Dagur - 21.12.1933, Blaðsíða 1

Dagur - 21.12.1933, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á hverjum fimtu- degi. Ko3tar kr. ð.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júli. tíjaldkeri: Arni Jóhanna- Bon i Kaupfél. Eyfirðinga •• •• •—•»• • • XVI* ár • t • • • r;l Afgreiðslan er hjá /dni P. Nr, Uppsögn, bundin við ira- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. dee. Norðurgötu 3. Talaími 111. Akureyri 21. desember 1933. 51. tbl. -• # • • • • • Sigurför mildinnar. Kaflar úr ræðu, fluttri að Grund 3. desember 1933, af séi'a Benjamín Kristjánssyni. Texti: II. Kor. 2, 14. Næstum því hvert og eitt skóla- barn getur lýst fyrir yður róm- verskri sigurför. Sigurvegarinn ók inn í borgina í skreyttum sti'íðsvagni með fjórum hestum fyrir. Hann var klæddur búningi Júppiters þrumuguðs og máiaður í framan eins og styttan af guð- inum uppi á Capitolíum. Á undan honum fóru fyrst öldungaráðs- mennirnir fótgangandi, því næst ýmsir embættismenn borgarinnar, þá lúðrasveinar. Að því búnu komu langar raðir af vögnum rncð ýmiskonar herfangi og síðan komu bandingjarnir í hlekkjum. Voru þeir iðulega keyrðir áfram með svipum og stundum beitt fyr- ir vagn sigurvegarans, þar sem hann sat krýndur lárviðarsveig- um. En á eftir þrammaði sigur- herinn, grár fyrir járnum, syngj- andi hersöngva. — Þessar róm- versku sigurinnreiðir þóttu ein- hverjir hinir tilkomumestu við- burðir þeirra tíma. Unglingunum var kennt að dást að þeim. Meiri liátíð gat ekki í Róm en slíka sig- urför, þegar herforingjarnir komu heim úr orustunni og ráku bandingjana á undan sér með miskunnarlausri grimmd. Þeirra atburða minntust menn oftast með mestri gleði. En það er annarskonar sigur- för, sem texti vor í dag gefur til- efni til að minnast. Það er sigur- för Jesú Krists í lífi þjóðanna. Þegar hann var líflátinn, hylltu vafalaust ekki svo margir sem fimm hundruð manns nafn hans. Nú í dag eru kristnir menn tald- ir að vera nokkuð yfir fimm hundruð miljónir eða nálega þriðjungur mannkynsins. Auðvit- að mundi þessi tala alls ekki standast, ef vér teldum til krist- inna manna aðeins þá, sem Kristi væri líkir að hugarfari og líferni. En sú staðreynd, að nálega þriðj- ungur mannkynsins viðurkennir hann þó að nafninu til er engu að síður stórmerkileg. Enginn herkonungur hefir ennþá unnið riíkan sigur. Og vér getum hiklaust sagt, að áhrif Jesú á líf kynslóðanna hafi orðið meiri en að nafninu til. Þó að oss renni það stundum í hug, eins og vestræna skáldinu, að framfarasagan sé skröksaga ein og skuggarnir enn hafi ei þynnst; þó að oss virðist að vegurinn til æðri þroska hafi orðið mönnum torsóttur og aftur og aftur hætti mönnum til að hverfa til sinnar fyrri heiðni, trúarinnar á grimmdina og hnefaréttinn — þá væru samt þeir menn blindir, sem gersamlega neituðu áhrifavaldi Jesú Krists og þeim straumhvörf- um, sem andi hans hefir valdið i mannkynssögunni. Sannleikurinn er sá, að áhrif Jesú Krists eru miklu meiri, en vér gerum oss að jafnaði Ijóst. Þau koma jafnvel í ljós hjá þeim, sem hyggja að þeir séu gersamlega trúlausir. Þau gagnsýra allt líf vort, þótt vér veitum því eigi ætíð eftir- tekt. Þó að einstaklingarnir séu misbrestóttir, hefir áhrifa hans gætt í hugsun allra hinna mestu og beztu manna, sem á eftir hon- um hafa komið. Og þessir menn eru það, sem sett hafa allan svip á menningarviðleitni mannkyns- ins. Þegar dýpst er skyggnst, eru það ekki hagsmunaöflin, heldur máttur hugsjónanna, sem mann- kynssagan snýst um. Það eru hugsjónamennirnir, sem söguna hafa skapað, þá sögu, sem er f frásögur færandi. Og Jesús Kristur hefir ekki að- eins innblásið postula sína og guði vígða trúmenn. Hann hefir einnig innblásið vísindamenn og stjórnvitringa, höggmyndasmiði og tónskáld. Hann hefir komið af stað friðarhreyfingum og afnáml þrælasölu. Hann hefir innrætt mönnum nýjar mannúðarhug- myndir. Hann kenndi að .skyldugt væri að beravirðingufyrirmanns- sálinni. Hann sagði: Leyfið börn- unum að koma til mín. Og fyrir orð hans var hætt að bera út börn og henda á spjótsoddum, eins og tíðkaðist í heiðnum sið, þegar líf mannsins' var að vettugi virt. Það er ótal margt fleira, sem kenning Jesú hefir til leiðar kom- ið — ótal mar-gt í daglegu lífi voru, sem oss finnst nú sjálfsagð- ir hlutir og óaðskiljanlegir dreng- lyndu og siðuðu hugarfari, og vér veitum enga athyggli að frá hon- um séu komnir, þótt þeir hefjist upprunalega með hinum nýja sið hans og grundvallist beinlínis á lífsskoðun hans. Eitt sinn hefði t, d. verið hlegið að þeirri reglu, sem nú gildir víðast, þar sem liáska ber að höndum á sjó, að bjarga þá fyrst konum og börn- um. Lítilmagninn átti þá engan rétt á sér. Eitt sinn þótti það smán og ljtilmennska, að fyrir- gefa óvinum sínum. Sá maður hlaut hvers manns lof, sem greypilegast rak harma sinna. Nú er kærleikurinn talinn meiri en hefndin. Og enda þótt menn reiðist ennþá af mannlegum breyzkleika, er það fremur talið tii yfirsjónar og reiknað mönnum til minnkunar. Áður þótti sá mað- ur bæði huglaus og dáðlaus, sem ekki lét egna sig eins og mann- ýgt naut til hverskonar fólsku- verka. Eitt sinn datt engum í hug að neitt væri athugavert við það, þótt menn notuðu vald eða trún- aðarstöður þjóðfélagsins sér til hagnaðar og fjárplógs. Nú þykir einsætt, að hverju valdi fylgi mikil ábyrgð. Og allar þessar sið- gæðishugmyndir og ótal margar fleiri hafa komið fyrir vaxandi áhrif frá kenningu Jesú Krists. Sigurför Jesú birtist þannig ekki í því ejnu, að hægt sé að benda á mikinn og vaxandi mann- fjölda af hverri kynslóð og í hverju landi, sem fylgir honum og játar nafn hans með vörunum. Heldur birtist hún í því, að smám saman, hægt og hægt, hafa hug- sjónir hans verið að vinna á. Sú trú, sem til grúndvallar lá fyrir kenningum hans og lífi: trúin á kærleikann, hefir smám saman verið að sigra hugi og hjörtu mannkynsins. Þetta hefir gerzt hægt og stundum óafvitandi. Hinn siðlegi þroski kemur sjaldan í stórum stökkum. Oft hafa menn jafnvel hlaupið sorgleg gönuskeið í nafni þessarar trúar. En samt sem áður, þegar til alls er litið, verður það Ijóst hvernig andi hans hefir verið að starfi um all- ar þessar aldir. Hann hefir víkk- sióndeildarhring manna, gert hug þeirra frjálsari, starfshvatir þeirra hreinni og tilfinningar þeirra dýpri og göfugri. Með kenning sinni hefir hann opnað mönnum ný útsýni og viðfangs- efni og kennt mönnum nýjar starfsaðferðir. Slíkt áhrifavald er í senn dá- samlegt og einstakt. Sumir halda því fram, að stórlega séu ýktar allar frásagnir ritninganna af Jesú Kristi og þar af leiðandi hugmyndir manna um hann. Eins og kom fram í Getsemane hafi hann aðeins verið dauðlegur og vanmáttugur maður. Kenningar hans séu fagrir draumórar, sem ekki standist próf reynslunnar. Eitthvað líkt hefir verið sagt urn ’hvern hugsjónamann. Þeir, sem steinblindir eru á allt annað vald, en vald hnefans, hljóta að mæla á þessa leið. En samt sem áður er vald hnefans ekki hið æðsta vald og ekki það vald, sem sigrar, nema sér til ófarnaðar. Það er vald andans, sem sigrar að lokum. Og vér skulum nú gera oss í hug- arlund, hvernig Jesús tefldi fram valdi sálar sinnar gegn herveldi Rómverja og vinnur sigur. Það er einn furðanlegasti þáttur mann- kynssögunnar. Vér skulum fyrst og fremst veita því athygli, að mannkyns- sagan hefir yfirleitt miklu meiri tilhneiging til að gleyma mönn- um, en að upphefja þá, tigna og tilbiðja. Langflestum okkar gleymir hún, næstum því undir- eins og við erum komnir undir græna torfu, og getur okkar aldrei að neinu. Og ég veit ekki, hvort þér hafið gert yður grein fyrir því, hversu líkindin voru öll gegn því, að sagan mundi muna eftir Jesú, hvað þá upphefja nafn hans. Hann bjó í einhverju fjar- lægasta skattlandi Rómaveldis, lítilsvirtur Gyðingur, af þeim ætt- um sem jafnvel helztu áhrifa- menn af hans eigin kynstofni litu til með fyrirlitningu. Hann var maður, sem yfirgnæfandi meiri- hluti samtímamanna hans í róm- verska ríkinu heyrði aldrei svo mikið sem getið um. Hann skildi aldrei eftir sig skrifaðan staf af neinu því, sem hann hafði sagt, gert eða dreymt um. Og þó að nokkrir gerðust til að trúa á hann þegar í lifanda lífi, voru það menn, sem, eins og hann sjálfur, voru í engu áliti né virðingu. Hann kemur út úr myrkri og gleymsku fornaldarinnar eins og undarlegur útlendingur í mann- heimum. Og þegar hann var líf- látinn á krossinum, hinum mesta smánardauða sem þekktist fyrir afbrotamenn á þeim tímum, virt- ust allar líkur benda til þess, að yfir minningu hans myndi skefla fyrnsku og óminni aldanna. Þeim mun furðulegri er sú stað- reynd, að nafn hans skuli eigi að- eins vera ritað heldur plægt inn í sögu mannkynsins, eins og mik- ill rithöfundur hefir komizt að orði. Heiminum varð það ekki mögúlegt að gleyma honum, eða meta hann að engu. I hugum manna og hjörtum hefir nafn

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.