Dagur - 16.11.1933, Blaðsíða 3
46. tbl.
DAGUE
187
yfir 8uðurheimskautið og þvert yfir heim-
skautsiandið. Ætlar svo foringi annars
leiðangursins, meðan á fluginu stendur,
að skýra frá ferðinni í útvarpið og lýsa
því jafnharðan, sem fyrir augun ber. Síðan
verður ferðasögunni endurvarprð út um
víða veröld.
SkípaSkUfð hafa Rússar gert tnilli Hvíta-
hafsins og Finnska flóans. Er hann 238
km. langar og unnu 130 menn við hann
í 19 mánuði. Allir þeir, erunnu að skurð-
greftinum, voru íangar. Skurðurinn er
þrisvar sinnum lengri en Panamaskurður-
inn og talinn eitt stærsta mannvirki í
heimi. Mannvirki þetta sparar skipum að
krækja fyrir Noreg, ert það er 8 daga ferð.
Brezka stjórnin hefir ákvarðað að tak-
marka innflutnlng á dönsku svínakjötí um
16%. Tjónið, sem danskir bændur bíða
árlega af þessari ráðstöfun, nemur um 50
milj. kr.
Látinn er að Ási í Fellum Brynjólfur
Bergsson bóndi þar, merkur maður, hnig-
inn að aldri. Hann var bróðir Jóns sál.
Bergssonar á Egilsstöðum.
Torli Hjaitarson lögfræðingur kom hing-
að með íslandi fyrra sunnudag. Hefir hann
verið ráðinn fulltrúi bæjarfógeta.
LðtÍn er hér á sjúkrahúsinu ungfrú Inga
Líndal frá Svalbarði eftir langvarandi legu
í berklum. Var hún rúmlega tvítug að
aldri, mesta efnis- og myndarstúlka.
Bannið i Bandaríkjunum verður form-
lega afnumið 5. des. næstk. Hafa 37 ríki
samþykkt afnám þess og hinn lögskipaði
meiri hluti þar með fenginn.
filpingl. Til efri deildar voru kjörnir að
þessu sinni: Einar Arnason, Ingvar Pálma-
son, Páll Hermannsson, Björn Kristjánsson,
Péfur Magnússon, Magnús Jónsson, Bjarni
Snæbjörnsson og Eiríkur Einarsson.
i stjórnarskrárnefnd í efri deild voru
kosnir: Björn Kristjánsson, Ingvar Pálma-
son, Jón Þorláksson, Pétur Magnússon og
Jón Baldvinsson.
Samkv. frv. um samkomudag Alþ. 1934
á þingið að konia saman 1. október.
Magnús Jónsson vill fá þingið til að af-
nema lög um lakmörkun eða bann á inn-
flutningi á óþörfum varningi.
Neðri deild afgreiddi í einu hljóði
stjórnarskrármálið til efri deildar í fyrradag
□ Rún 59331l217»/2 = Frl.%
Konungurinn í Afghanistan var myrtur í
síðnstu viku.
fitliygli útgerðarmanna skal vakin á aug-
lýsingu bér í blaðinu frá milliþinganefnd
í sjávarútvegsmálum og jafnframt brýnd
fyrir þeim nauðsyn þess, að þeir fylli
greinilega og samvizkusamlega út þau
eyðublöð, sem þeir hafa fengið frá nefnd-
inni.
Vantraustsylirlýsing á dómsmálaráðherra
Magnús Ouðmundsson er fram komin í
neðri deild Alþingis Flutningsmenn eru
þingfulltrúar Alþýðuflokksins.
Fj&rbagsáætlun bæjarins fyrir árið 1934
var til fyrri umræðu á bæjarstjórnarfundi
f fyrradag. Samkv. frumvarpinu eru niður-
stöðutölur tekju- og gjaldamegin 469,681
kr, og niðurjöfnun eftir efnum og ástæðum
259,281 kr. Er það um 26 þús. kr. hærra
en i fyrra.
0
nefnist nýiitkomin »!esbók fyrir
byrjendur*, sem koma á f stað
þeirra byrjendabóka i lestri, er
nefndar hafa verið stafrófskver. Út-
gefendur og semjendur eru Helgi
Elíasson fræðstumálastjóri og ísak
Jónsson kennari. Er bók þessi með
öðrum hætti en venja hefir verið til,
þvi ætlast er til, að þeir, sem hana
nota, beiti hljóðaðferð við kennsl-
una, en láti börnin ekki læra að
»stafa« eins og tfðkast hefir. Er
það staðreynd, að hljóðaðferðin er
fljótvirkari en stðfunaraðferðin og
skemmtitegri fyrir börn'm. En sér-
staka æfingu og Ieikni frá kennar-
ans hálfu þarf til þess að nota þessa
nýju lestrarkennsiu-aðferð, svo að
vel fari. En þó eru allar Ifkur til að
hún ryðji sér æ meir til rúms vegna
ýmsra yfirburða sinna, borið saman
við eldri aðferðina.
í bókínni er fjðldi af myndum, er
Tryggvi Magnússon hefir teiknað.
o
Mnaðarritið 1933.
Þessi nýútkomni árgangur Búnaðar-
ritsins er 480 blaðsíður að stærð og
því langsamlega umfangsmestur af öll-
um hinum 47 útkomnu árgöngum rits-
íns. Efni Hans er á þessa leið:
»Um búreikninga* heitir 80 blaðsíða
ritgerð, sem er ágætasta kenslubók fyrir
bændur, skrifuð af Guðmundi Jónssyni
kennara á Hvanneyri.
»Fóðurbirgðafélög«, smágrein eftir
Theódór Arnbjarnarson.
Skýrslur Búnaðarfélags Islands og
starfsmanna þess, fyrir árin 1931 og
1932, taka 170 bls, rúm, enda þangað
að sækja mikinn fróðleik og margar
upplýsingar.
»Búnaðarþingstíðindi 1933« eru rúm-
ar 140 b!s. Um þau er hið sama að
segja og skýrslurnar.
»Frá ferð minni til íslands* heitir
stórfróðleg og merkileg ritgerð eftir
Fr. Weis í K. höfn. Fjallar hún um ár-
angur af nokkum bráðabirgða rannsókn-
um, sem professorinn gerði á islenzk-
um jarðvegi í sumar.
»Vetrarfóður kúnna«, heitir ritgerð
eftir þóri Guðmundsson efnafræðing,
skrifuð sem athugasemd við samnefnda
grein eftir Pál Zóphóniasson ráðunaut
í Búnaðarritinu í fyrra.
»Sauðfjárrækt« heitir ágætur fyrir-
lestur eftir Pál Zóphóníasson, skemti-
lega saminn og af mikilli þekkingu,
eins og vænta mátti úr þeirri átt. Væri
líklegt að bændur notuðu sér þá fræðslu,
sem þarna er á boðstólnum, í stað
þess að þöngulhausast þetta altaf hver
út af fyrir sig, í sauðfjárræktinni — í
þessu sambandi get eg ekki stilt mig
um, að minna á prýðilega vandaða og
merka ritgerð eftir Pál, sem birtist í
Búnaðarritinu 1930. Húnheitir: »Erfð-
ir og kynbætur búfjár«. 36 myndir
skýra efnið1 —
Að lokum flytur Búnaðarritið 1933
yfirlit um jarðabætur ársins 1932 og
skrá yfir sjóði f vörslum Búnaðarfélags
íslands.
Pað þarf varla að taka það fram, að
jafn ágætt og ódýrt rit og Búnaðarritið
er, ætti að vera sjálfsagður gestur á
hverju búmannsheimili. Búnaðarritið
þarf þó að verða enn merkilegra. Það
á að koma út í fjórum heftum árlega,
150 bls. hvert, eða samtals 600 bls.
árgangurinn. Brotið sé í Eimreiðarstærð.
Stjórn Búnaðarfélags íslands ráði rit-
stjóra til eins árs í senn. í ritinu skal
birta Búnaðarþitigstíðindi, fundagerðir
og reikninga Búnaðarfélagsins, skýrslur
starfsmanna þess og annað hér að
lútandi. Svo og tilraunaskýrslur ýmsar.
En megináherslu skal þó leggja á, að
fá hæfa menn til að skrifa fróðlegar
og skemtilegar leiðbeiningar í öllum
greinum búfræðinnar, sérstaklega þó
túnræktun og búpeningsrækt og -með-
ferð. Sakar þá ekki þótt menn leiði
þar saman hesta sína útaf skoðanamis-
mun, illindalaust og með fullum rök-
um. Þá skulu og birtast hvetjandi
búnaðar- og landnámshugvekjur frá
ágætum mönnum, og má þar koma að
hugsjónum og hóflegum deilum um
þær. Enn í stað skal í ritinu hefjast
hverskonar fræðsla um húsdýr mann-
kynsins, og eiga að fylgja þeim grein-
um myndir af helztu kynjum ýmsra
tegunda. Búnaðarsaga íslenzk og er-
lend fái nokkurt rúm, og sömuleiðis
skemmtilegar ferðasögur úr íslenzkum
og erlendum sveitum. Pá þykir sæma
að trjárækt og blóma eigi vísa túlkun
í ritinu. Svo og dýraverndun. Myndir
skulu og öllum greinum fylgja, eins
og þurfa þykir og ekkert til spara.
Kvæði, sem hæf þykja í búnaðarriti,
má birta. Sömuleiðis stuttar og vel-
sagðar draumsýn'r skálda, eftir því sem
ástæður þykja til. Æfiatriði merkra for-
vígismanna íslensks landbúnaðar, og
góðra bænda, skal birta. Einnig erlend-
ra manna af þessu tagi, ef fróðlegt
þykir. Annað hvort ár skal prenta félaga-
tal Búnaðarfélags íslands og skrá yfir
landbúnaðarritgerðir í blöðum og tíma-
ritum. En ritgerða og rithöfundatal
sjálfs Búnaðarritsins, á tíu ára fresti.
Til frágangs skal vandað í öllu. —
Búnaðarritið á sem sagt að flytja það
efni, sem fjallar um og miðar að rækt-
un og prýði landsins og kunnáttu
bænda í gervöllu starfi sínu, og yfirleitt
alt, sem léttir og hvetur hugann, sér-
staklega við það starf.
Vetrar-
kápuefni
afar ódýr, nýkomin.
BRADNS VERZLUN.
Páll Sigurgeirsson.
Á það skal bent að kostnaður við
svona tímarit myndi borga sig, bæði
beinlínis með fjölgun manna, sem
greiddu æfitillag til B. í. og óbeinlínis
í menningu þeirri, sem yrði ávöxtur
fræðslunnar, svo og þeim yfirgripsmikla
félagsskap til átaka, sem ætti að geta
myndast fyrir tilstilli nÓ0U eftirsóknar-
verðs tímarits.
— Geta má þess að B. í. hefir lækk-
að verð á »Búfræðiritum« sfnum. Fóð-
urfræði Halldórs á Hvanneyri fæst nú
í bandi fyrir 9 kr., heft fyrir 7.50 kr.
Og hið ágæta rit »Hestar« eftir Theó-
dór frá Asi, bundið f. 9 kr., heft f. 7,50.
Siguröur Kristinn Harpann.
Gangleri, rit Guðspekifélagsins,
síðara hefti þ. á., er komið út. í
ritinu er margvíslegt efni, bæði
frumsamið og þýtt. Má t. d. nefna
greinaflokk eftir Grétar T'ells,
undir aðalfyrirsögninni »Af s.jón-
arhóli«. Eftir sama höfund er og
ritgerð, er nefnist »Örlög«.
Tímarit iðnaðarmanna, 4. h.
1933. Efnisyfirlit: Iðnskólinn 1
Reylcjavík, eftir H. H. E. Gömul
iðngrein, eftir Jón Helgason. Raf-
lagnir, eftir Jón Alberts. f Guð-
mundur Jakobsson trésmíðameist-
ari. Bók send tímaritinu, eftir H.
H. E.