárhæð þeirra, greiðslu vaxta, innlausn þeirra og annað, er þurfa þykir. Færi svo, að reiðufé Kreppu- lánasjóðs reyndist eigi nægjan- legt til að greiða skuldbindingar hans, skal ríkissjóður leggja fram það, sem á vantar, og skulu þá þau framlög síðar endurgreiðast af eignum sjóösins, ef þær hrökkva til. 3. gr. Skuldabréf Kreppulánasj óðs skulu með nafnverði vera gildur gjaldeyrir til greiðslu á skuldum eldri en frá 1. jan. 1933, að svo miklu leyti sem þær eru ekki tryggðar með fasteignaveði eða handveði, svo sem nánar er fyrir mælt í lögum þessum. Sama gild- ir um greiðslu á víxlum, sem gefnir hafa verið út eftir 1. jan. 1933, ef skuldin upphaflega hefir verið stofnuð fyrir þann tíma. 4. gr. Fé sjóðsins skal varið til ián- veitinga handa bændum og öðr- um, er reka landbúnað sem aðal- atvinnuveg, með þeim nánari skilyrðum, er í lögum þessum greinir. Ennfremur er heimilt að lána fé úr sjóðnum ábúendum smábýla við kaupstaði og lcaup- tún, enda sé um stærð býlis full- Myndastofan Gránufélagsgötu 21 er opin alla daga frá kl. 10 — 6. Guðr. Funch-Rasmussen. nægt ákvæðum 57. gr. laga nr. 31. 1929. Lán og greiðslur úr sjóðnum fara fram sumpart í reiðufé, sumpart í skuldabréfum Kreppu- lánasjóðs, eftir nánari ákvöröun stjórnar sjóðsins. 5. gr. Skilyrði fyrir lánveitingum úr sjóðnum eru þessi: 1. Að umsækjandi reki land- búnað sem aðalatvinnuveg. 2. Að hann hafi þann bústofn, sem að áliti sjóðstjórnarinnar er nægilegur til framfærslu fjöl- skyidu hans samhliða öðrum tekjuvonum. 3. Að skuldir hans í hlutfalli við eignir séu svo miklar, að sjóð- stjórnin telji honum ókleift að standa við skuldbindingar sínar eða reka bú sitt á heilbrigðum grundvelli. Við mat á því skal tekið sérstakt tillit til, hvort eign- irnar eru arðberandi eða óarðber- andi (t. d. hús á jörðu). 4. Að umsækjandi að dómi sj óðstj órnarinnar sé vel hæfur til að reka landbúnað. 5. Að hann geti sett þá trygg- ingu fyrir láninu, er sjóðstjórn- in tekur gilda, enda séu lán þessi ásamt skuldum þeim, sem samið er um samkvæmt 12. gr., for- gangsskuldir næst á eftir þeim forgangskröfum, sem nú eru f lögum. 6. Að hann geti að dómi sjóð- stjórnarinnar staðið undir árleg- um greiðslum af lánum sínum, er hann hefir fengið stuðning sam- kvæmt lögum þessum, samhliða heilbrigðum búrekstri. 6. gr. Til aðstoðar sjóðstjórninni um að afla gagna til ákvarðana um lánveitingar skal skipa þriggja manna nefnd i hverri sýslu. Skal einn skipaður af sjóðstjórninni, annar af hlutaðeigandi sýslu- nefnd, en atvinnumálaráðherra skipar formann nefndarinnar. Sýslunefnd ákveður, hver skuli vera þóknun til nefndarmanna fyrir störf þeirra. Skal greiða til hvers 5 kr. á dag upp í dagkaup og ferðakostnað úr Kreppulána- sjóði, en sýslusjóður skal greiða þann kostnað, er verður fram yf- ir það. 7. gr. Umsóknir um lán úr Kreppu- lánasjóði, stílaðar til sjóðstjórn- arinnar, skulu sendar hlutaðeig- andi héraðsnefnd, sem afgreiðir þær þegar til sjóðstjórnarinnar með rökstuddri umsögn um, hvort hún telji, að umsækjendur geti komið til greina um lánveiting. Ennfremur skal héraðsnefnd út- vega og senda sjóðstjórninni eft- irfarandi gögn svo fljótt sem verða má: (Framh.).

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.