Dagur - 12.10.1933, Blaðsíða 2

Dagur - 12.10.1933, Blaðsíða 2
164 DAGUE 41. tbl. S JMyjar posfulins- 3 jg leir- og glervörur •§ komu nú með Dettifossi. — Postulíns-kaffistell ®Jfi| með íslenzkum landslagsmyndum. — Komið og fSg lítið á úrvalið. — Aldrei hefir það verið meira Jgj m&m eða fallegra. Kaupfélag Eyfirðinga. Járn- og glervörudeildin. amumuiMHnatBa JÖRÐ. Myndastofan Oránufélagsgötu 21 er opin aila daga frá ki. 10—6. Guðr. Funch-Rasmussen. ómðgulegt er að mæia á móti. — Það sjá ailir, að það eru engar smá- ræðisupphæðir, sem fara frambjá rikissjóði með þvi sieifariagi, sem rikir um toligæzlu og lðggæzlu — og menn verða líka að verða þess minnugir, að jafnvel þó mest sé smygiað af áfengi og það smygl geri þjóðinni mestan bæði beinan og óbeinan skaða, þá er hér um miklu fleira að ræða, og hefir áður verið bent á t. d. tóbakið. Fram úr þessu verða stjórnarvöld- in að ráða, oy pað talailausl, áður en meiri vandræði hljótast af. — Og ráðið er einfalt* flukið eltirlit ð vegum og fullkomið vald löggæzlumanna til að rannsaka öll farartæki - og fullkomið tolleftirlit meðfram öllum ströndum landsins. Fr. Asmundsson Brekkan. Sjálfskaparvíti. Hryllilegt er að hugsa til þess, að enn þann dag í dag skuli sulla- veikir sjúklingar þjást og deyja bæði á sjúkrahúsum og f heimahús- um á íslandi. Petta er að kenna óíyrirgeíanlegrí vanrækslu á hirðingu hunda. Hundaeig- endur, baðið og hreinsið hundana regluiega! Látið engan einasta tlækingshund sleppa. Hreinsið og baðið hundana tvisvar á ári. Látið aðeins mjðg trúverðuga menn framkvæma verkið og gleymið ekki hve mikið veltur á þvl að vel sé sótlhreinsað, saurinn brenndur og sér- stakt skýli notað til hundahreinsun- arinnar. Par að auki á að baða alla hunda mánaðarlega hreinlætisbaði (creolínbaði) og siðast, en ekki sízt, gæta þeirra vandlega i sláturtíð, áminna alla, konur sem karia, að fara var- lega með sulli og mein, b'renna þcð á báli og loka bundana úti frá öll- um hráa. Upprætið þjóðarsmán, sullaveik- ina. Hefjist handa nú pegar. Læknir. RÚN 593310178 - SkkV. Listi í □ og hjá S:, M/. Dánardægur. Á föstudaginn var andað- ist að heimili sínu hér i bæ, Dóm- hildur Ármannsdóttir, Tómassonar öku- manns, eftir örstutta Iegu í lungnabólgu. Hún var aðelns 16 ám að tidri. (Framb.). Pað kennir svo margra grasa í lesmáli s-JARÐAR«, að sá rrætti kallast andlegur þorskur, sem ekki fyndi þar sitthvað girniiegt tii fróð- leiks. Ekki skrifa eg um >Jðrð< af þvl að mér hafi þótt gaman að ðllu eða sé ritstjóranum I öllu samdóma, — en mér þykir afar vænt um hans sprettharða góða vilja og vakandi áhuga á að umbæta vorn syndum- glaða og sorgumhlaðna heim. Hann er sihugsandi, jafnt um hið líkamlega sem hið andlega upp- eldi lýðsins. Honum er jafn um- hugað um hollustu þess, sem sé f magann látiðj og þad, er sálunni skal ætlað. í hinni siframhaldandi, löngu hug- vekju frá fyrri heftum: Útsýn krist- ins nútfmamanns yfir samtfð sfna, tekur hann nú til athugunar Fram- tíð K'rkjunnar og Nútímamenning- una. Par næst ritar hann ail skorin- orða grein, um fræðslukerfi vort, og vill bylta þar mörgu um, svo til batnaðar horfi; f öllu falli svo, að ekki komi heim um íslenzku skólana það, sem Bernard Shaw segir um ensku skólana (sjá bls. 114), >að þeir framleiði fólk, sem sé algjörlega óhæft til að öðlast þekkingu, siðferðislega spillt og andlegir daufingjar; en það kómi til af þvf, að skólavistin sé fang- elsisvist, og foreldrarnir kjósi hana þó heldur, en að láta krakkagreyin vera á götunni.c Pá eru margar smærri greinar og nægir að nefna nokkrar til að sýna, hve margt prestur lætur sér annt um, eins og t. d. Trúin á verðleika Krists; Skip- un máltfða í sveit; Synd og náð; Óhollusta hvlts hveitis; Stjórnmála- menn; Kunna lærisveinar Krists að deyja; Skipun máltiða f kaupstað; Hrækt á Kristsmynd; Tóbak, kaffi, vfn og dans. Svo eg taki munn og maga til athugunar fyrst (og geymi sálina þangað tii seinna), tel eg það Iofs- vert af presti, að brýna sem mest fyrir fólki hollustu grænmetis óg garðaávaxta, og eg fyrir mitt ieyti væri vel til með að lifa um tíma éftir matarseðfi hans; en til lengdsr þó varla, án þess að fara að langa í fleira eða blóta á laun. Og eg vil minna prest á ritningarorðin ~ >verið ekki hugsjúkir út af þvl, sem þér etið og drekkið* íokkarQósen- landi, þar sem smjðrið drýpur af stráunum og borðin svigna í hverju koti, undan ágætustu réttum, er svo mikið af fjörefnisrikri fæðu, að lftil hætta er búin heilsunni, i venjll- legu árferöi. Annað mál er, ef hall- æri steðjar að, en þá duga engar hugvekjur, heldur aðeins hallæris- kreppulán og nóg af gjafakorni og kjðti og fiski á borðin. Pessvegna munu fáir fást, nú sem stendur, tii þess að borða t. d. lýsisbræðing daglega. Eg man eftir hvað mér þótti það andstyggilegt óraeti, þeg- ar eg var krakki, og var mér þó sagt, að eg yrði s t e r k u r, ef eg æti bræðinginn! En víst mun bræð- ingur vera hreint lostæti í kuldurn og feitmetisskorti, engu siður en stígvélaáburðurinn, sem Nansen seg- ir frá, að þeir félagar hafi gætt sér á, uppi á Orænlandsjöklum, þegar annað feitmeti var uppetið. Um bollustu hráætis og ýmsar nýungar fjörefnafræðinnar eru lærðir menn ekki enn á eitt sáttir. Er því varla tfraabært enn, að slá nokkru föstu þar um, en þeir sem vilja hafa sig til þess, geta prófað sitt af hverju á sjálfum sér, þó þeir eigi á hættu, að ef til vill hlaupi á þá. Pað eru margar mikilvægar til- raunir 1 gangi viða erlendis til að finna hvað sé hollast mataræði bæði handa mönnum.og skepnum og er þá prófað vandlega innihald mat- væla af fjðrefnum, og hvernig tak- ast megi að einangra þau og geyma sem lengst. Margt bendir til, að bráðlega megi takast að handsama 8V0 rækiiega hin sérstöku vitamín, sem Hkaminn þarfnast, að auðgjört verði, að blanda þeim f hvaða mat sem er. Tilraunir af þessu tagi hefir t. d. hinn frægi landi vor, dr. Sfcúli Gllðjónsson Í Kaupmannahöfn með hðndum. Verður fróðlegt að heyra um niðurstðður hans. Pað er trú- legt, að áður en langt um llður, verði á matborði hverrar fjðlskyldu talið eins nauðsynlegt að þar standi 2—3 glös með fjörefnadufti eða safa til að láta út á matinn eins og nú er talið sjálfsagt að hafa salt { grautinn. Oott væri ef nú takast mætti, að gefa sálinni jafnframt inn fyrsta flokks andlegt fóður og það heizt fjörvi þrungið ódáinsfæði. Pað er nú einmitt þetta, sem sfra Bjðrn beldur að takast megi og segir hann, að kirkjan hafi nóg af sliku og hann trúir þvf, að hún eigi bráðum að verða sönn lifstofn- un mannkynsins. En alit er þetta kom- ið undir prestunum, segir hann, að þeir hafi sig meira frammi en áðun Ástandið er hörmulegt, eins og er, björðin tvlstruð, kirkjurnar hálftómar eða galtómar, guðsorð svo að segja útlægt á heimiium. Kirkjan hefir ekki þekkt sína kðllun, ekki fylgzt með tímanum, verið dauf og afskiftalftil af framförum hins nýja tfma, þess- um óðfluga framfðrum, sem bafa svo að segja tðfrað fram ótal hnoss og gæði, guðdómleg gæði, ef rétt eru hagnýtt, en sem sýnast ætla að verða oss hefndargjðf og hreint og beint til glötunar af því heimur vor er ekki nógu þroskað- ur, þi e. ekki nógu kristinn til að kunna með þau að fara. Flugurnar og fiðrildin fljúga beint í birtuna og ylinn og brenna sig f loganum. Eins fer mönnunum og mannanna dætrum. Sfra Björn er þó trúaður á, að takast megi að smala björðinni á ný, koma henni inn f kirkjurnar og innræta henni svipaðan rétttrún- að og áður, m. ö. o. svo nefndan lifandi kristindóm, með góðri kírkju- sókn, húslestrum og bænasamkom- um, með trú á endurlausn og sálu- hjálp. Hann leggur mikla áherzlu á Jesútrúna, likt og flestir trúboðar gjöra og það svo að manni finnst Jesú véra orðinn aöalguöinn, en föð- urins gæta miklu minna. Vera kynni að eghafi í þessurn efnum misskil- ið sira Bjðrn og bið eg hann þá innilega afsökunar. Eg fyrir mitt leyti er vantrúaður á, að takast megi að fá hvlta menn, sem þegar eru fallnir frá gömlum rétttrúnaði, til að taka aftur inn og melta sér til uppbyggingar hinar gömlu kreddukenningar (um frjáls- an vilja, syndafall, syndaflóð, jóm- frúfæðingu, sonarfórn, endurlausn o. fl.). Enda virðist reynslan sýna, að afarilla gangi að kristna hinn svonefnda kristna heim. Pað frétt- ist stundum um vakningu hér og hvar á litlum svæðum, en það er aðeins um stundarsakir sem Ijósið Iogar og hitinn helzt. Hins vegar virðist mðrgum trúboðum ganga furðu vel að kristna (a. m. k. f orði kveðnu) ýmsar blðkkuþjóðir. Eg átti I sumar tal við enskan háttsettan foringja úr Hjálpræðis- hernum. Hann var nýkominn úr eftirlitsferð sunnan úr Afrfku og lét mjög vel yfir, hve vel gengi að snúa svertingjum til réttrar trúar. Eg fékk þó það hugboð af frásðgn hans, að það væri allra mest við- höfn guðsþjónustunnar og söngs- ins og laglegir hvitir menn f snotr- um einkennisbúningum og svo her- mennskutilhögunin og skrúðgöng- urnar með básúnublæstri og bumbu- slætti, sem hrifi hin barnslegu bjðrtu, engu siður en Síðu Hall í tjaldinu Pangbrands á Pváttá. Eg stakk upp á þvf f spaugi, hvort ekki væri trú- legast, að Afríka yrði bráðum al- kristin, meðan Evrópa hinsvegar af- kristnaðist, svo að segja aigjðrlega. Hann brosti við, hálfvandræðalega og mælti ekki um, því honum fannst víst þetta vera hvatvíslega talað, eða eins og frá sjónarmiði illa kristins veraldarmanns, eða hreint og beint >Útsýn beiðins manns yfir samtið sína*. Og sam- talið slitnaði, þvi að dögurðarklukk- an hringdi hvellt og kallaði okkur til snæðings niður f matsalinn á Dettifossi, en þar snerist hugur okkar allur að veraldarinnar gæðum og vandanum þeiro, að velja rétti- léga miili hinna mörgu krása, er á borð voru bornar. Hér er vist ástæða til að hinkra við eitt augnablik og spyrja: Hvort ber að telja undirritaðan — og svona upp og niður fólk flest, sera trúir nú orðið Htið gðmlu kreddunum og sækir lítið eða ekki kirkju — til heiðingja? Sumir presta mundu segja já, en sfra Björn held eg þó ékki og alls efcki faðir hans, Oddur, eins og bráðum skal sýnt verða.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.